Vísir - 07.08.1973, Qupperneq 3
Vísir. Þriöjudagur 7. ágúst 1973.
3
Á hlaupum
um helgina
Snemma a sunnudagsmorgni,
engin umferð, hvergi lifsmark.
Þrir túristár sitja á hækjum sin-
um á stéttinni fyrir framan
Landsbankaútibúið á Laugaveg-
inum. Þeir eru dökkir á hár og
skegg eins og arabiskir flugvéla-
ræningjar. Á horninu við
Klapparstig eru þrir útigöngu-
menn að reyna að komast yfir
götuna.
Engin sála á Lækjartorgi og
Hressingarskálinn lokaður. Ég
bregð mér út á afgreiðslu Flugfé-
lags Islands og þar biöur fólk eftir
flugferðum til Hornafjaröar og
Færeyja. Fjári væri gaman að
skreppá til Færeyja.
Kaffið þarna úti á Flugfélags-
afgreiðslunni er gott, og ég fæ að
fletta Timanum og Mogganum og
þarna er Sverrir Kristjánsson
með sinni ektakvinnu bæði ung og
fersk i morgunsárið og þau eins
og enskur lávarður og lafði kom-
andi af golfvellinum.
Færeyingar sitja við hliðina á
mér og þeir tala hátt, augsýnilega
kominn i þá feröahugur.
Flosi leikari og frú komin i sel-
skap með sagnfræðingnum og
söngkonunni. Hlátrasköll og
skemmtilegheit. Flosi segir
brandara og hin hlæja. Báðar
flugvélarnar farnar og kaffið orð-
ið kalt i könnunni.
Löggur af skógar-
bjarnarættum
A Tjörninni er engin verzlunar-
mannahelgi og þar eru anda-
mömmur með hálfstálpuð börnin
sin. i horninu við Iðnó er gömul
kona að gefa fuglunum fransk-
brauð. Þegar ég vil vera reglu-
lega góður eiginmaður þá býð ég
eiginkonunni i biltúr austur fyrir
fjall ótiltekið hvert og meðan við
boröuðum sunnudagssteikina, þá
stakk ég upp á að við skryppum
tilHveragerðis. Sem við stöldruð-
Reykjavík var
líkust draugaborg
um við á bensínstööinni við Fells-
múla rennur lögreglubill upp að
hliðinni á okkur og út úr henni
stiga þrjár filefldar löggur og þær
ganga i kringum bilinn minn
horfandi á hann rannsakandi
augum.
„Ætla helvitin á þeim að klippa
númerið af?” hugsa ég. Þetta
eru stórar og þrekmiklar löggur
af skógarbjarnarættum og sú
meðstjörnuna á öxlinni kemur að
rúðunni hjá mér og segir: „Það
var verið aö hringja og tilkynna
árekstur hér”. Ég segi það hljóti
að vera misskilningur og Svarta-
Maria rennur aftur úr hlaði og ég
varpa öndinni léttar.
Lemjandi rigning á Sandskeið-
inu og hraglandi á heiðinni. Hjá
Michelsen i Hveragerði snarvit-
laus trafikk og við til vina okkar,
sem eiga sumarbústaö I þorpinu.
Meðan við drekkum kaffisopann
er barið að dyrum, úti stendur
ungur maður og spyr húsráð-
anda, hvort hægt sé að fá húsið
leigt i haust. Betra að vera á
fyrra fallinu hefur hann hugsað
náunginn sá.
Rigningin heldur áfram að
lemja bilinn aö utan á leiðinni
heim og þá mikiö renneri af fólki i
bæinn, sem sennilega hefur gefizt
upp á að njóta veöurbliðunnar og
útilifsins um helgina.
Er magapina að
grasséra i borginni
Mánudagsmorgunn og umferö-
ín meiri i borginni. Púlfólk komið
á stjá á leið i vinnu. Ferðalangar
kiknandi undan þungum bakpok-
um á leið niður Laugaveginn og
strætisvagnar á fullu spani til og
frá Hlemmi.
Fáir i kaffivagninum á
Grandanum og þegar Asta færir
mér kaffikönnuna segir hún:
„Það var brotizt inn hjá mér i
fyrrinótt og ég varð að láta mig
hafa það að sofa hér i nótt sem
leið, þvi ég fékk engan til að setja
i rúðuna, sem brotin var.” „Var
einhverju stolið?” spyr ég. „Jú
tóbaki og eggjum, sem þjófarnir
hafa svo notað til að skreyta
veggina með hér i kring”, segir
Ásta. Henni er sko ekki fisjað
saman Ástu að sofa þarna ein i
skúrnum rétt i næsta nágrenni viö
hafnarhverfið.
Loftið er kalt en aðgerðarlitið
veður og einhver hefur áreiðan-
lega vaknað rassblautur i morgun
úti i guðsgrænni náttúrunni. Jón
Birgir er kominn úr sumarfrlinu
og Jónas ritstjóri þotinn norður i
land. Timablaðið kemur út á
morgun og þess vegna eru Visis-
menn með þennan rembing i dag,
sem gerir litla lukku hjá blaða-
mönnum. En vel á minnzt, hve-
nær kemur að þvi að blöðin komi
út alla daga vikunnar einsogi út-
landinu?
Mig dreymdi Björn Jónsson
ráðherra i nótt sem leið og þess
vegna er vist bezt aö fara varlega
i umferðinni og vera ekkert að
leika fyrirmyndareiginmann
eins og i gær. Afskaplega var
Moggaleiðarinn subbulegur á
föstudaginn, hvað gengur eigm-
lega að mannskapnum þarna i
Aðalstrætinu? Er einhver maga-
pina að grasséra i borginni eða
hvað? b
Þetta er stóra B,
Þeir stálu eggjum og tóbaki.
Umferðarljósin rugluðu ðkumenn
Miði dreypt á stall Þórs hins
sterka.
bað menn að heita á Frey, sem
var gert, en allt kom fyrir ekki.
Þvi meira sem heitið var, drukkið
og ákallað til hinna fornu goða,
þeim mun meira rigndi. Hverju
goðin reiddust þarna i hvammin-
um, veit vist enginn, eða kannski
voru þau bara að stæla þennan fá-
menna flokk áhangenda sinna.
„Við eigum eftir að verða
margir og sterkir”, segir Svein-
björn þegar hann gengur niður
hvamminn að bænum á Draghálsi
og allur hópurinn á eftir. Þar inni
var svo ráðizt til atlögu við roll-
una, sem átti að steikja I hvamm-
inum og átu menn og drukku
fram á nótt. En i hvamminum sat
Þór hinn sterki einn eftir á stalli
sinum og regnið buldi á honum.
— ÞS
örn Clausen var fklæddur fagur-
blárri silkiskikkju að fornmanna-
sið, en Jóhannes er kiæddur
stuttri skikkju með myndum.
Þegar blaðamaður Visis átti
leið um gatnamót Kringlumýrar-
brautar og Miklubrautar um
klukkan 12 á mánudagsmorgun,
tók hann eftir undarlegu um-
ferðaástandi á gatnamótunum.
Bilar, sem voru fremstir I um-
ferðarröðinni á báðum götum,
stóðu langt út á gatnamótin.
Biaðamaður kom Kringlu-
mýrarbrautina, og voru bilar á
þeirri götu eitthvað að vandræð-
ast við að aka áfram, þótt rautt
ljós væri. Á Miklubrautinni var
lítil umferö, en hún hélt þó áfram
yfir gatnamófin. Allt i einu kom
gult ljós, og siöan grænt fyrir þá,
sem voru á Kringlumýrarbraut-
inni. En sú sæla stóð ekki nema 2
sekúndur. Bilarnir voru rétt farn-
ir af stað, en snarhemluðu þá, þvi
rautt ljós kviknaði fyrir þeim um
leið.
Kópavogsstrætisvagn, sem
þarna var, hélt þó áfram yfir göt-
una.
Likt ástand virtist svo skapast
á Miklubrautinni. Bilaröðin þar
fór af stað stuttu seinna, en á
miðjum gatnamótunum hemluðu
fremstu bilarnir.
Virtist rautt ljós hafa kviknað
hjá þeim á sama hátt. i staö þess
að halda áfram reyndu bilstjór-
arnir að bakka til baka. Ljós
Gatnamótin, séð frá Kringlumýrarbraut. Umferðarijósin þarna ioguðu mjög ruglingslega i nokkurn
tima á mánudaginn.
kviknuðu þó stuttu seinna á
beygjuljósunum og loguðu i eðli-
legan tima. Eftir þaö kviknuöu
ljósin á öllum hornum á eðlilegan
hátt.
Bilstjórinn á Kópavogsstrætó
sagði i viðtali viö blaðamann, að
hann hefði haldiö, aö ljósin væru
gjörsamlega hætt að virka. Hann
var búinn að biöa talsvert lengi á
ljósunum, og alltaf gerðist það
sama. Að lokum ákvað hann að
fara bara yfir, þótt rautt ljós log-
aði.
Blaðamaður beið nokkurn tima
á gatnamótunum, eftir að hann
kæmist yfir. Ljósin virkuðu þá
eðlilega.
Þar sem þvi hefur alltaf verið
haldið fram, að ljósin gætu ekki
klikkaö, t.d. þannig að grænt ljós
logaöi samtimis á báðum götum,
haföi blaðið samband viö óskar
Ólason yfirlögregluþjón, og
spurði hann, hvernig á þessu gæti
staðið.
„Nú get ég ómögulega sagt
nokkuð. En ég ætla að hafa sam-
band við sérfræðinginn og
spyrjast fyrir um þetta. Það hef-
ur engin kvörtun borizt til okkar
út af þessu. En málið verður
kannað.”
Þeir, sem voru á ferð um þessi
gatnamót klukkan tólf mánu-
dagsmorgun, eru beðnir aö hafa
samband við lögregluna, ef þeir
hafa oröiö varir viö eitthvaö
óvenjulegt. — óH