Vísir - 31.03.1973, Blaðsíða 20

Vísir - 31.03.1973, Blaðsíða 20
Laugardagur 31. marz 1973. Nýtt líf í morð- bréfa- málið „Morðbréfamálið” hefur lifnað viö, með þvi að Guðlaugur Einarsson lögfræöingur hefur rit- að Gizuri Bergsteinssyni fyrrum hæstaréttardömara bréf og beöið um skýringar á þvf, hvers vegna Guðlaugur var um hrlð sviptur leyfi til að flytja mál fyrir hæsta- rétti. Guðlaugi var þá visað frá rétt- inum, en hann fékk siðar réttindin aftur. „Ég hef enga heimild til að svara þessum tilmælum”, segir Gizur Bergsteinsson. Gizur vitnar i 115. grein hegningarlaga, þar sem fram er tekið, að menn sæti sektum eða fangelsi, ef þeir skýri frá slikum hlutum eins og þvi, sem gerist á lokuðum fundum dómara. Gizur segir, að Guðlaug- ur geti ekki vænzt þess, að hann gerisem einstaklingur grein fyrir þeim rökum, sem flutt hafi veriö á fundum dómara fyrir þvi, aö Guðlaugur yrði sviptur réttind- um. Þyrfti Guðlaugur þvi aö beina slikum tilmælum til hæsta- réttar sjálfs, en ekki einstakra manna. Guölaugur Einarsson telur hins vegar, aö ekki hafi komið fram viðunandi skýringar á sinum tima, þegar hann var lögfræðing- ur sakbornings i svonefndu morð- bréfamáli og var visaö frá dómi. Mál þetta reis vegna skrifa hót- unarbréfa til lögregluyfirvalda. Dómurum hæstaréttar mun hafa þótt framkoma Guðlaugs sem lögfræðings sakbornings i ósamræmi við „viröingu” réttarins. Guölaugur telur hins vegar, þótt mörg ár hafi liöið siðan, aö réttur sinn hafi verið fyrir borð borinn, og hyggst hann nú sækja málið fast. —HH Fimmtíu millj- ónir í Hafnar- fjarðarveg nœstu tvö árin „Það eru til frum- áætlanir um gerð Hafnarfjarðarvegarins, en það er undir alþingi og fjárveitinganefnd þess komið, hvenær þær vera gerðar að raun- veruleika”, sagði Jón Rögnvaldsson, verk- fræðingur hjá Vega- gerðinni, i spjalli við Visi i gær. Þessi mynd sýnir það ljóslega, hvernig hraunið hrannast ógnvekjandi upp. Það er engu Hkara en húsið Blátindur sé þarna að fullnægja þeim dauöadómi, sem náttúruöflin hafa kveðið upp. Myndina tók Guömundur Sigfússon I Eyjum I gærdag. Hraun hrannast upp ó ný! Hraun er nú aftur farið að hrannast upp í Vestmanna- eyjum, og búizt er við að það geti farið aftur á tals- vert skrið, eins og það gerði síðast þegar það hlóðst upp og kaffærði síðan 30 hús á einni nóttu. Rólegt var þó i Eyjum i gær- kvöldi, þegar blaðið hafði sam- band þangað. Gosið var litið, en gasið talsvert. Sérstaklega virtist gas mikið i nýja sjúkrahúsinu, en þar unnu menn við að koma burt verðmætum. Þvi var þó ekki lokið i gærkvöldi, og er búizt við, að það verði nokkurra daga verk. Þess má geta, að 6 ofnar sprungu i nýja sjúkrahúsinu, þegar vatn var tekið af þar. Hraun hefur nú sprengt suður- vegg Eiskiöjunnar og er farið að renna þar inn, en i gærkvöldi var mjög litil hreyfing á þvi. Sums staðar þar sem sprautað hafði verið á hraunið, voru jafn- vel farnir aö myndast klaka- drönglar, þótt ótrúlegt megi virðast. I gærkvöldi var von á Suðra til Vestmannaeyja með dælur þær og leiðslur, sem beðiö hefur verið eftir i þrjá sólarhringa i Eyjum. Atti þá strax að hefjast handa við að leggja leiðslur inn á hraunið og hefja kælingu á þvi. Tveir vegir voru lagðir upp á hraunið, þar sem leiðslurnar áttu að liggja, en annar vegurinn er nú horfinn. Lá sá upp á hrauniö frá Vestmannabraut, en sá sem enn stendur er upp á hrauniö frá Heimagötu. 1 gærkvöldi kom Herjólfur til Eyja með 500 kw rafstöð og nú er vonazt eftir að Fiskimjölsverk- smiðjan geti fljótlega hafizt handa við bræðslu á þeim 4000 tonnum af loðnu, sem eftir eru i þrónum. - -EA. KAUPMENN SEGJAST II I A U ft M MID Fyrirsjáanlegur skortur I L LM l\%/Ivl w% I Imá kornvöru og fleira Verulegur skortur er fyrirsjá- anlegur á kornvörum og skyld- um vörum f verzlunum innan fárra vikna, að sögn Verzlunar- ráðs tslands. Þetta kemur til af þvf, að stjórnvöld hafa ekki fallizt á kröfur um hækkun heildsölu- álagningar á þessar vörur, „þannig að hún geti borið kostn- að þeirra.” Félag islenzkra stórkaup- manna og Samband islenzkra samvinnufélaga hafa lagt til, að álagningin á þessar vöru- tegundir verði 10,7%, en hún er 7,5% eftir þá lækkun, sem á henni var gerð við gengis- lækkunina fyrir jólin. Er sagt, aö þessar óskir mið- ist við lágmarksdreifingar- kostnað, og myndi það valda 2,5% hækkun á vöruverði. „Verði þessar kröfur ekki teknar til greina, er fyrirsjáan- legt, að verulegur skortur verði á þessum vörum i verzlunum innan fárra vikna.” Þetta segir Verzlunarráð íslands. Atvinnurekendur hafa óskað eftir þvi, að hækkanir vinnu- launa og stöðug hækkun á er- lendum gjaldeyri verði teknar til greina við verðlagsákvarðan ir, sem nú eru til afgreiðslu hjá verðlagsyfirvöldum. Þeir krefj- ast þess að fá að hækka fram- leiðsluvörur sinar eins og nem- ur hækkun hráefniskostnaðar og vinnulauna. Verzlunarálagning var skert við gengislækkunina 21. desem- ber. Atvinnurekendur krefjast þess, að hún hækki að nýju i það, sem hún var áður. Þeir segja, að forsendur þess- arar skerðingar á álagningunni séu „öllum óskiljanlegar á sama tima og stórfelldar kaup- gjalds- og kostnaðarhækkanir eiga sér stað.” Kaupmenn segja, að innflutn- ingur á kornvöru borgi sig ekki við núgildandi kjör. " Nú þegar hefur borið á skorti á nokkrum vörutegundum i verzlunum, eins og hrisgrjón- um, sem ekki voru fáanleg um skeið. Tvö af stærstu innflutnings- fyrirtækjunum hættu i fyrra að fíytja inn kornvöru. —HH vísm Arekstur varð fyrir sunnan Kópavog i gærmorgun á brú, sem þar er. Brúin tekur við umferð til suöurs úr öllum Kópavogi og gjánni, auk allrar umferðarinnar aö sunnan til Kópavogs og Reykjavfkur. Arekstur þessi gerði það þvi aö verkum, að nokk- ur hundruð manns komust ekki á réttum tima i vinnuna. Bílarnir, sem rákust á, lokuðu brúnni. Jón sagði, að 50 milljónir yrðu veittar á tveim næstu árum til vegarins, en ekki væri vitað, hvað mikið væri hægt að gera fyrir þessa peninga, eða á hverju yrði byrjað. Vfsir spurði Jón, hver tæki ákvörðun um, á hverju yrði byrj- að, og sagði hann, að um það yrði fjallað þegar þar að kæmi. —Ló Vantar 2000 á vinnu- markaðinn „Neyðaróp sjávarút- vegsins" um mikinn skort á vinnuafli — rúmlega 1000 manns, — sem fram kom i fréttatilkynningu sjávarútvegsráðuneytisins fyrir nokkrum dögum, vakti mikla athygli. En við athugun á ástandinu i öðrum atvinnugreinum er greinilegt, að mikil vönt- un er á starfsfólki al- mennt. Mörg hundruð starfsmenn vantar i járniðnaðinn og fleiri iðngreinar. Verkamenn vantar i byggingariðnaðinn, og ekki er nálægt þvi byggt jafnmikið og eftirspurn er eftir. Ekki fást nægilega margir verkamenn til viðhaldsvinnu hjá borginni og nokkuð mun vanta af verzlunar- og skrifstofufólki. Niðurstaða athugunar á vinnumarkaðinum er, að ekki sé ofmælt að á þvf svæði, sem vantar rúmlega 1000 manns i sjávarútveginn — það er frá Stokkseyri að Snæfellsnesi — vanti ekki færra starfsfólk i aðr- ar greinar. Heildarvinnuafls- skorturinn er þá samkvæmt þessuekki minni en 2000 manns. Fróðlegt væri að athuga, hvort nokkurt annað þjóðfélag gæti státað af gifurlegum vinnu- aflsskorti 2 mánuðum eftir að ein blómlegasta og afkasta- mesta byggð landsins — sem framleitt hefur 15% af útflutn- ingsverðmæti þjóðarinnar — hefur farið í eyði. —ÓG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.