Vísir - 31.07.1973, Blaðsíða 8
8 Visir. Þriöjudagur 31. júli 1973. visir Þr,ftjudagur 31. júli 1973.
Það var ekki beint þægilegt aö vera áhorfandi á stórleiknum i Keflavik á laugardaginn milli tBK og
Vals. Ausandi rigning allan leikinn — og þeir voru ófáir, sem máttu klæöa sig úr hverri spjör, þegar
heim kom. En keflvisku áhorfendurnir létu rigninguna ekki á sig fá —undu glaöir viö sitt,-enda unnu
hetjur þeirra stórsigur gegn Valsmönnum, hættulegustu keppinautum sinum um tslandsmeistaratitil-
inn. Bjarnleifur tók þessa mynd af smáhóp á áhorfendapöllunum og má þar sjá, aö margir voru for-
sjálir og tóku með sér regnhlifar aö heiman — meöal annars litli drengurinn fremst á myndinni, sem er
með regnhlífina hennar mömmu sinnar. En ekki allir — og þvi blotnuöu þeir inn aöskinni.
Víkingar hefndu fyrir
tapið með stórsigri!
- Sigruðu Hauka 6-0 6 Melavelli í gœrkvöldi og nálgast nú stöðugt 1. deildina á ný
Vikingar hefndu ræki-
lega fyrir eina tap sitt í
2. deildinni, þegar þeir
mættu Haukum á Mela-
vellinum i gærkvöldi.
Sigruðu með yfirburðum
— sex mörkum gegn
engu — og sýndu þar
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
• •
Gunnar Orn
í leikbann?
1 leik Vikings og Hauka I
gærkvöldi vísaði dómari
leiksins, Sævar Sigurðsson,
einum ieikmanni Vikings af
leikvelli — Gunnari Erni
Kristjánssyni, sem er fyrir-
liði Islenzka unglingalands-
liðsins.
Atvikiö átti sér á þann
hátt, aö einn leikmaöur
Hauka, sem Gunnar örn
haföi átt I brösum við, sló
mótherja sinn i magann.
Gunnar Örn missti augna-
blik stjórn á skapi sinu og
sparkaði i Hauka-leikmann-
inn, óafsakanieg fljótfærni —
en svipað atvik og átti sér
stað, þegar Hermanni Gunn-
arssyni var visað af velli á
dögunum.
Aganefnd KSt mun taka
þessi mál fyrir og ef aö likum
lætur verða þeir Hermann og
Gunnar örn dæmdir i leik-
bann, þegar nefndin kemur
saman annaö kvöld.
Hermann getur ekki leikiö
gegn KR 13. ágúst, Gunnar
örn gegn Þrótti I bikar-
keppninni á föstudag og
veröa þvi bæöi liðin af þess-
um lykilmönnum i þýöingar-
miklum leikjum.
með fram á, að tapleik-
ur þeirra i fyrri um-
ferðinni fyrir Haukum á
Hvaleyrarholtsvellinum
i Hafnarfirði er eitt af
þessu, sem alltaf getur
komið fyrir i knatt-
spyrnu að betra lið tapi
fyrir lakara.
Vikingar byrjuðu með miklum
krafti og má segja, að úrslit hafi
verið ráðin eftir stundarfjórðung.
Vikingur hafði þá skorað þrjú
mörk — tvö fyrstu mörkin á
fyrstu sex minútum leiksins.
Eftir að Hörður Sigmarsson,
hinn efnilegi markvörður Hauka,
sem nú er einnig genginn i það
félag i handboltanum hafði varið
af hreinni snilld skot frá Eiriki
Þorsteinssyni, náði Stefán Hall-
dórsson knettinum úti á kanti í
næsta upphlaupi Vikings. Einlék
inn i markteig og spyrnti fast á
markið. Hörður varði, en hélt
ekki knettinum, sem skoppaði i
markið.
Haukar byrjuðu á miðju —
Vikingar náðu knettinum og
brunuðu upp. Hauka-vörnin var
eins og flóðgátt — Stefán og
Eirikur komust báðir fríir að
markinu og Stefán skoraði. Góð
byrjun hjá þessum miðherja
unglingalandsliðsins, sem hefur
sýnt stórkostlega framför I
sumar.
A 15 min. unnu unglingalands-
liðsmennirnir saman að 3ja
marki Vikings. Stefán tók
hornspyrnu mjög vel — knöttur-
inn barst til Gunnars Arnar
Kristjánssonar, sem rétt utan
vitateigs skaut fallegu skoti efst I
markhorn Haukamarksins yfir
alla vörn. Gullfallegt mark.
Þessi kafli var einstefna á
Haukamarkið, en Hafn-
firðingar voru ei á þvi að gefast
upp þótt á móti blési. Þeir fóru að
Lézt eftir meiðsli í knatt-
spyrnuleik á Ármannsvelli
tt i i Ármann? vnr cfnfnnA
Haukur Birgir Hauksson, 26 óra
Ármenningur, lézt í gœr eftir að hafa
slasazt til ólífis í 1. flokks leik Ármanns
og Vals 26. júní sl. í annað skipti,
sem slíkt á sér stað í kappleik hér á landi
Haukur Birgir Hauks-
son, 26 ára gamall Ár-
menningur, lézt í gær í
Landspíta lanum af
völdum innvortis
meiösla, sem hann hlaut í
knattspyrnuleik. 26. júní
síðastliðinn. Hann fékk
slæmt spark í magann í
leiknum og var fluttur á
Landspítalann, þar sem
hann hefur legið þungt
haldinn síðan. Skeifu-
görnin sprakk og þrátt
fyrir itrekáðar tilraunir
lækna greri hún ekki
aftur. Haukur Birgir var
þrívegis skorinn upp —
síðast nú um helgina — en
án árangurs. Hann var
kvæntur og lætur eftir sig
eiginkonu og tvö ung
börn, fjögurra og tveggja
ára.
Haukur heitinn hlaut meiðslin
i leik Armanns og Vals i Mið-
sumarsmóti 1. flokks Reykja-
vikurfélaganna. Leikurinn var
háður á Ármannsvellinum 26.
júni og mun þvi miður ekki hafa
verið ítrustu varkárni gætt,
þegar hann meiddist. Hann var
greinilega mjög kvalinn eftir
meiöslin, en samt var gerð til-
raun til að koma honum af leik-
vellinum áður en sjúkrabill
kom. Verður þvi aldrei nógsam-
lega brýnt fyrir knattspyrnu-
mönnum að hreyfa ekki
slasaðan leikmann fyrr en náðst
hefur i menn, sem þekkingu
hafa á þvi sviði.
Haukur Birgir Hauksson var
bilamálari að atvinnu og rak
sjálfstæðan atvinnurekstur, en
var ekki i lifeyrissjóði. Félagar
hans i Armanni munu gangast
fyrir fjársöfnun til fjölskyldu
hans vegna þessa sviplega frá-
falls hans. Haukur Birgir var
nýbúinn að koma sér upp ibúð
að Blöndubakka 13 i Breiðholt-
inu ásamt eiginkonu sinni,
Brynju.
Þegar knattspyrnudeild
Armanns var stofnuð 1968
gerðist Haukur Birgir einn af
stofnfélögum deildarinnar.
Hann var ávallt mjög virkur i
starfi deildarinnar — lék bæði i
meistara- og 1. flokki, sat i
stjórn deildarinnar og þjálfaði
yngri knattspy rnumenn
Armanns um tima. Ármenn-
ingar hafa misst einn sinn bezta
félaga, starfsaman dugnaðar-
mann. Þegar Armann leikur
sinn næsta leik — á miðvikudag
l.ágústi 2. deild á Melavellinum
verður Hauks Birgis minnzt i
leikbyrjun og Armenningar
munu leika með svartan borða
um handlegginn.
Þetta mun vera i 'annað sinn
hér á landi, sem knattspyrnu-
maður deyr af völdum meiðsla I
opinberum knattspyrnuleik.
1933 lézt markvörður Vals
— Jón Kristbjörnsson —
tveimur dögum eftir að hann
slasaðist i meistaraflokksleik
Vals og KR á Melavellinum.
Leikurinn var háður 15. júni og
fékk Jón heitinn slæm meiðsli i
leiknum og lézt 17. júni.
sækja meira og voru oft hættu-
legir. Reyndar óheppnir að skora
ekki — en Diðrik Ólafsson var
afar erfiður fyrir þá i marki Vik-
ings. Og svo rétt fyrir hlé — auð-
vitað á markaminútunni —
skoraði Vikingur sitt fjóröa mark.
Stefán náði knettinum úti á kanti
vegna hraða sins — gaf vel fyrir
makið og þar var Hörður ekki
nógu vakandi. Ætlaði að gripa
knöttinn, en uggði ekki að sér, og
Eirikur skauzt framfyrir hann og
skallaöi nettilega i mark.
Talsverð harka var i siðari
hálfleiknum og þá komu fyrir ljót
brot - maður var jafnvel hissa að
ekki skyldu verða stórslys.
Haukar byrjuðu á hörkunni —
nokkrir Vikingar fylgdu fordæmi
þeirra. Vikingar juku enn við á 21.
min. Eirikur gaf þá fyrir mark
Hauka — Gunnar Gunnarsson,
fyrirliði Vikings.náði knettinum
og gaf aftur til Gunnars Arnar,
sem skoraði með föstu skoti. Rétt
á eftir var Gunnari Erni visað af
leikvelli og léku Vikingar þvi 10,
sem eftir var leiks, Þó bættu þeir
enn við marki — Eirikur skoraði
rétt fyrir leikslok.
Vikingur var áberandi betra
liðið i þessum leik — en marka-
munurinn var þó meiri, en ástæða
var til, þvi það er ýmislegt i þessu
Haukaliði. Stefán Halldórsson
átti mjög góðan leik — skoraði tvö
mörk og átti þátt i þremur öðrum
— og þá sýndi Magnús Þorvalds-
son enn hver afbragðsbakvörður
hann er orðinn. Landsliðsnefnd-
armenn ættu að fara að gefa þess-
um ungu leikmönnum tækifæri —
þeir hafa ekki tapað á þvi hingað
til að velja unglingalandsliðs-
menn i lið sin, en bæði Magnús og
Stefán hafa leikiö sem slikir. En
margir aðrir voru góðir i Vikings-
liðinu i þessum leik — Eirikur,
er virðist alveg kominn i sama
form, og þegar hann var valinn til
landsliðsæfinga i fyrravor —
Gunnar Orn og Gunnar Gunnars-
son. Þeir Jóhannes Bárðarsson og
Bjarni Gunnarsson skiptu við
yngri leikmenn I síðari
hálfleiknum.
2. deild
Eftir leik Vikings og Hauka i
gærkvöldi á Melavellinum, þar
sem Vikingur sigraði 6-0, er
staðan þannig I 2. deild.
Vikingur 10 9 0 1 34-6 18
Þróttur R 9 5 2 2 25-14 12
Völsungur 9 5 1 3 18-20 11
FH 8 4 2 3 21-12 10
Ármann 9 4 2 3 11-15 10
Haukar 10 3 3 5 14-21 9
Selfoss 8 2 0 6 7-26 4
Þróttur N 9 0 2 7 6-22 2
Markahæstu leikmenn eru nú:
Aðalst. örnólfsson, ÞrR,.....12
Hreinn Elliðason, Völs.........12
Stefán Halldórsson, Vik......10
Gunnar örn Kristjánsson, VÍk ..7
Jóhannes Bárðarson, Vik.........7
Sverrir Brynjólfsson, ÞrR.....7
Helgi Ragnarsson, FH............6
Loftur Eyjólfsson, Haukum.....6
Eirikur Þorsteinsson, Vik.....5
Leifur HelgasonFH...............5
Knötturinn hafnar i marki Hauka ■
gærkvöldi. Ljósmynd Bjarnleifur.
sjötta mark Vikings i leiknum i
Þaö er oft hætta viö Haukamarkið — en þarna tókst Vikingum ekki að skora. Hörður Sigmarsson horfir á eftir knettinum
framhjá marki. Ljósmynd Bjarnleifur.
Fjðrutíu Hafnfirð-
ingar til Skotlands
Þaö verður f jölmennur hópur
ungra knattspyrnumanna úr
Hafnarfirði/ sem heldur til
Skotlands á morgun, miðviku-
dag# í keppnis- og æfingaför.
Samtals fjörutíu piltar —
ásamt fararstjórum — verða
með í förinni og tekur ferða-
lagið allt um hálfan mánuð.
Öðru vísi mér
áður brá!
Norsk blöð hafa rætt mikiö um
væntanlegan landsleik islands og
Noregs I riðlakeppni heimsmeistara-
keppninnar, sem verður á Laugar-
dalsvelli á fimmtudag.
Kemur þar yfirleitt fram að norska
landsliðið eigi erfiðan leik fyrir
höndum — norskir óttast nú greinilega
islenzka landsliöiö i knattspyrnu, og er
það I fyrsta skipti, sem slikur tónn
kemur fram i norskum blöðum. Avallt
áður hafa Norðmenn talið landsleiki
við tslendinga nánast formsatriði —
jafnvel þó þeir hafi tapaö eins og hefur
komið fyrir þrivegis.
Bikarleikur
á Laugar-
dalsvelli!
— Víkingur og Þróttur
reyna að nýju á föstudag
Mótanefnd Knattspyrnusambands
tslands hefur nú ákveðið aö Vikingur
og Þróttur leiki öðru sinni í Bikar-
keppni KSt næstkomandi föstudag.
Liðin gerðu jafntefli i fyrri leik sinum
2-2. Þá var jafnframt ákveðið, að leik-
urinn fari fram á Laugardalsvellinum
og hefjist kl. sjö.
Piltarnireru úrbáðum Hafnar-
fjarðarliðunum, FH og Hauk-
um.
För þessi hefur verið nokkuð lengi i
undirbúningi og er um gagnkvæma
heimsókn aö ræða. bvi bæði Hafnar-
fjarðarliöin hafa fengið skozk knatt-
spyrnuliö i heimsókn, og er þar
skemmst að minnast hins ágæta flokks
Drumchapels, sem lék hér á vegum
Hauka fyrir skömmu.
Piltarnir úr FH og Haukum, sem
halda til Skotlands, eru flestir úr 3.
flokki — en þó nokkrir á fyrsta ári i
öðrum aldursflokki félaganna. Þeir
munu leika nokkra leiki við jafnaldra
sina á Skotlandi og einnig vera í æfinga-
búðum. Jafnvel kemur til greina að
úrvalsliö Hafnarfjarðar taki þátt i for-
leik fyrir stórleik ytra — þá væntan-
lega við skozka jafnaldra sina.
Fararstjórar verða Orri Sigurðsson,
formaður Knattspyrnudeildar Hauka,
og Arni Agústsson, einn af forustu-
mönnum FH og formaður unglinga-
nefndar KSl. Sem slikur hefur Arni
Finnska stúlkan Mona Lisa
Parsiainen setti nýtt finnskt
met í 200 m hlaupi á Júlí-leik-
unum í Helsinki í gær— hljóp
vegalengdina á hinum frábæra
tíma 22.7 sek. —tíma, sem fáir
íslenzkir karlmenn geta
hlaupið á.
Mikil keppni var i ýmsum greinum
og margir af fremstu mönnum heims
meðal keppenda. Nýsjálendingurinn
Dixon sló „stórköllunum” við i 1500 m
hlaupi — sigraði á 3:37.5 min. en Ben
Jipcho varð rétt á undan Olympiu-
haft mikil samskipti við Skota, með
afar farsælum árangri.
Forskotið
eykst
I gærkvöldi var háð hcil umfcrð i
norsku 1. deildinni og urðu úrslit þessi.
Raufoss—Frigg 1-4
Skeid—Start 2-0
Lyn—Ilamkam. 0-2
Rosenborg—Brann 5-0
Viking—Fredrikstad 1-0
Staða efstu og neðstu liöa er nú
þannig:
Viking 12 9 3 0 19-5 21
Rosenborg 12 6 5 1 17-6 17
Hamkam. 12 5 5 2 15-10 15
Lyn 12 3 3 6 10-15 9
Raufoss 12 3 3 6 9-17 9
Brann 12 3 1 8 13-20 7
Fredrikstad 12 1 4 7 8-20 6
meistaranum Dave Wottle. í 5000 m
hlaupinu sigraði annarNýsjálendingur
á 13:27.3 min. Olympiumeistarinn
Viren varð annar, en nýi heimsmet-
hafinn I 10 km, Dave Bedford aðeins
fimmti og náði lakari tima, en milli-
timi hans var eftir 5 km þegar hann
setti heimsmetið.
Pentti Kahma, Finnlandi, sigraði i
kringlukasti með 64.20 m og vann John
Powell, USA, 62.18 m,Chuch Smith,
USA, vann 100 m á 10.3 sek. á undan
Vilen, Finnlandi, 10.4 sek. Kantanen
Finnlandi, sigraði I 3000 m hindrunar-
hlaupi á 8:26.6 min.
Finnsk stúlka á
22.7 sekúndum!