Vísir - 12.02.1973, Side 2
2
Vísir. Mánudagur 12. febrúar 1973.
vimsm:
Finnst yður afskekkt hér
i Árbæiarhverfi?
Ragna Þorvaldsdóttir, nemi:Nei,
þaB finnst mér alls ekki. Fólk
kemur ekki siöur i heimsókn til
manns hingaö en hvert annað.
Hverfiö er lika rólegt og þægilegt.
Sigurbjörg Hjörleifsdóttir, nemi:
Nei,þaö finnst mér alls ekki, þaö
getur veriö aö fólk veigri sér
frekar viö aö koma hingað upp-
eftir nema þaö eigi brýnt erindi,
en samgöngur eru ágætar og gott
aö feröast meö strætisvögnunum.
Elínborg Guöjónsdóttir, hús
móöir: Alls ekki, mér hefur
hvergi likaöbetur en hér. Það var
aöallega fyrst sem fólki fannst
þetta dálitiö langt, en nú er það
búiö.
Guöbjörg Guöjónsdótiir, starfar i
Landsbankanum: Ég bý nú ekki
hér, en ég geröi það og vinn hér
núna. Ég kunni mjög vel viö mig
hérna, en það vantar ýmislegt hér
og nokkuö langt aö fara ef maöur
hefur ekki bíl.
Oddný Dóra Halldórsdóttir, kenn-
ari: Ég bý raunar I Breiöholtinu
og ég hef ekki fundiö aö þaö aftr-
aöi fólki frá aö koma i heimsókn
til manns. Mér finnst þetta ágætt.
Guöjón Pétursson, fiskimats
maöur: Þetta er skemmtilegt
hverfi aö minum dómi og ég tel
þaö ekki afskekkt. Flestir hafa
einkabila og það gerir fjarlægöir
stuttar. Ég nota þó strætisvagna
og mér finnst ég ekkert vera útúr.
Mamma verður hrœdd
— segir dansarinn Henrico frá Martiník-eyju,
kannski fljótt. Jafnvel
þarsem þúsundir fórust í eldgosi fyrir70 árum Þeir' biu99u á fia|1
inu, þegar það gaus,
gleyma. En við vitum, að
eldfjöll eru aldrei
„dauð", þótt svo sé sagt,
og þetta gæti gerzt aftur".
„Ég hef skrifað móður
minni, að ég sé hér, og ég
hugsa, að hún verði hrædd
að vita um mig hér. Við á
Martíník-eyju höfum
heyrt um eldgosið, sem
varð 1902 og deyddi þús-
undir manna. Frændi
minn einn lézt þar til
dæmis. Fólk gleymir
„Limbó er þjóöariþrótt, en til
þess þarf mikla æfingu”. Henrico
og Baby sýna á Hótel Loftleiöum
þessa dagana.
Þetta segir dansarinn Henrico
Caraibeans, sem nú skemmtir á
Hótel Loftleiðum meö konu
sinni, Baby. „Kunningjarnir
voru dauðskelkaöir, þegar viö
fórum frá Paris hingað. Þeir
héldu vist, að tsland væri allt i
nauðum statt vegna eldgossins.
Þaö snart okkur mjög, þegar
viö flugum yfir gosstöövarnar á
leiðinni hingað. Þetta kemur við
okkur vegna þess, sem gerðist
einu sinni á Martinik”.
Þau hafa dansað saman i
fjórtán ár, lengst verið i
Parisarballetinum „Svart og
Hvitt”. Þau hafa farið um
heiminn, „nema ekki til Banda-
rikjanna”
Hvers vegna? „Þaö er
kannski vegna kynþáttamála
og kannski ekki. Viö erum ekki
pólitisk. Við viljum aðeins gera
fólk ánægt, en okkur langar ekki
til Bandarikjanna sem stend-
ur”.
Þau fengu Oscarverölaun,
sem kölluð eru, fyrir dans á
Martinik árið 1969. Keppnin um
þau tók til eyjanna i Karabia-
hafi. Siöan hafa þau gert víð
reist. Þau komu hingað áriö
1967. „Kalt?” Mér þykir kalt
loftslag gott”, segir Henrico.
—HH
HjALPAR-
HÓNDIN
FRÁ
BRÆÐRA.
ÞJOÐ
Þeir rétta (slandi hjálpar-
hönd, og það gera margir í
Noregi þessa dagana.
Myndin var tekin, þegar
auglýsingar voru sendar út,
en á þeim stendur: RÉTT-
UM ISLANDI HJÁLPAR-
HÖND. Á myndinni eru frá
vinstri þeir Jón O. Erlien
frá Norsk-Islansk Sam-
band, Gerhard Arnesen frá
Norræna félaginu og
Ólafur Friðfinnsson.
Er eftirlit með
peningagreiðslunum
Kristin á Suöurnesjum hringdi:
„Hér var veriö aö safna á
dögunum fyrir Vestmanna-
eyinga, og ég held, aö þvi hafi
veriö vel tekiö af öllum. En eitt
hefur vakið nokkra undrun hjá
fólki hérna.
Einhverjir Vestmannaeyingar
voru ráönir i vinnu hér i frysti-
húsin, og var mikiö haft fyrir þvi,
aö útvega þeim húsnæöi. Eins
munu einhverjir hafa veriö ráönir
til starfa upp á Flugvöll. — Hins
vegar hafa engir þeirra sézt enn-
þá mæta til vinnu hingaö.
Um leiö sjáum viö af fréttum,
aö fólkiö fær úr fjársöfnuninni
einhverjar peningagreiöslur til
þess aö bjarga sér, og stundum er
jafnvel talaö um dagpeninga.
Þaö vaknar hjá manni spurn-
ing, hvort fylgzt sé meö þvi, aö
þeir, sem fá fjárstyrki, hafi gert
tilraun til þess aö fá sér vinnu.
Eða er moguleiki á þvi aö einhver
geti misnotaö sér þetta?”
„Viö spuröum Magnús Magnús-
son bæjarstjóra Vestmanna-
eyinga aö þvi, hvernig þessum
málum væri hagað:
„Þaö er ekki um neina dagpen-
inga að ræða,” sagði bæjar-
stjórinn. „Sérstök fjárhagsað-
stoðarnefnd (sem Rauði kross-
inn er aðili að) vegur og metur
hvert tilfeili, og sker úr um,
hvort þörfin sé slik, að það sé
ástæða til þess að styrkja um-
sækjanda.”
Bæjarstjórinn sagði ennfrem-
ur, að flestir þeirra, sem enn ættu
eftir að fá sér atvinnu, væru að
leysa húsnæðisvandræði sin.
„Menn hafa ekki eyrö i sér að
stökkva út á land og skilja fjöl-
skyidu sina eftir I óvissunni. Það
segir sig sjálft, aö þeir ætla ekki
aö ráöa sig i vinnu á Seyöisfiröi,
ef þeir fá húsnæði á Suöurnesjum
— eða öfugt.”
Ómerkilegheit
Kristin hringdi:
„Þaö er hreint alveg ótrúlegt,
hvaö fólk getur veriö ómerkilegt,
eins og ég rak mig á fyrir 1/2
mánuöi eöa svo.
Ég glataði I verzluninni Álafoss
vönduöum, loöfóöruðum hönzk-
um, sem mér var mikil eftirsjá i.
Þvi þóttist ég heppin, þegar ég
hringdi i verzlunina, og af-
greiðslumaöurinn sagöi mér, aö
hann heföi fundiö hanzkana og
allt væri i lagi. Siöan er ekki sög-
una meir um þaö fyrr en....
...ég loks kemst til þess aö
sækja hanzkana, og heyri þá þau
tiðindi, aö kvöldiö áöur hafi kom-
ið ung stúlka i verzlunina, og
spurt eftir hönzkum, sem hún
hafði týnt i verzluninni. Af-
greiöslustúlkan sýndi tvenna
hanzka, og jú, alveg rétt....þetta
•voru hanzkarnir hennar. Siöan
tók hún mina hanzka, sem voru
nýlegir, meöan þeir hanzkar, sem
afgreiðslustúlkan sýndi mér,
voru lúnir mjög og illa meö farn-
jr_ _ Ég heföi aö minnsta kosti
aldrei tekiö þá i misgripum fyrir
mina.”
Elskulegar stúlkur
„Buisness-maður” skrifar:
Ein er sú deild innan Landssim-
ans, sem á þakkir skiliö.
Þaö er Talsamband viö útlönd.
Atvinnu minnar vegna hef ég orö-
iö aö skipta mikiö viö þá deild og
alltaf notið fyrirtaks þjónustu.
Þar hlýtur aö vera valin stúlka i
hvert pláss. Alltaf eru þær kurt
eisar og hjálpsamar, bæöi viö aö
finna simanúmer erlendis og af-
greiöa samtöl fljótt. Oft hlýtur þó
aö vera erfitt um vik hjá þeim,
þar sem linur eru oft bilaðar.
En sem sagt, sama er hvenær
sólarhringsins ég hef hringt. Af-
greiðsla er einstök.
„Buisness-maður.”