Vísir - 12.02.1973, Side 13
Vísir. Mánudagur 12. febrúar 1973.
13
Aukin hreyfing
gegn 1100 ára
afmælishátíð
Stöðugt berast áskoranir frá
samtökum sem óska eftir að
dregið verði úr afmælishaldi
vegna 1100 ára afmælisins. Nú
siðast hefur borizt ályktun aðal-
fundar Menningar- og friðasam-
taka kvenna um þetta efni.
Forsætisráðherra
berast kveðjur
Forsætisráðherra hefur að und-
anförnu fengið margar kveðjur
frá Bandarikjum og Bretlandi
þar sem þjóðinni hefur verið vott-
uð hluttekning vegna náttúru-
hamfaranna i Eyjum. Hafa fjár-
framlög gjarnan fylgt með og
hefur peningunum verið komið til
Viðlagasjóðs i Seðlabankanum.
Þá hefur Loftleiðir h.f. afhent
ráðherra 250 þús. krónur i Land-
helgissöfnunina.
Enginn blaða
maður kærður
Lögreglan i Vestmannaeyjum
viðhafði heldur syfjuleg viðbrögð
i sambandi við ásakanir á hendur
blaðamannastéttinni út af meint-
um stuldi á bifreið i Heimaey rétt
eftir að gosið brauzt út. Nú hefur
loks komið plagg frá bæjar-
fógetanum i Vestmannaeyjum, 4
linur þess efnis að „engin kæra
hafi borizt um þetta efni”. Eftir
stendur heil stétt manna grunuð
um að vera alræmdir bilþjófar og
ýmislegt þaðan af verra, þvi
að blaðalesarar lesa yfirleitt milli
linanna, þvi þótt enginn væri
kærður, þá er það þó eins liklegt
að verknaðurinn hafi verið
framinn segja menn.
Allt var það
Andersen að kenna!
1 Berlingi hinum danska segir
frá þvi i skemmtilegri frétt
hvernig örlögin geta leikið menn.
Lesandi i Hilleröd kvaðst hafa
uppgötvað merkileg sannindi við
lestur smáklausu i blaðinu þess
30 millióna
hagnaður
Útvegsbanka
Hagnaður af rekstri
Útvegsbanka íslands fyrir
síðasta starfsár nam um
30 millj. króna, þegar
búið var að greiða nær 29
milljónir króna til ríkis-
sjóðs í gjöld vegna gjald-
eyrisverzlunar og um
milljónir í landsútsvar.
Er hér um veruíega mikið hag-
stæðari útkomu að ræða en verið
hefur undanfarin ár. Var
samþykkt á fundi bankaráðs að
verja hagnaðinum að mestu i
varasjóð og afskriftasjóð.
A siðasta ári jókst velta veru-
lega, heildarinnistæður jukust um
374 milljónir eða um 15.3% og
heildarútlán um 579 millj. króna
eða 19.4%. Mestur hluti útlána-
aukningarinnar var til sjávarút-
vegsins og varð útlánaaukningin
mest i útibúum bankans úti á
landi, þar sem sjávarútvegslánin
hvila þyngst á bankanum.
Skipting útlána um áramótin
var annars þessi: Sjávarútvegur
42.7%, verzlun 19.6%, iðnaður
12.6%, samgöngur 4.2%, bygging-
ar og mannvirkjagerð 5.3%, opin-
berir aðilar, bæjar og sveitafélög
5.8% og önnur lán 8.5%. Heildar-
útlánin námu alls 3570 milljónum
króna, en vegna aukningar á út-
lánum jukust skuldir við seðla-
bankann og erlenda banka nokk-
uð. —JBP—
efnis að K.B. Andersen hafi á
unga aldri orðið að gista fanga-
klefa freigátunnar Niels Ebbesen
á leið til Grænlands, þegar
freigátan'var að fara með Hans
Hedtoft þangað. Lesandi þessi
kvaðst hafa verið ástfanginn
ungur maður árið 1948, mætti
ekki til skips eina nóttina, var
stungið i svarthol skipsins upp á
vatn og brauð, en var svo tekinn
þaðan, þegar sigla átti til íslands
og settur i fangelsi á Hólminum.
,,Ég ætlaði að hitta stelpu i
Heykjavik, hún kom niður að höfn
og spurði um 613, eins og ég hét.
Laugavejíi 25. Simi
Siðar sagði sá sem tók við
númerinu minu að hann hefði átt
einstaklega skemmtilega viðdvöl
i Reykjavik”. Já, allt var þetta
sök K.B. Andersens hins unga,
sem þurfti á svartholinu að halda
til að fá svefnpláss um borð.
Vinnuveitandinn
fær góða gjöf frá
launþegunum
Ætli það sé ekki allt að þvi eins-
dæmi að félag vinnuveitendanna
fái stóra afmælisgjöf á fertugs-
afmælinu? Það fékk Félag
islenzka iðnrekenda á dögunum
frá Iðju, félagi verksmiðjufó
lks i Reykjavik ásamt beztu
árnaðaróskum. Gjöf Iðju til at-
vinnuveitenda var boð um endur-
gjaldslaus afnotaf landi undir tvö
sumarhús i landi Svignaskarðs i
Borgarhreppi i Mýrasýslu þar
sem Iðja er nú að reisa sumarhús
fyrir félaga sina. Miðað er við af-
not landsins til 60 ára, en stærð og
lega landsins verður ákveðin með
samkomulagi félaganna tveggja.
h/í
2212K.
í viöskiptalífinu getur
enginn verið án stimpils, -
hvorki fyrirtæki né ein-
staklingar. Ef þér pantið
stimpil hjá Pennanum
í dag getur hann verið
tilbúinn á morgun.
CSmED-
HAFNARSTRÆTI 18
LAUGAVEGI 84
LAUGAVEGI 178
Hárgreiðsla
Við getum boðið fleiri viðskiptavinum
þjónustu okkar, þar sem við höfum fengið
fleiri hárgreiðslusveina til starfa.
Opið eftir hádegi á laugardögum.
VÖRUÚRVAL
Skattholin glœsilegu
fró Óla Þorbergs. Hvitlökkuð
með gylltum höldum. Vönduð vara.
Kommóður 5 og 6
skúffu. Gular,
rauðar, grœnar,
blóar,orange,
hvítar.
4 5 og 6 skúffu
kommóður fró
Ola Þorbergs. Hvítar
með mólmhöldum.
Fóanlegar bókahillur
ofan ó þœr.
Svefnbekkir með útdreginni
rúmfataskúffu. Skúffan er ó brautum
og er þvi létt og liðug. Röndótt óklœði
úr ull og rayon
Svefnbekkir með lökkuðum göflum og
rúmfatageymslu. 6 mismunandi litir. Rósótt
plussóklœði. Stóll úr svampi með sama óklœði
er ó hjólum.
©
Vörumarkaðurinnbf.
J ÁRMÚLA 1 A - SÍMI 86-112