Vísir - 12.02.1973, Síða 7

Vísir - 12.02.1973, Síða 7
Visir. Mánudagur 12. febrúar 1973. 0 cTVLenningarmál Ólafur Jónsson skrifar um bókmenntir: Ytra form og innri heimur NORRÆN LJÓÐ 1939-1969 Hannes Sigfússon islenzkaöi Heimskringia, Reykjavik 1972. 324 bls. I inngangi þessarar bókar kemst Hannes Sigfússon svo að orði að tilgangur hennar sé á meðal annars að bregða upp mynd af þróun Ijóðlistarinnar á Norðurlöndum frá stríðs- byrjun til þessa dags — „ef verða ætti auðveldara fyrir hérlenda Ijóðavini að sjá þróun íslenzkrar Ijóðlistar í eðlilegu samhengi við nán- asta umhverfi sitt." Hannes sér beint samhengi á milli „hrikalegra þjóðfélagsat- buröa” og „stökkbreytinga i ljóðastil.” Hann rekur upphaf módernisma i evrópskri ljóða- gerð aftur til styrjaldar Frakka og Þjóðverja og Parisar- kommúnunnar 1871, en upptök módernismans á Norðurlöndum, ljóð sænsk-finnsku skáldanna Edithar Södergran, Elmers Dikteniusar og Gunnars Björlings, sér hann i samhengi við byltinguna I Rússlandi og borgarastyrjöld Finna sem kom i kjölfar hennar. Verk þessara skálda höfðu raunar ekki mikil áhrif útifrá i fyrstunni — eins konar forboði þess sem siöar varð annars staðar á Norðurlöndum. Almenn „formbylting” norrænnar ljóöa- gerðar hófst ekki fyrr en á strfðs- árunum og eftir strið, bók- menntirnar beinlinis tilknúðar af feiknum heimsins aö mati Hannesar Sigfússonar. Þetta gerist með ljóðum eftir Claes Gill og Paal Brekke i Noregi, Erik Lindegren og Karl Vennberg i Sviþjóð, Öle Sarvig og Erik Knudsen i Danmörku. Og með þeim og þeirra jafnöldrumhefst þetta safn norrænna nútima-ljóða i þýðingu Hannesar Sigfússonar og nær fram undir okkar dag, yngstu skáldin i bókinni liðlega þritugir menn að aldri. Upphaf módernisma og atómskáldin Visast er þessi formúla fyrir samhengi heimsviðburða og bók- menntanna i einfaldasta lagi, og fráieitt væri að gera hana einhlita lagi, og fráleitt væri að gera hana einhllta til skýringar á framvindu ljóðagerðar. En hvað sem þvi liður er hitt og víst aö oft og einatt má greina furðu-mikla fylgni innbyrðis i norrænni bókmennta- sögu, þar á meðal tilkomu módernisma, sigursællar „formbyltingar ljóðagerðar” I hverju landi af öðru á eftirstriðs- árunum. Og allsstaðar risu i fyrstu harðar deilur um hinn nýja ljóðstil, eins og hér á landi, og vöktu hvarvetna almennings- athygli þótt nú séu þær löngu niður fallnar, einnig hér. En það er aðeins eitt af mörgum álitaefnum seinni tima bðkmenntasögu sem litt hefur verið skoðað ennþá, hvernig háttað hefur verið kynnum hinna ungu atómskálda i Reykjavik á striös- og eftirstriðsárunum af samtiðarskáldskap á Norður- löndum og annars staðar og þá sér i lagi þeirra nánustu sam- tiðarmanna i norrænni ljóðagerö. Vafalaust hafa þau kynni nokkuð verið og sumpart veruleg, og þvi má ekki heldur gleyma, að nokkrir þeir höfundar sem mest koma við þessa sögu, Steinn Steinarr, Jón úr Vör, Hannes Sig- fússon, dvöldust einmitt i Sviþjóð um skeið að striði loknu. Hjá Jóni úr Vör er vafalaust um að ræða bein áhrif sænskrar ijdðagerðar á tilkomu Þorpsins. En hin „norrænu áhrif” hafa engu siður verið óbein en bein: ljóðaþýðingar á þessi mál, og þá einkum sænsku, hafa áreiðanlega veitt mörgum áhugamanni kær- komin kynni af annarri, fjarlæg- ari og framandi ljóðagerð. Um atómskáldin og þeirra kyn- slóð hefur verið sagt að hún hafi haft meiri og fjölbreyttari kynni en nokkur önnur af erlendum samtiðarskáldskap. Þessi kynni hafa að likindum einkum verið þarfleg fyrir þeirra eigin skáld- skap, en þau hafa einnig ávaxtað sig i furöu-miklum og fjölbreytt- um ljóðaþýðingum þessara höfunda, sem einkum hafa birzt á víö og dreif i blöðum og tima- ritum,ensumparti bókum.Sam- eiginlegt auðkenni allrar þessarar þýðingariðju er ef til vill fyrst og fremst fjölbreytni hennar, hversu viða var leitaö fanga — og með hve fjarskalega misjöfnum árangri. En alla tið voru menn að fást við formlega nýstárleg ljóö, alls ólik þvi sem hér var að venjast, hversu sem að þýðingu takist hvorugt en verði aðeins til að villa mönnum sýn eða bægja þeim frá skáld- skapnum. En þýðingar Hannesar Sigfússonar hygg ég að hafi jafnan notið styrks af hans eigin skáldgáfu og skáldskap, hinu þróttmikla og fjölbreytta islenzka máli sem hann yrkir. Ár, bækur höfundar t þessari bók tekur Hannes Sigfússon sér verk fyrir hendur sem fyrirfram mætti ætla óvinn- andi einum manni. Hann þýðir i bókinni ljóð eftir 40 höfunda frumort á fjórum tungumálum, frá 30 ára timabili og ætlast til þess að kvæðaval og þýöingar sinar veiti i meginatriðum heil- lega og rétta mynd af norrænni ljóðagerð alls þessa tlma. Þetta sýnist vera óvinnandi verk, og er það — að þvi leyti til að um allt Hannes Sigfússon — markverðasta verk I islenzkri Ijóðagerð um langt skeið. gekk að koma orðum aö formi þeirra á islenzku. En það er annað álitaefni sem eftir er að skoða hvaða gildi þessar þýðingar hafa haft fyrir fram- vindu innlendrar 'formbyltingar- stefnu. Milli steins og sleggju 1 þessum hóp kvað jafnan mikið að Hannesi Sigfússyni, ýmsar þýðingar hans frá fyrri árum hafa reynzt furðu-minnisstæður texti. Lióöabvðingar lifa stundum hálfgildings snikjulifi, svo sem milli steins og sleggju. Eigi kvæði að heita þýðing verður það hvað sem öðru liður að skila réttri merkingu, hugmyndum, stílfari, frumtexta. Það sem úr sker um eigið lifsgildi þýðingar, er á hinn bóginn málfar og stíll þýðandans sjálfs, að honum takist aö gera þýöingu sina raunverulega virk- an skáldskap á slnu eigin máli. Takist þetta skiptir kannski minnstu þótt eitthvað skorti á trúnað við frumtexta, fyllstu ná- kvæmni i þýöingu. En á hinn bóginn geta þýðingar ljóða vissulega reynzt til frá- sagnar fallnar af markverðum, mikilsháttar skáldskap á öðru máli, þótt þær hafi sjálfar tak- markaða verðleika til að bera sem skáldskapur i eigin rétti, og verða þá nánast leiðsögn að frumtextanum. Og svo er hitt til þetta má deila hversu tekizt hafi val höfuna og kvæða til þýðingar engu siður en þýðingarnar sjálfar. Norræn ljóð 1939-1969 er seintekin bók, svo mikil sem hún er að efni og vöxtum. Þótt all- langt sé um liðið siðan bókin kom út er ég þess engan veginn um- kominn aö lýsa nema bráða- birgöa-skoöun á bókinni, og ætla mér ekki heldur þá dul að meta hvernig henni takist sin bókmenntasögulega tilætlun, að lýsa i meginatriðum 30 ára skeiði norrænnar ljóðagerðar byltingu hins ytra forms og innra hugar- heims sem þrátt fyrir allt er meginefni hennar að lýsa. En hinu er ekki að leyna að með auknum kynnum undanfarnar vikur hefur mér þótt vaxandi ávinningur aö bókinni og þykist vita aö svo muni fleirum fara sem kynna sér hana. 1 fljótu bragði þætti kannski óskandi að Hannes Sigfússon heföi ekki sett verki slnu svo skýr takmörk, bókmenntasögulega viðmiðun sem raun ber vitni, að hann hefði þvert á móti gefið sér frjálsari hendur um efnisval til þýðingar og þá vitaskuld þýtt einkum ljóö og höfunda sem hann sjálfur hefur mestan áhuga á, eða finnur til skyldleika við þá og verk þeirra. Enda eru engar timasetningar afdráttarlausar i verki sem þessu. Það er t.a.m. ætlandi að Hannesi hefði látið vel að þýða ljóð eftir sænsku skáldin Arthur Lundkvist og Gunnar •Ekelöf, svo einhver dæmi séu nefnd, sem sannarlega skipta ekki minna máli fyrir framvindu módernisma i sænskri og nor- rænni ljóðlist en t.a.m. Lindegren og Vennberg og vel heföu sænsk- finnsku skáldin, Södergran, Diktenius og Björling, sómt sér i bók hans. I fljótu bragði að minnsta kosti virðast það vera verk hinnar fyrstu kynslóðar módernista sem afdráttarlausast höfða til Hannesar, — hann þýðir af mikilli listfengi ljóð eftir höfunda eins og Gunvor Hofmo, Thorkild Björnvig, Erik Linde- gren og Werner Aspenström, Solveig van Schoultz, svo að ein- hver dæmi séu nefnd frá öllum löndunum. Ég skal engum getum leiöa að þvi hvort einhverjar og hverjar þá af þýðingum Hannesar Sigfús- sonar kunna að reynast varan- legur texti á islenzku. Hér er heldur ekkert ráðrúm til aö rekja tilvitnanir i bókinni né bera þýðingar saman viö frumtexta svo aö gagni komi. En i fljótu bragði virðist mér Hannesi láta bezt að þýða skáld sem yrkja á miklu og fjölbreyttu, einatt upphöfnu og ibornu máli með frjálsu flugi mynda og likinga, en takast miður við þurran og ná- kvæmnislegan ljóðastil Karls Vennbergs til dæmis, eða stilfar yngri höfunda, sem yrkja með miklu hversdagslegra málfari, náttúrlegri hrynjandi daglegs máls. Þó eru þýðingar hans á ljóðum eftir Klaus Rifbjerg Ivan Malinevski og t.a.m. sænska skáldið Göran Sonnevi, prýðilega læsilegar. Hið nafntogaða kvæði hans Um striðið i Vietnam kemst furöuvel til skila á islenzku. Finnist manni minna til um annan ungan sænskan höfund, Björn Hákansen stafar það kannski bara af þvi að ljóð hans séu bar ekki jafn-góð og ljóð Sonnevis. Finnsku ljóðin i bókinni eru eins og vænta mátti þýdd úr sænsku, og að þvi skapi forvitni- legri sem færri munu þekkja til finnskrar ljóðlistar fyrir, margt af þeim mjög áhugaverður texti i gerð Hannesar Sigfússonar. Þótt þaö komi kynlega fyrir má vera að finnski kaflinn I bókinni sé út af fyrir sig samfelldastur og heil- legastur — en þetta er aö sönnu ekki nema hugboö. Þó hygg ég að Pentti Saarikoski njóti sin ekki til hlitar I þessu úrvali, en fjarska heföi verið skemmtilegt ef Hannes hefði freistað þess að þýða i heilu lagi Islands-bálkinn úr siöustu bók hans. Kvæðaval og kynning Þetta hygg ég raunar að eigi viðar við, aö kvæðavalið orki frekar tvimælis en val höfunda i bókina, einkum sá háttur Hannesar Sigfússonar að þýða brot úr kvæðum og kvæða- flokkum sem einatt munu þá veita harla takmarkaða hugmynd um verk og höfund. Þvi fer t.a.m. fjarri að það sem hann þýðir eftir danska skáldiö Inger Christien- sen veiti viöhlitandi hugmynd um hið stóra verk hennár, „det” sem þýtt er úr. Hannes þýðir fjögur sýniskvæöi úr „mannen utan vag” eftir Lindegren sem væntanlega koma ýmsum lesendum spanskt fyrir enn i dag. En þetta er verk, sem ætla mætti aö einmitt Hannesi hæfði aö reyna að þýða I heilu lagi — og sú tilraun mundi væntanlega leiða til meiri nákvæmni, festu i stilshætti en hér er til að dreifa. En þó er 39da kvæðið úr flokknum prýði- lega þýtt að mínu viti. Ekki fer það heldur dult að háttbundinn bragur, stuölasetning og rim, vinnst Hannesi stundum þung- lega þar sem hann þýðir „i hefö- bundnum stíl.” Það hygg ég til dæmis að ljóð Tor Jonssons og ýms smáljóð Ove Abildgaards missi mikils i þýðingu. En einnig eru hér dæmi um prýöilega ort kvæði af þessu tagi, ljóð eftir Grethe Risbjerg Thomsen og Frank Jæger til dæmis. Af hinni „bókmenntasögulegu aðferð” Hannesar Sigfússonar að viðfangsefni sinu leiðir hinsvegar þann kost á verki hans sem visast er að mestu skipti. Þýðingar hans eru hvarvetna til frásagnar um áhugaverðan, sumpart eflaust mikilsháttar skáldskap, hún freistar hvarvetna til saman- burðar við aðferðir, verk og viðfangsefni i innlendri Ijóðagerð Þýðingarnar eru að sjálfsögðu misjafnlega af hendi leystar, ljóð og höfundar láta þýðandanum misjafnlega vel — og mun það koma þvl betur á daginn þeim mun nánar sem menn kynna sér verk hans. En þótt endalaust megi ræöa um „bezta” hugsan- legt kvæðaval og höfunda til að kynna svo mikiö efni, er hitt vlst að i þessari bók greinir Hannes Sigfússon hvarvetna frá skáldum og skáldskap sem máli skipta — með þeim hætti að það verður öldungis Ijóst á islenzku. Þegar þess vegna hygg ég að þetta þýöingasafn sé með hinu mark- veröasta sem borið hefur viö I is- lenzkri Ijóðagerð um langt skeið. Vert er að geta þess að Norræn ljóð 1939-1969 er gefin út meö styrk úr norræna menningar- sjóðnum, en þýðandinn mun einnig hafa notið styrks úr sjóðnum til sinnar vinnu. Einnig þannig ber bókin vitni um raun- hæft ,, „norrænt samstarf” og árangur þess. 1 Ef stimpillinn er pantaður hjá Pennanum í dag, getur hann verió tilbúinn á morgun. 2 Er þaó eitthvaó sérstakt ? 3 Sennilega ekki. rHTTTT HAFNARSTRÆTI 18 LAUGAVEGI 84 LAUGAVEGI 178

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.