Vísir - 12.02.1973, Side 1

Vísir - 12.02.1973, Side 1
63. árg. — Mánudagur 12. febrúar 1973 — 36. tbl. HRAUNIÐ GEIGAR HJA YZTAKLETTI — sjá frétt á baksíðu TAFLAN RIFIN NIÐUR — engin gíaldeyrisskráning „Við erum einmitt að rifa niður af töfiunni”, sögðu þeir hjá gjaldeyrisdeild Lands- banka tsiands, þegar Visir hafði samband við deildina laust eftir klukkan 9 í morg- un. Engin gjaideyrisskrán- ing var þvi hjá bönkunum. Ekki var vitað, hve lengi þetta ástand mundi vara, en reiknað með, að það yrði að minnsta kosti fram að há- degi, ef ekki lengur. GJaideyrisdeildir ailra heiztu banka Evrópu og lika I Tokió lokuðu i morgun vegna kreppunnar á alþjóðagjald- eyrismarkaðnum, og ráð- herrar Efnahagsbandaiags- rikjanna niu komu saman til fundar á morgun eða á mið- vikudag til þess að ræða leiðir til lausnar kreppunni. Er jafnvel talið liklegt, að gjaldeyrisverzlun hefjist ekki að nýju fyrr en að af- ioknum fundi þeirra. Sjá bis. 5 Úr útlendinga- hersveitinni inn í frelsið Tveir menn úr útlendinga- hcrsveitinni frönsku, steyptu sér á dögunum fram af 80 metra háum kletti og ætluðu siðan aö synda 13 kilómetra yfir sund eitt — og þetta var gert til að öðlast frelsi og mannréttindi á ný. Hersveit þessi þykir hin óttalegasta, enda þótt rómantikin hafi hjúpað hana einhverjum dularfullum blæ. — Sjá bls. 6. Knattspyrna meðan skíðamótum var frestað t ofsaveðrinu I gærdag varð að fresta skiðamótum viða um land, — en á sama tima keppti landsliðið I knatt- spyrnu gegn Breiðabliki suður i Kópavogi. Og það furðulega var, að liðin naðu að sýna skemmtilegan og oft undra góðan Ieik. Sjá iþróttasiðurnar á bls. 9, 10 11 og 12. Listafólk frá gos- eynni Martinique skemmtir í Reykjavík Þau koma frá litilli eyjú I karabiska hafinu og dansa Iimbó fyrir gesti á einu hóteli borgarinnar. Fyrir 70 árum gerðust svipaðir atburðir á eynni þeirra og nú hafa dunið yfir i Vestmannaeyjum. A Martinique létu 30 þúsund manns lifið, en enn þann dag i dag kann unga fólkið sögurnar um eldgosið mikla, sem geymast stöðugt með þjóðinni. — Sjá bls. 2. ELLEFU SKIPBROTSMANNA LEITAÐ SUÐUR AF ÍSLANDI — Sjöstjarnan frá Keflavík fórst í gœr, en 11 manns komust í gúmmbáta sem nú er leitað af fjölda skipa og flugvéla Um 30 skip leituðu í morgun að 11 mönnum af Sjöstjörnunni frá Keflavík, sem eru væntanlega í gúmmbjörgunarbátum, líklega nær 100 mílur út af Dyrhólaey. Sjöstjarnan er talin hafa sokkið um fjögurleytið í gærdag. Klukkan 14.40 barst neyðarkall frá skip- inu, og var leki kominn að því og lúkar hálffylltur sjó. Veður var hið versta, 8-10 vindstig og þungur sjór. Skipið hafði gefið staðar- ákvörðun klukkan 12:40, og var þá ekki annað vitað en allt væri i góðu lagi. Skip á þessum slóðum voru þegar beðin að veita aðstoð, og voru þar meðal annars Detti- foss, Irafoss og Bjarni Sæmunds- son. Um fjögureytið heyrðist kall frá gúmmbátnum, sem fólkið var komið i. A skipinu voru 5 Islendingar og 5 eða 6 Færeyingar. Taldi útgeröin að Færeyingarnír væru 6, en heimildarmenn i Færeyjum töldu þá vera 5. Meðal tslendinganna er kona skipstjórans og einn farþegi, sem mun hafa komið um borð i Færeyjum. Stöðug leit hefur staðið yfir i gærdag, nótt og i morgun. Voru menn vongóðir um, að tækist að bjarga fólkinu. Gúmmbátarnir eru vel gerðir til allra veðra og mikill fjöldi skipa, auk flugvéla, við leitina. Veður var að heita má ófært til flugs i gær, en þó fór flugvél frá varnarliðinu til leitar. Flugvél Landhelgisgæslunnar fór i morg- un, auk véla varnarliðsins. Loðnuflotinn, sem var i land- vári, sigldi út til leitar i gær. Þá voru fimm brezkir togarar og tvö eftirlitsskip Breta við leit. Sjöstjarnan er gerð út af Sjö- stjörnunni h.f. i Keflavik. Þetta er um 100 rúmlesta bátur. Veður var enn hið versta á þess um slóðum i morgun. Ekkert hefur heyrzt frá gúmmbátunum frá þvi siðdegis i gær. —HH Flugvél Landhelgisgæzlunnar hefur „gert klárt”, og þarna leggur hún upp I leitarflugið I morgun frá bækistöð sinni á Reykjavíkurflugvelli. (Ljósmynd Visis BG) STRUKU ÚR GÆZLU í SÍÐUMÚLA Tveir drengir 14 og 15 ára struku út af skamm- vistunarheimilinu við Siðumúla á laugardags- kvöldið. Höfðu drengirr;- ir farið út um glugga og sloppið þannig. Drengirnir voru bara tveir i gæzlu i Siðumúlanum, og voru tveir menn til að gæta þeirra, en dugði það ekki til. Annar drengj- anna náðist fljótlega, en hinn hef- ur ekki fundizt enn. öðrum drengjanna hafði verið útvegað pláss á báti i Grindavik, en hann var undir eftirliti barna- verndarnefndar. Hann er góð- kunningi lögreglunnar og hefur hvað eftir annað brotið af sér. Enginn hafði fylgt þvi eftir, að drengurinn færi til Grindavikur og um borð i bátinn, enda sást hann aldrei þar. Lögreglan hand- tók drenginn á föstudagsnótt fyrir innbrot, og var hann þá drukkinn. Var hann þá settur i Siðumúlann til gæzlu, en þaðan strauk hann ásamt öðrum á laugardag þrátt fyrir tvo fullorðna gæzlumenn, sem eftirlit áttu að hafa með drengjunum. Tvœr Herkules- vélar koma til landsins í kvöld — hefja flutninga frá Eyjum strax á morgun — sjá bis. 3 ☆ Nú ógnar frostið húsunum í Eyjum — sjá bls. 3 — ÞM Guðlast eður ei Krlstindómsfrœðsla á Patreksfirði gagnrýnd Sjá baksíðu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.