Vísir - 30.01.1973, Síða 13
Vísir. Þriðjudagur 30. janúar 1973
13
I DAG | í KVÖLD | í DAG | í KVÖLP | í DAG |
■■■■■■ >■
Sjónvarp í kvöld kl. 21.20:
HARMLEIKUR
I kvöld fer fram
umræöuþáttur í sjónvarp-
inu undir stjórn Magnúsar
Bjarnfreðssonar. Þátturinn
nefnist „Setiö fyrir svör-
um", og verða þangað
boðnir nokkrir Vestmanna-
eyingar og fleiri aðilar, en
að sjálfsögðu er það að
gefnu tilefni.-
Meöal annarra munu taka þátt i
umræðunum fulltrúi björgunar-
sveita, sem unnið hafa i Eyjum að
undanförnu af mikilli ósérhlifni
og þrautseigju, fulltrúi frá Al-
mannavarnaráði, jarðfræðingur,
og ennfremur fulltrúar frá bæjar-
yfirvöldum Vestmannaeyinga.
Þó margt hafi að undanförnu
komið fram i fjölmiðlum varð-
andi hina hörmulegu atburði i
Eyjum, er ekki óliklegt að eitt-
hvað nýtt, eða ný atriöi komi
fram i þessum þætti, þvi eins og
við vitum öll, er enn langt frá þvi,
að leystur hafi verið allur sá
vandi, semikjölfar þessa harm-
leiks óhjákvæmilega hlýtur að
fyigja.
Það þarf vist ekki að
taka það fram, að þessi
mynd er frá Vest-
mannaeyjum, og vist er
, að hún þarfnast engra
skýringa.-
Þá mun einnig taka þátt i þess-
um umræöum Ólafur Jóhannes-
son, forsætisráöherra, og skýrir
hann væntanlega afstööu
rikisstjórnarinnar til þessa stór-
máls.
— LTH.
Hljóðvarp í kvöld kl. 19.35:
MAÐURINN
OG MENGUNIN
Mengun af ýmsu tagi
er orðið stórkostlegt
vandamál i fjölmörgum
s v o kölluðum
menningarlöndum ver-
aldarinnar, en hún er
ekki aðeins i löndunum
sjálfum, heldur lika og
ekki siður i sjónum.
t kvöld mun Hjálmar R.
Bárðarson, skipaskoðunarstjóri,
ræða þetta alvarlega efni i
þættinum „Umhverfismál”.
Aðallega verður fjallað um
mengun i sjó, bæði i höfnum og á
úthafinu.
Alls konar efnum er sturtað i
hafið, efnum sem eyðast jafnvel
ekki fyrr en eftir óratima, eins og
til dæmis plastefnum ýmsum.
Ekki er þá olian, sem streymir oft
i stórum stil i sjóinn, neinn smá-
ræðis skaðvaldur, og höfum við
íslendingar ekki fariö varhluta af
þeim óþverra i höfnum okkar
fremur en aðrir. . —LTH
Þriðjudagur
30. janúar
13.00 Eftir hádegið. Jón B.
Gunnlaugsson leikur létt lög
og spjallar við hlustendur.
14.15 Fræðsluþáttur um al-
mannatryggingar
14.30 Frá sérskólum i
Reykjavik, V: Fiskvinnslu-
skólinn. Anna Snorradóttir
talar við Sigurð B. Haralds-
son skólastjóra.
15.00 Miðdegistónleikar.
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir. Til-
kynningar.
16.25 Popphornið.
17.10 Framburðarkennsla i
þýzku, spænsku og
esperanto.
17.40 (Jtvarpssaga barnanna:
Hér sjást menn með tæki til oiiuhreinsunar aö störfum í vesturhöfninni I Reykjavlk. Þar er ástandið
jafnvel hvað lakast i Reykjavíkurhöfn, bæöi i höfninni sjálfri og kannski ekki siður við verbúðirnar þar
nærri, þvi engum sem þar á leið um, getur komið i hug orðiö hreinlæti.
!■■■■■■■■
Spáin gildir fyrir miðvikudaginn 30. janúar.
m
w
Nt
..."t
&
uá
Hrúturinn,21. marz—20. april. Það bendir allt til
þess að ekki muni skorta góð tækifæri. Aftur á
móti litur út fyrir að þau nýtist ekki sem skyldi,
og virðist erfitt að sjá af hverju.
Nautið, 21. april—21. mai. Það getur gengið á
ýmsu i dag, en nokkur áhætta virðist bó i sam-
bandi við peningamálin. Athugaðu að minnsta
kosti gaumgæfilega allt sem þeim viðkemur.
Tviburarnir, 22. mai—21. júni. Þetta verður
erfiður dagur hjá þér vegna annrikis og ein-
hverra nýrra viðhorfa og viðfangsefna, og verð-
urðu að hafa þig allan við i þvi sambandi.
Krabbinn, 22. júni—23. júli. Það er ekki óliklegt
að einhver orðrómur verði á sveimi i kringum
þig, heima eða á vinnustað, sem þú ættir að gera
þitt til að kveða niður.
Ljónið,24. júli—23. ágúst. Það bendir allt til þess
að betta geti orðið skemmtilegur dagur og létt
yfir. En um leið er hætt við að þú komir ekki eins
miklu i verk.og þú vildir.
Meyjan, 24. ágúst—23. september. Það er hætt
við að einhverjir útreikningar eða áætlanir
standist ekki. Farðu þvi gætilega i öllum
ályktunum, þar eð forsendan fyrir þeim getur
verið skökk.
Vogin,24. sept.—23. okt. Þáð litur út fyrir að ein-
hver, sem þú þekkir ekki nema að takmörkuðu
leyti, vilji telja þig á eitthvað, sem er vægast
sagt harla varasamt fyrirtæki.
I)rekinn,24. okt,—22. nóv. Það er ekki óliklegt að
einhverjir liðnir atburðir, sem þú ekki kærir þig
um að muna, verði samt sem áður rifjaðir upp,
ef til vill á nokkuð óþægilegan hátt.
Bogmaöurinn, 23. nóv.—21. des. Það litur helzt
út fyrir, að þú verðir settur til að gegna ein-
hverju hlutverki eða starfi, sem þér er ekki um
gefið, en getir þó naumast skorazt undan.
Steingeitin,22. des.-20. jan. Þér berst sennilega
bréf, eða þá einhverjar fréttir, sem valda þér
mikilli gleði. Þó sennilega fremur vegna ann-
arra heldur en sjálfs þin.
Vatnsbcrinn 21. jan,—19. febr. Þér gefst ekki
tóm til að sitja með hendur i skauti i dag, meiri
hætta á að verkefnin reynist þér að einhverju
leyti ofviða eins og þau eru til komin.
Fiskarnir, 20. febr.—20. marz. Þetta virðist ein-
staklega góður dagur, jafnvel hvað peningamál-
in snertir. Hafðu samt gætur á öllu, sem þeim
kemur við, að ekkert verði i óreiðu.
„Uglan hennar Mariu”
eftir Finn Havrevold. Olga
Guðrún Arnadóttir les (12)
18.00 Létt lög. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20 Fréttaspegill
19.35 Umhverfismál.
19.35 Umhvcrfismál
19.50 Barnið og samfélagið
Pálina Jónsdóttir talar viö
Gyðu Sigvaldadóttur fóstru
um dálæti barna á bundnu
máli.
20.00 Lög unga fólksins.
20.50 tþróttir.
21.10 Konsert fyrir fiðlu og
hljómsveit op 18 eftir Bo
Linde.
21.35 Naust og vör.Bergsteinn
Skúlason segir frá (Aður
útv. i júni s.l.)
22.00 Fréttir
22. 15 Veðurfregnir.
Rannsóknir og fræði. Jón
Hnefill Aöalsteinsson fil. lic.
talar við Jón Böðvarsson
cand. mag. um Njálu og.
bókmenntafræðslu i
skólum.
22.45 Harmonikulög. Arnt
Haugen og félagar leika.
23.00 A hljóöbergi.
23.40 Fréttir i suttu máli.
Dagskrárlok.
SJÚNVARP •
Þriðjudagur
30. janúar
20.00 Fréttir
20.25 Veður og auglýsingar
20.30 Ashton-fjölskyldan.
Brezkur framhaldsflokkur.
38. þáttur. Hold og blóð.
Þýðandi Heba Júliusdóttir.
Efni 37. þáttar: Shefton
heldur veizlu til að fagna
heimkomu Helenu, systur
sinnar, frá Astraliu. Hann
notar tækifærið og vekur
máls á hugmynd sinni um
að selja prentsmiöjuna.
Helena fylgir Edwin og
börnum hans að málum og
Shefton verður að láta
undan siga. Skömmu siðar
kemur Davið til hans i pen-
ingavandræðum og selur
honum sinn eignarhluta i
fyrirtækinu, og þar með
telur hann sig ráða meiri
hluta hlutafjárins. Davið
heimsækir Sheilu og reynir
að fá hana til aö sættast, en
hún er treg til að treysta
honum.
21.20 Tónlistarþáttur frá
Milnchen
Sigurvegarnir i keppn-
inni, Nilla Perrou frá Svi-
þjóð, Hansjörg Schellen-
berger frá Þýzkalandi, Ro-
bert Currier Christiansen
frá Bandarikjunum og Pi-
Hsien Chen frá Formósu
■flytja verk eftir Mozart,
Richard Strauss, Verdi og
Beethoven. (Evrovision —
Þýzka sjónvarpið)
22.00 Setið fyrir svörum.Um-
ræðuþáttur i sjónvarpssal.
Umsjónarmaður Magnús
Bjarnfreðsson.
22 .40 Dagskrárlok.