Vísir - 07.02.1973, Blaðsíða 16

Vísir - 07.02.1973, Blaðsíða 16
Bíða tvo sólarhringa eftir að losa aflann — og SR hugleiðir að setja í gang á Raufarhöfn „Loðnuævintýrift” er nú á allra vörum á Austfjiirðum og margir llkja þvl vift sildarævin- týrift mikla, sem frægt er. A Eskifiröi, eins og alls staöarþarsem loðnu er landað, eru allar þrær fullar og bræðslurnar i fullum gangi, jafnt nótt sem dag. Bátarnir koma drekkhlaðnir inn, en verða að biöa oft i langan tima með að landa. Bræðslurnar hafa ekki undan og á Eskifirði verða bátarnir stundum að biöa allt að tvo sólarhringa eftir að geta losað. A Neskaupstaö hafa borizt um 9 þúsund tonn á land og á Reyðarfirði rúm 4 þúsund tonn. A báðum þessum stöðum eru allar þrær fullar og löng bið hjá bátum áður en þeir geta landað. I Sildarvinnslunni á Neskaup- stað vinna 35-40 manns að loðnubræðslunni, en vélarnar hafa ekki undan og mest eru það 5 bátar, sem geta landað þar næsta sólarhring, að sögn eins starfsmanns Sildarvinnslunnar. Að sögn Aðalsteins Jónssonar, útgerðarmanns á Eskifiröi, er það nú aðalspurningin hjá sjó- mönnum á Austfjöröum, hvers vegna Sildarverksmiðjur rikisins á Raufarhöfn séu ekki byrjaðar að taka við loönu. Vegna þess hve loðnan gengur hægt vestur, er langt i hafnir sem geta tekið við, þegar allar þrær eru fullar á Austfjörðum. Fundur var haldinn hjá stjórn Sildarvinnslunnar vegna þessa i gærmorgun. Jón Reynir Magnússon, fram- kvæmdastjóri Sildarverksmiðja rikisins tjáði blaðinu, að i at- hugun væri að verksmiðjurnar á Raufarhöfn yrðu teknar i notkun við loðnubræðsluna. Jón sagði, að yfirleitt hefðu Sildar- verksmiðjur rikisins litla loðnu fengið, en reynt yrði að taka óskir sjómanna til greina. Vill senda hingað 1000 verkamenn með gjafa- húsin Norðurlöndin hafa boðið aðstoð sina á fleiri en einn hátt vegna náttúruham- faranna i Eyjum. Fjárframlög hafa borizt frá rikisstjórn- um landanna og viða eru safnanir i gangi meðal almennings. Sviar hafa boðið að gefa 200 hús sem reisa á fyrir Vest- mannaeyingana. Nú hafa einnig komið fram tillögur um, að Sviar sendi sjálfir menn hingað til að reisa húsin. Thorbjörn Falldin, formað- ur Miðflokksins sænska, lagði fram þá tillögu i rikisdeginum fyrir skömmu, að sendir yrðu frá Sviþjóð 1000 atvinnulausir sænskir verkamenn hingað til lands, sem vinna mundu að þvi að reisa húsin tvöhundruð. Ekki er blaðinu kunnugt um undirtektir við þessari tillögu né hvort úr henni veröur.. ÞM Saga úr Austurbœnum Hvaö skyldi þetta jólatré vera að gera uppi á þaki? Það er ekki gott að vita. Sennilega hefur það verið ætlað til fegurðarauka, og má segja, að þá hafi það I nokkru þjónað tilgangi sfnum. Grenitré þetta stendur þarna allan ársins hring, og er rótfast I jarð- vegi, sem er uppi á þakinu. Þetta er ein sú sjón, sem rótgrónir Reykvikingar taka ekki eftir, af þvf hún hefur svo oft borið fyrir augu þeirra. Myndin er tekin á Frakkastignum (Ljósm. Visis LÓ) Krefjast tugmilljóna króna í viðbót fyrir togarana! — Spœnska skipasmíðastöðin illa stödd fjárhagslega eftir viðskiptin við íslendinga Miðvikudagur 7. febrúar 1973 Flest þökin hafa verið yfirfarin Vinna i Vestmannaeyjum heldur áfram af fullum krafti, og nú er meöal annars unniö að þvi að yfirfara þök húsanna þar i kaupstaönum. Að þvi er Guð- mundur Guðmundsson, yfirlög- regluþjónn I Eyjum, sagöi f viö- tali við blaðið, hefur mestur hluti þakanna verið yfirfarinn. Eftir að vikurmagnið, sem lagðist á þök flestra húsanna i Eyjum hafði verið mokað af, lyftust þökin allnokkuð eftir að vera laus viö þungann. Það varð til þess að þaksperrur, sem smiðir höfðu slegiö undir eftir að gosið hófst, gáfu sig og brotnuðu sums staðar. Þvi verður að yfir- fara þökin. Hús, sem eru staðsett á hættu- svæði, ganga fyrir eins og með annað, einnig atvinnufyrirtæki. Sérstakur flokkur trésmiða er eingöngu f þvi verki. Guömundur taldi, að um 500 manns væru nú i Eyjum, að mestu karlmenn. -EA. Sjálf boðaliðinn og íbúðin: Fjórir buðu honum íbúð í gœr eftir að Vísir kom út ,,Það liufu fjórir hringt til min og boðið mér ibúð til leigu, og þuð var bringt mjög fljótlega eftir að Visir birti simanúmcrið bjá okkur”, sagði Karl Vern- harðsson þegar Visir hafði sam- band við hann, en Karl verður nú sem kunnugt er, og eins og sagt var frá i blaöinu í gær, að yfirgefa húsnæði sitt fyrir Vest- mannaeyinga. ,,Ég vona að ég geti notað ein- hverja af ibúðunum^ og það hlýtur að vera að svo verði. Þetta eru frá tveggja til fimm herbergja ibúðir. Ein fimm herbergja ibúð með húsgögnum á 22 þúsund.” ,,Ég hef reyndar ekki skoðað neina af ibúðunum ennþá, en drif i þvi nú sem fyrst. tbúðirnar eru á sæmilegum stað, ekki i út tiverfum”. „Annars hafa geysilega margir hringt til min og sagl mér sina meiningu á hlutunum. Fólkið hér i blokkinni hefur jafnvel talað um að það kæri sig ekki um það fólk sem kemur i ibúðina i staðinn fyrir okkur. Mér skilst, að það eigi jafnvel að taka málið fyrir á húsfundi”. — Hvernig voru þeir samningar, sem þú og húsráð andi gerðuð upphaflega? „Þeir voru munnlegir. Við gerðum enga skriflega samninga. Við sömdum til dæmis munnlega um það, að mér yrði sagt upp hér með sex mánaða fyrirvara.” — Hvað hafið þið búið þarna lengi? „Við höfum búið hér i þrjú ár og likað vel. En nú vona ég bara að ég geti farið sem fyrst út.” -EA. Karl Vernharðsson Spænska skipasmiðastöð- in Luzuriaga krefst tuga milljóna króna af islend- ingum fyrir smíði skuttog aranna til viðbótar þvi, sem um var samiö. Skipa smíðastöðin rambar á barmi gjaldþrots. Hún hef- urtapað fé á samningunum við íslendinga. islendingar gætu tapað á gjaldþroti fyrirtækisins, þar sem þeg- ar hefur verið greitt tals- vert fyrir þá skuttogara, sem eru í smíðum. Bjarni Benediktsson er full- greiddur og hingað kominn, en fimm aðrir eru i smiöum hjá stöð- inni. Spánverjar veita lán til 8 ára fyrir 80% af kaupverði þeirra, en Islendingar hafa greitt 15% af verði þriggja togaranna og 5% af verði tveggja. Alls hafa Islend- ingar greitt um 81,5 milljónir króna fyrir þá togara, sem eru i smiðum hjá Astillieros Luzuriaga i San Juan og hafa ekki veriö af- hentir. Skipasmiðastöðin hefur auk islenzku verkefnanna smiðað skip fyrir Frakka og mun hún einnig hafa tapað á þeim við- skiptum. Spánverjar gerðu á sin- um tima mjög lágt tilboð i bygg- ingu togaranna, og var það talið til þess gert, að Spánverjarnir „kæmust inn á markaöinn”. Fór svo, að þeir telja sig hafa tapað meira en svo, að þeir geti staðið undir þvi, og gjaldþrot vofir yfir. tslenzk stjórnvöld hafa i athug- un, hvort greiða skuli Spánverj- unum eitthvað meira, en til þessa hefur verið lltill áhugi á þvi. Þó er talin hætta á, að íslendingar gætu tapað á gjaldþroti fyrirtækisins. Auk þessarar stöðvar hafa aðr- ar spænskar stöðvar fimm skut- togara i smiðum. Þeir eru um 500 tonna togarar, en Luzuriaga smiöar þá stóru, um 1000 tonna. — HH.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.