Vísir - 07.08.1973, Síða 16
Fjölskyldurn-
ar fóru ó
Laugarvatn
Eins og búizt var við, fóru flest-
ar fjölskyldurnar að Laugarvatni
um helgina. Aö sögn lögreglunnar
er gizkað á að þar hafi verið um
fimm til sex þúsund manns. Er (
það mesti fjöldi sem þangað hefur
komið yfir helgi i sumar.
Mikið var um húsvagna á
staðnum.
Jón Guömundsson, yfirlög-
regluþjónn á Selfossi, sagði i við-
tali við Visi, að ágætis umgengni
hefði verið á staðnum, og engin
stórvandræði hefðu skotiö upp
kollinum.
Litið var um ölvaö fólk á
Laugarvatni. Nokkrir voru þó
settir til geymslu hjá lögreglunni.
Fáir unglingar voru á staðnum.
beir, sem voru staddir á
Laugarvatni, fengu ágætis veður
og meira aö segja sól á laugar-
daginn.
Ein bilvelta varö i nágrenni
Laugarvatns, en enginn slasaðist
i henni. —ÓH
2 menn
brenndust
í Eyjum
Tveir menn brenndust á þjóö-
hátiðinni I Vestmannaeyjum, sem
haldin var á sunnudag. Fóru þeir
einum of nálægt bálkcsti, sem
tendraður var á sunnudagskvöld.
Annar maðurinn féll á glæður,
eftir aö slokknaö haf ði I kestinum,
og brenndist nokkuð á handleggj-
um og brjósti. Hann komst fljótt
undir læknishendur, en bruninn
reyndist ekki svo alvarlegur að
það þyrfti aö flytja hann til
Reykjavikur til frekari aðgerða.
Hinn maöurinn fór einnig of
nálægt glæðum, sem enn voru I
öskunni, og brenndist nokkuð, en
þó minna en sá fyrri. Hann komst
einnig strax undir læknishendur
og reyndist bruninn ekki alvar-
legur.
Onnur slys voru ekki I Eyjum
um þjóðhátiðina, og má segja
hana einstaklega rólega. — EA.
Kviknaði
í fbúð við
Smáragötu
Talsverðar skemmdir urðu af
eldi að Smáragötu 9a I gærmorg-
un, og einnig skemmdust nokkur
herbergi vegna vatns og reyks.
Kviknaði i einu herbergi á efri
hæð á suöurhliö hússins og logaði
út um gliiggann. Fylltist stiga-
gangurinn af reyk, og barst mikili
reykur um húsið. Slökkviliðið
kom á vettvang um 11 leytiö og
tókst fljótlega að slökkva eldinn.
Var kona með barn i húsinu, er
eldurinn kom upp, en þau sakaði
ekki. Ekki er vitaö um eldsupp-
tök. — bS.
TVÖ HUNDRUÐ í CINNI
— flýðu undan veðrinu inn í samkomuhúsið
Dalabúð og svúfu í anddyri, búningsklefum,
fundarherbergjum og ó dansgólfinu
FLATSÆNG!
,,Það var ekkert um
annað að gera en
hleypa fólkinu inn.
Veðrið var svo slæmt,
og f jöldi manns varð að
flýja tjöldin eða þau
beinlinis fuku út i busk-
ann. Hér voru þvi, þeg-
ar flest var, um 200
manns i einni allsherj-
ar flatsæng, á dansgólf-
inu, i búningsklefum,
fundarherbergjum og
anddyri”, sagði hús-
vörðurinn i Dalabúð i
Dölum, Hafsteinn Snæ-
land, þar sem fólk flýði
unnvörpum inn i hús i
fyrrinótt undan veður-
ofsanum.
„betta er i fyrsta sinn, sem
hér er haldinn dansleikur um
þessa helgi. Veörið hafði verið
ágætt, og þetta fór allt mjög vel
af stað. ölvun var sáralitil allan
timann, og var ekki að sjá að
menn þyrftu neina sérstaka
hressingu, þótt þeir væru að
drepast úr kulda og vosbúð.
Engin slys urðu og varalögregl-
an sem kom frá Reykjavik, átti
hér náðuga daga”.
„Hvenær fór fólk að leita inn I
húsið?”
„bað var i gærkvöldi þegar
fór að rigna og fólkið ætlaði aft-
ur út i tjöldin eftir dansleikinn,
að ljóst var, að ekki yrði þar
vært. Ein 10-15 tjöid beinlinis
fuku ofan af fólkinu, en i flestum
hinna var algerlega óvært fyrir
kulda, roki og rigningu. Við urö-
um að hleypa fólkinu inn, enda
hagaði það sér alveg prýðilega.
Flestir höfðu svefnpokann með
sér og steinsofnuðu hér. Svo var
fólk með nestisbita og fékk sér
snæðing hér inni i hlýjunni”,
sagði Hafsteinn að lokum.
I gær var hætt að rigna þar
vestra, en kalt og hráslagalegt.
Voru siðustu gestirnir að yfir-
gefa húsiö og halda heimleiðis
um kaffileytið. — bS.
Eldtungurnar teygöu sig út um gluggann á efri hæðinni á Smáragötu
9a, þegar slökkviliðið kom á vettvang.
Mesta slys helgarinnar:
ÞRÍR SIÖSUÐUST
ER BÍLL VALT Á
ÞINGVALLA VEGINUM
Þrennt slasaðist tals-
vert mikið, er fólksbill
fór út af á Þingvalla-
veginum á laugardags-
nóttina.
Karlmaður ók bilnum,
en auk hans voru tvær
konur farþegar. Billinn
fór út af á talsvert háum
vegarkanti. Valt hann
siðan tvær veltur og
hafnaði á hjólunum.
Staðurinn, þar sem billinn fór
út af, er skammt frá Leirvogs-
vatni. Tal'ð er, að hann hafi runn-
ið til i lausamölinni á vegar-
kantinum.
Billinn lagðist gjörsamlega
saman, er hann valt. önnur kon-
an kastaðist út úr bilnum, og er
hún mest slösuö. Ekki er fullvit-
að, hver meiðsli hennar eru,
nema að hún er beinbrotin. öku-
maðurinn og hin konan slösuðust
einnig talsvert. Engin bilbelti
voru i bilnum, enda af gamalli
gerð.
Ekki hefur enn verið hægt að
yfirheyra ökumann eða farþega
vegna slyss þessa. Engin vitni að
þvi hafa heldur gefið sig fram.
Óhapp þetta geröist klukkan
eitt á laugardagsnóttina. Billinn
var á leiö til bingvalla.
—ÓH
Vildi í heimsókn
í fangelsið
— en fékk óvart gistingu
Maður nokkur, sem skrapp i
heimsókn til kunningja sinna, fór
heldur illa út úr þeim erinda-
gjörðum. Hann lenti i fangelsi.
Ekki er þar með sagt, aö lög-
reglan sé svo vond, að hún hneppi
menn I fangelsi fyrir að fara i
heimsókn.
Maðurinn kom nefnilega i
heimsókn, þegar ekki var
heimsóknartími. bar að auki fór
hann ekki inn um aðaldyrnar.
Kunningjar mannsins sitja um
þessar mundir I Hegningarhúsinu
við Skólavörðustig. Hann fór inn I
garðinn við Hegningarhúsið um
klukkan 2 I fyrrinótt, en þá er ein-
mitt ekki heimsóknartimi. Hann
var að leita að vistárverum
kunningja sinna, þegar hann
fannst.
Lögreglan tók manninn I sina
vörzlu. Er hann gamall kunningi
hennar. Fékk maðurinn gistingu I
fangelsi. En þvi miður fyrir hann,
var það uppi á Hverfisgötu, langt
frá kunningjum hans.
— ÓH.
Helgina rigndi niður fyrir norðan
Helgina hreint og beint rigndi
niður hjá Norblendingum. Menn
þar nyrðra muna varia meiri
rigningu á jafnstuttum tima,
eins og núna um helgina.
Ctisamkoma var haldin i
Hrafnagili, sem er nokkra kiló-
metra utan Akureyrar.
Erlingur Pálmason, varð-
stjóri á Akureyri, sagöi að þessi
samkoma væri „þaö skásta,
sem ég hef séð” af svona úti-
samkomum.
begar flest var á samkom-
unni, voru þar 1000 manns, en
um 150 tjöld voru á svæðinu.
Mikið renniri af bilum var á
milli Hrafnagils og Akureyrar.
Var vegurinn þar á milli orðinn
eitt drullusvað á mánudags-
morguninn.
Mest var af unglingum á sam-
komunni. ölvun var stranglega
bönnuð. Flutti lögreglan alla þá,
sem vin sástá til bæjarins. Mest
voru 30 manns fluttir á laugar-
dagskvöldið. Fangageymslur
lögreglunnar voru þéttsetnar
alla helgina.
Regnið gerði það að verkum,
aö fólk hélt sig meira i bænum
en aörar verzlunarmannahelg-
ar. T.d. var ekki mikið minna
um ölvun i bænum sjálfum um
helgina en undanfarnar helgar.
Eldra fólk hélt hins vegar á
dansleiki i nágrenni Akureyrar.
Hefur frétzt, að talsvert hafi
verið um læti á þeim samkom-
um. Sérstaklega mun hafa verið
mikið um slikt i Miögarði.
Umferðin um nágrenni Akur-
eyrar gekk greiðlega. bó urðu
tvö stærri umferðarslys. Bill
valt i Eyjafjarðará á laugar-
dagsmorguninn. Grunnt var i
ánni, og slasaðist enginn.
bá varð einnig árekstur á
öxnadalsheiði á sunnudags-
kvöldiö. bar rákust tveir bilar
á, en enginn slasaðist.
— ÓH