Vísir - 09.08.1973, Blaðsíða 9

Vísir - 09.08.1973, Blaðsíða 9
Akureyrí braut hefðina og sigraði á Skaganum eftir sex ára hlé ómar Friðriksson, markaskorari þeirra Akur- eyringa komst einn inn fyr- ir vörn Skagamanna, eftir að Þröstur hafði misst knöttinn yfir sig. Er ómar nálgaðist markið, kom Hörður Helgason, mark- vörður út á móti honum og lokaði markinu vel. ómar lyfti knettinum yfir Hörð og ekkert virðist geta kom- ið í veg fyrir mark. En þá kom Guðjón Þórðarson aðvífandi og skallaði yfir markið og aftur fyrir á síð- asta andartaki. Akureyringar fengu hornspyrnu frá vinstri, sem Sigurbjörn tók. Hann sendi lága sendingu við markteig og Akranesvörnin var illa á verði og Jóhann Jakobsson náði að spyrna knettinum í markið, án þess að Hörður hefði nokkurtök á að verja. Þar meö höfðu noröanmenn innsiglað sigur sinn i leiknum, þó 15 minútur væru til leiksloka. Botninn datt alveg úr sóknar- krafti Akurnesinga og voru Akur- eyringar nær þvi að skora þriöja markið en hinir að rétta hlut sinn. Sigur Akureyringa 'var sann- Arni Stefánsson, þegar hann varði skot Björns Lárussonar glæsilega. GUÐJÓN OKKAR HELZTA VON í SUNDINU Barátta um knöttinn við mark Akureyringa. „Ég vil nú engu spá, en vona aðeins það bezta," sagði Torfi Tómasson, formaður Sundsambands Islands, sem er með ís- lenzka sundfólkinu, sem tekur þátt í Meistaramóti Norðurlanda í Oslo. Mótið hefst annað kvöld. „Okkar helzta von er Guðjón Guðmundsson, í 200 metra bringusundi, hann átti Norðurlanda- metið til skamms tíma en nýlega bætti Norðmaður — Ove Wisloss — það og synti á 2.30.5 Guðjón á bezt 2.32,4. Annars eru það helzt tiðindi héðan frá Oslo, að Sviarnir, sem eru langsterkastir virðast senda nánast B-liö. Þrátt fyrir þaö tel eg að þeir séu beztir en þetta ætti til dæmis að auka mögu- leika Norðmanna á þvi að kom- ast á verðlaunapaliinn. Við komun hingað i gærmorg- un, allt hefur gengiö vel og öil- um liöur vei. Laugin, sem synt veröur I er köld, en það á ekkert að koma að sök, ef veðriö helzt jafngott og er i dag. Sú sem byrjar keppnina af okkur islendingunum er Lisa Ronson, sem keppir i 100 metra flugsundi. Sænsk stúlka á þar beztan tima 1.09,2. Lisa náði timanum 1.10,4 i vor og hérna eru margar, sem synt hafa á svipuðum tima. Keppnin veröur þvi mjög hörö, og ef Lisu gengur vel, eru góðar iikur á verð- launasæti. „Annars er ég á þeirri skoðun, að við megum vel við una að fá einn eða tvo verölaunapen- inga,” sagði Torfi Tómasson að lokum. Á fyrri mótum höfum við náð bezt tveim peningum, nema hér heima 1970, þegar við fengum tvö bronz og eitt silfur.” Aðrir, tslendingar, sem keppa á morgun.m eru: Guðmundur Gislason I 200 m fjórsundi, Frið- rik Guömundsson i 1500 m skrið- sundi og þær Vilborg Júliusdótt- ir og Bára ólafsdóttir i 800 m skriösundi. m--------► Guðjón Guðmundsson, þcgar hann hlaut titiiinn iþróttamaður ársins. gjarn eftir gangi leiksins. Akur- nesingar voru óvenju daufir og áhorfendur sem I siöasta heima- leik sáu sina menn gjörsigra Breiðablik meö 10 mörkum gegn engu, urðu sannarlega fyrir von- brigðum. Akureyringar áttu fyrsta hættu- lega tækifærið i leiknum, sem kom á 16. minútu þegar Davið Kristjánsson kastaði knettinum frá marki til Kára Arnasonar. Hann var ekki seinn að notfæra sér þetta kostaboö og skaut, en yfir markiö. Skömmu siðar komst Haraldur Stulaugsson, upp að endamörkum vinstra megin og gaf fyrir, en Arni Stefánsson greip vel inn i, og hættan var liðin hjá. Akurnesingar höfðu fremur yfir höndina fyrst i fyrri hálfleik, þó þeim gengi illa að komast i gegn- um vörn Akureyringa, þar sem Jóhannes og Gunnar Austfjörð voru sterkustu menn að venju. Það var síðan á 26. minútu, sem Ómar Friöriksson náði knettinum rétt fyrir utan vitateig Akurnes- inga, komst inn fyrir vörnina, skaut og skoraöi framhjá út- hlaupandi markveröinum, sem var nálægt þvi að verja. Grunnurinn var lagður að fyrsta sigri Akureyringa yfir Skagamönnum I sex ár. Akurnesingar hófu leikinn aftur af miklum krafti og minútu siðar náði Gunnar Austfjörð að hiröa knöttinn af tánum á Haraldi Stur- laugssyni, sem kominn var inn i markteig, eftir góöa fyrirgjöf frá hægri. Þaö var siðan á 44. minútu fyrri hálfleiksins, sem Akurensingar fengu sitt fallegasta og bezta marktækifæri. Haraldur Sturlaugsson brauzt upp að endamörkum vinstra megin, gaf fyrir markið og stefndi knötturinn til Andrésar ólafssonar, sem var við mark- teig. 1 staö þess aö skjóta lét Andrés knöttinn fara áfram til Björns Lárussonar, sem var i betra færi. Björn skaut föstu skoti i vinstra markhornið niðri en Arni Stefánsson var vel á verði og varöi glæsilega. Sóknarþungi Akurnesinga hélt áfram i byrjun siðari hálfleiks. Haraldur gaf strax á þriðju min- útu knöttinn fyrir til Harðar, sem sendi áfram tilTeits. Teitur skaut góðu skoti en Árni varði vel. Akureyringar bjarga á linu eft- ir mikla sóknarlotu og þvögu I vitateignum á 6. minútu og skömmu siðar fengu Skagamenn tvær hornspyrnur, sem runnu út i sandinn. Arni greip vel inn i á 20. minútu, þegar Karl Þóröarson gaf fallega fyrir. Eftir þetta voru Akureyringar leiðandi aðilinn i leiknum. Þeir náðu góðri sókn á 22. minútu, Sig- urbjörn var kominn upp að enda- mörkum en hikaöi og búið var að valda ómar og Þormóð, þegar hann loks sendi knöttinn fyrir markið. Ómar fékk sendingu fram miðj- an völlinn tveim minútum siðar, komst inn fyrir en Hörður Helga- son bjargaði með fallegu úthlaupi á réttum tima. Norðanmenn áttu siðan nokkr- ar sóknarlotur, en fá opin tæki- færi, það sem eftir var leiksins. Siðan kom mark Jóhanns Jakobssonar, sem sagt var frá i byrjun. Akureyringar áttu siðan nokkrar sóknarlotur en engin op- in tækifæri, það sem eftir var leiksins. Þó Akureyringar ættu sigurinn skilið var það ekki vegna neins stjörnuleiks. Skagamenn voru óvenjudaufir eins og áður sagði og hreint enginn kraftur i leik liðsins. n: Olafur Geirsson Vfsir. Fimmtudagur 9. ágúst 1973. r Úr leik Þróttar og Vikings í gærkvöldi. Vikingar i sókn. Dagur markvarðanna Þróttur heldur enn í hálmstráið Meistaraskrekkur einkenndi leik Þróttar og Víkings. Enda kannski eðliiegt. Tap í þessum leik hefði kostað Þrótt síðasta hálmstráið um veru í fyrstu deild næsta sumar. Greinilega ætluðu þeir að selja sig eins dýrt og kostur var á, þegar liðið kom inn á leikvang- inn. Leikið var á fullu alveg frá byrjun með tilheyrandi lang- spyrnum fram völlinn. Þó var leikurinn aldrei leiðinlegur á að horfa og baráttan mikil. Liðin skiptust á upphlaupum og marktækifærum, en ekki tókst að skora að þessu sinni. Leikur Víkinganna dró dám af baráttugleði Þróttara og varð úr þessu töiuvert þóf og barátta. Menn dagsins voru markverð- irnir, sem vörðu mjög vel, enda fengu þeir nóg tækifæri til að sína getu sína. Gunnar Gunnarsson dæmdi leikinn, og hefði hann mátt vera til muna ákveðnari. Minnis- peningur Evrópu- bikor- keppn- innar í Reykjavík Þar smaug knötturinn yfir þverslá hjá Þrótturum. RICKY BRUCH ENN í STUÐI Steve Smith náði bezta árangri þessá árs í stangar- stökki á alþjóðlegu móti í Svíþjóð í gær. Stökk hann hvorki meira né minna en 5,45. Fór hann yf ir í annarri tilraun og þá með miklum glæsibrag. Þrír aðrir stukku yfir fimm metra, þar af tveir Svíar. Ricky Bruch er við sama heygarðshornið þessa dag- ana og kastaði 65.60 og er það í annað skiptið, sem hann kastar lengra en 65 metra á þrem dögum. Olympíumeistarinn frá Tékkóslóvakiu Ludvik Danek, var langt á eftir með „aðeins" 61,90 og náði öðru sæti. Fer hann inn? má lesa úr svip llalldórs Bragasonar. Andrésar Andar leikarnir í dag Undankeppni Andrésar Andar leikanna hefst í dag á Melavellinum klukkan 5. Þátttakendur eru hvorki meira né minna en 80 talsins á aldrinum 11-12 ára. Keppninni lýkur á morgun. Úrslitakeppnin fer fram i Kóngsberg í haust. islenzku drengirnir og stúlkurnar, sem tekið hafa þátt í þessum leik- um áður hefur gengið mjög vel. i fyrra fengu þau f jölmörg verðlaun, en þá fóru þrjú héðan. En það voru Ásta B. Gunn- laugsdóttir, Guðmundur Geirdal og Unnar Vil- hjálmsson. Dwight Stonesstökk 2,22 í hástökkinu og sigraði með sínum sérkennilega „flop" stíl. FÓLK HORFIR OG SVO HViSLAST ÞAÐ Á „Það er oft, aö fólk horfir, svo hvislast það á. Ég veit, að það er verið að tala um mig. En ég læt það bara lönd og leið. Svo er mér stundum heilsað af fólki, sem ég þekki ekki neitt. En það er um að gera að taka hlutunum eins og þeir eru.” Þetta er brot úr viðtali við Hrönn Hafliða- dóttur, sjónvarpsþul. Vikan leit inn til hennar á dögun- um, og það segir frá heim- sókninni i máli og myndum i blaðinu, sem kemur út i dag. ÉG ER BARA HEPPINN SVEITASTRÁKUR „Ég/ar orðinn allt að þvi tiu árum of gamall, þegar ég byrjaöi aö æfa af alvöru. Ég kem þvi aldrei til með að veröa arftaki Helga Tómas- sonar eins og sagt var i einu dagblaðanna. Ég er eigin- lega bara heppinn sveita- strákur.” Þetta segir Guð- laugur Einarsson meðal annars I viðtali við Vikuna, en hann hefur veriö ráðinn fastur dansari við leik- og óperuhúsiö i Lubeck. BORGIN MILLI STRÍÐS OG FRIÐAR Hvernig er daglegt lif einnar fjölskyldu i Saigon, borginni milli striðs og friðar, þar sem fólk getur átt á hættu að vakna við fallbyssuskothrið hvenær sem er? Svarið við þvi fæst i greinaflokki, sem hefst i nýjustu Viku. Þar seg- ir frá Nguyenfjölskyldunni, sem verður að klifra yfir gaddavirsgirðingar til þess

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.