Vísir - 07.08.1973, Side 4

Vísir - 07.08.1973, Side 4
4 Vlsir. Þriöjudagur 7. ágúst 1973. Bleytan einkum hið ytra Afengiseitrun varö manni að falli og fékk sá þyrlufar til Reykjavik- ur. mikið áfengi gert upptœkt við Húsafell loks hagnaði í fyrsta shin skilaði hátiðin i Húsafelli af sér hagnaði, að sögn mótsstjórans, Iijartar Þórarinssonar. Er það að þakka breyttu skipulagi mótsins, færra starfsfólki og þvi, að nú var eingöngu um sjálfboðaliða að ræða. Litið var um auglýsingar og segja má, að reynt hafi verið að skera flest við nögl. Rólegt virtist vera i Húsafelli um helgina. Geysihörð leit var gerð á öllum, sem fóru inn á mótssvæðið, hvort sem þar var um bila eða fólk að ræða, og | gerði lögreglan mikið magn af áfengi upptækt. ^ og hátíðin skilaði Af því leiddi, að litlð var um drykkju á staðnum miðað við oft áður. Engir þjófnaðir áttu sér stað, svo vitað væri um, og þó að allfjölmennt hafi verið, var fólki dreift á mörg svæði. Allmikið var um fjölskyldur. Mikil úrkoma var I Húsafelli og hélt fólk sig mest við inni I tjöldum slnum. Rigndi til dæmis allan laugardaginn, en sól skein I stutta stund á sunnudagsmorg- un. Þá stundina sváfu þó flestir, en fljótt fór að rigna aftur. — EA I Galtalœkur langvinsœlostur An efa var bindindissamkom- an i Galtalæk fjölmennasta úti- samkoma Ver/.lunar manna- helgarinnar. Þangað komu samtals sjö þúsund manns, bæði ljölskyldu- fólk og unglingar. Olvun var ákaflega litil, og þeir sem eitt- hvað sást á, voru umsvifalaus't fjarlægðir. Mótsgestir munu hafa verið mjög ánægðir með samkomuna. Til samanburðar má geta þess að I Húsafell komu um fimm þúsund manns, 5 til sex þúsund á Laugarvatn, og rúm- lega þúsund manns söfnuðusl saman i Þórsmörk. Þessi mann- fjöldi er nokkurnveginn jafn- mikill og um seinustu Verzlunarmannahelgi. Þó er það frekar að eitthvað hafi úti- samkomugestum fækkað. Sjá myndir frá Galtalœk á bls. 12 Fjölskylduskenuntun I þurru og góöu veðri I Eyjuin á sunnudag. (Ljósmynd Vísis Guöm. Sigf.) MÁTTARVÖLDIN EYJA- MÖNNUM HLIÐHOLL! — þúsund manns í Eyjum og um 30 tjöld á Breiðbakka Máttarvöldin voru Eyjamönn- um öllu bllöari um hclgina en þau voru fyrr á þessu ári. Veöurguö- irnir voru þeim aö minnsta kosti hliöhollari. A þjóðhátiðardaginn, sunnudag, var næstum logn fram eftir öllum degi, en nokkrir drop- ar létu vita af sér, er kvölda tók. Það er mál manna, að sjaldan eða aldrei hafi þjóðhátið tekizt betur. Þúsund manns mættu til hátlðahaldanna, og var þar ein- göngu um Vestmannaeyinga að ræöa. Nokkrir utanaðkomandi slæddust þó i hópinn. Um 30 tjöld voru á Breiða- bakka, en þar var hátiðin haldin að þessu sinni, I stað Herjólfsdals áður. Breiðabakki er staöur, sem liggur fast við Stórhöfða, en Stó.r- höfði er sagður eitt mesta veðr'a- víti landsins. Hvað um það, veðurguöirnir voru hliðhollir Eyjamönnum að þessu sinni. Þó menn væru hikandi I fyrstu, tjölduðu þeir samt sem áöur hvit- um hústjöldum sinum og héldu gömlum og ævafornum sið. Þeir báru bekki, divana, borö og stóla ásamt matföngum á Breiða- bakka, þó að hátiðin stæði ekki nema i einn dag. Annað fannst þeim ekki hæfa. Breiðabakki hafði veriö skreyttur með ljósum og flagg- stöngum og niðri við sjó, i urð og grjóti, hafði veriö geröur hinn skrautlegasti gosbrunnur. Dans- pallur var á staðnum og fleira þviumlikt. Allar varúðarráöstafanir voru gerðar, þvi að ekki þótti hæfa þennan dag að lýsa þvi yfir, aö Eyjar gætu ekki verið hættu- svæði. A flugvellinum beið allan timann flugvél tilbúin til sjúkra- flugs frá BR á Reykjavikurflug- velli og sjúkratjald tilbúið, ef meö þyrfti, var á Breiðabakka. Engin utanaðkom andi skemmtiatriöi styttu mönnum stundir, heldur sýndu Eyjamenn sjálfir, hvað i þeim bjó. Komu ýmis heimatilbúin trió fram á sjónarsviðiö ásamt nokkrum leik- urum Eyjamanna og fleirum.Og ekki má gleyma „Stebba pól”, eins og þeir kalla hann úti I Eyj- um, en hann var kynnir á þjóöhá- tiðinni eins og hann hefur verið, svo langt sem flestir muna. Dansinn dunaöi fram eftir allri nóttu, og þó aö nokkrir dropar féllu úr lofti, lét enginn það á sig fá. Hins vegar hékk hann ekki þurr nema fram á mánudags- morgun. — EA Nei, gárungarnir skrifuðu ekki „lögreglan” utan á náöhús, heldur er þetta lögregluskýliö. Astin blómstrar þrátt fyrir vætuna! Ljósmyndirnar tók Björgvin Pálsson. Fóru hring um- hverfis landið — til að komast á ball hinum megin við ána Lögreglan á Ilornafirði þurfti aö aka hringinn i kringum land- iö — samtals 1232 kilómetra — til þess aö vera viö gæzlu á dansleikjum á Kirkjubæjar- klaustri og nágrenni um Verzlunarmannahelgina. Þar sem svo mikið vatn er I Skeiðará, sem er helzta torfær- an á leiðinni vestur sanda var ekki hægt aö ferja þá yfir ána og höföu þeir ekki önnur ráö. Þegar þeir verða komnir aft- ur til sins heima á Höfn veröa þeir búnir aö aka um þaö bil 2500 kilómetra. Sama lögsagnarumdæmi er beggja megin vatna og mun það oft hafa valdið erfiðleikum.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.