Vísir - 23.07.1973, Page 20

Vísir - 23.07.1973, Page 20
visir Mánudagur 23. júli 1973. Aðför að öldruðum manni Tveir unglingspiltar veittust á hinn grófasta og ruddalegasta hátt að öldruðum manni á laugardagsnóttina. Maðurinn, sem er hálfsextugur, var á gangi á Barónsstignum, nálægt Laugavegi, þegar tveir piltar komu að, og byrjuðu að veitast að honum. Var það fyrst og fremst með ógeðslegu orð- bragði og hrindingum. Einnig töl- uðu þeir sin á milli um hvort þeir hefðu ekki örugglega hnif með sér, og annað i þeim dúr. Maður- inn átti ekki auðvelt með að verja sig, en náði þó að hringja bjöllu á dyrasima i húsi þar rétt hjá og við þaðhypjuðu piltarnir sig á brott. Maðurinn meiddist ekki i þessum stympingum, en var ákaflega miður sin á eftir, og var það aðallega tal piltanna sem hræddi hann. Einnig týndi hann hatti sinum i átökunum. — 011. ,Stöðvið Seðlo- banko- bygg- inguna' - Lesendur senda Vísi peninga Æ fleiriláta heyra i sér varðandi Seölabankabygginguna og nú höfuin viö hérna á ritstjórniimi fengið bréf ásaint peningum i söfnun, sem skal nefnast „Stöðviö Seðlabankabygging- una”. Verkamaður við höfnina og kona hans sendu okkur þetta bréf, ,en þar segir m.a.: „Við hjónin höfðum ákveðið að fara austur á Þingvöll um næstu helgi, en farið kostar fram og til baka 660 krónur fyrir okkur bæði. Við höfum nú ákveðið að gefa þessa peninga i söfnun sem heitir „Stöðvið Seðlabankabygginguna” á Arnarhóli. Vona ég að fleiri komi á eftir, sem leggi í söfnun- ina. 1 stað þess að fara austur á Þingvöll ætlum við á sunnudag- inn niðurá Arnarhól og njóta út- sýnis þar.” Blaðið geymir þess- ar 660krónur, ef einhver samtök yrðu stofnuð i þessu skyni. í morgun barst okkur annað bréf vegna Seðlabankans, en það er skrifstofumaður, sem sendir okkur 1000,- krónur og stingur upp á þvi að Reykvik- ingafélagið gangist fyrir söfnun, til að vinna gegn þvi að væntan legt Seðlabankahús verði reist á Arnarhóli. Við sameinum nú þessa fjármuni og munum siðan hafa samband við Reykvikinga- félagið og afhenda þvi væntan- lega peninga, eða öðrum þeim sem áhuga hafa á söfnun eða samtökum vegna bankabygg- ingarinnar. ÞS Fiskurinn betri Fiskur, sem kom á land á síðustu vetrarvertíð,var mun betri heldur en sá sem landað var á sama tíma í fyrra, samkvæmt mati Fiskmats ríkisins á netafiski. I 1. gæðaflokk fóru rúm 56% á siðustu vertið, en það er rúm- lega 4% meira heldur en i fyrra. I þessum tölum Fiskmatsins er fiskur, sem landað var á aðalnetasvæöinu eða frá Horna- firði til Stykkishólms. Samkvæmt töflum Fiskmats- ins hefur fiskur, sem landaö er i Stykkishólmi verið að stærstum hluta i 1. gæðaflokki eða 65,2% i 1972, og 68,1% i ár. Athyglisvert er, að afli, sem á land berst við Breiðafjörð, viröist i betra ásig- komulagi heldur en sá afli, sem landað er annarsstaðar. / w i ar Gæöi fisksins hafa þó yfirleitt batnað og mest i Vogum á Vatnsleysuströnd, en þar fór að- eins 45% aflans i 1. flokk á vertiðinni 1972,en tæp 63% i ár. —OG A meöan ekkert liefur veriö ákveðið um framtiö Seölabankahússins, er unnið af kappi viö grunninn. Veröa þvi fyrirsjáanlega miklir peningar að litlu, cf þcssar framkvæmdir veröa stöövaöar, en bankaráö hefur enn ekki þingaö um máiiö. Bankaróð hefur ekki komið saman — þingar með Framkvœmdastofnun seinna í vikunni „íig get ekkert sagt um áfram- hald byggingar Seðlabankans, þar sem bankaráð hefur ekki komiö saman nýlega. Fram- kvæmdirnar munu þvi halda áfram á ineöan ekkert annaö er ákveöið”, sagöi Ragnar ólafs- son, formaður bankaráös Seöla- bankans i viðtali viö blaðiö I morgun. Ragnar sagði ennfremur að gert væri ráð fyrir, að bankaráð myndi ræða við stjórn Fram- kvæmdastofnunarinnar siðar i vikunni, en ekkert væri hægt að segja um það að svo stöddu, hvað út úr þeim viðræðum kæmi. Þá spurðum við Ragnar, hvort gera mætti ráð fyrir að bankaráð tæki tillit til radda almennings um þetta mál og vildi hann ekki full- yrða neitt um það en sagði: „Það er nú svo með raddir almennings að það er svo erfitt að ná i þær”. 1 morgun var unnið af kappi við framkvæmdir á Arnarhóli og er nú byrjað að sprengja fyrir grunni byggingarinnar. Hvað gert verður við grunninn, ef framkvæmdirnar verða stöðvaðar, verður framtiðin að skera úr um. — ÞS. EINN BEZTI DAGUR SUMARS — og blíða ófram — Umferð mikil út úr bœnum um helgina Einhverja náð og miskunn hafa veður- guðirnir veitt okkur að undanförnu, og ekki er útlit fyrir annað, en að þeir muni gera það enn um sinn. Flestir hverjir gátu notið veðurbliðunnar um helgina. Sumir brugðu sér á bilnum eitt- hvað út fyrir bæinn og lögðust i hreint gras, sem ryk borgarinn- ar nær ekki til. Aðrir höfðu það eins gott heima hjá sér og sól- uðu sig á svölunum eða i garðin- um. Nú svo var svo sem nóg um aö vera fyrir utan bæinn, til dæmis voru hestamannamót á Rangár- völlum og útihátið að Svartengi við Grindavik. Hjá umferðar- lögreglunni fengum við þær upplýsingar aö umferö heföi verið geysimikil út úr bænum, og sérlega fjölmennt var á Þingvöllum og I Hverageröi. Og svo var nóg af sveitadansleikj- um um helgina. Páll Bergþórsson veður- fræðingur tjáði okkur að hlýjast hefði verið á Hellu um helgina, eða 23 stig. Viöast hvar annars staðar var hitinn þó fyrir neöan 20 stig, og hér i Reykjavik var hann 13,5 stig i gærdag. Þetta var þvi ekki heitasti dagur sumars, en hann var þó einn sá fallegasti eins og Páll komst að orði, og einn af þeim beztu. Stillt veður er um allt land og við höldum þessu bliðviðri áfram, að minnsta kosti hérna I höfuðborginni. Skýin sem lögð- ust yfir I nótt eru nú að eyðast og viö hreppum liklegast sólskin og bliðu I dag. —EA HREINDÝRIN Leyft að veiða helming? Nýlega var lokiö talningu á hreindýrum I landinu, og kom i Ijós samkvæmt henni, aö þau eru um 3300. 1. ágúst n.k. hefst hinn leyfilegi veiöitimi og haföi áöur en talningin fór fram veriö gefiö út leyfi fyrir veiðum á 1510 hreindýrum, sem er mun hærri tala en veriö hefur leyfö undan- farin ár. Er þvi Ijóst, aö sam- kvæmt þessu leyfi má veiða nær helming allra talinna hreindýra I landinu. Blaðið hafði I morgun samband við Knút Hallsson.skrifstofustjóra I menntamálaráðuneytinu, og ságði hann, að bændur teldu að dýrin væru milli 4 og 5 þúsund þótt við talningu kæmu ekki fram nema 3300 dýr. Sagði hann, að væntanlega yrði ákveðið fyrir 1. ágúst hvort halda ætti hinni ákveðnu tölu um veiði dýranna, eða hvort hún yrði lækkuð. Til þessa hefur ekki verið veitt upp i vera annað hvort betur gefnir eða búa á annan hátt viö betri aöstööu en unglingar úti á landsbyggö- inni, ef marka má skýrslu, sem Landsprófsnefnd sendi nýlega frá sér. I þessari skýrslu eru sett fram meðaltal einkunna i hverri ein- stakri grein landsprófs miðskóla 1973. Er þar annars vegar meðal- leyfða tölu, en hreindýraveiðar eru ekki leyfðar sem sportveiðar, heldur eru sérstakir menn I tal einkunna af Reykjavikur- svæðinu og hins vegar meðaltalið af skólum utan þessa svæðis. t ekki einni einustu grein, sem kennd er, fá börn úti á lands- byggðinni jafnhátt meðaltal og á Reykjavikursvæðinu. í sumum greinum er ótrúlega mikill munur á milli þessara svæða t.d. i ensku. A Reykjavik- ursvæðinu er meðaleinkunnin 6,3, en úti á landi er hún ekki nema 5,8. Þarna munar 5 kommum, hverjum hreppi við veiðarnar og fá þeir leyfi frá ráöuneytinu. — ÞS. sem er ekki svo litið,ef tekið er til- lit til, að þetta er meðaltal. Munur er meira að segja tals- vert mikill á aðaleinkunnum. Reykjavikursvæðið hefur 6,2 i aðaleinkunn, en landsbyggðin 5.9. Landspróf er samræmt um allt land og ein nefnd fer yfir prófin. Skýringin gæti verið sú að þessi mismunur liggi i miklum að- stööumun, þessara tveggja hópa. — ÓH. Borgarbörnin gáfaðri? Unglingar( sem eru búsettir i Reykjavik og nágrenni hljóta aö

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.