Vísir - 23.07.1973, Blaðsíða 3

Vísir - 23.07.1973, Blaðsíða 3
Visir. Mánudagur 23. júli 1973. 3 Hjálpræðisherinn var með samkomu á Lækjartorgi um miðjan daginn I gær. Þar var sungið og beðiö af mikilli innlifun, og talsverður hópur manna safnaðist saman til aðhlusta og horfa. Steinunn Maria heitir hún, og var að labba um í góða veörinu í gær ásamt frænku sinni. Við hittum þær niðri i miðbæ, þar sem þær hlýddu á Hjálpræðisherssamkomuna. Hún er 17 ára menntaskóla- nemi, og sagðist aiveg eins njóta þess að labba um ibænum, eins og að vera aö þeysast út I sveit, Bílabeltabingó — verðloun 1500 lítrar Næstu fimm helgar verður tekin upp líýbreytni I sambandi við notkun bilbelta. Er hér verið að hvetja ökumenn og farþega til þess að nota bflbeltin, og er um að ræða eins konar ,,bil- beltabingó.” Það er þvi eins gott fyrir is- lenzka ökumenn að drifa sig i að nota bilbeltin hvenær sem færi gefst, bæði til þess að geta tekið þátt i bingóinu, og svo er ekki svo litið i boði. Það má bæði spara lif og limi og svo benzin með þvi að vera þátttakandi. Verðlaun eru 1500 litrar af benzini. Vinningurinn er að verðmæti 31.500 krónur og ætti að nægja meðalfjölskyldu allt árið. Leiknar verða sex umferðir, ein um hverja helgi, nema um verzlunarmannahelgina, en þá verða leiknar tvær umferðir. Er einn vinningur fyrir hverja um- ferð. Bingó þetta er á vegum um- ferðaráðs i samvinnu við lög- reglu og 7 tryggingafélög, en það eru tryggingafélögin sem gefa vinningana. í útvarpsþáttum um umferð- ina, sem eru á laugardögum frá klukkan 17.15-18 verða svo lesn- ar upp nógu margar tölur til þess að einhver fái bingó. Seðl- ana ber siðan að senda til Um- ferðarráðs, en vinningar verða birtir i útvarpi og dagblöðum. Dreifing á bingóseðlum hófst i gær en dreift verður áfram frá sunnudegi til laugardags i dreif- býli og þéttbýli og verður dreift eftir umferðarmagni á hverjum stað, þannig að mestu verður liklegast dreift hér á Suðvestur- landi. Pétur Sveinbjarnarson fram- kvæmdastjóri Umferðarráðs tjáði okkur i morgun, að slik til- raun sem þessi hefði gefizt vel, t.d. happdrættið i fyrra, og kvaðst vona að þetta hefði sin áhrif og væri hvatning til öku- manna og farþega um að nota bilbeltin. —EA 014199 4 ,Leita að fallegum stöðum og stúlkum' — segir Ijósmyndari Playboy, sem enn hefur ekki fundið neina islenzka, þótt 450 þús. séu í boði Það er til einhvers að vinna að verða Ijósmyndafyrirsæta fyrir „Playboy". livorki ineira né minna en 5 þús. dollara eða u.þ.b. 150 þús. kr. fá þær, ef þær eru fyrirsætur að stóru mynd- inni sem er brotin saman og heft inn i blaðið. Við ræddum við Pompeo Pos- ar, sem er ljósmyndari fyrir „Playboy”, og dvelst nú hér á landi i nokkra daga á leið sinni til Evrópu. „Mig hefur alltaf langað að stoppa á Islandi bæði af þvi að við höfum frétt að hér séu margar fallegar stúlkur og eins vegna fegurðar landsins. Alltaf er verið að leita að fallegum stöðum til að hafa sem baksvið mynda okkar og það er gaman að fá eitthvað ólikt þvi sem við höfum áður haft”, sagði hann. Pompeo Posar er frá Italiu, en hefur verið i Chicago i Bandarikjunum i 14 ár. Hann er einn af þeim, sem hefur tekið flestar stóru myndirnar fyrir „Playboy”. Ferðast hann viða um heim og var t.d. i fyrra i Þýzkalandi, þar sem tvær stúlk- ur sem hann hitti voru valdar úr og var þeim báðum boðið til Chicago til þess að verða fyrir- sætur önnur fyrir „Playboy” og hin fyrir timaritið „Qui”. Sú stúlka, sem er vinsælust „Mig liefur alltaf iangaö að koma lil íslands". eftir árið.af fyrirsætunum fær að auki greiddar um 450 þús. kr. og um 900 þús. kr. virði i bil, sjónvarpi, útvarpi klæðnaði og eiginlega öllu milli himins og jarðar. Þar að auki fá stúlkurnar heilmikið af bréfum með alls konar atvinnutilboðum t.d. um að leika i kvikmyndum eða vera fyrirsætur og að auki fá þær mörg giftingartilboð. Það þarf að hafa drjúgan skilding i tekjur til að geta aug- lýst i „Playboy” þvi að aug- lýsing á eina siðu kostar um 3 millj. og 700 þús., en blaðið kemur út i 7 milljón eintökum. Ljósmyndari sem hefur að- stöðu til að fullvinna stóra mynd fyrir blaðið ásamt viðtali við fyrirsætuna fær um 540 þús. kr. fyrir og allan kostnað borgaöan að auki. Pompeo Posar hefur þegar bragðað marga islenzka rétti t.d. lax, rækjur, hval og skyr og hlakkar mikið til að smakica hákarlinn okkar. Hann er búinn að fara Þingvallahringinn og i dag ætlaði hann m.a. að fara til Gullfoss og Geysis. Svo langaði hann til að kaupa sör eina af þessum íallegu lopapeysum sem búnar eru til á Islandi og aðra fyrir konu sina ásamt þessum skemmtilegu lopasokk- um og sagðisl hann oft láta fyrirsæturnar klæðast ýmsu þvi óvenjulega, sem hann lyndi á ferðum sinum um heiminn. Hann var mjög ánægður með ferð sina hingað og ekki siður með veðrið og sagðist ábyggi- lega eiga eftir að koma aftur. Ekki sagðist hann samt hafa fundið neina stúlku ennþá, enda væri hann ekkert siður að svip- ast um eltir lallegu landslagi, en fallegri stúlku. —EVI— Ný komnar sumarpeysur og sumorkjólar. Velúr buxnasett Tízkuverzlun ungu konu Kirk juhvolí Simi 12114 Fékk glas í andlitið Ungur piltur skarst inikið í and- liti er glasi var fleygt framan i hann á Röðli á laugardagskvöld- ið. Glaskastið kom til af þvi að eiginmaður stúlku taldi, að hann og annar piltur væru að „kássast upp á” hana. Voru þeir að káfa á henni, ofan i hálsmálið og viðar. En eiginmað- ur stúlkunnar, sem er útlending- ur, var nærstaddur, og reiddist hann mjög mikið er hann sá að- farir piltanna, með þeim afleið- ingum að glasið flaug i andlit annars þeirra. Hann skaddaðist mikið i andlitinu, og var fluttur á slysavarðstofuna. Lögreglan tók skýrslu i málinu, en enginn var handtekinn. — ÓH.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.