Vísir - 07.02.1973, Blaðsíða 9

Vísir - 07.02.1973, Blaðsíða 9
 Vfsir. Miðvikudagur 7. febrúar 1973 Lára tvisvar meistari! Stúlkna- og drengjameistaramót islands i stökkum var háð í íþrótta- húsi Kársnesskóla 4. febrúar síðast- liðinn. Sæmilegur árangur náðist og Lára Sveinsdóttir sigraði í báðum kvennagreinunum. Úrslit urðu þessi: Uel/.tu úrslit: DRENGIR. Uástökk án atr:. 1. óskar Jakobsson 1R 1.45 m 2. Sig. Sigurðsson, Árm. 1.35 m 3. Sigurbj. Lárusson, 1R 1.20 m Uristökk án atr.: 1. Jón S. Þórðarson, IR 8.59 m 2. Jóh. Sigurðsson, HSÞ 8.51 m 3. Asgr. Kristóferss. HSK 8.50 m Hástökk: 1. Jón S. Þórðarson, 1R 1.70 m 2. Sigþór Ómarsson, 1A 1.65 m 3. Sig. Sigurðsson, Arm. 1.65 m I.angstökk án atr.: 1. Jón Pétursson UMSB 2.82 m 2. Pétur Þorst.son, UMSB 2.81 m 3. Guðm. Júliusson, 1R 2.81 m Ilástökk: STCLKUR. 1. Lára Sveinsdóttir, Árm. 1.55 m 2. Kristin Björnsd., Breiðabl. 1.50 m 3. Ragnh. Pálsd. Stjörnunni 1.40 m Langstökk án atr.: 1. Lára Sveinsdóttir, Arm. 2.48 m 2. Sigrún Sveinsd., Arm. 2.47 m 3. Hafdís Ingimarsd. Breiðabl. 2.43 m Lára Sveinsdóttir. * Miðherji Arsenal var lótinn fjúka I tilefni 100 ára afmælis skozka knattspyrnusambandsins verður landsleikur milli Skotlands og Eng- lands— leikmenn 23ja ára og yngri — á Hampden leikvanginum á þriðjudag — aðallið landanna leika svo daginn eftir. Enski landsliöseinvaldurinn, Sir Alf Ramsey, valdi enska liðið i gær, og kom það talsvert á óvart, að hann valdi ekki Ray Kennedy, miðherja Arsenal. Kennedy er eini leikmaðurinn, sem „kastað” er frá landsleik enska liösins við Holland fyrst i janúar. öruggt má telja, að John Richards hjá Úlfun- um, sem valinn var i 14 manna hóp, verði miðherji i stað Kennedy. Einn nýr maður var valinn — framvörðurinn Steve Perryman hjá Tottenham. Annars eru þessir leikmenn i hópnum, og koma þeir til með að leika flestir. Parkes, QPR, Stevenson, Burnley, McDowell, West Ham, Pejic, Stoke, Taylor, West Ham, Beattie, Ipswich, Cantello, WBA, Mortimer, Coventry, Currie, Sheff. Utd. fyrirliði, Perry- man, Tottenham, Richards, Wolves, Why- mark, Ipswich, George, Asenal, og Barrow- clough, Newcastle. I blaöinu i gær féll niður eitt nafn i skozka landsliðshópnum. Þar voru 18 leikmenn vald- ir til að leika við England á miövikudag i aðallandsleiknum. Niður fékk nafn Colin Stein, miðherja Coventry. Heimsmeistarakeppni i hraðhlaupum á skautum var háö f Osló um helgina og sigraði Muratov, Sovét, eftir harða keppni. Þessi mynd er frá keppninni. Norski heimsmethafinn Lasse Efskind er á innri braut inni i keppni viö Hollendinginn Jos Valentijn. Jos sigraði og hlaut ann- að sætið samanlagt, en Lásse varð fjórði. Hressir strákar fyrst en timburmenn í lokin! — þegar ÍR sigraði Ármann 91:74 í 1. deild í körfubolta Það, sem einkenndi leik i R og Ármanns í körfuboltanum á sunnu- daginn, var öðru fremur mjög vel leikinn fyrri hálfleikurhjá IR. Fyrstu mínúturnar sást það bezta, sem sést hjá ís- lenzku liði. En síðari hálfleikurinn var ólikur eins og dagur og nótt — engin heil brú i liðinu þá og kæruleysi ráðandi. Já, það voru hressir strákar í fyrri hálfleikn- um, en timburmenn i þeim síðari. „Börnin” hans Einars f IR sýndu svo sannarlega framan af, að þau hafa fengiö gott uppeldi, flest, sem mögulegt er að sýna i körfukolta og jafnvel einnig það, sem „ómögulegt” er sýndi liöið fyrstu minúturnar. Tölurnar 8-2, 12-8, 17-8 og 25-8 tala sinu máli og það var eins og Armenningar væru komnir langt aftur i timann — i frumbernsku körfuboltans, þegar leikirnir fóru eitt, tvö eða þrjú núll. Liðið, sem byrjaði inn á fyrir 1R, var þannig skipað. Anton, Agnar, Kolbeinn, Einar og Krist- inn. Allt menn i fyrsta klassa á is- lenzkan mælikvarða og tæplega var það siðra Armannsliðið: Birgir, Jón S.,Jón B.,Sveinn og Halldór, lið, sem er einnig i sér- klassa á mörgum sviöum i is- lenzkum körfuknattleik. Allavega eru Armenningar efstir á lista yfir villusæknustu menn körfuboltans i dag og ætla mætti að þeir væru flestir læröir i ónefndri borg i Miö-vestur rikjum Bandarikjanna. Já, leikhlé var lausnarorð Ar- menninganna, þegar staðan var orðin 25-8. Maður-á-mann vörnin hafði litt dugað gegn Antoni og Agnari, en Agnar hafði skorað meginhluta þessara stiga frá kantinum, langt utan af velli. En Anton kom þar lika fast á eftir. Þessi furðumaður islenzka körfuboltans skoraði úr öllum stöðum og i öllum stellingum. 1 sniöskotum (lay-up) teigir hann sig langt fram fyrir mótherjann, og stökkskotin minna á kött, sem býr sig undir stökk, þvi maðurinn hniprar sig saman i loftinu á furðulegan hátt. En allt tekur sinn enda og leik- hléin eru fljót aö liöa þvi liði, sem allt þarf að betrumbæta. Leikurinn hófst aftur og tölurn- ar hlupu á stigatöflunni eins og mennirnir á vellinum. 32-11, 42-17, 49-23. Hálfleikur. Getur nokkur maður trúað að svona mikill munur sé á liðum 11. deild 26 stig? Nudd, afslöppun, kók og góð ráð i hálfleik hjá Armenningunum, og þau eru dýr góöu ráöin núna. Nýir menn inn á fyrir Ármenn- inga, Björn, Atli og Sigurður Ingólfsson, menn, sem bregðast sjaldan, þó Atli sé helzt til ó- harðnaður til að leika i slikum leik og Sigurður linur undir körf- unni, en Björn, sem var inná fyrst i leiknum, kom óþreyttur inn á.' Og leikurinn jafnaðist. IR-ingar misstu áhugann á leiknum,léku á hálfum hraða, það sem eftir var Varamönnum var skipt inn á. Birgi Jakobssyni, sem nýkominn er úr prófum, Þórarni, Þorsteini og Sigurði Gislasyni og þó að allir þessir menn séu reyndir, þá luku þeir ekki við forustuna. Tölurnar 61-32, 73-44, 81-55, 89- 72 eru staðreynd, og leikurinn varð leiðinlegur. Munurinn allt og mikill, til þess að um neina keppni sé um að ræða. Undir lokin tóku Armenningar þó smá sprett og hættu „knatt- borðsleik” sinum, en lokatölur leiksins þrátt fyrir það yfirburða- sigur IR-liðsins 91-74. Liö IR virðist vera að falla saman. Nýju mennirnir, Einar og Anton, eru orönir virkari, og Kristinn Jör. sýnir framfarir i hverjum leik. Armenningarnir léku að sama skapi illa og þannig illa, sem þeim einum er eiginlegt. Lið, sem sýnir eins mikla fljótfærni og óstööugleika, getur ekki átt heima i fyrstu deild til frambúö- ar. Það er alltaf gamla sagan hjá Ármanni, aö liösmenn virðast ekki vita hvað þeir eiga að gera. Þeir virðast alltaf jafn undrandi, þegar þeir mæta liði, sem leyfir þeim ekki að ganga beint i gegn. Ef einhver mótstaða er til staðar lippast liðið niður og sápukúlu- dæmið er nærtækt. Stigahæstir: IR Kristinn 27slig. Agnar 17 stig. Einar 12 stig. Armann. JónS. 28 stig. Jón B. 14 stig. —EB Dómaradans í leik HSK og Valsmanna! HSK sigraði Val i 1. deild i körfuboltanum i siðari leiknum á Seltjarnarnesi á sunnu- dag. í þeim leik kom berlega i Ijós hve fáa, góða dómara körfu- boltinn á hér á landi, þvi leikurinn var milli Vals- manna annars vegar og HSK og dómaranna hins vegar — alla vega var sjö manna lið HSK- manna inn á allan fyrri hálfleikinn. þegar staðan er 35-35. En þá fór Birkir Þorkelsson HSK inn á og róaði liðsmenn sina, sem voru orðnir óstyrkif'. Það tókst, liðið gerði færri skyssur. Boltanum haldið og ekki gefið nema á fria menn, aðallega á kantana, en Valsmenn hafa sýnt það út mótið að bakverðirnir eru staðsettir allt of nálægt hvor öðrum, eins og þeir séu hræddir við að brotizt sé i gegn þar, en fyrr má nú vera. Enda fór það svo, að miðherji HSK-manna tók ekki nema eitt skot siðari hluta siðari hálfleiks og það voru kantmenn, aðallega Bjarni, sem skoruðu þennan tima. Leikurinn hélzt allan tima i jafnvægi, en var aldrei spennandi, nema þegar staðan var 35-35. ekki að notfæra sér það og fljótur aftur. „Þessi maður tekur mest á i æfingum” sagði Þórhallur um Stefán, „og þess vegna ijijög gaman aö vinna með honum.” Kári var eins og hann á sér að vera og tókst á sinn sérstæða hátt að stela boltanum og skora þannig. Af HSK mönnum voru það Birkir, sem sýndi góðan leik, þó litið færi fyrir honum á stiga- töflunni, og einnig Olafur og Bjarni, en sá maður er þéttur á velli en þó furðulega lipur og fljótur i hreyfingum. Einnig þarf ekki mikinn sál- fræðing til að sjá að Þröstur, miöherji, er efni i nokkuð góðan körfuboltamann. Þórir veikur, Þórir slasaður, Þórir brotnaði i gær á æfingu, Þórir tognaður, snúinn, slitinn....voru þær fréttir, sem bárust út fyrir leikinn. Þórir Magnússon lék ekki með Val og það er orðinn næstum ár- legur viðburður, að þessi ágæti iþróttamaður sé úr leik einhvern hluta keppnistimabilsins vegna veikinda eða meiðsla. Vissulega er það staðreynd að Þórir hefði unnið leikinn fyrir Valsmenn þetta kvöld, jafnvel þó HSK- menn hefðu verið sjö inn á allan leikinn, en einmitt núna, þegar Valsliðið þarfnaðist hans mest, þvi liðið er langt frá þvi að vera öruggt i 1. deild, alla vega ekki Þórislaust, þá þarf hann að meiða sig. Það er að likindum einsdæmi, að I tveimur liðum, sem mætast á leikvelli, sé elzti maðurinn, lang- elztur, aðeins 24 ára, en allir hinir 20-21 árs. Leikurinn gekk þannig i byrjun að HSK-menn tóku fljótt forustuna t.d. með töflunum 14-4, 20-11 og 26-19. Þetta er lág stiga- skor og varnir beggja liða léku fastan leik og jafnvel grófan. Bæði liðin léku svæðisvörn til að byrja með, en Valsmenn breyttu af og til yfir i „maður-á-mann”. Valsmenn söxuðu á forskot HSK-manna, þegar leið á hálf- leikinn og staðan þá 34-31 HSK- mönnum i vil. Hálfleikurinn kom HSK- mönnum betur, þvi að þeir voru útkeyrðir, hafa litið þol, sem Valsmenn hafa meira af, enda i þrekþjálfun hjá Þórhalli leik- fimiskennara. Hann náði, sem kunnugt er, miklum og góðum árangri með 2. fl. Vals á sinum tima, og vonandi að Valsmenn fái notið krafta Þórhalls. Seinni hálfleikur hófst og það leit út fyrir, að Valsmenn ætluöu að fara fram úr HSK-mönnum, Staðan var t.d. 42-37, 56-45, 64- 53, 66-59. Já, staðan var jöfn en leikurinn var aldrei spennandi, þvi enginn virtistgeta tekið forustuna I Vals- liðinu þegar á reyndi. Allir leik- menn ungir, sá elzti 21 árs og þvi fór sem fór. Af einstökum leikmönnum Vals sýndi Stefán beztan leik. Fyrstur fram, en samherjarnir kunna Stigahæstir: HSK Ólafur 18 stig Bjarni 13 stig Þröstur 10 stig Stigahæstir: Valur Stefán 16 stig Jóhannes 14 stig Kári 12 stig. -EB. Rogers misnot- aði vítaspyrnu — og C. Palace og Sheff. Wed. verða að leika þriðja leikinn Þrátt fyrir talsverða yffir- burði í gær tókst Crystal Palace ekki að knýja fram úrslit gegn Sheffield Wed. í bikarkeppninni. Jafntefli varð 1-1 eftir framlengdan leik og verða liðin því að mætast í þriðja sinn. Það verður næstkomandi mánudag á leikvelli Aston Villa — Villa Park í Birmingham. Vissulega var Palace-liðið betra en mótherjarnir úr 2. deild, en gekk illa að skora. Liðið fékk vitaspyrnu i leiknum, en leik- manninum fræga, Don Rogers, tókst illa upp — spyrnti langt framhjá markinu. Loksins á 82 min. tókst svo Palace að koma knettinum i mark — Phillips skoraði — en það nægöi ekki, Sheff. Wed. tókst að jafna á þeim min. sem eftir voru. Framlenging var þvi nauðsynleg, en hvorugu liðinu tókst þá að skora. Einn leikur var háður i 2. deild. QPR sigraöi Huddersfield 3-1 og hefur nú 38 stig eftir 28 leiki. Burnley er i efsta sæti meö 39 stig eftir 27 leiki, og Aston Villa er i 3ja sæti með 33 stig eftir 27 leiki. Þá voru tveir leikir i 3. deild. Ply- mouth vann Scunthorpe 3-0, en Tranmere tapaði á heimavelli fyrir Rochdale 0-1.1 4. deild vann Barnsley Workington 1-0, en Newport og Bradford City gerðu jafntefli 0-0. I kvöld veröa nokkrir leikir i bikarkeppninni, meöal annars leika Manch. City og Liverpool á Maine Road i Manchester. Einnig Bolton-Cardiff, Tottenham- Derby, og Reading-Sunderland. Enski landsliðs fyrir- liðinn í knattspyrnunni, Bobby Moore, West Ham, nær merkum áfanga á leikferli sínum n.k. mið- vikudag. Þá leikur hann sinn 100 landsleik fyrir England. Fyrir tæpum 11 árum lék Bobby fyrst í landsliðinu — í heims- meistarakeppninni 1962 í Chile og lék þá gegn landsliði Perú. Bobby Moore verður þar meö þriðji enski landsliðsmaðurinn (ef hann meiddist ekki eða veiktist fyrir leikinn), sem nær 100 leikja markinu. Hinir eru góð- kunningi okkar, Billy Wright — þulurinn i sjónvarpinu, sem kemur i heimsókn til okkar á hverjum sunnudegi. Wright var lengi fyrirliði Englands og Úlfanna, og lék 105 landsleiki — og kappinn frægi, Bobby Charlton, sem hefur 106 lands- leiki, en það er heimsmet hvaö landsleikjafjölda snertir i knatt- spyrnunni. Enski landsliðseinvaldurinn Sir Alf Ramsey tilkynnti I gær 16 manna hóp, sem hann valdi fyrir landsleikinn við Skotland n.k. miðvikudag. Leikið verður á Hampden-leikvanginum i Glasgow og leikurinn er i tilefni 100 ára afmælis skozka knatt- spyrnusambandsins. Að venju var Sir Alf ihalds- samur og hélt sig að mestu við þá leikmenn, sem leikið hafa að undanförnu. Alan Clarke hjá Leeds var þó valinn i hópinn i stað Rodney Marsh hjá Manch. City — þess mikla snillings með knöttinn, Marsh „týnist” hins vegar langa leikkafla og það likar Ramsey ekki. Þegar Clarke skoraði þrjú mörk gegn Norwich á dögunum i bikarkeppninni sagði hann. „Ég virðist ekki geta náö auga Ramsey” og telja margir að þessi setning hafi haft mikil áhrif, auk þess auðvitaö, að Clarke hefur leikið mjög vel að undanförnu. Þessir leikmenn eru i hópnum: Shilton, Leicester, Clemence, Liverpool, Madeley, Leeds, Storey, Arsenal, Hunter, Leeds, Moore, West Ham, McFarland, Derby, Hughes, Liverpool, Ball Arsenal, Peters, Tottenham, McDonald, Newcastle, Keegan, Liverpool, Chivers, Tottenham, Clarke, Leeds, Bell, Manch. City, og Channon, Southampton. Fljúgandi meistari Svissneski Olympiumcistarinn i bruninu, Bernhard Russi, fór/ brautina i St. Anton á ótrúlegum hraða á sunnudag og stórbættil brautarmet kappans fræga, Karl Schranz, Austurriki. Þetta var á Kandahar-mótinu i keppninni um heimsbikarinn — elzta og fræg- asta skiðamótinu i alpagreinuin. Hér „flýgur” hann niður brekk- urnar i St. Anton á sunnudaginn, og skfðamenn veita áreiöanlega athyglistöfunum, sem hann er með — þeir eru nýir af nálinni. Samband ísl. samvinnufélaga INNFLUTNINGSDEILD TÍGRIS ii» (ray. straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi í mörg- um mynztrum og litum. Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjpf, hverj- um sem hlýtur. Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og lífgið upp á litina í svefnherberginu. Reynið Night and Day og sannfærizt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.