Vísir - 16.08.1973, Blaðsíða 1
. 7
fili. árg. Fimmtudagur 16. ágúst 1973 — 186. tbl.
Mega
blóta
þeir bara
á laun?
— sjá baksíðuna
HREINT
ENGIN
ÓHAPPA-
FLUGVÉL
Þaö var ekki laust viö aö
hrollur færi um blaöamann
Vísis, er hann sté upp i eina
Loftleiöaþotuna á dögunum,
er hann brá sér til Evröpu.
Reyndar hafði nákominn
ættingi hans slasazt, þegar
sama flugvél lenti harðri
lendingu". á Kennedyflug-
velli nokkrum vikum áöur.
En ötti var ástæöulaus. Sjá
viötal viö tvo flugmenn
vélarinnar.
—BIs. 2og 3
Nóg af dýru
bílastœðunum
Er bilastæðaskorturinn i
miöborginni eins geigvæn-
legur og af er látiö? Ekki
varö þaö séö, þegar blaða-
maöur Visis kannaöi málið.
Hallærisplanið svonefnda,
bilastæðiö á Hótel tslands-
lóöinni, var ekki nema hálf-
skipaö, svo dæmi séu nefnd.
Hækkunin á leigu þar hefur
fælt menn frá þvi, aö þvi er
virðist.
Sjá bls. 3
Deilt enn um
eitt gatamark
„Mér sýndist sjálfum, aö
knötturinn heföi farið i
markiö”, sagði Magnús
Pétursson knattspyrnu-
dómari, er við ræddum viö
hann I gærkvöldi eftir leik
KR og Vestmannaeyja i
Bikarkeppninni i gær. Menn
deildu hart um þaö, hvort
knötturinn hefði farið
framhjá markinu eöa i
markið i gegnum netiö.
Fyrir 20 árum risu einmitt
landsfrægar deilur um gata-
mark, sem varö i úrslitaleik
á islandsmóti milli Vals og
Akraness.
—Sjá tþróttir i opnu
Með einn
stóran á
önglinum
Senn liöur að þvi, aö lax-
veiðiánum okkar veröi lokaö
að sinni. Þaö hefur verið
mikiö um að vera i ánum i
sumar. Margar þeirra hafa
skilaö afbragðs afrakstri,
sem eflaust er aö þakka ára-
löngu starfi manna við aö
rækta fisk i ánnum. Við
hittum i gærmatsvein einn,
sem krækti i laglegan fisk
22, punda lax, sem kostaði
heldur en ekki viðureign.
— Baksiöa
Stúlku byrlað
deyfilyf
— Sjá baksíðu
//Allir dagar góðir,
ai veija úr sumir bara betri
Hún er 21 árs og frá Akureyri. Kannski sunnlenzk sól sé ekki eins hlý og norðlenzk, en Berta var alla
vega búin aö ná fallega brúnu hörundi, þar sem hún lá i sólbaði viö húsgafl suöur i Kópavogi á
dögunum
[R AÐ LÆRA ÞROSKAÞJÁLFUN
Stúlkan, sem viö kynnum sem
„Sumarstúlku Visis” númer 13,
heitir Berta Jónsdóttir og er frá
Akureyrii Hún var reyndar að
baða sig i sunnlenzkri sól, þegar
hún varð á vegi okkar suöur i
Kópavogi, hún stundar nefni-
lega nám sitt þar.
„Ég er að læra þroskaþjálfun
við Kópavogshælið”, upplýsti
Berta. Hún eftir eitt ár i námi,
en ekki kvaf st hún hafa afráðið,
hvort hún heldi siðar til fram-
haldsnáms érlendis.
Þar sem Berta er komin að
norðan til að stunda nám sitt,
býr hún i Starfsmannaheimili
Kópavogshælis. „Þar er bara
nokkuð þokkalegt að búa”,
sagði hún. „Stelpurnar eru
alltaf i stuði”.
Það sakar kannski ekki að
rifja það hér upp, að þegar við
höfum kynnt siðustu sumar-
stúlkuna, sem verður i lok þessa
mánaðar, munum við birta
myndir af öllum stúlkunum,
sem eru með i keppninni.
Lesendum verður siðan gefinn
kostur á að veljá „Sumarstúlku
Visis 1973”, en hin útvalda
verður siðan verðlaunuð með
Sunnuferð til Mallorca.
Á Mallorca býr sumarstúlkan
okkar i hálfan mánuð á nýju og
stóru hóteli, sem heitir Grand
Hotel E1 Cid. Það hótel stendur
við Arenal, sem er 6 km
samfelld sandströnd og eftir-
sóttasta strönd Mallorca. Auk
þess fær sumarstúlkan 60 pund,
eða sem svarar 14 þúsund
krónum i vasapeninga.
—ÞJM
Sumarstúlka Vísis 13
— Ljósmynd Bragi
— segir vega-
gerðarmaðurinn
Sverrir Runólfsson,
sem heldur nú af
stað með vél sína
upp ó Kjalarnes
,,Eins og ég hef alltaf
sagt, allir dagar eru
góðir, en bara sumir
betri”, sagði Sverrir
Runólfsson, þegar við
höfðum samband við
hann i morgun. Sverrir
hafði þá nýlega fengið
upplýsingar um það frá
vegamálastjóra, að
honum væri heimilt að
velja á milli þriggja
kilómetra langra kafla á
Kjalarnesi, til þess að
reyna hina nýju vél sina.
Að sögn vegamálastjóra eru
tveir kaflarnir sitt hvorum megin
við Sjávarhóla og einn á milli Ar-
túnsár og Tiðarskarðs.
Sverrir sagði, að nú myndu að-
stæður kannaðar eins fljótt og
mögulegt væri, þar sem engan
tima mætti missa, og siðan yrðu
aðgerðir hafnar. „En samvinnan
verður að vera góö, og ég veit vel,
aö við eigum eftir að gera þetta”.
— Hvað um kostnað?
„Ég mun koma verðinu niður
og hætti ekki fyrr, en ég get ekki
sleeið fram neinni tölu að svo
komnu” Að lokum sagði Sverrir
„Skiptar skoðanir eru nauðsyn-
legar.”
— EA
Góða veðrið
að minnsta
kosti til
morguns
Þvi ágæta veöri, sem heilsaöi i
morgun, höldum viö liklega i nótt
og fram á morgun. Finnst vist
mörgum timi til kominn eftir
súldina aö undanförnu.
1 dag er rikjandi i Reykjavik
norðan gola eða kaldi og létt-
skýjað verður með köflum. 1
morgun, þegar við röbbuðum við
veöurfræðinga, var hitinn hér
kominn upp i 12 stig, en liklegt er
að hann verði 12-14 stig eitthvað
fram eftir. Þó mun norðan golan
kæla fljótt.
1 nótt má svo gera ráð fyrir 4-6
stiga hita. Norð-austan gola
virðist rikjandi á landinu. A
Vesturlandi er viðast hvar þurrt,
en á Austuriandi er súld og sums
staðar rigning. Fyrir norðan er
þoka.
—EA