Vísir - 23.07.1973, Qupperneq 1
Býður íslenzkri
stúlku 450 þúsund
fyrir nektarmynd
— en hefur enn enga fundið Sjú bls. 2
Rœningja-
höfðinginn
var heróin-
kóngur
Asíu
„Heróínkóngur Suöaustur-
Asiu” er auknefniö, sem
ræningjahöfðingi einn hefur
hlotið, en hann hefur undir
vernd 1000 manna einkahers
getað í mörg ár farið sinu
fram á „Gullna þrihyrningn-
um” — svæðinu þaðan sem
drýgstur hluti eiturlyfja frá
Austurlöndum er framleiddur.
En landamæralögregla
Thailands hafði fyrir stuttu
hendur I hári þessa stærsta
eiturlyfjasala, sem yfirvöld
hafa nokkurn tima komizt yf-
ir.
Sjá bls.6.
Litlu KR-
Ijónin urðu
að Zebra
dýrum
— sjú íþróttir
bls. 8-9, 10, 11
og 12
„Bílabelta-
bingó" fer
af stað
Sjú bls. 3
Sól og
úframsól
Sjó baksíðu
Frakkar
sprengdu
kjarnorku
sprengju
þrótt fyrir
mótmœlin
Sjó bls. 5
Geymdu tékk fram yfir
hðgnuðust um 700 þús.
Sveiflur ó þýzka markinu
Mjög margir fóru lit úr bænum i gær og fyrradag. Þó ekki allir. Jórunn Ragnarsdóttir sat á þessum
voidugu timburbjáikum er Vfsismenn bar að úti á Granda í gær. Hún var bara ánægð meö að vera I bæn-
um, og sagöist láta sér góða veðriö innanbæjar nægja um þessa helgi. Auðvitað mætti slðar skreppa út
úr bænum. Við mynduöum hana uppi á þessum gömlu og fúnu bjáikum, sem nú liggja þarna yfirgefnir,
búnir aö sinna sinu hiutverki. —ÓH.
Ljósm. Björgvin Páisson.
Sjá Myndsjá úr góða veðrinu á bls. 2 og 3.
VEIÐIBJALLAN GERIR USLA
Á TJÖRNINNI í REYKJAVÍK
Það fór illa fyrir anda-
mömmunni, sem fór i
gönguferð í vesturbænum
með ungana sína 8.
Það var talin hætta á að hún
færi sér að voða þarna I umferð
inni og reynt að handsama hana
og ungana, en ekki tókst að ná
henni, en hins vegar náðust
ungarnir og var siðan farið meö
þá niður á tjörn.
Þar kom að veiðibjalla og
hugsaði sér gott til glóðarinnar
og byrjaði að týna upp ungana'
og éta.
Rafn Sigurðsson lögreglu-
þjónn var þarna á ferð ásamt
félögum sinum og margt var um
manninn að njóta góða veðurs-
ins og fylgjast með lifinu &
tjörninni.
„Það færðist heldur ókyrrð I
áhorfendur við atburðinn, og ég
hefði gjarna viljað skjóta veiði-
bjölluna, en horfiö var frá þvi
vegna hins mikla fjölda fólks,
sem þarna var saman kominn,”
sagði Rafn.
Lögreglan ber ekki byssur á
sér, svo að alla vega hefði það
tekið nokkurn tima að ná i þær.
Þegar veiðibjallan haföi nælt
sér i 2 unga virtist hún vera búin
aö fá nóg og öllum létti. Seinna
kom svo andamamma niður á
tjörn og þegar Rafn athugaði
málið i morgun var hún þar að
gæta sinna 6 unga. ' _EVI—
hódegi
Við fréttum af þeim
úti i heimi spákaup-
mönnunum, sem kaupa
og selja gjaldeyri og
græða stórfé þegar vel
gengur.
Eftir siðustu gengisbreytingu
og þá ákvörðun Seðlabankans, að
láta gengi islenzku krónunnar
fljóta innan vissra marka, virðast
vera að skapast nokkuð aðrar að-
stæöur I gjaldeyrisviðskiptum
heldur en áður hefur verið um
langt skeiö.
Þróun verðs á erlendum gjald-
eyrihefur veriö mjög misjöfn eft-
ir þvi hvaöa gjaldeyri um er að
ræða. Bandariski dollarinn hefur
fallið. Með gengishækkunum er-
um við búnir aö vinna upp gagn-
vart dollar gengisfellinguna, sem
gerð var i desember síðast liðn-
um.
Otflytjendur, sem selt hafa> i
dollurum, hafa þvi ekki fengið
gengislækkun á islenzku krónunni
gagnvart dollar svo neinu nemi,
til að vega upp á móti kostnaðar-
hækkunum hér innanlands.
Um vestur-þýzka markið gegn-
ir öðru máli, og hefur verð þess
stöðugt veriö aö hækka og staða
þess að styrkjast á gjaldeyris-
mörkuðunum.
Það fyrirkomulag, sem tekiö
hefur veriö upp hér, að láta geng-
iðfljóta innan vissra marka hefur
haft þau áhrif hér, að nú er það
mjög breytilegt, hvaöa verð færst
fyrir markið þegar það er selt hér
I gjaldeyrisbönkunum og getur
munað miklu frá einum degi til
annars.
Til dæmis má taka, að 3. þessa
mánaðar var markið skráð 36,49
krónur fyrir hvert mark, en þrem
dögum siðar var það komið upp i
38,12 krónur. Það hefur siðan
sveiflazt upp og niður og munu
þess dæmi að þeir aðilar, sem
selja hér gjaldeyri, hafi bæði tap-
að og hagnazt verulega á gengis-
sveiflunum.
Við vitum þess dæmi, aö ein-
stakir seljendur hafi hagnazt um
allt að 700 þúsund krónur á þvi að
draga það framyfir hádegi að
fara með allstóra ávisun, sem var
i þýzkum mörkum.
Islenzkir inn- óg útflytjendur
þurfa að „spá” i gengið og mikið
tap eða mikill gróði hefur fengizt
á skömmum tima eftir þvi,
hvernig tekizt hefur til.
—ÓG
Mat á eignum
flugfélaganna
tekur nokkra
múnuði
Mat á eignum Flugfélags ts-
lands og Loftleiöa hefur ekki
farið fram ennþá, og enn er
ekki ákveðið hverjir muni
skipa nefnd þá, sem siðar mun
meta eignir félaganna. Sveinn
Sæmundsson, biaðafuiltrúi
Fiugfélagsins, sagði biaðinu i
morgun, aö 1. ágúst yrði fyrsti
stjórnarfundur Fiugleiða h.f.
haldinn og þá myndi mats-
nefnd væntanlega taka til
starfa. Er gert ráð fyrir, að
það muni taka nokkra mánuði
að meta eignir félaganna, en
miðað verður við stöðu eigna
og hlutafjár 1. ágúst. Er geysi-
legt verk að meta eignirnar en
sem kunnugt er eiga Loftleiðir
allmikiar fasteignir, en Flug-
félagið meiri fiugvélakost.
—ÞS