Vísir - 07.05.1973, Blaðsíða 6

Vísir - 07.05.1973, Blaðsíða 6
6 Visir. Mánudagur 7. mai 1973 VÍSIR Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltfúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgrei&sla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Síöumúla 14. Simi 86611 (7 lfnur) Askriftargjald kr. 300 á mánu&i innanlands i lausasölu kr. 18.00 einfaki&. Bla&aprent hf. Flokkur frjálshyggju Jóhann Hafstein, formaður Sjálfstæðisflokks- ins gerði á landsfundi flokksins i gær grein fyrir ýmsum veigamestu atriðunum i stefnu og stöðu Sjálfstæðisflokksins um þessar mundir. Hann sagði m.a.: „Sjálfstæðisflokkurinn er samkvæmt uppruna sinum flokkur einstaklingshyggju og frjáls- hyggju gegn valdbeitingarkerfi sósialismans. Það er á þessu sviði, sem Sjálfstæðisflokkurinn gegnir forustuhlutverki i þjóðfélaginu. Nú er það að visu svo, að innan annarra flokka gætir meðal ýmissa fylgismanna þeirra svipaðra sjónarmiða. En Sjálfstæðisflokkurinn er þó að þessu leyti alveg sérstæður. Það er á þessu sviði, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefir rækt og á að rækja forustuhlutverk i islenzkum stjórnmálum. Að þvi hefir hins vegar verið fundið, og það með réttu, að i langvarandi samstarfi i rikisstjórnum með öðrum flokkum hafi útlinur stefnumótunar máðst til tjóns fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég geri þessi viðhorf að umtalsefni einmitt nú, þegar flokkur okkar er i stjórnarandstöðu og okkur er brýnust nauðsyn þess að skerpa okkar eigin stefnumótun, svo að almenningi sé betur ljóst, hvað við muni taka með vaxandi gengi og auknum áhrifum Sjálfstæðisflokksins”. Siðan vék Jóhann Hafstein að nokkrum atriðum, sem hafa einkennt stjórnarandstöðu Sjálfstæðisflokksins að undanförnu, svo sem i skattamálum, efnahagssamvinnu, sjálfstæðis- málum sveitarfélaga, rikisbúskapnum og dreifingu valdsins i þjóðfélaginu. 1 lok ræðu sinnar sagði hann svo: ,,Ég vil nú ljúka þessari ræðu með hvatningar- orðum, sem fela i sér inntak þeirrar lifsskoðunar, sem fyrr og siðar hefir einkennt stjórnmálastarf okkar. Það er ósk min: Að okkur megi auðnast að ná þvi marki, að afrakstri þjóðarbúsins sé jafnan skipt réttilega milli þegnanna á grundvelli þess, að frelsi og atorka einstaklinganna fái notið sin. Að atvinnuöryggi styrkist með fjölþættara at- vinnulifi, atvinnuvegir blómgist, iðnþróun verði fram haldið og gæði landsins hagnýtt með stór- virkjunum i fallvötnum þess og afnotum jarð- varmans sem orkugjafa i þágu almennings. Að okkur lánist að marka raunhæfa byggða- stefnu og stuðla að gagnkvæmum skilningi fólksins i þéttbýli og strjálbýli, til sjávar og sveita og mismunandi stétta og starfsgreina þjóðfélagsins. Að umhverfis- og gróðurvernd megi vaxa, virð- ing og skilningur eflast i umgengni við landið. Að félagslegt öryggi sé i hávegum haft, virtur jafnréttur þegnanna til menntunar og vaxandi menningar i lýðfrjálsu þjóðfélagi, sem byggir til- veru sina á persónuþroska einstaklinganna, skoðanafrelsi og réttu mati á eignarrétti þeirra. Að við megum sem fyrst njóta okkar islenzku landhelgi óáreittir, hafsins og auðæfa þess á landgrunni íslands, sem tilvera og framtið okkar litla eyrikis grundvallast á”. i LtONID BRíZHNtV Fjölmiðlar Ráð- stjórnarrikjanna hafa hrundið af stað ákafri herferð til þess að verja orðstir Leonids Brezh- nevs sem hinn viður- kerinda leiðtoga Sovét- rikjanna. Þessi herferð kom greinilega fram fyrsta mai i mikilli hrinu fréttaskrifa og greina i hinum opihberu fjölmiölum og málgögn- um flokksins, þar sem lokið var miklu lofsorði á aðalritara kommúnistaflokksins. Slik lof- gerð um einn mann hefur ekki sézt þar eystra siðan Nikita Krústsjoff var stjakað út i yztu myrkur. Bara Pravda eitt, en það er aðalmálgagn kommúnistaflokks- ins, nefndi Brezhnev hvorki meira né minna en sjötiu og tvisv ar sinnum á nafn á miðvikudag- inn i sambandi við fréttir af 1. mai-hátiðahöldunum, og veitingu friðarverðlauna Lenins. Tilsamanburðar má geta þess, að i fyrra nefndi Pravda Brezh- nev aðeins þrisvar á nafn, en það var lika i anda þeirra forskriftar, sem flokksforystan hafði gefið þá , til varnar gegn „persónudýrkun” — þessu gamla meini frá Stalins- timanum, sem Krústsjoff hafði úthúðað svo rækilega. Hljóðvarp og sjónvarp beindu athygli sinni i öllum 1. mai-hátiðarglaumnum einkum og aðallega að ræðu Brezhnevs sem hann flutti á þriðjudaginn á Rauða torginu. Mynd af honum hékk á sjónvarpsskerminum mestallan timann, sem útvarpið sendi út kvikmynd frá hinni ár- legu sigurgöngu. Þessi mismunur á skrifum i fyrra og svo núna i ár er hreint engin tilviljun i landi, þar sem hvert prentað orð er vegið, metið og ritskoðað, áður en það nær fyr- ir augu hins almenna lesanda. Augljóslega var þetta gert að ráði og vilja flokksforystunnar, sem vill greinilega gera hlut Brezh- nevs sem mestan og mikilvægast- an. 1 augum allra skal hann vera leiðtoginn frá Kreml. Undir kvöld 1. mai, eftir að göngumenn komu heim og tylltu sér inn i stofu fyrir framan sjón- varpstæki sin, hófst önnur hálf- tima sýning á göngunni á Rauða torgi. Þeir gátu skemmt sér viö að reyna að koma auga á sjálfa sig i þvögunni. En Brezhnev var greinilega aðalstjarnan. Þessi vandlega klippta kvikm. sýndi andlit hans að minnsta kosti þrjátiu sinnum meðan varla var hægt að greina andlit fél. hans úr miðstjórninni, þar sem þeir stóðu með honum uppi á grafhýsi Lenins. Aðrir, sem komu fram á skerminum voru þá helzt sérstaklega valdir borgarar, sem voru að prisa „hið mikla persónulega framlag” Brezhnevs til efnahagslegra, stjórnmálalegra og alþjóðlegra ávinninga Ráðstjórnarrikjanna. I öllu þessu tali um Brezhnev er orðið „friður” óaðskiljariiegt frá llllllllllfl m ím Umsjón: Guðmundur Pétursson núna á dögunum athyglisverðum framgangi Brezhnevs i þessari togstreitu, þvi tilkynnt var i sið- ustu viku, að sú breyting á æðsta ráðinu, að tveim mönnum var Mynd hans brá fyrir 30 sinnum á sjónvarpsskerminum f hálftima sjónvarpsþætti. nafni hans, eins og G.V. Alex- androv, kvikmyndagerðarmaður frá Moskvu, lýsti reyndar yfir. Þau orð minna einkennilega á það, sem sagt var um Stalin fyrir þrjátiu árum: „Stalin er slagorð, sem táknar sigur og hinn óvinn- anlega kastala friðarins, lýðræð- is, sósialisma.” Þessi Brezhnevsganga fjöl- miðlanna hófst eiginlega eftir tuttugasta og fjórða flokksþingið 1971, og hefur fariðstigandi siðan. A þvi þingi hóf Brezhnev sinar Gromyko, utanrikisráðherra var 'enn einn, sem bættist I hóp at- kvæðisbærra miðstjórnarmanna. Grekho, marskálkur, einn af stuðningsmönnum Brezhnevs, öðiaðist i siðustu viku sæti i mið- stjórninni — ásamt þrem vildar- vinum öðrum. breytingaraðgerðir á miðstjórn- inni. Þar bryddi fyrst á þeim átökum, sem greina hefur mátt undir niðri, að hafi átt sér stað milli þeirra borgaralega sinnuðu stjórnmálamanna, sem hlynntir voru aukinni utanrikisverzlun við Bandarikin, og svo harðlinu hernaðarsinna og flokkskarla, sem tortryggja allar tilhneiging- ar i þá átt. t þeirra augum er slik verzlun við sjálfa imynd auð- valdsins hreint ekki betri en um- skipti yfir I kapitalisma. Brezhnev hefur orðiö að fara fyrir öðrum fylkingararminum i þessu valdatafli, sem átt hefur sér stað i Kreml siðustu tvö árin. Hann hefur orðið að stappa stál- inu i stuðningsmenn sina, en grafa undan andstæðingum sin- um um leið. Menn veittu eftirtekt vikið úr þvi, en fjórir komu nýir til. Tveir hinna nýju manna eru fulltrúar tveggja voldugra stofn- ana i Ráðstjórnarrikjunum — annar frá Rauða hernum, en hinn frá leynilögreglunni. Þeir eru Andrei Grekho, marskálkur, varnarmálaráðherra, og Yuri Adropov, lögreglustjóri KGB-lög- reglunnar annáluðu. Báðir eru kunnir að þvi að fylgja Brezhnev að máli, og verður ekki betur séð, þegar þeim skýtur núna upp i miðstjórninni, en það sé beinlinis til þess að fylgjast þar með þvi, að hagsmuna Brezhnevs verði gætt. Andrei Gromyko, utanrikis- ráðherra, og flokksritari Lenin- graddeildarinnar, Grigory Romanov, eru hinir tveir. Þeir tveir, sem „leystir voru frá skyldustörfum” eins og kom- ist var að orði, voru Gennady Voronov og Pyotr Shelest. Þeir hafa báðir verið gagnrýnir á stefnu Brezhnevs i innanrikis- málum jafnt sem utanrikismál- um. — Eru þeir fyrstu mið- tjórnarmennirnir, sem eru látnir fara af pólitlskum ástæðum, sið- an Brezhnev komst til valda. Fyrir tveim árum var mið- stjórnin ellefu menn, en núna eiga sæti i henni sextán. Það fer ekki á milli mála, að Brezhnev á þar tryggan meirihlutastuöning, sem þegar hefur i verki samþykkt áætlanir hans til að draga úr spennunni milli austurs og vesturs og auka viðskiptin milli þessara fyrrum andstæðu póla. Brottvikning þessara tveggja andstæðinga Brezhnevs úr mið- stjórninni, og svo allt lofið i fjöl- miðlunum kemur sem forleikur, áður en hann fer núna i malmán- uði til Vestur-Þýzkalai'ds og svo i júni til Bandarikjanna. Það þykir engum vafa undir- orpið, að hvort tveggja er liður i þvi að tryggja utanrikisstefnu hans sess og að minnsta kosti úti- loka andstöðu gegn henni heima fyrir. (T.d. þegja rússneskir fjöl- miðlar vandlega yfir Watergate- málinu, sem ekki hefði verið látið leggja ónotaað hér áður i áróðrin- um gegn „heimsvalda- og auð- valdsrikinu” I vestri.)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.