Vísir - 07.08.1973, Side 7
Vlsir. Þriöjudagur 7. ágúst 1973.
7
Klapparstig simi 19800
Akureyri simi 21680
Horni Skipholts
og Nóatúns
Simi 23800
Umsjón:
Edda Andrésdóttir
Gömlu
peysurnar
að koma aftur!
Áður eu við vituni af vcrða
nienn allt i einu farnir aö spranga
um götur og torg i klæðnaði sem
við sjáum aðeins i- gömlu kvik-
myndunum og kannski öðru
hverju i einljverjum tizkusölum
stórborganna.
Stúlkurnar og kvensurnar i
gömlu „glamour" Hollywood-
kvikmyndunum þykja reyndar
ekkert svo óskaplega illa til fara i
dag, en þaðeru ekki nema nokkur
ár siðan að það var hlegið reglu-
. lega að þeim klæðnaði.
N A meðfylgjandi myndum sjáum
við bezt hvert stefnir. Sifellt
koma fleiri föt fram á markaðinn
sem hefðu sómt sér vel i gamla
daga, og hugmyndirnar eru lika
oftast komnar þaðan.
Það eru peysur, ja ef það er þá
hægt að kalla þetta peysur, sem
við sýnum á Innsiðu i dag. Það
mætti kannski frekar kalla þetta
boli eða eitthvað slikt, en það er
þó ágætt að halda sig við peysur.
Peysurnar eru allar mjög
flegnar. Allra vinsælast virðist
vera að hafa þær þannig sniðnar,
að þær ná 'ekki lengra en upp að
öxlum, og þá kemur aðeins eitt
stykki yfir axlirnar. Peysan er
þvi prjónuð eins og einn strokkur
ermalaus, en með aðeins breið-
ara stykki efst. Það er það stykki
sem kemur fyrir axlirnar.
Peysurnar eru allar ermalaus-
ar. Margar hverjar eru með hlir-
um, sumar örmjóum, og koma
þeir annaðhvort saman i bakinu
eða þá aðeins iihring umhálsinn.
Margar hverjar peysanna eru
eins og brjóstahaldarar i sniðinu
að framan. A einni myndinni sjá-
um við peysu með stuttum erm-
um og ekkert óskaplega flegna.
En okkur er alveg óhætt að segja,
að það er litið um svo ,,miklar"
peysur i þessari nýju tizku.
Þessi peysa eða bolur er reynd^
ar úr jersey-efni og er gul að lit.
Hún er með púffermum og heldur
venjulegu hálsmáli að framan.
A annarri mynd sjáum við tvær
stúlkur. Onnur peysan á mynd-
inni er græn að lit og með hlirum
sem er fest við afturstykkið. 011
peysan er prjónuð með sléttu
prjóni. ;
Hin er eins og þær virðast vin-
sælar i dag. Hún er rauð að lit en
með grænu stykki sem kemur yfir
axlirnar. Þessi peysa er einnig
prjónuð með sléttu prjóni.
A siðustu myndinni er svo
stúlka i skærgrænni peysu. Peys-
an er með hlirum sem er smeygt
yíir höfuðið. Á brjóstunum eru
rauðar, hvitar, gular og svartar
rendur. Þessi peysa er einnig
prjónuð með sléttu prjóni.
Margar hverjar peysanna likj-
ast mest sundbolum. Það tekur
vist ekki langan tima að prjóna
eina slika, og það má geta þess að
peysur sem þessar eru langvin-
sælastar með gallabuxum.
— EA.