Vísir - 31.07.1973, Blaðsíða 3

Vísir - 31.07.1973, Blaðsíða 3
Vísir. Þriöjudagur 31. júli 1973. 3 Óeirðir á Akranesi: Lokuðu lögregluþjóna inni í fangelsinu Meðan lögreglan á Akranesi var að setja inn nokkra óróaseggi i fangelsi staðarins aðfaranótt laugardags, flykktist hópur að fang- elsinu og hafði með sér þungan uppskipunar- hlera og setti fyrir hurð fangelsins. A föstudagskvöldiö var haldinn dansleikur á hótelinu á Akra- nesi. Aö dansleiknum loknum safnaöist fólk saman og var meö ærsl og ólæti. Var þetta fólk flest á aldrinum 17-20 ára. M.a. var bifreiö, sem þarna var, velt upp á gangstétt. Lögreglumenn tóku þá mennina fasta sem valdir voru að verknaðinum, en hópurinn elti þá lögreglubflinn að fangelsinu. Engin girðing er i kringum fangelsið, svo að mjög auðvelt er að komast að þvi. Stóð nú i nokkru stappi fyrir lögregluna að komast út og voru rúður brotnar og hleypt var lofti úr dekkjum lögreglubilsins og mold og sandur sett i bensingeyminn. Þegar lögreglan komst út handtók hún 2 menn, sem aðal- lega höfðu staöið fyrir ólátunum, og voru þeir settir inn. Aðeins þrir lögreglumenn voru á vakt þetta kvöld, en tveir voru kallaðir út til viðbótar. —EVI 10 ÁRA MEÐ 10 PUNDA LAX „Mér brá nú frekar, þegar hann beit á”, sagði Sigurður Ómar ólafsson, 10 ára, sem var svo heppinn að fá 10 punda lax i Meðalfeilsvatni á sunnudaginn. Sigurður ómar sagði okkur, að hann heföi farið i veiðitúr með pabba sinum um helgina og auk laxins hefði hann fengið 3 silunga i vatninu. Laxinn hefði verið miklu erfiðari en silungarnir, og þrisvar sinnum sagðist Sigurður ómar hafa verið kominn með hann að bakkanum, en alltaf hefði hann rokið út aftur. Hon- um hefði þó tekizt að landa hí um eftir 10-15 minútur. Annars er Siguröur ómar nýlega kominn frá Noregi, en þar dvaldist hann ásamt 27 öðrum Vestmannaeyjabörnum i bænum Hovringen. Hann sagðist hafa kunnað prýðilega við sig þar, enda var nóg að gera við fjallgöngur og ýmsa leiki og þrautir. Sigurður Ómar, sem er sonur hjónanna ólafs Tryggvasonar og Kristinar Sigurðardóttur, sem bjuggu i Vestmannaeyjum, sagði að kannski mundu þau flytja aftur til Eyja næsta cnmar. Cí( Sigurður ómar ólafsson, með 10 punda laxinn, sem hann klófesti f Meöalfellsvatni. Hurð skall nœrri hœlum Ekki mátti miklu muna, að f -___W inikið tjón og jafnvel slys á fólki ~|N. iflS yrði i árekstri, sem varð á gatna- 'PKif ^ mótuin Nóatúns og Sigtúns rétt hfkjx- ’ jfl fyrir kl ikkan 3 i gær. Bi'ip-- «» Fólks ifreiðin var að koma úl I af stæði 'i, hjá Lvottastöðinni \’ið | Sigtún, a þegar hún var komin P út á göt ía rétt við gatnamótin aö HhHS Nóatúi þá kom stór dráttarbif- reið ir i vagn aftan i upp Nóa- >§& túnið o bevgði inn Sigtún. ökur ðurinn varð ekki fólks- bifreið innar var fyrr en of vagninn svo innarlega á götuna. staf fólksbifreiðarinnar. Þá nam ;int e /egna stærðarinnar fór að hliö hans fór i bretti og dyra-' dráttarbifreiðin loks staðar. —óG Dðilt um vín- veit- ingar „Stjórn Bindindisfélags öku- manna telur, að með þvi að heimila sölu vfnveitinga á þeim eina degi vikunnar, miðvikudegi, sem vera átti „þurr dagur”, sé enn eitt óheillaspor stigið i undan- látssemi við áfengisneytendur, sem ails staðar vilja óhindraða áfengissöiu með öllum þeim hörmungum sem henni eru sam- fara”. Þannig segir i fréttatilkynningu frá fyrrnefndu félagi, en þar mótmælir það og telur stórfuröu- legt að Iþróttasamband Islands skuli vera beinn eða óbeinn aöili að aukinni áfengisneyzlu. Þeir taka það ennfremur fram, að kjörorð l.S.t. eigi aö vera: „Heilbrigð sál i hraustum likama”. En vegna „villandi og annar- legra skrifa” i einu dagblaðanna hefur t.S.t. sent frá sér yfir- lýsingu og leiöréttingu á mis- skilningi, þar sem meðal annars segir: „I.S.l. hefur alls ekki sótt um neitt vinveitingaleyfi og þvi ekki verið veitt leyfi til sölu vins. 011 skrif þar að lútandi eru þvi málatilbúningur og uppspuni frá rótum. Stjórn I.S.t. þykir það miður farið, að ekki skuli gæta meiri nákvæmni og réttsýni i blaðaskrifum en raun ber vitni i þessum efnum”. Hins vegar er þaö Félag fsl. hljóðfæraleikara sem hefur vinveitingaleyfið, en samstarf hefur verið á milli l.S.t. og F.t. H. með stofnun hinnar stóru hljóm- sveitar, sem nú annast kynningu „trimmlaganna” á Hótel Sögu. —EA AUGLYSING um kjörskró til kosningar í safnróð Listasafns íslands Samkvæmt lögum nr. 15/1969, um Lista- safn íslands, skulu islenzkir myndlistar- menn „kjósa úr sinum hópi þrjá menn i safnráð til fjögurra ára i senn, tvo listmál- ara og einn myndhöggvara. Varamenn skulu þeir vera, sem flest hljóta atkvæði næst hinum kjörnu safnráðsmönnum, tveir listmálarar og einn myndhöggvari.” Á kjörskrá „skulu vera þeir myndlistar- menn, sem voru á kjörskrá við kosningu i Félagi islenzkra myndlistarmanna og Myndlistarfélaginu 1. janúar 1965, en eigi voru á kjörskrá 1961. Enn fremur skal jafnan bæta á kjörskrána þeim islenzkum myndlistarmönnum, sem tvö af eftir- töldum atriðum eiga við um: 1. að hafa átt verk á opinberri listsýningu, innanlands eða utan, sem islenzka rikið beitir sér fyrir eða styður, 2. að hafa a.m.k. einu sinni hlotið lista- mannalaun af fé þvi, sem Alþingi veitir árlega til listamanna og úthlutað er af sér- stakri nefnd, er Alþingi kýs, og 3. að verk hafi verið keypt eftir hann til Listasafns íslands, eftir að lög nr. 53/1961. um Listasafnið tóku gildi.” Skrá um það, er kjörgengi og kosningarétt hafa til safnráðs, liggur frami i Listasafni íslands, við Suðurgötu, dagl. kl. 13.30-16,1. ágúst til 31. ágúst 1973. Kærur út af kjörskránni skulu komnar til forstöðumanns Listasafns íslands fyrir ágústlok 1973. Kjörstjórn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.