Vísir - 31.03.1973, Blaðsíða 7
Visir. Laugardagur 31. marz 1973.
7
cTVIenningarmál
r
Olafur Jónsson skrifar um leiklist:
Æskuþokki á Herranótt: Sigrún Sævarsdóttir og Gunnar R.
Guðmundsson, Dóri tónskáld og frú Lina I leik Soya um Orfeus og
Evrýdis
Hvaða
Herranótt 1973:
DÓRI i DAINSHEIMUM
eftir Carl Erik Soya
Þýðandi: Stefán Baidursson
Leikstjóri: Pétur Einarsson.
Hvað læti eru þetta? 1
þessari viku eru frum-
sýningar í báðum leik-
húsunum í Reykjavík, en
Leikfélag Akureyrar frum
sýndi Fjalla-Eyvind fyrir
norðan. Þar er nú þriðja at-
vinnuleikhús á landinu að
komast á fæturna.
Þar að auk var á mánudaginn
frumsýnt nýtt islenzkt sjónvarps-
leikrit, Saga af sjónum eftir
Hrafn Gunnlaugsson, sem i fyrra
hlaut viðurkenningu i verðlauna-
keppni Leikfélags Reykjavikur
þar sem Birgir Sigurðsson bar
sigur úr býtum með leikritinu um
Pétur og Rúnu. Að hausti er
annar leikur væntanlegur i Iðnó
úr þeirri keppni, Kertalog Jökuls
Jakobssonar sem um þessar
mundir er að semja leikrit handa
Leikfélagi Akureyrar, frumsýnt i
vor.
Og það eru fleiri nýjar leik-
sýningar á döfinni i Reykjavik
þessa dagana: allténd fjórar i
einni og sömu vikunni. A mánu-
daginn kemur er finnskur gesta-
leikur væntanlegur: Lilla teatern
frá Helsinki i skyndiheimsókn i
Iðnó. A fimmtudagskvöld var
Herranótt Menntaskólans haldin i
Austurbæjarbió. Þá er enn ótalið
að um þessar mundir sýna Vest-
mannaeyingar sakamálagrin i
félagsheimilinu á Seltjarnarnesi.
lœti?
Og meðan þessir nýju kostir
bjóðast allir i senn njóta sumar
þær leiksýningar sem fyrir voru
mikilla vinsælda og aðsóknar,
minnsta kosti Fló á skinni og
Súperstar stöðugt leiknar fyrir
fullsetnu húsi.
Herranótt og
leiklistarlífið
Herranótt á sér fornhelgaöa
stöðu á leiklistarmarkaði i
Reykjavik. Fyrr á tið, fyrir ekki
ýkja mörgum'árum, viö miklu
minna framboð leiklistar og fá-
breyttara skemmtanalif en nú
tiðkast, hefur hinn árlegi mennta-
skólaleikur trúlega átt hljóm-
grunn visan sem vonlitið er að
hann njóti lengur. Spursmál er
hvort nokkur vegur sé eða geti
veriö að Herranótt verði eftir-
leiðis annað né meira en venju-
legur skólaleikur. Og skólaleikir
eru margir i seinni tið meö
vaxandi fjölmenni og atgervi
fleiri skóla en gamla Mennta-
skólans. Það er að visu liklegt að
meiri atorka, alúð og metnaður
séu frá fornu fari lögö i Herranótt
en gengur og gerist um aðra
skólaleiki, til þess benti á meöal
annars sýning Verzlunarskólans
á Imyndunarveiki Moliéres ekki
alls fyrir löngu. En þar með er
ekki sagt að hún eigi frekar en
aðrir skólaleikir svo sem neitt
erindi á almennan leiklistar-
markað.
Samt væri eftirsjá að þvi ef hin
forna sérstaða Herranætur hyrfi
með öllu úr sögunni. Og þaö hefur
sýnt sig á siðustu árum að þegar
allra bezt tekst til á Herranótt
veitir hún kost á tilbreytni og
upplyftingu i leiklistarlifinu sem
ekki er i boði annars staðar. Þess
er t.a.m. vert að minnast að
sýning Lýsiströtu i Þjóðleik-
húsinu i vetur er komin undir á
Herranótt fyrir fáum árum,
sýningu sem eftir sinum efnum og
ástæðum stóðst furðanlega vel
samanburð við ,,alvöru”-leikhús.
En það er ljóst að til að svo vel
takist á Herranótt þarf hún
góðrar forsjár við, bæði um val á
viðfangsefni og undirbúning og
sviðsetningu þess. Það hefur ekki
tekizt sem skyldi á siðustu árum
og ekki heldur 1 ár.
Soya í
undirheimum
Þannig hygg ég að það hafi
verið misráðið af Pétri Einars-
syni að taka aö sér leikstjórn á
Herranótt jafnframt sviðsetningu
Súperstars sem sjálfsagt hefur
verið annasamt verkefni. Skóla-
leikur þarf allténd á miklum tima
að halda, alúð í undirbúningi.
Hvað sem náttúrugáfum til leik-
listar liður, sem sjálfsagt eru
misjafnt i té látnar i bekksögnum
skólanna ár fyrir ár, er allténd
hægt aö innræta mönnum undir-
stöðuatriði framsagnar og fram-
göngu á sviðinu. Stóri styrkur
skólaleikja, náttúrleg leikgleði og
þokki þátttakenda og þær leik-
gáfur sem eru til taks á hverjum
tima njóta sin þá bezt að þessi
undirbúningsvinna sé vel og
vandlega af hendi leyst. Hræddur
er ég um að misbrestur hafi oröið
á þvi i þetta sinn. Og þótt t.a.m.
Gunnar R. Guðmundsson og
Sigrún Sævarsdóttir, sem fara
með aðalhlutverk leiksins, tón-
skáldið Dóra og Linu konu hans,
séu einkar gervilegt og viðfelldið
fólk til aö sjá á sviðinu, virtust
hvorki þau né aðrir þátttakendur
knúin fram af áskapaöri leikgáfu.
Til þess verður ekki ætlazt. En
þvi er ekki vert að gleyma, þegar
talaö er um gildi Herranætur, að
þar hafa einatt komið fram i
fyrsta sinn leikarar til fram-
búðar.
Auk þess er meir en litið vafa-
mál að viðfangsefni hafi verið
heppilega valið i þetta sinn. Þessi
endursögn og uppstokkun Soya á
sögunni fornu um Orfeus og
Evrýdis er fráleitt með hans
beztu verkum: var virkilega ekki
hægt að finna þakklátara
verkefni á meðal hinna eldri
farsaleikja hans? Til að þessi
leikur nyti sin, farsataktar og
tiktúrur hans, skáldleg hnyttni og
hæðni textans, hefði hins vegar
þurft á miklu, miklu skólaöri
meðferð að halda en hér var eða
gat verið til að dreifa.
En hvaö sem aðfinnslum liður
nýtur Herranótt sin jafnan vel i
sinu eigin samfélagi. Erindi
skólaleikja eru fyrst og fremst
innan skólans, i hóp nemenda,
kennara og vandamanna. Og
sýningunni i Austurbæjarbió á
fimmtudagskvöld var prýðisvel
tekið i fullsetnu húsi, fagnað með
tröllauknu lifataki að lokum. Ó
Eru umferðarslysin of fó? Guðvinsson
Útvorp
Reykjavík
Nýlega hefur verið
upplýst, að umferðar-
slys kosti islenzku þjóð-
ina tvær milljónir króna
að meðaltali á dag, allan
ársins hring. Að öllum
likindum mætti leggja
varanlegan veg milli
Reykjavikur og Akur-
eyrar fyrir þá upphæð,
sem umferðarslysin
kosta okkur á einu ári.
Einnig má benda á, að
samkvæmt áætlunum,
sem gerðar hafa verið
þá er þessi upphæð
nokkru meiri en þeirri
upphæð nemur, sem
leggja þarf fram til að
gera hringveginn færan.
Með þessar tölur f huga væri
ekki óeðlilegt að ætla, að ötullega
væri unnið að fækkun umferðar-
slysa og til þess notuð öll tiltæk
ráð. En þvi er þvi miður ekki að
heilsa. öflugustu tækin i þeim til-
gangi, hljóðvarp og sjónvarp,
hafa þarna svotil algjörlega
brugðizt. Ekki er hægt að segja,
að um nokkra umferðarfræðslu sé
að ræða i sjónvarpi, en i hljóð-
varpier látið nægja aö skjóta inn
nokkrum orðum milli laga i popp-
þætti siðdegis á laugardögum.
Þar með er taliö framlag Rikisút-
varpsins gegn þessum bölvaldi.
Skylt er að geta þess, að dagblöð-
in standa þarna engu betur i stöðu
sinni. Skýrt er frá árekstrum og
slysum undir stórum fyrirsögn-
um, en leiðbeiningar og
varnaðarorð sjást vart á siðum
blaðanna.
Aðra höndina
úr vasanum
Ekki hef ég fyrir framan mig
neinar reglur um hlutverk hljóð-
varps eöa sjónvarps. Sjálfsagt er
þar hvergi að finna neitt ákvæði
um að Rikisútvarpinu beri að
stuðla að fækkun umferðarslysa
né heldur að þessar stofnanir
skuli fræða landslýö sérstaklega
um akstur og umferð. En það
kemur málinu bara ekkert við.
Það hlýtur aö vera skylda út-
varpsins að láta mál sem þetta
sig einhverju varöa. Þá á ég ekki
við að haldinn verði umræðuþátt-
ur „hæfustu” manna i sjónvarps
sal, þar sem þetta er tekið fyrir.
Nei, það þarf að hrinda á stað vel
unnum þáttum bæði i sjónvarpi
og hljóðvarpi, og þetta efni á að
senda út daglega I nokkurn tima,
gera siðan hlé fyrir næstu hrinu,
svoenginn fái nú of mikið af svo
góðu.
Þegar við heyrum eða lesum
fréttir um umferðarslys, þar sem
fólk hefur stórslasazt, þá sitja slik
tiðindi sjaldnast lengi i hugum
okkar. Sjálf erum við sannfærö
um að þetta komi ekki fyrir okk-
ur, bara aðra. Og ef enginn lætur
lifið af afleiðingum slyssins, þá er
fréttin gleymd eftir örskamma
stund. 1 daglegu amstri hugsum
við ekki meira um þá, sem á
augnabliki misstu e.t.v. alla von
um að lifa eðlilegu llfi framvegis.
Ef eitthvað getur haft áhrif til
batnaðar i umferðarmálum, held
ég að þaö sé að sýna fram á hinar
hroðalegu afleiðingar, sem einn
árekstur getur haft á lif og fram-
tiö fólks, sem þar stórslasast. Það
gæti forðaö einhverjum frá aö
stiga bensinið Ibotn, ef hann heföi
séö i sjónvarpi viðtal við örkumla
mann af völdum gáleysisaksturs,
sem daglega má sjá hér á götum
borgarinnar. Annars ætla ég ekki
að fara að gefa ráðleggingar um
hvernig vinna skal slika þætti fyr-
ir hljóövarp og sjónvarp. Til þess
eru aðrir betur hæfir. En við get-
um ekki lengur horft upp á núver-
andi ástand án þess að taka að
minnsta kosti aðra höndina úr
buxnavasanum. Og þótt ég hafi i
upphafi nefnt tölur i sambandi við
umferðarslys, þá segja þær ekki
nema brot af sögunni. En það er
fáránlegt að einblina aðeins á
fjölgun lögregluþjóna i Reykjavik
um 100 sem einhverja lausn á
vandanum. Þeirkoma sjaldnast á
vettvang fyrr en óhappið er oröið,
óhapp sem oft hefði mátt koma i
veg fyrir meö fullnægjandi
fræðslu I fjölmiðlum.
Ljáið Lárusi eyra
Einn er sá þáttur i dágskrá
hljóðvarps, sem litið fer fyrir, en
margir hafa af mikið gagn. Það
er þátturinn Ljáðu mér eyra i
umsjón séra Lárusar Halldórs-
sonar. Þangað skrifa hlustendur
út af margs konar vandamálum
og erfiðleikum, sem þeir eiga við
að striða, eða þá til að skammast
og jafnvel sumir til að þakka fyrir
hitt eða þetta.
Þáttur þessi er aðeins nokkrar
minútur einu sinni eða tvisvar i
viku, en hann á skilyrðislaust rétt
á meiri og betri tima. Margir eiga
við erfiðleika að striða og lifsfirr-
ingin virðist stöðugt fara vax-
andi. Æ færri gefa sér tima til að
hlusta á vandamál annarra, og
einnig eru þeir fjölmargir, sem
koma sér ekki að þvi að ræða um
erfiðleika sina beint við annað
fólk. En það er allt annað að geta
skrifað til sr. Lárusar og hlustað
á hans ráð og leiðbeiningar, án
þess að nokkur viti hver það er
sem til hans hefur leitað.
Ég hefi oft hlustað á þessa
þætti, og þar kennir margra
grasa. Ekki er ég alltaf sammála
prestinum, en þaö breytir þvi
ekki, að ég hef alltaf ánægju af
þáttunum. Hann hefur lfka sér-
staklega óþvingaöa framkomu i
hljóðvarpi og rabbar við hlust-
endur eins og hann sitji hjá þeim
heima I stofu. Ekki reynir hann
heldur að þykjast vera alvitur og
er ekkert feiminn við að viður-
kenna, að ekki á hann alltaf til
lausn á þeim vanda, sem fyrir
hann er lagður. En ég er sann-
færður um, að margir þeir, sem
hafa leitaö til hans, finna að
þarna er maður sem setur sig i
spor þeirra, og oft getur hann lið-
sinnt fólki. Betur sjá augu en
auga, segir máltækið.
Mér fyndist eðlilegt að færa
þennan þátt á kvölddagskrána og
hafa hann t.d. vikulega og þá i
hálftima eða 20 minútur. 1 staðinn
mætti fella niður eitthvað af þess-
ari gegndarlausu tónlist sem hellt
er upp i hlustir fólks klukkustund-
um saman á degi hverjum.
Sr. Lárus Halidórsson.
Tvær milljónir á dag fyrir umferöarslys — eða hringveg I kringum
landið