Vísir - 07.05.1973, Blaðsíða 5

Vísir - 07.05.1973, Blaðsíða 5
5 Visir. Mánudagur 7. mai 1973 AP/IMTB ÚTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND I MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson frá stofnun Israel 25 ár Skriðdrekar og bryn- vagnar fóru fylktu liði um götur Jerúsalem- borgar i morgun, meðan orustuþotur flugu þvert og endilangt yfir landinu helga, sem nú heldur hátiðlegt 25 ára afmæli ísraels sem sjálfstæðs rikis. Hátiðahöldin hófust með dansi i gærkvöldi, sem stóð fram á rauða nótt, en I dag var hver sála á ferli, sem gat sig með nokkru móti hrært. — Þannig voru um 350 þúsund áhorfendur á ferli I hinni helgu borg i morgun og virtu fyrir sér hersýninguna, þar sem gengu fram 2.000 úrvalshermenn, auk skriðdrekanna og brynvagnanna. En lögregla og her var mjög á varðbergi gegn hugsanlegum hermdarverkum arabiskra skæruliða, og var fjöldi grun- samlegra Araba tekinn úr umferð og hafður i geymslu i öryggis- skyni. Bænagjörð fyrir varanlegum friði lauk i mörgun, með þvi að hersýningin hófst og hinir 2000 hermenn gengu fyrir Goldu Meir, forsætisráðherra, og David Ben- Gurion, sem var einn af stofn- endum rikisins. Herflugvélar mynduðu Daviðsstjörnuna á himnum. Margir Israelsmenn höfðu verið andvigir hersýningunni, sem þeim þótti bæði storkandi, og þó öllu fremur óþarfa eyðsla, Voru símahleranirnar i Watergatebyggingunni, aðal- skrifstofum demókrataflokks- ins, aðeins einn þáttur af miklu víðtækari hlerunum? Timaritið „Time” heldur þvi fram i nýútkomnu blaði sinu um helgina, að FBI hafi byrjað aö hlera sima nokkurra blaða- manna árið 1969 að skipun Nix- ons forseta, en hlustunarskýrsl- unum og hinum skriflegu fyrir- mælum hefði verið stolið frá J. Edgar Hoover, þáverandi yfir- manni FBI. Timaritið segisthafa komizt á snoðir um, að áhugi stjórnar Nixons fyrir simahlerunum eigi sér sögu allt aftur til ársins 1969, þegar ráðamenn i Hvita húsinu fýsti að vita, hvernig frétta- menn kæmust yfir hernaðar- upplýsingar, sem áttu að heita leyndarmál. Blaðið heldur þvi fram, að Nixon hafi beðið Hoover að láta hlera simana hjá tveim frétta- mönnum New York Times og fjórum starfsmönnum Hvita hússins. En Hoover neitaði að verða við þessu, nema hann fengi skriflegt umboð til slikra aðgerða frá æðsta yfirmanni FBI, dómsmálaráðherranum sjálfum, sem þá var John Mit- chell. „Time” heldur þvi fram að simahlerununum hafi verið haldið áfram árin 1970 og 1971, en litið hafi hafzt upp úr þvi krafsinu. — En á árinu 1971 ætl- aði stjórnin að þrengja að Hoov- er, sem þeim þótti litt leiði- tamur, og fá hann til að segja af sér. Kleindienst, sem þá var fulltrúi Mitchells dómsmála- ráðherra, ætlaði að krefjast opinberlega, að þingnefnd yrði látin rannsaka FBI. I gremju sinni hringdi Hoover i Kleindienst og hótaði að kunn- gera hleranirnar og varð þá ekkert úr þvi, að krafizt yrði rannsóknarinnar. „En siðar um vorið 1971 komst Hoover að þvi, að skýrslurnar um simahleran- irnar voru horfnar, og fyrirskip- aði hann rannsókn,” segir Time. Time segir, að þegar Mark Felt, sem nú er næstæðsti þvi að hún er áætluð munu kosta íim 350 milljónir króna. Hvar sem þvi varð við komið, Slepptu Fulltrúi hins opinbera á Kúbu kom fram i sjónvarpi i gærkvöldi og tilkynnti að þangað væru komnir þeir þrjátiu pólitisku fangar, sem Mexikó-stjórn hafði látið iausa að kröfum vinstrisinn- aðra skæruliða. Skæruliðarnir, sem höfðu hótað að myrða annars bandariska aðalræðismanninn i Guadalajara i Mexikó, en honum höföu þeir rænt á föstudag, svikust um að láta hann lausan, en komu i staðinn með nýjar kröfur. hafði verið hengt upp skraut, og fánar voru á hverri stöng til þess að minnast aímælisins. Fjöldi er- Ekki var látið uppi i morgun, hverjar þessar nýju kröfur væru. Flestir þessara 26 manna og 4 kvenna, sem skæruliðarnir kröfðust að fá lausa úr fang- elsum, hafa verið teknir siðustu tvö árin eftir bankarán eða til- raunir til sliks. Þekktastur þeirra er Jose Brocho Campos, sem var einn nánasti samstarfsmaður skæruliðaforingjans Genero Vasques Rojas, sem fórst i bil- slysi fyrir rúmu ári. Skæruliðarnir höfðu auk þess lendra Gyðinga er kominn til Israels til þess að vera viðstaddur hátiðahöldin. krafizt þess, að blöð og útvarp birtu pólitiska yfirlýsingu fra þeim i gær. í henni var þvi haldiö fram, að yfirvöld hefðu reynt að leyna almenning raunverulegum tilgangi bankaránanna. Yfirvöldin hafa reynt að fá fólk til þess að trúa þvi, að þeir séu venjulegir afbrotamenn, leigu- morðingjar og fjandmenn fólks- ins. Sagan hefur þó sýnt, að fél- arslegt óréttlæti hefur ýtt undir byltingaraðgerðir”, var sagt i yfirlýsingunni. Hvirfil- bylur Fjórtán ára drengur fórst og aö minnsta kosti hundrað manns slösuðust, þegar hvirfilvindur fór yfir bæinn Kiel i furstadæminu, Schles- wig-Holstein, á laugardags- kvöld. Fjöldi húsþaka rifnaði af og fauk burt, tré fuku um koll og hundruð bifreiða eyðilögðust. Tjónið er talið nema fleiri milljónum vestur-þýzkra marka. Nærri aðaljárnbrautarstöð- inni i Kiel urðu fjórir drengir fyrir húsþaki, sem vindurinn hafði rifið með sér. Einn drengjanna grófst i þak- brakinu, og var hann látinn, þegar björgunarmenn komu að. Hinir voru alvarlega meiddir. Jafnhliða stormsveipnum fylgdi haglél og rigning. Sögðu menn, að haglið hefði verið á borð við dúfuegg. Fleiri Mirage Frakkar munu láta Libýu i té fleiri orustuþotur af gerð- inni Mirage, herma áreiðan- legar heimildir i Paris. Þar er komizt svo að orði, að afhend- ingu i það heila 114 Mirageflugvéla, sem Frakkar hafa lofað Libýu, skuli vera lokið fyrir haustið 1974. — Franska stjórnin segist ekki hafa getað fundið sannanir fyrir fullyrðingum Israels- manna, sem segja, að Libýumenn láti flugvélarnar fara beint til Egypta, sem kunni hugsanlega að beita þeim einhvern tima gegn ísrael. Olíu- verðið Samtök oliuframleiðsiu- landanna gerðu á sunnudag- inn grein fyrir kröfum sinum um verðhækkanir á oliu og kváðu ósanngjarnt að sakast við þau um oliuhækkanir. Blaðafulitrúi þeirra sagði, aðsamtökin hefðu aðeins einu sinni frá þvi að þau voru stofnuð 1960, beitt sér fyrir oliuhækkun. Það var 1971, þegar Teheransamkomulagið var gert. Kröfurnar um hækkun verðs á oliu, sagði hann byggðar á gengislækkun dollarsins og ætti einungis að vera til þess að vega upp tapið, sem löndin höfðu beðið við gengisbreyt- inguna. Oll olia er greidd i dollurum. Blaðafulltrúinn hélt þvi fram, að oliuframleiðslu- löndin fái nú minna fyrir hvert fat af hráoliu en þau fengu árin áður en samtök þeirra voru stofnuð. Samtökin hafa krafizt 11.1 prósent hækkunar, en oliu- félögin hafa boðið 7,2% hækkun. 1 dag halda aðilarnir með sér fund i Tripoli i Libýu til þess að ræða nýtt tilboð, sem oliufélögin hafa lagt fram. Ekki hefur verið upplýst hve hátt er farið i þessu tilboði, en kunnugir telja, að það láti nærri 9%. Oliufélögin gera sér vonir um að tilboðið geti leitt til þess að samningar hefjist aftur, en upp úr þeim slitnaði 24. april Hleruðu síma frá 1969 maður FBI, spurði Robert C. ráðherra að þvi, hver tekið hefði svarað: „Spurðu forsetann eða Mardian aðstoðardómsmála- skýrslurnar, hafi sá siðarnefndi Mitchell.” Þessir sex öldungadeildarþingmenn skipa þingnefndina, sem vinnur að rannsókn Watergatemálsins: (Sitjandi) Howard Baker og Sam Erwin, formaöur nefndarinnar. (Standandi) Lowell Weicker, Daniel Inouye, Herman Talman og Edward Gurney. Skœruliðarnir fengu fangana, en ... ekki konsúlnum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.