Vísir - 12.02.1973, Blaðsíða 4

Vísir - 12.02.1973, Blaðsíða 4
4 Visir. Mánudagur 12. febrúar 1973. í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND I MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND BYRNE Bandaríkja- meistari í skók Ilobeirt Byrne hreppti Bandarikjameistara- titilinn i skák i úrslita- umferðunum, sem tefld- ar voru núna fyrir helg- ina. Byrne, sem er skák- ritstjóri New York Tim- es, tryggði sér titilinn, þegar hann náði jafntefli við Samuel Iteshevsky á laugardagskvöld, en Iteshevsky tókst ekki að verja titilinn. Iteshev- sky hefur verið Banda- rikjameistari átta sinn- um. 1 sex skáka úrslitunum fékk Byrne 3 stig, tvo vinninga og tvö jafntefli. Reshevsky vann eina skák, gerði tvö jafntefli og tapaði einni. Lubomir Kavalek, hinn tékkneski, gerði tvö jafntefli og tapaði tveimur. Byrne og Reshevsky fara á svæðamótið i Brasiliu i sumar og munu keppa áfram um það, hver öðlast skuli réttinn til þess að skora á Bobby Fischer 1975. Byrne gerir sér engar grillur um Fischer: „Hann er ósigr- andi,” segir Byrne. Reshevsky segist vita, hver ætti að tefla við Fischer: „Ég ætla að skora á Fischer,” sagði hann um helgina. „Ég tefli núna betur, en ég hef nokkurn tima gert áður.” Margir skáksérfræðingar, sem fylgdust með mótinu, voru sam- mála þessu hjá Reshevsky og töldu vinningsskák hans gegn Kavalek bezt tefldu skák mótsins. — Kavalek tefldi hins vegar ekki eins og hann átti að sér, meðan Byrne tefldi jafnvel og nákvæmt allan timann. VELJUM ÍSLENZKT iSLENZKAN IÐNAÐ Þakventlar Kantjárn ÞAKRENNUR J. B. PÉTURSSON SF. Frá vöggu til grafar Fallegar skreytingar Blómvendir i miklu úrvali. Daglega ný blóm Mikið úrval af nýjum vörum. — Gjórið svo vel að lita inn. Sendum um allan bæ GLÆSIBÆ, 23523. simi Kröfugöngum var dreift í Belfast Dró úr óeirðum í gœr Alvarlegar óeirðir brutust út i Belfast á laugardags- kvöld, þegar brezkar öryggissveitir stöðvuðu kröfugöngu, sem var á leið til hjarta borgarinnar. Göngumenn voru úr hópi vinstrisinnaðra kaþólikka, og stýrði þeim Michael Facrel. En þegar þeir komu að tálmunum, sem hermennirnir höfðu sett upp í Kastalastræti, var Facrel handtekinn, og ætl- aði þá allt vitlaust að verða. Þessi þrjú hundruð, sem voru i göngunni, réðust til atlögu með grjótkasti á hermennina, sem eftir langa hrið gátu þó dreift hópnum. Brezk yfirvöld höfðu fyrr um daginn bannað þrjár mótmæla- Bernadette Devlin —fékk ekki að efna til kröfugöngu. göngur, sem kaþolskir ætluðu sér að efna til. Og lögreglan dreifði hóp 60 kvenna og unglinga, sem söfnuðust saman til kröfugöngu á kaþólska markaðnum. Ekkert varð úr göngu, sem Bernadetta Devlin ætlaði að safna i. Þrir mótmælendur, sem drepn- ir voru i skotbardaga á miðviku- daginn, voru jarðsettir i fyrra- dag, en margsinnis var skotið á likkistur þeirra, meðan jarðar- förin fór fram. — Fyrr þennan dag sprakk sprengja i kaþólskri kirkju i austurhluta Belfast, sem lagði hana i rúst. I gær fann lögreglan lik ungs manns og ungrar konu, eftir að sprenging varð i yfirgefnu húsi i bænum Strangford, 32 km suður af Belfast. Ekki var vitað, hvað valdið hefði sprengingunni, en grunur lék á þvi, að i húsinu hefðu verið gerðar sprengjur fyrir hermdárverkamenn. En að öðru leyti hafði dregið mjög úr óeirðunum á sunnudag, og vonir stóðu til þess, að hinir hóflyndari i báðum flokkum hefðu loks fengið haldið aftur af striðs- æsingaröflunum. Innbú og innstæða Það er dýrt að stofna heimili og margt sem þarf að kaupa. Stundum er ungt fólk bráðlátt. Því finnst taka langan tíma að spara fyrir því, sem það vill eignast. Nú kemur Landsbankinn til móts við sparifjáreigendur með nýju sparilánakerfi Sparilán eru nýr þáttur í þjónustu Lands- bankans. Reglubundinn sparnaður skapar yður rétt til lántöku á einfaldan og fljótlegan hátt. Ungt fólk getur gert áætlun um væntanlegan innbúskostnað. Síðan ákveður það hve mikið það vill sþara mánaðarlega. Eftir umsaminn tíma tekur það út innstæðuna, ásamt vöxtum, og fær Sparilán til viðbótar. Rétturinn til lántöku byggist á gagnkvæmu trausti Landsbankans og viðskiptavin- arins. Reglubundinn sparnaður og reglu- semi í viðskiptum eru einu skilyrðin. Reglubundinn sparnaður er upphaf velmegunar. Kynnið yður þjónustu Landsþank- ans. Biðjið bankann um bæklinginn um Sparilán. IM>£?]ÍÐ3m£>KIIIS3 Banki attm landsmanna

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.