Vísir - 07.08.1973, Side 8

Vísir - 07.08.1973, Side 8
Tvö heimsmet -15 ára — lœrði í bréfaskóla „Ég var hræddur um að komast ekki í landsliðið", sagði Stephan Holland, 15 ára gamall piltur frá Ástra- liu, sem setti glæsilegt heimsmet i 1500 metra sundi, frjálsri aðferð. Metið var sett á úrtökumóti um helgina fyrir landskeppni í Belgrad í næsta mánuði. Nýja starnan á sundhimni Astraliu bætti gamla metið um 14,7 sek. og timinn var 15.37.8. Gamla metið átti Mike Burton frá Bandarikjunum og var það sett á Olympiuleikunum i Mlinchen 1972. t leiðinni lét Holland sig ekki muna um að bæta metið i 800 metrunum rúmar 6 sekúndur og var timinn 8.17.6. Fyrri methafi landi hans Brad Cooper tók þátt i sundinu en varð að láta sér nægja að vera heilli laugarlengd — 50 metrum á eftir Holland á 35 sekúndna lakari tima. Þessi granni 15 ára skólapiltur, sem aðeins vegur rúmlega 60 kilógrömm og hóf sundnám i bréfaskóla, sagði aö loknu met- sundinu: ,,Ég varö að komast til Belgrad, svo ég synti og synti en núna liður mér eins og ég syndi i loftinu”. Víkingur áfram í bik amum Það lék ekki vafi á, hvort liðið ætti að komast i 8-liða úrslit bikarkeppninnar, þegar Víkingur og Þróttur léku saman á föstudaginn. Yfirburðir Vikinga voru miklir og varð aldrei sú spenna I þess- um leik eins og i leikjum liðanna undanfarið. Siðast, er liðin léku, þá tókst Þrótturum að jafna á siðustu minútu framlengingar og tryggja þannig aukaleik. Þar áð- ur hafði Vikingur skorað 2 mörk á siðustu þrem minútum leiksins og unniö. 1 leiknum á föstudaginn var annaö upp á teningnum. Jóhannes Bárðarson skoraöi fyrir Vikinga, þegar fimmtán minútur voru liönar af fyrri hálfleik og bætti siöan öðru marki við á 18. minútu siöari hálfieiks. Mörkin urðu ekki fleiri en athyglisvert er að Jóhannes hefur skorað sex ■ mörk i siðustu þrem leikjum gegn Þrótti. Vikingur mun leika við Fram i átta liöa úrslitunum og fer hann fram 15. ágúst. Brezkur golfkennari Nú gefst þeim tækifæri, sem bæta vilja kunnáttuna i golfi bæöi byrjendum og lengra koinnum. A morgun kemur enskur golfkennari hingað til lands á vegum Golfklúbbs Reykjavfk- ur. P.A. Stubbs cn svo heitir maðurinn, er at- vinnumaöur og fastur golfkcnnari hjá Leek Golfclub, sem er skammt frá London. Ilann veröur hér aöeins dagana 7.-14. ágúst og er þcim sem áhuga hafa á aö njóta leiðbcininga lians ráölagt aö hafa samband viö afgrciösluna i Golfskálanum I Grafarholti hiö fyrsta. öllum er heimilt aö panta tima hjá P.A. Stubbs bæöi félögum I öörum klúbbum og utan- fclagsmönnum. A ðmíralsbikarinn Golfklúbbur Reykjavíkur sigraði í Aðmírálskeppn- inni um helgina. Keppnin er sveitakeppni og var átta manna sveit frá hverjum klúbbi, en árangur sex beztu manna var talinn. Beztum árangri einstaklinga náði Hans Isebarn, 75 höggum. En árangur var sem hér segir: Golfklúbbur Reykjavikur 487 GolfklúbburSuöurnesja 537 Golfklúbbur Varnarliðsins 546 Golfklúbbur Ness 570 I Reykjavikursveitinni voru Hans Isebarn, Haukur Guö- mundsson, ólafur Bjarki Ragnarsson, Jóhann Ó. Guö- mundsson, Gunnlaugur Ragnars- son og Ómar Kristjánsson. Mótsstjóri var Svan Friögeirs- son. Þarna sjáum viö einn keppenda í alþjóölegri vélhjólakeppni, sem haldin var i Þýzkalandi nýlega. Flugferöir eins og sjást á myndinni voru ekki óalgengar. Enda var ekiö um hæöir og hóla, polla og tjarnir á hinni 120 kilómetra keppnisleiö. Sigurvegari varö Dieter Kramcr frá Miinchen. Lyftingamaðurinn setti met í kúluvarpi Hann erMaðeins'l08 klló, drekkur fjóra lítra af undanrennu á dag og setti nýtt danskt met i kúluvarpi 18,37. Ole Lindskjold, 29 ára meistari í yfir- þungavigt 1972, setti metið á alþjóðlegu móti í Árósum. Fjögur af köstum Ole voru yfirgamla metinu, sem hann setti sjálfur fyrir þrem árum. Danir eru þegar farnir aö ræða um Lindskjold sem væntanlegan 20 metra kastara og sterkan mann á næstu Olympiuleikum i Montreal. „Fyrir tveim árum siðan hélt ég aö iþróttaferli minum væri lokið”, sagöi Ole. „Gömul meiðsl i hné tóku sig upp og hætta var á þvi, að ég fengi staurfót. Ég finn ennþá til, en engin hætta á aö vera á ferðum, svo núna sný ég mér algjörlega og af fullum krafti að kúluvarpinu.” Þetta nýja danska met er aðeins 11 sentimetr- um styttra en tslandsmet Guðmundar Hermanns- sonar 18,48. Danir eru mjög ánægðir með metiö i kúluvarp- inu, sem hefur verið ein þeirra lakasta grein i frjálsum iþróttum til þessa. Þessi mynd er úr leik KR og Vestmannaeyinga á Laugar- dalsvellinum i sumar. KR-ing- ar, sem voru taldir likiegir fall- kandidatar i vor, hafa bætt stööu sina og eru nú meö 7 stig. Chi/e i 16 liða úrslit HM '74 Chile sigraði Perú i leik landanna i knatt- spyrnu um helgina i Montevideo með tveim mörkum gegn einu. Þar með hefur Chile tryggt sér rétt til að leika við Sovétrikin i 16 liöa úrslitunum heimsmeistara- keppninnar, sem veröur i V-Þýzkalandi næsta ár. Leikar stóðu jafnir eftir fyrri hálfleik eitt mark gegn einu og var það Perúmaðurinn Bailetti, sem geröi fyrsta markið á 42. minútu. Valdez jafnaöi siðan fyrir Chile á siðustu minútu fyrri hálf- leiks. Það var siðan á 12.minútu siðari hálfleiksins, sem Reinoso skoraði annaö mark Chile. Pótverjar sigra í Ameríku Pólska landsliðið í knatt- spyrnu, sem er í keppnis- ferð i Ameríku, er sigur- sælt, og síðasta leik sinn gegn Mexico unnu Pólverj- ar með einu marki gegn engu. Sigurmarkiö kom á 17. minútu siöari hálfleiks, er Robert Gadocha skoraði eftir horn- spyrnu. I byrjun leiksins töldu Pólverj- ar sig hafa skorað mark, en dómarinn var ekki á sama máli. Leikurinn fór fram i Los Angeles. Pólverjarnir unnu Canada á miövikudaginn I Toronto meö 3 mörkum gegn einu og siðan Bandarikin I Chicago með einu marki gegn engu. Mexico gefst kostur á að hefna ósigursins, en ætlunin er, að Pólverjarnir leiki næsta miöviku- dag i Monterrey i Mexico. Mallorkaveður í Kerlingarfjöllum „Hér var sól og blíða á laugardaginn og hálfgert Mallorkaveður. Mikill hóp- ur var kominn strax á föstudagskvöldið og hafa sjaldan verið jafnmörg tjöld hér í Kerlingarfjöllum og um þessa helgiV. Þetta sagði Valdimar örnólfsson, einn Kerlingarf jalla- manna, þegar við hringd- um þangað upp eftir í morgun. „Ég gizka á, að hér séu um það bil 400 hundruð manns i tjöldum og skálum”, sagði Valdimar enn- fremur. „Hér fór fram skiöakeppni á laugardag og sunnudag með fjölda þátttakenda. Keppendum var skipt i flokka eftir aldri og urðu úrslit þessi”: Sigurvegari i svigi varð Tómas Jónsson, Reykjavik. Hann fór brautina á 79,1 sekúndu. t öðru sæti varð Arnór Guðbjartsson, 84,3 og þriðji Gilbert Reinizh á 85,0. Tómas sigraði einnig i Fann- borgarmótinu, sem er útsláttar- keppni og keppa tveir og tveir keppendur gegn hvor öðrum i senn. Lagðar voru tvær samhliða brautir sem likastar og lögöu menn siðan jafnt af stað. Keppnin var bæði spennandi og skemmtileg og var sérlega hörð milli þeirra Tómasar, Arnórs, Marteins Einarssonar og James Mayor. Tómas sigraöi að lokum. 1 kvennaflokki sigraði Hrafn- hildúr Helgadóttir á 103,8 sekúnd- um, en hún var eini keppandinn i þeim flokki, sem lauk keppni. Tvær italskar stúlkur tóku þátt i keppninni, en luku henni ekki. Það var aftur á móti mishermt, aö þeim hafi verið visað úr keppni einsog sagt var i útvarpinu i gær. Tómas Jónsson, sem sigraði i Kerlingarfjöllum um helgina. Byggið eigin hátalarabox 50-60 vött, teikningar fyigja. TC-161SD scratch rumblo 'actTveI filter UNIT HECO PCH24 HECO PCH104 HECOHN413 HECO PCH304 TC-134 sd, tiðnisvið með ,,Cr02" kassettum 30Hz-l7000Hz, með venjulegum 60Hz-15000Hz. Ferrite & Ferrite tónhausar og „Dolby- System". < A.R.7 hátalari 248X400X159 mm og vegur 4750 gr. 8 OHM og getur notazt við magnara allt að 100 vött og eins og öðrum. A.R. hátölurum fylgir 5 ÁRA ÁBYRGÐ HST-139, 40 vatta magnari FM/AM útvarpstæki,4ra rása kassettusegulbandstæki. Sinclair magnarar i ósamsettum einingum, það þarf ekkert að lóða, einungis raða saman og magnararnir eru frá 6 vöttum og upp i 40 vött á kanal. c vctcu „ SYSTEM 2000 Kr. 11500 SYSTEM 3000 — 14900 PROJECT605 — 8810 JpGudjónsson hf SkúlagÖtu 26 é^htt740

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.