Vísir - 07.02.1973, Blaðsíða 4

Vísir - 07.02.1973, Blaðsíða 4
4 Visir. Miðvikudagur 7. febrúar 1973 I 5I ÐA ivi J Hvor klœðnaðurinn skyldi falla betur í kramið, só fínlegri eða sá sveitalegri... Misjafn er smekkur mannanna! Misjafn er smekkur mannanna, segir einhvers staöar. Og það eru áreiö- anlega orð aö sönnu. Þau orð gilda víðast hvar, og þau gilda líklegast líka, þegar að tízkunni kemur. Sumir virða fyrir sér með aðdáun og öfund myndir af fatnaði frá dögum Lúð- víks 14., eða þá lengra aftur í tímann, og velta því fyrir sér, hversu litrík og skemmtileg tízkan væri, ef hún væri þannig ennþá. Aðrir lita framhjá slikum myndum, en dást að gömlu Hollywoodstjörnunum og gæfu mikið fyrir að sú tizka næði fram að ganga á nýjan leik. En svo eru enn aðrir, sem hrista aðeins höfuðið, yppta öxlum og kjósa helzt flauelsbuxur og lopapeysu eöa annan slikan fatnað. Finnst sá fatnaður þægi- legur og kjósa helzt að ganga þannig til fara. En það er nú einu sinni svo, að flauelsbuxurnar og lopapeys- urnar náðu þvi eitt sinn að vera einhvers konar brot af tizkufyr- irbrigði. En sá fatnaður heldur þó stöðugt sinum velli. bað er dálitið skemmtilegt að virða fyrir sér myndirnar á sið- unni. Óneitanlega stinga þær nokkuð i stúf hver við aðra. Annaðhvort er klæðnaðurinn finlegur og eins kvenlegur og hann framast . getur verið, eða þá heldur þunglamalegur og næstum sveitalegur. Hvor klæðnaðurinn skyldi nú falla i kramið? Það er ekki bein- linis gott að segja til um það, en einhverra hluta vegna hefur maður þó grun um, að þung- lamalegri klæðnaðurinn kæmi til meö að falla i betri jaröveg hjá íslendingum heldur en sá finlegi. bað gerir ef til vill veöurfarið hér uppi á Islandi. Kannski lika það, að klæðnaðurinn er að öllum likindum miklu þægilegri en sá glansandi og fini, og gengur svo viðast hvar. Með þessum myndum hér á siðunni sést kannski bezt, að þó að tizkukóngarnir úti i heimi setji hinn svokallaöa „Holly- wood-klæðnað”, ef svo má að oröi komast, hæst á lista hjá sér, þá kemst margt annað að. Og kannski sem betur fer. Þá er frekar úr nógu aö velja. En loksins fengum viö eitt- hvað að sjá af fatnaði fyrir karl manninn, svo vikið sé að öðru. Þegar maður sér þann klæðnað, dettur manni einna helzt i hug einhver franskur náungi á rölti um sveitaþorp þarlendis. Six- pensarinn gefur klæðnaðinum skemmtilegan svip, en sixpens- arar eru ákaflega vinsælir þessa dagana. Vesti karlmannsins er mosa- grænt að lit, með rauðum og gulum röndum. Þverslaufan er úr rauðu flaueli. Það er alls ekki svo fráleitt, að slikur fatnaður falli i kramið hjá karlmönnun- um, að minnsta kosti hefur Gil- bert O’Sullivan, söngvarinn vin- sæli, tekið miklu ástfóstri við slikan. Vesti stúlkunnar er gult að lit með grænum og rauðum röndum. Hatturinn er rauður, en blússan græn- og hvitköflótt. Klæðnaður sem gengur hvar sem er,.jafnt sumar sem vetur. Hann er svo sannarlega Nú er ÓDYRAST að nota Á ÞÖKIN ONUONDUUNE Báruðu asfalt plöturnar ■: ÞÆR EINANGRA • ÞÆR TÆRAST EKKI ÞÆR FÁST í TVEIM LITUM ? ENGINN VIÐHALDSKOSTNAÐUR Takmarkaðar birgðir á gamla verðinu VERZLANASAMBANDIÐ H.F. SKIPHOLTI 37 - SÍMI 38560 skrautlegur hatturinn, sem við sjáum hér á annarri mynd. Hugmyndin að hattinum kemur frá J.C. Brosseau i Paris, og þessi er ætlaður fyrir vortizk- una komandi. Að öllum likind- um verður þess langt að biða, aö slikir hattar sjáist hér á götum Reykjavikurborgar. Þetta er stráhattur, skreyttur blómum alla leið frá Afriku. Þriöja myndin hér á siöunni er dæmigerð fyrir þá tizku, er boðuð er þessa dagana. Jakkinn er úr bleiku, eins konar satinefni, og sniðið er ekki ólikt þvi, sem gerist á karl- mannajökkum. Púðar eru i öxl- um, en þessi jakki er ætlaður sem samkvæmisklæönaður. Rósóttar buxur eða pils er borið við jakkann. Og siddin á pilsinu þá höfð um eða rétt fyrir neðan hné. Blússan er hvit, en hviti litur- inn er vinsæll. Siðan er komið fyrir skrautlegri nælu i kraga- horninu. Andlitsfarðinn er álika skrautlegur. Farðinn er að visu nokkuð fölur, en varirnar eru hárauðar og rauðir augnskugg- ar eru á augnalokum allt upp að mjóum augnabrúnunum. Það veröur gaman að sjá, hver framvinda mála verður. Liklegast á eitthvað fleira eftir að heyrast frá tizkumönn- unum úti i heimi. Fleira nýtt á lika áreiðanlega eftir að komast á markaðinn áður en yfir lýkur, og ennþá er nokkur timi til sumars, að minnsta kosti hér á tslandi. Sumir býsnast yfir tizk- unni og eru ekki alls kostar ánægðir með það aö þurfa aö hlita boðum og bönnum ein- hverra úti i heimi, sem segja til um það, hverju beri aö klæðast hverja árstið. Það er lika dálitið skrýtið, þegar hugsað er út i það, að þúsundir kvenna og karla skuli fara eftir hugmyndum einhvers eins eða aðeins fleiri manna um það, hverju beri að klæöast. Einhvers staðar i stóru húsi úti i heimi situr maður og teiknar. Hann er að rissa upp mynd af klæðnaði. Hann hefur kannski gert sér grein fyrir þvi, að nú- verandi klæðnaður er búinn að vera of lengi, og nú verður að skipta um. Koma með eitthvað nýtt. Kannski er lika það, að það sem er nú efst á lista, gefur ekki nógu mikið i aðra hönd. Það gengur ekki, einhverjar ráö- stafanir verður að gera. Vélar fara að snúast, efni skapast, klæðnaðurinn er tilbúinn. Hann er sýndur i einhverjum sal, — og hann slær i gegn eða ekki. Ja, hún er svo sannarlega skrýtin stundum þessi veröld. — EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.