Vísir - 23.07.1973, Page 5
Visir. Mánudagur 23. júli 1973.
5
AP/NTB ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson
3/4 telia Nixon
• X
viorioinn
Watergate
Ni&urstaöa skoöanakönnunar, skýrir frá þessari könnun, þar
sem birt var i dag, sýnir, aö þrir sem 9% telja, aö Nixon hafi átt
af hverjum fjórum Bandarikja- þátt i skipulagningu hlustunar-
mönnum telja aö Nixon hafi veriö njósnanna i Watergatebygging-
viö Watergatemáliö riöinn. En , unni, meöan 30% telja, að hann
aöeins 24% þeirra, sem spurðir hafi vitað um máliö og 34% telja,
voru, eru þeirrar skoðunar, aö aö hann hafi einungis tekið þátt i
hann ætti að vikja úr embætti. að reyna að hylma yfir þaö.
Stórblaðið Washington Post
Enginn kannast
við félagsskap
flugrœningjanna
t þrjár nætur hafa farþegar og
áhöfn japanskrar farþegaflugvéL-
ar, sem rænt var aöfaranótt
laugardags, mátt kúldrast inni i
flugvélinni á Dubaifiugvellinum
við Persaflóa. Óttast menn, að
kæfandi hitinn og óloftiö inni i vél-
innikunni að riða fólkinu að fullu.
En flugræningjarnir, fimm
arabiskir skæruliðar, segjast biða
eftir frekari fyrirmælum frá
stjórnendum sinum og hafa þeir
ekki sett fram neinar kröfur eða
skilmála fyrir þvi að sleppa gisl-
um sinum. — En skæruliðasam-
tök Araba hafa ekkert viljað
ennþá við mennina eða flugránið
kannast, og reyndar ekkert
Arabarikjanna. Flugræningjarn-
ir segjast þó heyra til samtökum,
sem nefni sig „Syni Palestinu”,
en enginn hefur heyrt þess félags-
skanar getið.
GeimfararRússa
œfa aðferð USA
Rússneski geimfarinn, V.N. Kubasov, flugverkfræðingur, svaml-
ar hér á myndinni að ofan i sjónum hjá hylki Soyuzgeimfars, sem
marar I hálfu kafi. — Hann er aö æfa björgun úr lendingarhylki
Soyuzgeimfarsins af sjó, vegna fyrirhugaðrar sameiginlegrar
geimferðar Bandarikjanna og Rússa árið 1975. Bandarikjamenn
hafa lent sinum geimförum öllum i sjó, en Rússar hafa fram til
þessa ávallt lent þeim i fallhlif á þurru landi. En björgun af sjó er
þeim ný tækni, sem æfð verður i þaula, áður en hin stóra stund renn-
ur upp.
Slikur loftbelgur sást á lofti yfir Mururoaeyju i siöustu viku og hangandi neðan í honum tæki — notað til
kjarnorkusprengjutilrauna. Þessa mynd sendu Frakkar sjálfir frá sér eftir tilraunirnar 1971.
Frakkar sprengdu
kjarnorkusprengjuna
Ráðuneytisstjóri
franska varnarmála-
ráðuneytisins, Fould,
skýrði fréttamönnum
frá þvi seint i gær-
kvöldi i Papeete á
Hahiti, að sprengd
hefði verið i tilrauna-
skyni kjarnorku-
sprengja við Mururoa-
kóralrifin i Kyrrahafi á
laugardag.
Nákvæmlega tiltekið var til-
raunasprengingin gerö kl. 18 á
laugardag að islenzkum tima.
Virðist sprengingin ekki hafa
komið fram á mælum freigát-
unnar Otago, né annars staðar
þvi að ekkert hafði kvisazt út
um hana, fyrr en ráðuneytis-
stjórinn skýrði fréttamönnum
frá henni i gærkvöldi. — En
fastlega haföi verið við þvi bú-
izt, að Frakkar notuðu sér hag-
stætt veðrið um helgina eftir að
hafa frestað tilraununum tvisv-
ar áður.
Frönsk blöð gagnrýna Astraliu
og Nýja-Sjáland mjög fyrir
mótmælin gegn tilraununum og
kalla þau framkomu stjórn-
valda þessara rikja „móður-
sjúka”.
Eftir að frönsk herskip drógu
skonnortuna FRI út af hættu-
svæöinu, var ekki vitað með
vissu um fleiri slikar mótmæla-
fleytur innan 72 milna linunnar,
nema ný-sjálenzku freigátuna
Otago, sem lá rétt utan viö tólf
milna landhelgi Mururoa-eyjar,
þegar tilraunasprengingin var
gerð. — Eins og fram hefur
komið i fréttum var hún send á
þessar slóðir til þess að reyna að
hindra með veru sinni á hættu-
svæðinu að kjarnorkusprengjan
yrði sprengd. Um borð i Otago
er einn ráöherra Nýja-Sjálands.
Freigátan er nú á leið út af
hættusvæðinu til þess að taka
eldsneyti af birgðaskipi, sem
statt er skammt utan við 72
mllna linuna. En áhöfn skipsins
hefur tilkynnt aö veður á svæö-
inu sé svo óhagstætt að Frakkar
verði að likindum að hætta við
frekari tilraunir aö sinni. Hefur
freigátan þvi tekiö stefnu heim
á leið til Wellington.
Eldrauð
lítil
hafmey
Það á ekki af Litlu
hafmeyjunni að ganga,
þar sem hún situr á
klettinum við höfnina i
Köben. í siðustu viku
komu menn að henni
einn morguninn útataðri
i rauðri skipamálningu.
Myndin hér við hliöina var tek-
in, þegar unnið var að þvi að ná af
henni rauðu málningunni, sem
gekk hreint ekki of greiðlega. —
Lögreglan hefur ekki fundið neitt,
sem bent gæti til þess, hver verk-
ið hefði unnið.
Hér fyrir nokkrum árum var
einhver, sem réðst að þessari
heimsfrægu styttu og sagaði af
henni höfuöið. Sem betur fer gátu
menn tekið afsteypu af frum-
myndinni og gert nýtt höfuð á
Litlu hafmeyjuna.
En aldrei tókst lögreglunni i
það sinnið heldur, að hafa upp á
skemmdarvargnum.