Vísir - 07.05.1973, Blaðsíða 7
Visir. Mánudagur 7. mai 1973
cyvienningarmál
Lausnargjaldið: Sigurður Skúiason (Grlmur), Guðbjörg Þorbjarnardóttir (Gró), Þórhallur Sigurðsson
(Logi).
„reiðra feðra” i upphafi annars
þáttar til að rannsaka saurlifs-
verkin. Eða sjálft upphaf leiksins
meö finu frúnni i gamla húsinu og
saumakonu úr blokkinni, þar sem
reyndar eru lögð fyrir efni borg-
aralegs gamanleiks i hinum fyrri
stil Agnars Þórðarsonar. En hvað
skyldi það vera sem höfundurinn,
leikstjóri og leikhúsið ætlast til að
sé tekið svona alvarlega?
Að foro fi/ó sér
Það er örðugt að gera grein
fyrir „efni” verks sem svo ger-
samlega brestur öll frumefni
leikhæfrar sýningar sem Lausn-
argjaldið. En svo er að sjá sem
leikritið þykist vera að fjalla um
„uppreisn æskunnar” gegn göml-
uðu foreldravaldi og úrsérgengnu
verðmætamati eldri kynslóða.
Það sem næst kemst lagi i leikrit-
inu er liklega, þrátt fyrir allt, lýs-
ing foreldranna, Gróar og Val-
garðs, hann innantómt hörkutól,
hún mildin sjálf og bliðan. En sá
ergalli á tilætlun leiksins að ungl-
ingana vantar: þeir eru ekki
menn heldur málpipur ofur-
ankannalegrar dulhyggju höf-
undarins, sem raunar hefur áður
gætt i siðustu verkum hans á
undan þessu, skáldsögunni Hjart-
að i borði og siðasta leikriti hans,
Sannleik i gifsi, og reið báðum
þeim verkum á slig. Hér er þessi
dulhyggja orðin alvöld — án þess
þó að leikurinn megni að gæða
hana lifi og lit i máli og mannlýs-
ingum, samtölum, atvikum leiks.
Þess i stað reynir hann að koma
sér áfram á hinum slitnustu slag-
orðum á móti mengun, fyrir
náttúruvernd, náttúrulausu daðri
við þjóðlegt kukl og hjátrú, riðlar
upp „tákn”-kerfum i stað raun-
verulegs efnis, meir að segja vill
hann slá sér upp á nýmóðinslegri
ásatrú!
Það er ekki oft sem maður
beinlinis fer hjá sér i leikhúsinu,
liður önn fyrir höfundinn, verkið,
leikendurna og leikhúsið, sem
hefur svo sem áður baslað við
óbrúkleg verkefni. En þannig lið-
ur manni undir Lausnargjaldinu.
Hvað kemur til?
Það er ekki gott að sjá hvað
Þjóðleikhúsinu gengur til að taka
verk eins og þetta til sýningar:
áreiðanlega er höfundinum eng-
inn greiði gerður með þvi móti né
ýtt undir framavonir innlendrar
leikritunar. En ekki verður til
þess ætlazt að i sviðsetningu
bjargist það sem ekki vecður við
bjargað — enda kemur það ekki
fram á sýningunni að leikstjóri
eða leikendur hafi haft tiltakan-
legan áhuga á verkefni sinu. Val-
ur Gislason og Guðbjörg Þor-
bjarnardóttir koma að sönnu vel
fyrir sjónir i hlutverkum foreldr-
anna, þar sem helzt er einhverju
efni fyrir að fara, Sigurður Skúla-
son og Þórhallur Sigurðsson
þreyta af karlmennsku baráttuna
við sin óvinnandi verk i gervi
ungu mannanna i leiknum, ný
leikkona, Rósa Ingólfsdóttir, lýsti
furðu klúrri og ruddalegri ungri
stúlku sem kraftaverkið er unnið
á. Hún verður ekki áfelld fyrir
það, höfundur og leikstjóri virtust
ætlast til þess arna af henni.
Leikmynd Gunnars Bjarnasonar
er einföld og svipmikil, bezt verk i
þessari sýningu.
Leiknum var tekið eins og efni
stóðu til. Og frumsýningargestir
eru furðu kurteisir: enginn hló
svo heyrðist að þessum vand-
ræðagangi.
Borgaraskapurinn Ileiknum: Valur Gislason (Valgarð) og Guöbjörg
Þorbjarnardóttir.
undur: hún er ekki lengur
hölt heldur hoppar hún og
dansar aftur og bak og
áfram um sviðið. Hér hefur
greinilega orðið krafta-
verk.
Strákurinn og stelpan voru að
visu ekki i burt af sviðinu nema
þetta tvær, þrjár minútur. En
hvað skyldu þau hafa verið að
bauka á meðan þau voru i burtu?
Ot af þvi efni hefst brátt rex og
rekistefna sem stendur fram eftir
öllu leikriti Agnars Þórðarsonar
-án þess að neitt verði þó nokkurn
tima uppskátt um það sem fram
fór á meðan þau voru i burtu. En
ef það ekki var svartigaldur þá
voru það vist.áreiðanlega einhver
saurlifsverk, sem þau höfðu fyrir
stafni.
Hlutafélagið Alvara
Þetta litla dæmi úr fyrsta þætti
Lausnargjaldsins er að þvi leyti
markvert að leikrit þetta virðist
allt gert eftir hinni sömu kokka-
bók: aðrir atburðir og mannlýs-
ingar þess samin og sett i kerfi
með sömu rökvisi. Það er beinlin-
is undravert um leikinn að á hon-
um sjást engin merki þess að höf-
undurinn sé roskinn og reyndur
maður sem áður hafi samið
duganleg leikrit. Agnar Þórðar-
son hefur til að mynda löngum
haft lag á þvi að semja trúverðug,
einföld samtöl, og hann varð á
sinum tima nafntogaður fyrir
Denna sinn i útvarpinu: einhvers
konar spiritus konsentratus úr
málfari æskunnar á gotunni.
Æskumennirnir i Lausnargjald-
inu tala i þeim dúr, sem væru þeir
að semja leiðara i Morgunblaðið
eða samtalsbók við miðil um and-
legu málin.
t flestöllum fyrri leikritum
Agnars koma fyrir raunverulega
virk skopatriði, jaðrandi við
farsaleik skammt undir raun-
sæislegu yfirborði efnisins. Hér
grúfir söm og jöfn grafaralvara
yfir hinum hjákátlegu leikatrið-
um, einnig þar sem efni virðast til
gamansemi. Dæmi: heimsókn
Þjóðleikhúsið:
LAUSNARGJALDIÐ
Leikrit í þrem þáttur eftir
Agnar Þórðarson
Leikstjóri: Benedikt Árnason
Leikmynd: Gunnar Bjarnason
Tónar: Sigurður Rúnar Jónsson
Strákurog stelpa fara af-
síðis— þau hafa víst lokað
sig inni í herbergi. Stelpan
er hölt en strákurinn svolít-
ið skrýtinn. Og þegar þau
koma til baka hefur orðið
Ung stúika i kraftaverkum: Rósa Ingólfsdóttir (Unna)
Olafur Jónsson skrifar um leiklist:
0, Jesús minn