Vísir - 16.08.1973, Síða 16
Fimmtudagur 16. ágúst 1973.
Kom heim með illa
fengið reiðhjól:
FORELDRAR
SJÁ EKKERT
ATHUGA-
VERT
Það var ánægður piltur sem
kom hjólandi heim til sin i gær.
Þá hafði hjólið hans veriö týnt i
rúman hálfan mánuð, og vonin
um aö fá þaö aftur farin að
dofna.
En i gærdag, þegar hann var
inni á Kleppsvegi, sá hann ann-
an dreng á hjólinu sinu, sem
hvarf fyrir hálfum mánuöi, þeg-
ar hann var i Laugarásbiói.
Lögreglan kom á staðinn, og
sá um að réttur eigandi fengi
hjóliö sitt. Sökudólgurinn var
fluttur heim til foreldra sinna.
Þaö mun vera býsna algengt
aö hjólum sé stolið. Aö mestu
eru þaö börn og unglingar, sem
þareru aö verki. Furöanlega oft
láta foreldrar þaö viögangast aö
börn þeirra séu allt i einu komin
á ný hjól án skýringa.
— ÓH.
íslendingar
10. mesta
bílaþjóð
í heimi
Um 60 þúsund
bílar á landinu
tslendingar eru 10. mesta
hílaþjóö i heimi. Bflafjöldinn
á tslandi er uin 00 þúsund, og
eru þar af lciöandi 285 bilar á
hverja þúsund ibúa. 1 árslok
1071 voru liins vegar 250 bflar
á hverja þúsund ibúa.
Þetta sýnir meðal annars
skýrsla frá Bilgreinasam-
bandinu, og þar sést enn-
fremur, að Bandarikin eiga
flesta bilana sem von er. Þá
má geta þess að i Bretland er i
11. sæti, einu sæti neðar en
Island!
En það eru ekki allir, em
búa við sömu kjör. 1 Nigeriu
eru til dæmis nærri 7000 menn
um hvern bil, i Burundi um
þúsund i Afganistan um 1.200
og i Nepal 2.700. Þetta eru þau
lönd, sem fæsta eiga bilana.
Gera má ráð fyrir, að
heildarframleiðsla bila árið
1972 hafi verið nær 36 mill-
jónir. 31. desember 1971 var
heildarbileignin i heiminum
hvorki meira né minna en 260
milljónir.
—EA
,/Etla að borða hann sjálfur‘
— segir matsveinn, sem veiddi 22ja punda lax í Grímsó í vikunni
„Ég nældi mér í þennan
núna í vikunni. Hann er úr
Grímsá og er nálægt því
að vera 22 pund,” sagði
Eyþór Sigmundsson í
Kópavogi, þegar hann
kynnti okkur fyrir þeim*
stóra, sem við sjáum í
höndum hans á meðfylgj-
andi mynd.
„Nánar tiltekið var það i svo-
nefndum Móhyl, sem ég náði
þessum stóra, ,,hélt Eyþór
áfram. „Viðureignin tók i kring-
um hálftima, en auk þess stóra
fékk ég fjóra minni laxa og einn
sjóbirting.”
Að sögn Eyþórs er mjög góð
veiði i Grimsá núna. „Það var
næstum óhjákvæmilegt aö ná i
nokkra, þar sem það var krökkt
i ánni,” sagði hann.
„Ég man ekki eftir að hafa
komið að ánni svona vænni
fyrr, en það eru nú orðin 17 ára
frá þvi ég byrjaði aö stunda
laxveiði,” sagði Eyþór. Hann er
annars matsveinnog ætti þvi að
geta sagt sér, hvernig auöveld-
ast er að fá i soöið. Hann ætlar
þó ekki aö bera stórlaxinn á
borð fyrir starfsfólK Útvegs-
bankans, sem hann matreiðir
ofani, heldur hyggst hann
reykja laxinn og leggja sér hann
sjálfur til munns i vetur.
Um næstu helgi ætlar Eyþór
að renna i Stóru-Laxá, en á
þeirri á hefur hann sérstakt
dálæti. „Fljótlega ætla ég svo aö
reyna aftur við ósköpin i
Grimsá, en ég tryggði mér
veiðileyfi strax eftir kynni min
af ánni um daginn,” sagði mat-
sveinn að lokum.
— ÞJM
Eyþór með laxinn góða úr Grimsá. Aður hefur hann náð f þá viðlika stóra, og þrisvar hefur hann veitt
23ja punda laxa. Ljósm.: Bj.Bj.
Skór frá 18. öld
finnast
í Aðal-
strœti
„Þessi skór er greinilega úr
brunanum 1764 i Aðalstræti 14 og
sylgjan sömuleiðis. Hvort skórinn
er af karlmanni eða kvenmanni
er ekki gott að segja, en lagið á
honum er hreint ekki svo ólikt
skóm, eins og þeir eru i dag, —
þykkur sóli og breiður hæll, en
skórinn hefur þó veriö heldur tá-
mjórri” sagði Else Nordal sem
stjórnar uppgreftrinum i aðalst.
og Suðurg. Skórnir og beizlis
'sylgja úr bronsi fundust hýlega i
Aðalstræti 14, en nú eru aðeins
eftir innan við tvær vikur af upp-
greftrinum i sumar. „Þetta er
þriðja sumarið mitt hérna, og ég
geri ráð fyrir að vera hér a.m.k.
eitt sumar i viðbót. Fyrsta
sumarið var ákaflega gott hvað
veðrið snertir, en i fyrra var
næstum alltaf rigning. I sumar
hefur þetta verið svona sæmi-
legt, en þó urðum við að
hætta i gær vegna rigningar. Nú
er bara að vona að við fáum
sæmilegt veður þessa siðustu
daga”, sagði Else. Varðandi hús-
veggina, sem fundust i Aðal-
strætinu, og sumir hafa viljað
halda fram að væru frá þvi fyrir
landnámsöld, sagði Else að hún
teldi það ákaflega ósennilegt og
ekkert benti til að þarna hefði
verið byggö fyrir tið landnáms- „Skórinn er úr leöri, og mér finnst liklegt, að hann sé danskur”, segir.
manna. —ÞS Else. Hún heldur á bronssylgjunni.
og beizlis-
sylgja
Ásatrúarmenn mega
gifta og skíra — en
Mega þeir
bara blóta
ó laun?
Þá hefur Sveinbjörn alls-
herjargoöi á Draghálsi fengið
leyfi geistlegra yfirvalda til
þess að vigja saman hjón,
skira og jarða eins og aörir
„safnaðarformcnn” hér-
lendir. Var i vor gefið út gréf
af dóms- og kirkjumálaráðu-
neytinu, þess efnis, að honum
er veitt þessi viöurkenning.
Ekkert segir i bréfinu um blót-
in, en samkvæmt Gragás eru
opinber blót bönnuð á tslandi.
Segir i bréfinu ennfremur:
„Er i þvi sambandi ennfremur
vakin athygli á 63. grein
stjórnarskrárinnar, þar sem
segir, að heimilt sé mönnum
að stofna félög til að þjóna
guöi meö þeim hætti, sem bezt
á við sannfæringu hvers og
eins, en þó megi ekki kenna
eöa fremja neitt, sem er gagn-
stætt góðu siðferði og alls-
herjarreglu.” Spurðumst við
fyrir um það ennfremur hjá
ráöuneytinu, hvort talið sé, að
Asatrúarmenn séu að þjóna
fyrrnefndum guöi og var þvi
svarað til, að í grein þessari
muni átt við guö hvers og eins
og þvi eigi þetta við Asatrúar-
menn sem aðra.
-ÞS.
STÚLKA TRÓÐST UNDIR
— fékk snert af taugaáfalli, en komst þó á ballið á nýjan leik
Eins og sagt hefur veriö frá i
fréttum, þá var mikil fyllirissam-
koma I Miögaröi I Skagafirði um
verzlunarmannahelgina. Var
meö einsdæmum, hversu margir
komust inn í húsið, en lögreglan á
Sauðárkróki taldi, að það hefðu
verið um tvö þúsund manns. Hús-
ið tckur aftur á móti 600 manns.
Miklar sögur hafa nú breiðzt út
um lætin, sem þar áttu að hafa
veriö. M.a. hefur borizt til eyrna,
að stúlka hafi verið troðin undir
þar og hún látizt. Þar að auki er
mannfjöldinn kominn upp i 3 þús-
und, sem átti að hafa verið i hús-
inu.
Staðreyndin með dauðsfallið
mun hins vegar vera sú, að á
samkomunni féll stúlka á gólfið
og fékk taugaáfall. Varð mikið
uppistand meðal samkomugesta
út af þessu. Læknir, sem var
staddur á staðnum, kom til og
taldi hann ráðlegt, að farið yrði
með stúlkuna á sjúkrahús. Var
það gert.
En að sögn lögreglunnar á
Sauðárkróki var stúlkan orðin
spræk aftur eftir hálftima, og hélt
hún þá ótrauð aftur á ballið og.
skemmti sér sem mest hún mátti.
En af einhverjum ástæðum
virðist þetta fall hennar hafa ýtt
undir sögusagnir um að einhver
hafi troðizt undir á umræddri
samkomu.
—OH
Stúlku byrlað
deyfilyf
Ung stúlka kærði i
nótt til lögreglunnar,
að sér hefði verið gefið
inn deyfilyf. Var hún þá
stödd á sumblsam-
komu i Skipholtinu. Er
þar um sama stað að
ræða og lyfseðlablokk-
unum var stolið af
lækninum fyrir nokkru.
Þegar lögreglan kom á
staðinn, var stúlkan utandyra.
Var hún mjög ölvuð, og jafnvel
einnig undir áhrifum fiknilyfja,
þótt ekki sé hægt að sanna það
án rannsóknar. Lögreglan tók
stúlkuna með sér og ók henni
heim.
Um tuttugu manns voru
samankomnir á samkomunni.
Engin fíknílyf fundust þar. Það
fólk, sem var þarna, er alþekkt
svallfólk. —oh