Vísir - 23.07.1973, Síða 4

Vísir - 23.07.1973, Síða 4
4 Vísir. Mánudagur 23. júli 1973. UTLÖNDUTLÖND ÚTLÖND UTLÖND ÚTLÖND UTLÖND ÚTLÖND ÚTLÖND ÚTLÖND Kanada hœtti Kanadiska sendi- nefndin i alþjóða friðar- gæzluráðinu i Vietnam dró sig i hlé úr ráðinu siðdegis á laugardag. Allir kanadiskir vopna- hléseftirlitsmenn eiga- að verða á brott innan næstu tiu daga. Þetta mun leiða til þess að starfsemi ráðsins mun lamast, meðan ennþá hefur ekki fundizt neitt ríki, sem taka vill að sér aö skipa sæti Kanada. Það hefur verið tilkynnt um harða bardaga á Mekongsvæðinu, og samkvæmt frétt yfirstjórnar hersins i Saigon, missti stjórnar- herinn tfu menn i þessurn bardög- um, meðan 35 skæruliðar voru felldir. Nú munu hefjast á nýjan leik g œzlu fangaskipti Víet Cprig óg Saiogon- stjórnarinnar, og hefur Saigon- stjórnin ákveðið að láta lausa 2000 fanga i skiptum fyrir rúma 600, sem Þjóðfrelsishreyfingin mun sleppa. Fangaskiptunum á að verða lokið fyrir 28. júli. Talsmaður stjórnarinnar i Sai- gon segir, að úr liði stjórnarhers- ins sé saknað 30.000 manna, sem Þjófrelsishreyfingin hafi ekki gefið upp á listum yfir stríðsfanga sína. KRAKKAR LITIÐ SJALF Klippið hér meófram.S' LitiÓ síóan myndina eins og ykkur finnst fallegast.^í^gpÞegar því er lokió, getió þió fest auglýsinguna My upp á vegg, eóa notaó ®^^^nana í næsta/^búóarleik. Nú eruó þió búin aó æfa ykkur svo vel og getió þess vegna reynt aó^gera auglýsingu sjálf til aó segja frá nýja Emmess klakanum og aö bananatoppurinn sé núna meó karamellusósu. Sendió auglýsingarnar, sem þió gerið, ásamtV ^mióanum hér í horninu, / til Emmesspósthólf 635, Reykjavík. Vió drögum úr innsendum / mióum og hinir 200 heppnu fá send stór plaköt frá Emmess. /^, Hér sést bilalest þúsund Libýu- manna fara í gegnum Tripóli á leið til Egyptalands, en tak- markiö var að aka um götur Egyptalands til að mótmæla ákvörðun Sadats Egyptalands- forseta um að fresta samein- ingu Egyptalands og Libýu. Gangan stöðvuð Um 40.000 Libýumenn, sem stefndu i langri lest til Egypta- lands, urðu að snúa við á laugar- dag, eftir að Egyptar höfðu sett upp vegartálma til að hindra þessa pilagrimsför. Fyrri tilraunir svo sem eins og að sprengja upp vegarkafla, höfðu ekki stöðvað þessa lest einkabila, vörubila og strætis- vagna, en þegar heilli járn- brautarlest var stillt þvert á veg- inn urðu Libýumenn að gefa sig. — 21 fulltrúi úr þessum hópi fékk þó að ganga á fund Sadats forseta Egyptalands of færa honum orð- sendingu libýsku þjóðarinnar skráða i blóði. Reyndi flótta — fékk svo fararleyfi Austur-Þýzkaland tók þá óvenjulegu ákvöröun, aö leyfa átján ára unglingi, sem á föstudag hafði gert misheppnaða tilraun til að flýja vestur yfir, að fara til Vestur-Berlínar. En það er margra hald, að austurþýzk stjórnvöld hafi leyft manninum að fara til þess að af- sanna ásakanir um, að maður hefði verið skotinn til bana af landamæravörðum á föstudag, þegar hann reyndi að flýja yfir múrinn, sem aðskilur vestur- og austurhluta Berlinar. Þetta erfyrsta sinni, sem Aust- ur-Þýzkaland hefur gengizt inn á það, að láta Austur-Þjóðverja ferðast vesturyfir, eftir að sá sami hefur gert misheppnaða til- raun til flótta. Flóttamaðurinn, sem heitir Klaus Gomert og er flutninga- verkamaður, skýrði fréttamönn- um svo frá, að skotið hafi verið á hann, þegar hann reyndi að flýja á föstudag, en hann hafi ekki orö- ið fyrir skoti. Hann sagðist hafa legið á jörðunni nokkrar sekúnd- ur hreyfingarlaus þar til landa- mæraverðirnir komu að honum. A hinn bóginn ber honum ekki saman við lögregluna i Vestur- Berlin varðandi það hvenær þetta skeði. Hann segist hafa reynt, að flýja klukkan tiú um kvöldið, en lögreglan segir, að skothriðin hafi verið kl. eitt eftir miðnætti. Gomert visar á bug öllum frétt- um um, að nokkur hafi verið drepinn i þessari flóttatilraun.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.