Vísir - 31.03.1973, Blaðsíða 3
Visir. Laugardagur 31. marz 1973.
3
14
tilboð
fró 18
fyrir-
tœkjum
Tilboð voru opnuð í
gær í vélar, rafbúnað,
þrýstipípur, lokur og
annan búnað fyrir Sig-
ölduvirkjun. Tilboðin í
framleiðslu, flutning og
uppsetningu á öllum
þremur vélasamstæðum
virkjunarinnar voru
þessi:
1. Gruppo Industrie Elettro,
Milano, italiu: 1792,8 millj. kr.
2. CGEE Alsthorn, Frakk-
landi: 1998,5 millj. kr.
3. Mitsui, Tokyo, Japan,
Toshiba, Tokyo, Japan
Siemens AG, V-Þýzkalandi og
Vöest, Austurriki: 1919,6 millj.
kr.
4. Mitsui, Tokyo, Japan,
Toshiba, Tokyo, Japan,
Siemens AG, V-Þýzkalandi
og Sorefame, Portúgal: 1867, 7
millj. kr.
5. Brown Boveri & Cie, AG, V-
Þýzkalandi og v/o
„Energomachexport,” Rúss-
landi: 1475,1 millj. kr.
6. Brown Boveri & Cie, AG, V-
Þýzkalandi, v/o
„Energomachexport,” Rúss-
landi og Vöest, Austurriki:
1578,9 millj. kr.
7. Brown Boveri & Cie, AG, V-
Þýzkalandi og Charmilles,
Sviss: 1533,6 millj. kr.
8. ASEA, Sviþjóö, Karlstads
Mekaniska Verkstad, Svíþjóð.
Nohab, Sviþjóð,
og Waagner Biro, Austurriki:
1345,6 millj. kr.
9. Vöest, Alpine, Austurriki
og Westinghouse, Banda-
rikjunum: 1759,1 millj. kr.
10. Sybetra, Belgiu 1418,6
millj. kr.
10. a) Sybetra, Belgiu 1526,6
millj. kr.
b) Sybetra, Belgiu 1377,1 millj.
kr.
c) Sybetra, Belgiu 1456,2 millj.
kr.
11. AEG-Telefunken, V-
Þýzkalandi,
Rheinstahl, V-Þýzkalandi
og Voith, V-Þýzkalandi: 1752.6
millj. kr.
Tilboðin verða nú yfirfarin
og athuguð.
NORSKUR
VÍSIS-
STRÁKUR
í VANDA
Við fréttum af þvi að einn af
söludrengjum Vísis hcfði verið
heldur óheppinn um daginn.
Hann var nýlega búinn að fá
nýtt og fallegt hjól gefið, en I
fyrradag var þvi stolið heiman
að frá honum, við Suður-
götuna. Hjólið, sem er rautt,
er af gerðinni „DBS” og var
með 50 milna merki á sætinu.
Annars virðast reiðhjóla-
þjófar sækja mjög á fjöl-
skylduna. Móðir drengsins,
sem er norsk og neinur hér og
starfar við Háskólann, átti
forláta appelsinulitt hjól, en
þvi var stolið frá henni fyrir
nokkru. -ÓG.
Nýjar „Vestmannaeyjar"
Ýmsar hugmyndir uppi um hafnargerð
Hvað ef Vestmanna-
eyjahöfn lokast? Þarf
ekki að gera stóra og
örugga höfn við suður-
ströndina, til þess að nýta
megi fiskimiðin þar fyrir
utan? Spurningar sem
þessi hafa verið i hugum
manna undanfarið, og við
fregnir um þróun mála í
Vestmannaeyjum undan-
farna daga verða þær
áleitnari.
„Það hefur komið fram sterk-
ur vilji hjá Vestmannaeyingum
og öðrum á aö athugun fari
fram á þvi, hvort mögulegt sé
að skapa Vestmannaeyingum
atvinnulega og félagslega að-
stöðu á Suðurlandi,” sagði Sig-
finnur Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka sveitar-
félaga á Suðurlandi, þegar við
ræddum við hann. „Þessa at-
hugun þarf að gera strax, þvi að
það eru mjög sterkar eöa
ákveðnar hugmyndir meðal
Vestmannaeyinga um að halda
uppi hinu félagslega samstarfi
sinu, jafnvel þótt allt bregðist i
Vestmannaeyjum”.
Sigfinnur sagði, að bæöi hefðu
komið fram hugmyndir um al-
veg nýja byggð og einnig við-
bætur og stækkun núverandi
byggöarlaga. Rætt hefur verið
um nokkur hugsanleg hafnar-
stæði: Eitt þeirra er við Dyr-
hólaey, höfn þar væri vel stað-
sett miðað við beztu fiskimiðin.
Þar þyrfti aftur á móti að
byggja upp frá grunni alla að-
stöðu, og þar er engin byggð.
Einnig eru'grunnrannsóknir
fremur skammt á veg komnar,
ýmsir telja, að sandflutningar
úti fyrir ströndinni yrðu mikið
yandamál. Ennþá greinir menn
ínjög á um það, hve höfn við
Dyrhólaey mundi kosta, heyrzt
hafa tölur frá 300 milljónum
króna og allt að 3000 milljónum,
en siðarnefnda talan er lausleg
áætlun Vita- og hafnamála-
stofnunar.
Fyrir 20 árum voru uppi ráða-
gerðir á vegum varnarliðsins á
Keflavikurflugvelli um að gera
höfn við Þykkvabæ, rétt austan
við Þjórsárósa. Þeirri hugmynd
hefur skotið upp, að ef til vill
væri bæði tæknilega og fjár-
hagslega mögulegt að gera höfn
þar, samfara nýrri byggð.
Stækkun hafnarinnar i Þor-
lákshöfn er til athugunar. Ef
ákveðið yrði að stækka höfnina
þar, þarf aö gera brú yfir ölfusá
niðri við árósana. Samkvæmt
áætlun Vegagerðarinnar mundi
hún kosta 140 milljónir, og
varanlegur vegur milli Þorláks-
hafnar og Eyrarbakka myndi
kosta um 70 milljónir. Einnig
eru i athugun möguleikar á
hafnargerð við Eyrarbakka.
„Ég vil benda á aö lokum” —
sagöi Sigfinnur —, „að i byrjun
náttúruhamfaranna I Vest-
mannaeyjum, þá kom orðsend-
ing frá Bandarikjastjórn, þar
sem hún bauð fram alla mögu-
lega aðstoð. Ég álit að þar geti
einnig verið um að ræða aðstoð
• við fjármögnun stórrar hafnar á
suðurströndinni.” —ÓG
ó Suðurlandi?
Tvöfaldast
íbúatala
Þorlókshafnar?
Forráðamenn Þorlákshafnar
hafa mikið i huga þessa stundina.
Samþykkt skipulag fyrir 120 ein-
býlishús liggur nú fyrir, og er
hönnun gatna og holræsa hafin af
fullum krafti.
Þegar byggingum á þessum
lóðum er lokið, er ekki fjarri þvi,
að ibúafjöldi þeirra verði jafn-
mikill og núverandi ibúafjöldi
kauptúnsins.
Samkvæmt ákvörðun Viðlaga-
sjóðs eiga 25 af hinum 200 inn-
fluttu húsum að fara til Þorláks-
hafnar, og verða þau reist i hinu
nýja hverfi.
Margar óskir um húsnæði i
Þorlákshöfn hafa komið frá Vest
mannaeyingum, en rúmlega 100
þeirra búa þar núna. Þar af er
töluverður fjöldi fjölskyldufeðra,
sem eru þar einir vegna hús-
næðisskorts.
Samkvæmt upplýsingum
sveitarstjórans i Þorlákshöfn
telja þeir sig geta tekið strax á
móti ibúum 40 til 50 húsa án
neinna verulegra aðgerða i at-
vinnumálum. Þau fyrirtæki, sem
fyrireruá staðnum, telja sig geta
tekiö við þvi starfandi fólki, sem
kæmi til bæjarins við 50 Ibúða
fjölgun.
Helzti þröskuldurinn yrði hús-
næði barnaskólans, sem nú þegar
er tvisett, og þyrfti fljótlega að
hugsa fyrir viðbótar skólabygg-
ingu. — ÓG.
Lœknanemar ekki til Skotlands í ár:
EKKI ÆSKILEGIR
VEGNA LANDHELGIS-
DEILUNNAR?
Læknadeild Iláskóla tsland
fékk nýlega bréf frá háskólayfir-
völdum I Glasgow, þar sem skýrt
var frá þeirri ákvörðun, að is-
lenzkir læknastúdentar yrðu ekki
teknir til náms i krufningum eins
og verið hefur mörg undanfarin
ár.
Ekki hefur tekizt að fá upp-
lýsingar um ástæður synjunar-
innar, nema það sem gengur
manna á meðal innan lækna-
deildarinnar. Telja ýmsir sig
vita, að i bréfinu hafi verið greint
frá tveim ástæðum fyrir neitun-
inni. Aðallega var þess getiö, aö
háskólinn i Glasgow væri að bæta
við sig nemendum og þyrfti þvi á
öllu sinu húsnæði að halda. Einnig
er hald manna, að i bréfinu hafi
verið minnzt á landhelgismáliö
sem meinbug á að fslendingarnir
fengju að stunda nám þarna.
1 ár stóð einmitt til að gera
námið meira og erfiðara úti i
Skotlandi og láta það enda með
prófi þar, en nú verður sem sagt
að hætta við það.
„Nú virðist allt benda til, að við
útskrifumst sem læknar án þess
að hafa séð lik”, sagði einn
læknaneminn, þegar blaðamaður
Visis spjallaði við þá nokkra i
gær. —Ló
HEIÐNI OG KRISTNI MÆTAST
Það má eiginlega segja, aö
þessi mynd sé eins konar tákn
heiðni og kristni, Leifur heppni í
forgrunninn og kirkja Hall-
grims Péturssonar I bakgrunns-
hlutverkinu, en hún er nú smám
saman að birtast borgarbúum i
sinni endanlegu mynd.
Takmark kirkjusmiðanna er
að fullgera kirkjuna 1974, en þá
eru 300 ár frá dauða sálma-
skáldsins, sem þessi kvöldin er
á hverju heimili, ef svo má að
orði kveða, þvi Passiusálmarnir
eru nú lesnir 6 kvöld vikunnar af
séra Ólafi Skúlasyni i útvarpið.
I sambandi við kirkjuna
miklu á Skólavörðuholti hvarfl-
ar kannski ósjálfrátt að sumum,
hve séra Hallgrimur var litillát-
ur og nægjusamur i lifi sinu.
Eða kannski að þvi sem Steinn
Steinarr sagði i frægu kvæði
sinu, sem hófst á orðunum
„Húsameistari rikisins tók
handfylli sina af leir...” o.s.frv.
En hér er kirkjan semsé, stór
og mikil og loks i sinni endan-
legu gerð, turninn a.m.k., og
sannarlega er hann meira en
handfylli af leir. — LTH —