Vísir - 23.07.1973, Blaðsíða 2
2
Visir. Mánudagur 23. júli 1973.
SjíSS
,
KEISARANUM ÞAÐ
risBffir
Ertu ánægð(ur) með strætis-
vagnakerfið?
Helgi Felixson, ncmi: — Ég er
Kópavogsbúi, og þar mætti
ástandið vera betra. T.d. eru oi
strjálar ferðir á morgnana, það
liða 45 minútur á milli ferða, og
svo vantar algjörlega ferðir innan
bæjarins, á milli austur- og
vesturbæjar.
Asbjörn Þórðarson, netamaður:
— Ég kann ágætlega við það,
strætóferðir passa akkúrat fyrir
mig til að komast á tuttum tima i
vinnuna. Ég læt mér strætó nægja
sem ferðatæki.
Ituth Petersen, húsmóðir:— Alls
ekki, ég bý i Kópavogi, og er ekki
ánægð með strætisvagnana þar. I
þau 10 ár, sem ég hef búið þar,
hefur alltaf vantað strætó, og
ferðirnar eru of strjálar, þótt það
eigi vist að fara að batna eitthvað
núna.
(luðbjörg Sveinsdóttir, húsmóðir:
— Ég hef yfir engu að kvarta, ég
ferðaðist mikið með strætó, og er
ánægð.
SEM KEISARANS ER
Bankarnir, sem til
skamms tima greiddu
ekki opinber gjöld,
greiða landsútsvar
samkvæmt breytingum,
sem gerðar voru á
skattalögunum i fyrra.
Bönkunum ber að greiða 1% af
mismuni heildarinnláns- og
heildarútlánsvöxtum sinum.
Bankarnir greiða eftirfarandi:
Þúsund krónur
Landsbankinn 3.744
Seðlabankinn 1.806
Útvegsbankinn 1.210
Búnaðarbankinn 1.163
Samvinnubankinn 438
Verzlunarbankinn 372
Iðnaðarbankinn 366
Alþýðubankinn 104
I þessum friða hópi nýtur
Seðlabankinn nokkurrar sér-
stöðu, þar sem viðskipti hans
snúa aðeins að öðrum bönkum og
lánastofnunum.
Eftir þessum tölum að dæma
ætti Landsbankinn að hafa umráð
yfir um það bil 51% af þvi fjár-
magni, sem i út og innlánum er
hjá viðskiptabönkunum. Hann
mun þó ekki hafa nema 45% af
heildarf jármagni bankanna,
samkvæmt upplýsingum Jónasar
H. Haralz, bankastjóra i VIsi i
gær.
Landsbankinn sker sig þó al-
gjörlega úr en Útvegsbankinn
greiðir 16,3%, Búnaðarbankinn,
15,7%, Samvinnubankinn 5,4%,
Verzlunarbankinn 5,1%, Iðnaðar-
bankinn 4,9%, og Alþýðubankinn
1,5%.
Þó þessar hlutfallstölur segi
ekki nákvæmlega til um hlut
þeirra i inn og útlánsfjármagni,
munu þær gefa nokkuð glögga
mynd af stöðunni eins og hún var
á siðasta ári. —ÓG
Gerður lljaltalin, húsmóðir og
verzlunarmær: Já, og nei,
ástandið er gott i bænum, en
slæmt var það i Breiðholti þar
sem ég bjó, en er nú vist að batna,
en nú bý ég hjá Rauðavatni, og
þar býr margt fólk, en þangað
kemur enginn strætó, og maður
þarf að ganga niður i Arbæjar-
hverfi til að komast i strætó.
Ralph Hannam, verzlunarfulltrúi
I brezka sendiráðinu: Nei, það er
miklu verra en áður, þá komst ég
á einum strætó að heiman i vinn-
una, en þarf nú að taka tvo.
Annars á ég bil, og nota ekki
strætó nema þegar hann fer á
verkstæði.
I SOL OG SUMARYL!
Ovenjulegt. Það var sól um helgi hjá okkur
sunnanmönnum. Slíkt hefur varla gerzt í manna
minnum í langan tíma. Flestir notfærðu sér tækifær-
ið og þeystu út úr bænum í leit að grænum mó og
lækjarsprænu. Nokkrir urðu eftir í bænum og létu sér
nægja sólina, sem þar var.
Visismenn fóru viða um bæinn í fámenninu í gær-
dag. Fólk sást hér og þar á stangli og þetta var allt
saman ágætisfólk. Við hittum m.a. nokkrar bráð-
fallegar stúlkur, sem voru á rölti, Hjálpræðisherinn
á Lækjartorgi og kátt fólk í sundlaugunum. Verið
var að mála hér og þar. Að sögn lögreglunnar var
geysimikill straumur bíla út úr bænum, og svo aftur
til baka í gærdag. —ÓH
Ljósmyndir: Björgvin
Sundlaugarnar voru sennilega vinsæiasti staðurinn innanbæjar i
sólinni I gær. Þetta unga fólk sat uppi á áhorfendapöllum Laugar-
dalslaugarinnar og sóiaði sig sem mest það mátti.
Mála, mála, mála. Þótt margir hafi fariö út úr bænum um helgina,
voru samt nokkrir eftir til að halda áfram við það málningaræði,
sem hefur gripið borgarbúa, þar á meöal þessi unga stúlka.
Þessar kátu stúikur voru meðal þeirra sem ekki fóru út úr bænum
um helgina, en hvað þær voru að gera, vitum við ekki.