Vísir - 03.02.1973, Page 3
Vlsir. Laugardagur 3. febrúar 1973.
3
Dansglaðir
námsmenn
— frá Júgóslavíu í þióð
leikhúsinu í
Áttatíu manns á hraðferö
dönsuðu þjóðdansa á tveim
sýningum í Þjóðleikhúsinu
í gærkvöldi. Hér voru stú-
dentar frá háskólanum í
Ljubljana á ferðinni og
dönsuðu þau í hinum marg-
vislegu þjóðbúningum
Júgóslava.
Blaðamaður Visis brá sér i gær
á fund fólksins og hitti að máli
Tomaz Zajc fyrirliða hópsins.
„Þetta eru stúdentar úr öllum
mögulegum greinum við háskól-
ann i Ljubljana, hagfræöi, stærð-
fræöi, læknisfræði og svo fram-
vegis,” sagði Tomaz. „Enginn úr
hópnum fær greitt fyrir að dansa.
Þau fá aöeins uppihald og vasa-
Nokkrir júgóslavnesku stúdent-
anna ieika þjóðiög á hljóðfæri sin
og hinir dansa eftir tónlistinni.
gœrkvöldi
peninga, enda er þetta lika
skemmtireisa fyrir þau.”
Það eru engir sérstakir tækni-
menn, það eru bara stúdentarnir,
sem eru með i förinni.
Tomaz Zajc fræddi okkur einn-
ig á þvi að fólkið skipti nokkrum
sinnum um búninga, á meðan á
sýningunni stæði, vegna'þess hve
fjölbreyttir Júgóslavnesku þjóö-
búningarnir væru.
Það eru nefnilega sex fylki eöa
riki i Júgóslaviu og hvert þeirra
hefur sina sérstöku þjóðbúninga
og fleiri en einn. Sagði viðmæl-
andi okkar, að þeim hefði komið
þægilega á óvart að sviðið i Þjóö-
leikhúsinu gæti snúizt, þvi að þá
væri miklu auöveldara að koma
öllum búningaskiptingunum við.
Það var sagt hér fyrst að þetta
fólk væri á hraðferð, og það var af
þvi að það hefur ekki viðdvöl hér
nema i tvo sólarhringa. Það kom i
fyrrakvöld og fer i kvöld. Leiðin
hingað lá frá Luxemburg og i
kvöld er henni heitið til New
York. —LÓ
ÓK Á
KONU
BÚIÐ AÐ RYÐJA OG STYÐJA
ÖLL ÞÖK FYRIRTÆKJA
Björgunarsveitir
halda áfram störfum
linnulaust. Hvassviðri
gerði þó aðstæður til
vinnu erfiðar i gær. Nú
má heita lokið að ryðja
af og styðja við þök at-
vinnu- og þjónustufyrir-
tækja. Unnið hefur verið
að mokstri af þökum
ibúðarhúsa, og að styðja
við þök ibúðarhúsa á
svæði, sem takmarkast
af Vestmannabraut og
Landagötu að norðan,
Heiðarvegi og Strembu-
götu að vestan og Suður-
vegi að austan.
Sum húsin á austanverðu þessu
svæði eru þó grafin i vikri, og hef-
ur ekki reynzt unnt að komast aö
þeim til vinnu.
Verkinu miðar vel áfram, og
vinna við það 90 trésmiðir auk
hjálparsveita, sem telja yfir 300
manns. Sveitirnar hafa í vaxandi
mæli til umráða stórvirkar vinnu-
vélar og stórvirk ökutæki.
Búslóðaflutningum hefur veriö
haldið áfram með skipum og flug-
vélum. Nú er álitið, að lokið sé við
að flytja búslóðir úr þeim húsum,
sem hafa verið talin á hættu-
svæði.
Slökkvilið hefur ekkert þurft að
vinna að slökkvistörfum seinustu
daga, og hafa slökkviliðsmenn
starfað við ýmis þjónustustörf.
Lögreglan hefur séð um eftirlit á
hafnar- og flugvallarsvæðinu, og
á hættusvæðinu austast i bænum.
Auk þess hefur hún á hendi upp-
lýsingar um birgðavörzlu, oliu-
dreifingu og aðra fyrirgreiðslu.
Engin slys hafa orðið né meiri-
háttar meiðsli.
Á þriöja hundrað stúdentar fóru
til Eyja i gær, flugleiöis og sjó-
leiðfs. Þeir munu vinna að þak-
ruðningi undir stjórn kennara og
slökkviliðsmanna. Þá fóru rúm-
lega 100 menn úr varnarliðinu til
sömu starfa , og er unnið að skipu-
lagningu áframhaldandi aðstoðar
á þessu sviði.
—HH
— en stöðvaði ekki
Ekið var á fullorðna konu á
Hringbraut í lyrrakvöld. Öku-
maöurinn stöðvaði ekki, heldur
ók áfram.
Konan var að fara yfir götuna á
móts við Landsspitalann, þegar
slysið varð. Bláleitur fólksbill
kom á mikilli ferð vestur Hring-
brautina og straukst hann utan i
konuna og varð vinstri fótur kon-
unnar fyrir afturhjóli bílsins. Bil-
stjórinn var ekkert að hafa fyrir
þvi að stanza, heldur ók hann við-
stöðulaust áfram. Konan taldi sig
hafa náð númeri bilsins, en þegar
það var athugað, reyndist
númerið, sem konan gaf upp
ekki vera til. Ekki hefur því enn
hafzt upp á ökumanninum.
Konan mun hafa slasazt tölu-
vert, og var hún flutt á spitala.
—ÞM
Skyndilega yfirfylltist Loft-
leiðahótelið i gærdag, en þá
komu þangað um 300 skipti-
nemar frá Bandarikjunum,
sem eru á leið til fjögurra
mánaða dvalar i Danmörku.
Hér er viðkoman aftur á móti
ekki nema tveir dagar og einu
endurminningarnar frá þessu
landi verða skiptinemunum
sennilega þær einar, að taka
upp náttfötin og tannhurstann á
hótelinu. Skipulögö skoðunar-
ferð var I það minnsta ekki
fyrirhuguð þegar VIsis spurðist
fyrir um það I gær á hótelinu.
En án efa hefur hópurinn flogið
yfir hina gjósandi eyju úti fyrir
landinu — og gerir sennilega
aftur á leiðinni til Danmerkur.
Nokkuð, sem allmörgum
Iöndum þeirra þætti sennilega
eftirsóknarvert....
ÞJM/Ljósm.: BB.
Loðnuflutninga-
skip leigð?
Þegar á fyrsta degi gossins
voru gerðar ráðstafanir til að
undirbúa að fá skip til flutninga á
loðnu, ef nauðsynlegt reyndist.
Ilelztu hagsmunaaðilar voru þá
kallaðir á fund hér I ráðuneytinu
og stjórn Síldarverksmiðja rikis-
ins og Fiskifélagi islands var fal-
ið að kanna möguleika á flutning-
um, sagði Jón Arnalds, ráðu-
neytisstjóri I sjávarútvcgsráðu-
ncytinu, I viðtali við VIsi I morg-
un.
Flutningaskip hefur ekki verið
tekið á leigu ennþá. Það verður
fyrst að kanna, hvort yfirleitt sé
þörf á sliku skipi. Það er heldur
óskemmtilegt að leigja skip ef
ekki reynast vera not fyrir þaö.
Fyrst yrði þvi að fylla þær þrær,
sem fyrir hendi eru og nýta þá af-
kastagetu, sem eru i verksmiðj-
um næst miðunum, en það er m.a.
verkefni sérstakrar loðnulöndun-
arnefndar, sagði Jón.
Þess má geta að ýmsir eru nú
orðnir bjartsýnir á það, að unnt
reynist að nýta loðnuverksmiðj-
urnar i Eyjum, og er m.a. ráð-
gert, að önnur geti nú farið að
taka á móti loðnunni. — VJ
Við erum rúm
210 þúsund
íslendingar eru 310.332 talsins
samkvæmt manntalinu 1.
desember siðastliðinn.
Karlkynið hefur talsverðan
meirihluta, og sýnist sitt hverjum
um kosti þess. Á landinu eru
104.078 konur og 106.274 karlar.
i Reykjavík búa 83.831, og eru
það 42,962 konur og 40.869 karlar.
11.434 buá I Kópavogi, 10.694 i
Ilafnarfirði og 11.158 á Akureyri.
—HH
Æfing fyrir
eldgos í Vík
Við munum hafa æfinguna i al-
mannavörnum, ekki slzt eftir al-
burðina I Eyjum, sagði Einar
Oddsson, sýslumaður I Vik I
morgun. Æfingin átti að veröa I
janúar, en henni var frestað og
siðan enn skotið á frest, þegar al-
mannavarnir hlutuóvænta þjálf-
un i Eyjum.
Vík i Mýrd.il veröur þvi brátt
vettvangur meiriháttar æfingar i
almannavörnum, sem munu mið-
ast við, að þorpinu sé ógnað af
eldgosi eða öðrum náttúruham-
fiirum. —HH