Vísir - 16.08.1973, Side 5
Visir. Fimmtudagur 16. ágúst 1973.
AP/INITB ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson
,,/l/legum ekki
setja allt á hakann
fyrír Watergate"
sagði Nixon forseti í útvarpsrœðu sinni. ítrekaði enn,
að hann vissi ekkert um málið.
,,Ég lýsti því skýrt yfir
22. maí, og ég lýsi þvi enn
yfirviöykkur, sem hlustið
ikvöld,að ég vissi ekkert
fyrirfram um Watergate-
aðgerðirnar. Né heldur
átti ég nokkurn þátt f til-
raununum, sem á eftir
komu, til að þagga málið
niður. — Ég hef hvorki
veitt leyfi né kvatt undir-
menn mína til ólöglegra
kosningabragöa."
Þannig komst Nixon að orði i
sjónvarps- og útvarpsávarpi til
bandarisku þjóðarinnar i nótt,
þar sem hann kallaði eftir
,,hjálp ykkar til að tryggja, að
þeim sem vilja notfæra sér
Watergatemálið til að hindra
oss i að koma þvi i verk, sem vér
vorum kosnir til að gera, verði
ekki ágengt.”
Nixon sagði, að eftir þvi sem
vikurnar hefðu liðið hjá, væri
það æ ljósara, að yfirheyrslurn-
ar og ummæli manna i kjölfar
þeirra bindust meira og meira i
þá átt að reyna að bendla forset-
ann persónulega við hinar ólög-
legu aðgerðir, sem átt höfðu sér
stað.
Hann sagðist taka á sinar
herðar ábyrgðina af lögbrotun-
um, vegna þess að þau hefðu
verið framin i stjórnartið hans,
en itrekaði fyrri ummæli sin
um, að hann hefði ekkert- vitað
um málið fyrr en 22. mai. Siðar i
ræðu sinni sagðist hann þó hafa
fengið vitneskju um innbrotið
hjá sálfræðingi Ellisbergs þ. 17.
mai — Hann sagði, að fram til
þess tima hefði hann fengið vill-
andi upplýsingar og skýrslur
uin málið.og gaf Nixon i skyn,
að John Dean hefði ekki skýrt
Watergatenefndinni rétt og
skýrt frá viðræðum sinum við
forsetann.
Nixon sagðist mundu halda
áfram að sporna við þvi, að
segulbandsspólurnar, sem
hefðu að geyma upptökur i sam-
tölum i sima forsetans og. af
fundum hans, yrðu afhentar
Watergatenefndinni. Hann
sagði, að það væri að bregðast
trúnaðartrausti þeirra, sem
talið höfðu sig vera að ræða i
trúnaði við Bandarikjaforseta.
,,Ef við litum á Watergate frá
stærri sjónarhóli, sjáum við, að
brot manna þarleiddi af þvi, að
þeir gengu út frá þvi, að tilgang-
urinn hæfi þá yfir þær reglur,
sem gilda um annað fólk og
rikja i hverju frjálsu samfélagi.
Slikt verður aldrei þolað i
þessu landi. Hins vegar þróaðist
þetta ekki á árinu 1972. Þetta
komst i tizku á við byrjun sið-
asta áratugs, þegar einstakling-
ar og hópar gáfu sjálfum sér
umboð til að taka lögin i sinar
hendur — þvi að tilgangurinn
væri svo helgur. .. — Við verð-
um að skilja, að þarna hefur
hvað leitt af öðru, og öfgarnar
1960 eiga sinn þátt i öfgunum i
Watergatemálinu.”
,,Það er nauðsyn, að slik mis-
tök endurtaki sig ekki. En það
er einnig nauðsyn, að við i ofur-
kappinu til að fyrirbyggja slik
mistök bindum ekki svo hendur
forsetans, að stofnaði i hættu
öryggi okkar og þá um leið
frelsisréttindum okkar.” sagði
Nixon.
„Við megum ekki gleyma
okkur svo við Watergatemálið,
að við sláum slöku við vanda-
mál, sem hafa þýðingu fyrir
Bandarikin og heiminn. — —
Timi er til kominn að afhenda metin. En það er timi til kom-
dómstólunum Watergate, þar innfyrir okkur hin að snúa okkur
sem sekt og sakleysi skulu að þjóðmálunum.”
ÖRYGGISRÁÐIÐ VITTI ÍSRAEL
— „En við höldum áfram," segir yfirmaður herráðs ísraels
„ísrael mun halda
áfram að elta uppi leið-
toga Palestinuskæruliða
i blóra við alþjóðalög,
þrátt fyrir fordæmingu
öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna á siðustu til-
raun þeirra,” sagði
David Elazar, hers-
höfðingi, yfirmaður her-
ráðs ísraelsmanna.
Elazar mælti þessi orð að visu
nokkrum klukkustundum áður en
vitur öryggisráðsins lágu fyrir,
en allir höfðu séð fyrir, hverjar
yrðu niðurstöður funda ráðsins i
gær.
Hershöfðinginn varaði við þvi,”
að fleiri aðgerðir væru yfirvof-
Oflug bilasprengja sprakk fyrir
utan hafnarkrá eina i Belfast, án
þess að nokkur boð hefðu verið
gerð á undan, eins og þó oft er þar
gert. -- Margt var um manninn i
kránni, og beið einn maður bana,
en niu særðust.
Kráin stendur i borgarhluta,
andi,” á borð við þá, þegar þeir
neyddu libönsku farþegaþotuna
til að lenda á herflugvelli i Israel.
Vitur öryggisráðsins á hendur
Israei voru samþykktar með 15
atkvæðum gegn 0. —
þar sem fjölskyldur mótmælenda
og kaþólskra búa hlið við hlið, og
varð engum getum að þvi leitt,
hverjir þarna hefðu verið að
verki.
Tala fallinna i óeirðunum á
irlandi þessi siðustu fjögur árin
er nú komin i 866.
ÍRAR SPRENGJA ENN
Kennsl borin
á 9 líknnna
Lögreglan í Houston
vinnur enn aö rannsókn
f jöldamoröanna, en hún
hefur lýst því yfir, aö ekki
séu fleiri grunaðir í málinu
en piltarnir tveir, sem sitja
i gæzlu, og svo kynvilling-
<-------------------------
l.ikin 27, scm grafin hafa verið
upp, hafa iill vcrið illþekkjan-
leg, enda sum búin a_ð liggja
hátt á þriðja ár i jörðu. Miirg
voru þó i plastpokum.
urinn, sem annar þeirra
varö aö bana.
Lögreglunni tókst að bera
kennsl á fjögur lik til viðbótar i
gær og hefur þá tekizt að þekkja
lik niu unglinga úr fjöldagröfun-
um. Eins og l'ram hefur komið i
tréttum hafa alls fundizt 27 lik.
'l'il sérstakrar rannsóknar
hefur verið tekin 15 ára stúlka,
sem lögreglan segir, að hafi
sloppiö naumlega við nauögun og
skapadægur sitt af hendi „stjórn-
anda” morðhópsins, sem var hinn
33 ára gam|i Corll. Stúlka þessi
strauk að heiman, en er nú • i
vörzlu lögreglunnar.
Tveir hafa ekki
tapað einni skók
á svœðamótinu
Nú, þegar biðskákirnar hafa
verið tefldar á svæðamótinu i
Petropolis i Braziliu, eru linurnar
farnar að skýrast og ljóst, að
einungis sex stórmeistarar eiga,
þegar 2umferðir eru eftir, mögu-
leika á að ná 3 efstu sætunum.
Þeir eru:
1. Portisch, 11 vinninga
2. Mecking og Geller, 10 1/2 vinn-
ing.
4. Hort, Polugaievski og Smyslov
með 9 1/2 vinning.
En Liuboievic frá Júgóslaviu,
sem leiddi mótið frá upphafi,
hefur dregizt svo aftur úr (tapaði
núna siðast biðskák fyrir Smys-
lov), eftir að hann fór að mæta
Rússunum, að hann á enga mögu-
leika, jafn Reshevsky i 7. sæti
með 8 1/2’ vinning.
1 næstsiðustu umferðinni munu
þessireigastvið: Hort og Byasas.
Kargan og Mecking, Liuboievic
og Gheorghiu, Ivkov og Geller,
Panno og Smyslov, Portisch og
Keres, Tan og Polugaievski, og
Reshevsky og Savon.
Portisch og Mecking eru þeir
einu, sem ekki hafa tapað skák.