Vísir - 09.08.1973, Blaðsíða 1

Vísir - 09.08.1973, Blaðsíða 1
VÍSIR <>:i. árg. Fimmtudagur 9. áeúst 1973 — 180. tbl. BÁTI BJARGAÐ í NÓTT — baksíða piltum Mikil leit að fimitt — vegna drukknunarinnar í Hvítá Rannsóknarlögreglan gerði mikla leit að tveimur piltum i gærdag, sem voru i fylgd með Sumarliða Einarssyni, sem drukknaði i Hvítá á laugardag- inn. Einnig er leitað að þremur öðrum sem voru i samfloti með þeim. Piltarnir tveir, sem mest er leitað að, eru taldir vera úr Sandgerði og Grindavfk. í gær var lögreglan meö ákveðinn ungan mann úr Sandgerði i huga, en hann mun vera kominn út á sjó. Næstekki i hann fyrr en eftir tiu daga. Um Grindviking- inn er ekkert vitað. Rannsóknarlögreglan skorar á þessa fimm pilta að hafa sam- band við sig, svo hægt sé að komast til botns i málinu. Sumarliði haföi slegizt i för með piltunum fimm, en hann og Suðurnesjamennirnir urðu við- skila við hina þrjá, þar sem þeir ætluðu að vaða Hvitá. —ÓH Sjúkraliðar bera einn farþega véiarinnar út úr þyriu varnarliösins, en farþegar i TF BKA voru þrír. Stavros majór, sem einnig hefur gengið undir nafninu Syros og er næstæðsti maður EOKA-neðanjarðarhreyfingar- innar a Kýpur, var handtekinn, i morgun I hafnarbænum Limassol. Stjórn Kýpur skýrði frá þessu og þvi jafnframt, að niu aörir félagar i EOKA-samtökunum hefðu verið handteknir i um- fangsmikilli leit, sem gerð var i bænum að fylgismönnum Grivasar offursta. — í leitinni fundust einnig umtalsverðar birgðir vopna og þýðingar- mikilla skjala. Syros, 35 ára er griskrar ættar en fæddur á Kýpur. Hann slapp með naumindum við að verða handsamaður i júni, þegar lög- reglan gerði ýtarlega leit aö EOKA-mönnum i Limassol. Hér er veriö að bera flugmanninn Ilrafn Oddsson út úr þyrlu varn- arliösins á Reykjavikurflugvelli. Það vakti sérstaka athygli viö- staddra, hversu vel bæði flug- maöur og farþegar báru sig þrátt fyrir meiðsl. Hver á að kenna barn- inu að lesa? Börnin geta vel lært að lesa, áður en til kasta sérþjálfuðu smábarnakcnnaranna kem- ur. Þessu heldur fram kcnnslusérfræðingur i Bret- landi, og gerum við nánar grein fyrir áliti sérfræðings- ins á þessu efni i blaðinu i dag. Sjá INN-siðu á bls. 7. * Er slœgzt eftir olíu a Sinai? Eru það „örugg landamæri” eða eitthvað annað, sem tsraelsmenn eru að slægjast eftir á Sinaiskaga?AP-frétta- stofan segir, að það, sem tsraelsmenn eru að slægjast eftir, sé raunar ein aðaloliu- Iind landsins, hér sé um að ræöa mál, sem muni kosta þá 35 milljónir króna á dag, ef þeir sleppa, þó ekki væri nema 25 milum af framlinu sinni — Sjá bls. 6. * Selja sömu flöskuna tvisvar! Það getur komið fyrir, að sama flaskan sé seld tvisvar hjá þeim i rikinu. Fiöskur, sem upptækar eru gerðar við mótssvæðin um verzlunar- mannahelgar, lenda vist oft aftur hjá rikinu og þá I sölu. Lesandi gerði fyrirspurn um afdrif þessara flaskna, sem skiptu raunar hundruðum um siðustu helgi. — Sjá bls. 2. * Hannibal hljóp fró tómum sjóðum — sjá leiðara á bls. 6 ¥ Hann Malmcolm Nafnið Malmcolm McDowell er að verða þekkt hjá kvik- myndahúsgestum hér á landi ekki siður en erlendis. En hver er hann þessi þritugi kvikmy ndaleikari? — Sjá Nú-siðuna á bls. 4. ÞRIR SLASAST rui y hvað menmrmr I riUGSlYSI j sluppu þó vel Litilli eins hreyfils flugvél hlekktist á og eyðilagðist i flugtaki á flugvellinum á Skálmar- nesi i Barðastrandar- sýslu i gærkvöldi. í vél- inni voru þrir farþegar auk flugmanns og meiddust allir nema einn farþeganna, sem slapp ómeiddur. Samkvæmt upplýs- ingum Tryggva Þor- steinssonar læknis á Borgarspitalanum munu hinir slösuðu hafa sloppið furðu vel og er enginn lifshættulega slasaður. Allir mennirnir munu þó hafa brotnað nokkuð, þar af einn far- þeganna, sem brotnaði á báðum fótum, en flugmaðurinn brotnaði um hné, að likindum ekki al- varlega. Rannsókn er ekki að fullu lokið ennþá, en ljóst er að mennirnir hafa brotnað eitthvað i andliti. Einn þeirra hlaut alvarlegt kjálkabrot. Liklegast er talið, að það sem hafi valdið slysinu sé, að flugvélin hafi ekki náð nægum hraða, enda þunghlaðin og flugmaðurinn hafi ekki náð að lyfta vélinni fyrr en um seinann. Það var klukkan 21.40 i gær- kvöldi, sem skipverjar á vélbátn- umDreypni frá Hvallátrumhöfðu samband við Hannes Hafstein hjá Slysavarnafélagi Islands og létu vita af þvi, að flugvél heföi hlekkzt á i flugtaki á vellinum á Skálmarnesi. En báturinn var staddur þar út af. Hannes hafði strax samband við Flugstjórn i Reykjavik og var ákveðiðað leita eftir aðstoð Varnarliðsins, jafnframt sem ástandið á slysstað var kannað nánar. A timabili var hugleitt að senda lækni með litilli flugvél á staðinn en eftir að haft hafði verið sima- samband við flugmann vélarinn- ar, sem kominn var að bænum Múla i Skálmarnesi.var hætt við það. Akveðiö var að senda þyrlu Varnarliðsins meö lækni og hjúkrunarmenn á staðinn. Hún kom við i Reykjvik um klukkan 23 i gærkvöldi og tók þar starfsmenn Flugmálastjórnar og hélt siöan vestur en á Skálmarnes er um það bil 45 minútna flug. Þyrlan kom aftur til Reykjavikur með mennina fjóra klukkan rúmlega 1.30 i nótt og voru þeir fluttir á Borgarspital- ann, þar sem þeir liggja enn. Flugvélin, sem er einshreyfils af gerðinni Cessna 177, skrá- setningarnúmer TF-BKA, er mjög illa farin jafnvel ónýt. Flugvöllurinn á Skálmarnesi er stuttur malarvöllur, 420 metrar og yfirborð hans fremur laust. Flugmaður vélarinnar heitir Hrafn Oddson, en farþegarnir, sem slösuðust Karl Asgeirsson og Aðalsteinn Aðalsteinsson, böndi i Hvallátrum. Þriðji farþeginn var sonur hans 18 ára gamall. -ÓG. Hœgri hönd Grivasar handtekin

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.