Vísir - 27.03.1973, Page 5
Visir. Þriðjudagur 27. marz. 1973
5
AP/NTB ÚTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND I MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson
Deilan leystist
hjá Dönum f nótt
Aðilar í vinnudeilunni í
Danmörku komust að
samkomulagi í nótt.
Málamiðlunartillagan
verður borin undir at-
kvæði hjá launþegasam-
tökunum og svo hjá at-
vinnurekendum, ýmist á
morgun eða á fimmtu-
dag.
Hvaða undirtektir þetta
bráðabirgðasamkomulag fær,
mun ekki liggja ljóst fyrir —
fyrr en að 10-12 dögum liðnum,
að úrslit atkvæðagreiðslunnar
verða kunn. Þeir, sem eru núna
i verkbanni eða verkfalli, munu
þvi ekki geta byrjað aftur vinnu
fyrr en i fyrsta lagi 8.-9. april.
Sáttasemjari rikisins hefur
slegið á frest verkföllum, sem
boðuð höfðu verið hjá orkuver-
um, bensin- og oliufélögunum og
á sviði verzlunar og hjá skrif-
stofumönnum. — Er það
samkvæmt venju hjá Dönum, ef
gert hefur verið bráðabirgða-
samkomulag. Frestast þá önnur
boðuð verkföll fram á þriðja
dag, eftir að úrslit atkvæða-
greiðslu hjá félögunum liggja
fyrir.
Fundir sáttasemjara með
deiluaðilum höfðu staðið alla
helgina, þegar hlé var gert á
þeim i gær. En siðan hófust þeir
strax aftur i gærkvöldi. — En
rétt á meðan hléið var gert,
bættust fleiri þúsund kennarar
og nemendur i deiluna, þegar
þeir lýstu yfir eins sólarhrings
verkfalli til þess að mótmæla
sparnaðarráðstöfunum rikis-
stjórnarinnar.
Þessir tveir menn hafa borið mestan hita af samningaumleitunum
að undanförnu. T.v er Tor Aspengren, formaður launþega-
samtakanna, og t.h. er Knut Selvig, framkvæmdastjóri vinnuveit-
endasambandsins danska.
Hermdarverk hafín á ný
IRA boðar nýja hríð, ef krðfur þeirra verða ekki
uppfylltar
Irar mega nú búast við enn einni öldu hryðjuverka, þar sem verzl-
anir eru sprengdar i loft (á borð við þessa stórverzlun I Belfast, sem
brann 8. marz), saklaust fólk myrt o.s. frv.
Þinga um peninga
Hermdarverkamenn
úr irska lýðveldis-
hernum (IRA) skutu
eldflaugum að lögreglu-
stöð i bænum Newton á
Norður-írlandi i gær.
Áköf skothrið var hafin,
og var einn árásar-
mannanna felldur.
Talsmaður brezkra sagði, að
skotið hefði verið á lögreglu-
stöðina frá tveim hliðum, og hefði
skothriðin staðið rúmar fimm
minútur — án þess þó að nokkur
inni i lögreglustöðinni hefði orðið
fyrir skoti.
Þá var ráðizt einnig á þrjár
varðstöðvar brezkra hermanna á
N-frlandi i gær með skothrið, en
enginn særðist.
Hins vegar særðist brezkur her-
maður, sem varð fyrir skoti frá
leyniskyttum i kaþólska
borgararhlutanum New Lodge i
Belfast. — Siðar i gærkvöldi var
sprengju varpað inn i kaþólskan
klúbb, en enginn særðist, þótt
skemmdir yrðu hins vegar
miklar. Skammt frá klúbbnum
fundu brezkir hermenn tvær
skammbyssur og miklar birgðir
skotfæra grafnar niður i kjallara-
gólfi, og var húseigandinn hand-
tekinn.
Árásirnar á lögreglustöðina og
varðstöðvar Breta komu eftir
nokkuð hlé, sem verið hefur á
hermdarverkum á Norður-lr-
landi að undanförnu — þegar frá
er talið morðið á hermönnunum
tveim um helgina.
Skömmu áður en eldflauga-
skothriðin hófst, hafði einn af
frammámönnum IRA, David 0’
Connel, lýst þvi yfir, að IRA
mundi ekki gangast inn á vopna-
hlé, fyrr en þeir hefðu fengið
ákveðnar kröfur sinar uppfylltar.
1 blaðaviðtali upplýsti O’
Connell, sem er i hópi þeirra rót-
tækustu, að IRA krefðist sjálf-
stjórnar til handa irsku þjóðinni
og að Bretar mundu ákveða
þegar i stað þann dag, sem þeir
verði á brott með hermenn sina
úr landinu og að Stóra-Bretland
sleppi úr haldi öllum föngum úr
lýðvéldinu, sem hafðir eru i fang-
elsum á N-írlandi.
„Þar til þessar kröfur hafa
verið uppfylltar, mun IRA halda
áfram hermdarverkum sinum”,
sagði 0’ Connell.
Fjármálaráöherrar 20
landa hófu í gær tveggja
daga ráöstefnu í
Washington, þarsem leitaö
skal að úrræðum til þess að
tryggja alþjóðlega gjald-
miðla.
Ráðstefna þessi er haldin vegna
gjaldeyriskreppunnar á
dögunum, sem leiddi til þess, að
Bandarikin urðu að fella gengi
dollars og að önnur riki urðu að
Fulltrúar sameigin-
legs herráðs deiluaðil-
anna i Vietnam flugu i
dag til Hanoi til þess að
lita eftir afhendingu 32
bandariskra striðs-
fanga. Fangar þessir
voru i haldi hjá þjóð-
frelsishreyfingunni.
Niu fangar aðrir, sem voru i
haldi hjá Pathet Lao, skæruliða-
hreyfingu kommúnista i Laos,
verða látnir lausir á morgun
ásamt 40 Bandarikjamönnum,
sem eru i haldi i Norður-Vietnam.
hafa gjaidmiðla sina á fljótandi
gengi gagnvart dollarnum.
Fjármálaráðherrarnir eru úr
hinu svonefnda 20 landa-ráði, sem
kemur fram i nafni þeirra 125
aðila, sem eiga hlut að alþjóða-
gjaldey rissjóðnum. Ráðstefna
þeirra að þessu sinni kemur
einmitt i kjölfar áskorunar fjár-
hagsnefndar Bandarikjaþings á
Nixon forseta um að hafa samráð
við stjórnir Japans, Vestur-
Evrópulandanna og Kanada um
framtið gjaldmiðla og verzlunar-
viðskipta landanna.
Enn verða þá eftir 67 banda-
riskir striðsfangar, sem látnir
verða lausir á fimmtudaginn.
Siðdegis i dag hefst að nýju
brbttflutningur bandariskra her-
manna frá Vietnam. Með fyrstu
-ferðinni fara 900 hermenn, og er
búizt við þvi, að brottflutningnum
verði lokið fyrir þann tima, sem
kveðið var á um i vopnahlés-
samningunum.
Nixon forseti, sem hafði fyrir-
skipað, að brottflutningurinn yrði
stöðvaður i bili, aflétti þeirri
stöðvun, þegar fulltrúar Pathet
Lao lýstu þvi yfir, að Bandarikja-
mennirnir nfu, sem þeir hafa i
haldi, yrðu látnir lausir á morg-
un.
Herliðið á brott
í tœka tíð
Stúdentaróstur
hafnar í París
Götubardagar og skróp í skólum
Mikil ólga hefur verið i
stúdentum i Paris, allt frá þvi að
götubardagarnir brutust út á
fimmtudaginn. Hafa stúdentar
ekki stundað námið siðan,
skrópað i fyrirlestrum og
kennslustundum og hafa farið
hópgöngur til að mótmæla nýjum
herkvaðningarlögum rikis-
stjórnarinnar.
Oeirðirnar brutust út þegar
samin voru ný lög, sem drógu
mjög úr lfkum háskólaborgara á
að sleppa við herskyldu. Hingað
til hafa námsmenn ekki verið
teknir frá námi til þess að gegna
herþjónustu — Stúdentar efndu til
kröfugöngu á fimmtudag, án þess
að hafa fengið leyfi fyrir henni, og
var fjölmennt lögreglulið sent á
vettvang til þess að dreifa
hópnum.
Til ofbeldisverka hefur ekki
komið, en óánægja meðal
stúdenta hefur ekki hjaðnað, og
hafa þeir ekki mætt I kennslu-
stundir siðan.
Það var talið, aö nær 25.000
stúdentar hafi tekið þátt i
óeirðunum á fimmtudag,
þegar efnt var til kröfu-
göngunnar, sem lögreglan
siðan reyndi að dreifa.
M
i mmm í i amn