Vísir - 07.02.1973, Blaðsíða 7
Visir. MiOvikudagur 7. febrúar 1973
Af hverju er þessi mynd bönnuð börnum?
Vopn gegn eiturlyfjum
eftir Sœmund Guðvinsson
Oft hafa mér blöskraö þau
handarbakavinnubrögö, sem
virðast rikjandi hjá þeirri opin-
beru nefnd, sem annast skoðun
kvikmynda og ákveður hvað skuli
bannað börnum og hvað ekki. En
hvað viðkemur myndinni, sem nú
er sýnd i Gamla Bió og bönnuð er
börnum innan 14 ára aldurs, þá
verð ég að játa, að ég á aðeins
eitt orð til: hneyksli. Þessi mynd
er eitt allra bezta sannasta og
umfram allt raunhæfasta vopn
sem okkur hefur borizt i hendur
gegn hinni geigvænlegu hættu
sem stafar af neyzlu eiturlyfja.
Og svar yfirvalda er það að banna
myndina þeim aidursflokki sem
hvað móttækilegastur er fyrir
hvers kvns áhrifum.
Það væri hægt að afsaka þessa
ákvörðun ef i myndinni væru æsi-
legar samfarasenur eða menn
æddu um blóðugir upp að öxlum
og höfuð fykju af bolum. Ekkert
slikt er að finna i þessari mynd.
„Treystu mér” er sönn og
átakanleg lýsing á eyðileggingu
ungs læknis sem verður eitur-
lyfjum að bráð, og um tima er
vinstúlka hans komin fast að þvi
að detta i sömu ormagryfju.
Þetta er kvikmynd sem skóla-
stjórar allra framhaldsskóla ættu
að fara og sjá með nemendum
sinum i skipulögðum hópum og
efna siðan til umræðu um efni
hennar með nemendum á eftir.
Og hið sama ættu skólastjórar
barnaskólanna að gera með 11 og
12 ára bekki sina.
Hvaö er óhollt?
Það verður að ganga út frá þvi,
að þessi nefnd sem skoðar myndir
og bannar börnum ef þurfa þykir,
banni kvikmyndir undir ákveðnu
aldursmarki i þeim tilgangi að
forða börnum og unglingum frá
óheppilegum áhrifum. En hvað er
óhollt og hvað ekki? Nefndar-
menn virðast á þeirri skoðun að
það sé ekki óhollt börnum og
unglingum að sjá t.d. Indiána
brytjaða niður eða hvitan mann
engjast sundur og saman með ör
frá Indiána i hjartastað. Slikt
virðist heldur heyra til skemmt-
unar sem yngsta kynslóðin megi
alls ekki missa af. Ég þarf ekki að
nefna nein dæmi þessu til sönn-
unar. Allir sem hafa eitthvað
fylgzt með þeim myndum sem
öllum er leyfður aðgangur að geta
vottað að hér er farið með rétt
mál. Og yfirleitt er kvikmynd
ekki bönnuð börnum og
unglingum vegna manndrápa.
Aðeins i undantekningartilfellum
þegar menn eru aflifaðir á ein-
staklega sóðalegan hátt.
En dæmið horfir heldur betur
öðruvisi við ef sjá má nakið konu-
brjóst, svo maður tali nú ekki um
að karl og kona láti vel hvort að
öðru án klæða .Slikt þykir vistbera
vott um óeðli og sjálfsagt að forða
unglingum frá þvi að verða fyrir
skemmdum á sálinni með þvi að
banna slikar myndir stranglega
innan 16 ára aldurs. Lögreglu-
skýrslur eru öruggur vitnis-
burður um árangur þessarar við-
leitni, eða hvað eru mörg árásar-
mál skráð á móti hverju
nauðgunartilfelli?
Nú er tækifærið.
En nú er tækifærið fyrir æsku-
lýðsleiðtoga, kennara, presta,
barnaverndarmenn og aðra þá
aðila sem vilja láta eiturlyfja-
málin sig einhverju skipta. Nú er
tækif. til að fara með skjólstæð-
ingana i Gamla Bió og lofa þeim
að horfa uppá eyðileggingarmátt
eiturlyfjanna. Hér er ekki sá
vellutónn, mærð og lygi sem
einkennt hefur áróður stúku-
manna gegn brennivini undan-
farin ár með þeim árangri að
áfengisbölið hefur aldrei verið
risavaxnara en i dag. Hér tala
blákaldar staðr. á svo sann-
færandi hátt að stundum veit
maður ekki hvort hlæja á eða
gráta. Ef þessu fáranlega banni
unglinga að myndinni verður ekki
aflétt, ef þeir sem um eiturlyfja-
vandamál okkar fjalla láta hana
fara fram hjá sér , ef kennarar
vekja ekki athygli nemenda sinna
á henni, þá verður að ætla, að
þetta vandamál sé aðeins til i orði
en ekki á borði.
„Treystu mér” sagði Remy,
þegar hann kom vinstúlku sinni
til að neyta eiturlyfja. Ég ætla
ekki að rekja söguþráð myndar-
innar en vona hins vegar að hún
veki verðskuldaða athygli.
Læknirinn ungi, Remy, er leikinn
af Michael Sarrazin, en það er
ungur leikari sem nú er á hraðri
uppleið og það er ekki sizt þessari
mynd að þakka. Jacquelina
Bisset leikur vinstúlku hans
Pamelu, og bæði eru þau mjög
svo sannfærandi og leikur þeirra
gripandi. Leikstjóri er Stuart
Hagmann.
„Þetta er allt i lagi. Ég er þó
ekki kominn i heróin” sagði
Remy þegar Pamela sá hvert
stefndi með eiturlyfjaneyzlu
þeirra „Eftir þessa sprautu ertu
tilbúinn til að selja afturendann á
þér, vinstúiku þina — allt, bara
til að fá aðra sprautu” sagði eit-
urlyfjasalinn eftir að hafa gef-
ið Remy fyrstu heróinsprautuna.
Þetta ættu hassistar og pilluætur
landsins að hafa i huga þegar
næsti skammtur er tekinn.
Lárus Óskarsson skrifar um kvikmyndir:
GAGN OG GAMAN
Litli risinn <Little Big Man)
Leikstjóri: Arthur Penn.
Handrit:Calder Willingham
(byggt á samnefndri sögu Bergers)
Aðalhlutverk: Dustin Hoffman.
Hvað vill fólk sjá i
bió? Hvernig myndum
hefur fólk gaman af? —
Margir hafa leitazt við
að svara þessum spurn-
ingum, en sem betur fer
án árangurs.
Ef svör fyndust,
mundi ekki vera lagður
peningur i að gera
öðruvisi myndir en for-
múlan segði til um. Og
þegar allir væru orðnir
leiðir, væri siðan fundin
ný formúla og koll af
kolli.
Sem betur fer er þessu ekki
þennan veg farið. Væri hægt að
fella alla i sama mót, þá væri
betra að gervimenn réðu rikjum
á þessari jörð — Þeir ganga
allténd fyrir ódýrara eldsneyti
en hamborgarhryggjum.
Liklega er það hið mannlega,
hið óútreiknanlega, sem gefur
lifinu lit og gerir það þess virði að
þvi sé lifað.
En sit nú sem fastast, lesandi
góður, i þjóhnappa báða, þvi að
sá sem þetta skrifar ætlar að
halda þvi fram að gerð hafi verið
kvikmynd, sem sé að allra geði,
eða réttar i letur fært, næstum
allra, sem á annað borð hafa yndi
af bióferðum.
Þetta eru kannski ýkjur, en
allavega hefur sá sem þetta ritar
enn ekki hitt, eða heyrt getið um
mann, sem leiddist meðan hann
horfði á „Little Big Man,” — Hér
með er auglýst eftir einum
slikum!
Að visu gæti ég bezt trúað að
John Wayne kynni að ókyrrast i
sæti sinu og hans mátar.
En hvað er það þá, sem veldur
hinu undraverða að uppselt er á
allar sýningar i Hafnarbiói þessa
dagana meðan háttstemmdir
intellektúalar lofa þessa mynd og
prisa? — Það er hið mannlega,
annars vegar útávið og hins
vegar innávið. (Skildi nokkur
þetta?) — Auk þessa innávið og
útávið, sem nánar verður vikið að
seinna,eri Litla risanumtalsvert
af manndrápum og býsnin öll af
safarikri kimni, sem lætur hina
óvenju löngu setu I sætum
Hafnarbiós virðast stutta.
Kimnin i þessari mynd byggist
á góðum leik, sérstaklega leik
Dustin Hoffmans, en hann fer
sannast sagna á kostum i hlut-
verki sinu.
Hoffman leikur Jack Crabb
(Little Big Man) manninn, sem
segir söguna. Myndin byrjar á
okkar dögum, þegar hann er 121
árs gamall. Segir hann frá fyrri
hluta ævi sinnar. Frásögn hans
heyrist alltaf öðru hverju út
myndina, og er hún notuð á mjög
skemmtilegan hátt til að skjóta
inn fyndnum og fróðlegum at-
hugasemdum.
Það eru manneskjurnar i
myndinni, sem gefa henni hið
„innávið” — mannlega, sem svo
er nefnt. Það er fólkið, ásjóna
þess og viðbrögð i lifsbaslinu.
Það, sem nefnt var þvi vafa-
sama nafni „útávið” mannlegt,
varðar manneskjurnar i sinu um-
hverfi, menningar- og siðferði-
lega umhverfi. Myndin gerist
bæði meðal Indiána og hvitra
manna og greinir frá viðhorfum
þessara kynstofna hvers til
annars og til lifsins og til-
verunnar yfirleitt. Sá saman-
burður, sem áhorfandinn gerir
ósjálfrátt þar á milli verður
Indiánunum i hag, að öllu leyti,
og er vafalaust meiningin að fá
þarna mótvægi við allar þær
kvikmyndir, sem gerðar hafa
verið hingað til um Indiánadráp
góðu hvitu mannanna.
Vegna þess hve miklar ógnir
standa enn á þessum hnetti af
kynþáttaofsóknum og slátrun
hvitra manna á mislitu fólki,
hlýtur þessi mynd að mega heim-
færast upp á samtímann að tals-
verðu leyti. Er það vafalaust vel
þegið hjá mörgum, sem helzt ekki
geta horft á neina biómynd án
þess að reyna að finna i henni
duldar meiningar. Slikir menn,
sem helzt ekki geta farið á bió
með öðru hugarfari en þeir séu
að ráða krossgátu undir pvi yfir-
skini að þeir séu að leita að list, fá
gullnámu að grafa i, þar sem Litli
risinn er.
Vafalaust hafa Arthur Penn
leikstjóri og handritshöfundurinn
Calder Willingham haft meira i
huga en að segja saklausa og
skemmtilega sögu. — Raunar
kemur það fram i viðtölum við
Arthur Penn. — En sumir gagn-
rýnendur hafa þó gengið full langt
að dómi undirritaðs. Eins og
sænski gagnrýnandinn J^onas
Sima, sem heldur þvi fram að
myndin fjalli um leið hinnar ungu
Ameriku til innsæis, breytinga
og uppgjörs, hann heldur þvi lika
fram að þegar litli risinn, Jack
Crabb, ætlar að drepa Custer
hershöfðingja en gugnar, þá
kunni þar að vera um að ræða
tákn fyrir hina máttlausu vinstri
hreyfingu i Ameriku.
Með litilsháttar breyttu orða-
lagi á fyrri kenningunni gæti ég
fallizt á hana: Kvikmyndin Litli
risinn bendir til vaxandi innsæis
hinnar ungu Ameriku og veitir
von um uppgjör og bieytingar á
ýmsum þeim hugsunarhætti og
siðalögmálum, sem þar hafa
lengi verið við lýði.
En það telst myndinni til styrk-
leika að menn geta túlkað hana
og tekið eins alvarlega og þá
lystir.
Stærsti kosturinn við „Litla
risann” er hversu skemmtileg
hún er. Flestir munu hafa gagn af
að sjá hana og aliii gaman.
t bardaganum við Little Big Horn (Litlu-Stórhvrnu (isl.)) var Jack Crabb kominn einna næst þvi að
týna lifinu. Hann var eini maðurinn úr liði blástakka, scm kom lifandi úr þeirri viðureign. 1 annað sinn
var hann eini Indíáninn, sem hélt lífi i árás Custers hershöfðingja á Indíánaland. Hann var bæði Indfáni
og hvítur maður og var i mörgum störfum og við furðulega ólikar kringumstæður. Hann var einnig
kallaður þremur nöfnum, Jack Crabb, Little Big Man og Soda-pop Kid.