Vísir - 01.10.1973, Blaðsíða 21

Vísir - 01.10.1973, Blaðsíða 21
Vísir. Mánudagur 1. október 1973 Q (D < □ Q KVÖLD | í DAG Sjónvarp kl. 21.40 „Hjónaskilnaðarbarn" — brezkt sjónvarpsleikrit um óhrif skilnaðar á börn Bretar gera oft ákaflega vandaðar og vel leiknar sjón- varpskvikmyndir, eins og sjón- varpsáhorfendur hér hafa séð. Þótt þeim hafi til þessa þótt tak- ast bezt upp i alvörugefnum verkum eða þá hreinum gaman- leikritum, gera þeir æ meira af þvi að sýna vandamál nútim- ans. Eins og Norðurlandaþjóð- irnar hafa Bretar æ meira beint athyglinni að verkum, sem fjalla um félagsleg vandamál i nútimaþjóðfélagi. Klukkan 21.40 i kvöld sýnir sjónvarpið brezkt sjónvarps- leikrit, sem nefnist Hjónaskiln- aðarbarn, en þar er fjallað um ákaflega viðkvæmt vandamál — áhrif hjónaskilnaðar á börn. Aðalpersónan Debbie er 13 ára gömul, og byrjar leikritið á þvi, að hún er að koma heim frá dvöl á heimavistarskóla. Foreldrar hennar reyna eftir mætti að dylja hana þess, að hjónaband þeirra er i rústum, þótt þau viti, að fyrr en varir hlýtur hún að komast að hinu sanna. Það er Jane Hanley, sem leikur stúlk- una, en aðrir leikendur eru Ian Hendry, Zena Walker og Anne Stallybrass. Þýðandi er Brlet Héðinsdóttir. —ÞS Faðirinn, Ian Henry og dóttirin, Jane Hanley I leikritinu „Hjónaskilnaðarbarn”^ sem sýnt verður i sjón- varpi i kvöld. Þessi mynd er alls ekki úr 20 ára gömlum bandariskum „western”, heldur glænýjum, islenzkum kúrek- um, sem munu skemmta sjónvarpsáhorfenduin i kvöld. Sjónvarp kl. 21.00 ISLENZKIR KUREKAR BREGÐA Á LEIK „Þetta er gamanþáttur i kúrekastil með hressilegum lögum”, 'sagði Guðrún Þor- bergsdóttir, er við spurðum hana um þáttinn „Jóreykur úr vestri”, sem er á dagskrá sjón- varpsins kl. 21.00 i kvöld. Þessi þáttur var tekinn upp i ágúst i sumar i rústum skammt frá Alafossi i Mosfellssveit, en það er hljómsveitin Brimkló, sem tekur lagið og bregður sér i gervi kúreka úr villta vestrinu. Hljómsveitina skipa Arnar Sigurbjörnsson, Björgvin Hall- dórsson, Hannes Jón Hannes- son, Ragnar Sigurjónsson og Sigurjón Sighvatsson. Með þeim eru einnig þau Guðmundur Har- aldsson, Guðrún Valgeirsdóttir og Þórhallur Sigurðsson, en auk þess koma fram i þættinum nokkrir ónafngreindir hestar. Upptöku stjórnar Egill Eðvarðsson. —ÞS 21 Spáin gildir fyrir þriðjudaginn 2. október. ♦ ☆★☆★☆★■ ★ ★ «- ★ JV X «- X «- X «- X- «■ X «■ X «■ X «• X «- X «■ X «• X «- X «- X «- X «- X «■ X «- X «■ X «- X «- X «■ X «- X «■ X «■ X «- X «• X «- X «- X «■ X «- X «- X «■ X «- X «- X «■ X «- X «- X «■ X «- X «- X «- X «- X «• X «- X «- X «- X*.W*4MM*-¥-W¥V¥-V-¥W¥V¥-V-¥V-¥V-¥^¥--g-¥V-¥V-¥V¥--y¥-y»V-¥y-¥-J; .—• c * u JÉ. Hrúturinn, 21. marz—20. april. Það getur farið svo að þú eigir að einhverju leyti erfitt með að henda reiður á þvi, sem er að gerast i kringum geta atvik ráðizt. Nautið. 21. april—21. mai. Eitthvað, sem þú gerðir fyrir nokkru og taldir þá glappaskot, mun reyndar verða þér mikið happ, svo undarlega geta atvik ráðizt. Tviburarnir, 22. mai—21. júni. Nú ferðu hvað úr hverju að sjá merkilegan árangur af störfum þinum, og ef til vill mun meiri en þú gerðir ráð fyrir. Krabbinn,22. júni—23. júli. Þú þarft að ráðfæra þig við einhvern sem þú treystir i viðkvæmum málum, þar sem þú ert ekki nægilega hlutlaus aðili þar. I,jónið,24. júli—23. ágúst. Farðu gætilega i öllum áætlunum, sem að einhverju leyti eru tengdar peningamálum þinum og afkomu. Dálitið við- sjárverður dagur. Meyjan,24. ágúst—23. sept. Það gildir ekki alltaf að þú hafir á réttu að standa, þegar þú ert ósam- mála öðrum. Reyndu einhvern tima að slaka fyrir öðrum. Vogin, 24. sept —23. okt. Taktu ekki fyllilega mark á fullyrðingum annarra, en taktu þó hóf- lega tillit til þeirra. Alltaf getur eitthvað verið á þeim að græða. Drekinn, 24. okt —22. nóv. Farðu gætilega i öllu þvi, sem að einhverju leyti kemur við afkomu þinni. Það eru einhverjar blikur á lolti i efna- hagsmálum þinum. Bogmaðurinn, 23. nóv,—21. des. Það gerist öllum líkindum góður dagur, en þó er vissara fyrir þig að hafa augun hjá þér i öllum viðskipt- um. Steingeitin, 22. des.—20. jan. Farðu rólega að öllu, svo þér veröi ekki á glappaskot, sem að visu verður naumast skaðlegt, en öllu fremur bros- legt, ef til vill. Vatnsbcrinn, 21. jan,—19. febr. Þetta verður að öllum likindum góður dagur, en þó er vissara fyrir þig að hafa augun hjá þér i öllum viðskipt- um. Fiskarnir, 20. febr,—20. marz. Það gengur á ýmsu, einkum i peningamálunum, þar sem viss- ast er að auðsýna alla gætni. Að minnsta kosti hvað fjárfestingu snertir. UTVARP SJONVARP Mánudagurl. október MÁNUDAGUR 1. október 14.30 Síðdegissagan: „Hin gullna framtíð” eftir Þor- stein Stefánsson Kristmann Guðmundsson les (11). 15.00 Miðdegistónleikar 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir 16.20 Popphornið. 18.30 Fréttir VeÖUrfregnÍr. 19.00 Veðurspá Daglegt mál Helgi J. Halldórsson cand. mag. flytur þáttinn. 19.05 Strjálbýli — þéttbýli Þáttur i umsjá Vilhelms G. Kristinssonar fréttamanns. 19.20 Um daginn og veginn. Dr. Gunnlaugur Þórðarson talar 19.40 Búnaðarþáttur: úr heimahögum Hjörtur Stulaugsson bóndi i Fagra- hvammi i Skutulsfirði greinir frá tiðindum i viðtali viö Gisla Kristjánsson ritstj. 20.30 Hann lagði lif sitt að veði Hugrún skáldkona flytur fyrra erindi sitt um skozka trúboðann James Chalmers. 21.00 Sinfóniuhljómsveit belgiska útvarpsins leikur tónverk eftir D’ Albert Mortelmans, Jarnefelt, Gil- son og Britten: Ronald Zoll- man stj. (Frá belgiska út- varpinu). 21.30 (Jtvarpssagan: „Full- trúinn, sem hvarf” eftir Hans Scherfig Þýðandinn, Silja Aðalsteinsdóttir les (10) 22.15 Veðurfregnir. Eyjapistill 22.35. Hljómplötusafnið i um- sjá Gunnars Guðmunds- sonar. 23.30 Fréttir i stuttu máli. 20.25 Veöur og auglýsingar 20.30 Maðurinn. Nýr breskur fræðslumyndaflokkur i 13 þáttum um manninn og eig- inleika hans. 1. þáttur. Þekktu sjálfan þig.Þýðandi og þulur óskar Ingimarss 2100 Jóreykur úr vestri. Skemmtiþáttur i „kúreka- stil”. Hljómsveitin Brimkló bregður á leik i Mosfells- sveit. Hljómsveitina skipa: Arnar Sigurbjörnsson, Björgvin Halldorsson, Hannes Jón Hannesson, Ragnar Sigurjónsson og Sigurjón Sighvatsson. Þeim ti! aðstoðar eru Guðmundur Haraldsson, Guðrún Val- garðsdóttir, Þórhallur Sig- urðsson og nokkrir ónafn- greindir hestar. Stjórn upp- töku Egill Eðvarðsson. 21.15 Fuglar, fé og fjöll. Mynd um náttúrufar og dýralif i Færeyjum. Þýðandi og þul- ur Gylfi Pálsson. 21.40 Hjónaskilnaðarbarn. (The Thursday’s, Child) Breskt sjónvarpsleikrit eftir Julian Bond. Aðalhlutverk Ian Henry, Zena Walker, Anne Stallybrass og Jane Hanley. Þýðandi Briet Heðinsdóttir. Leikritið fjall- ar um tilfinningaleg vanda- mál barna og unglinga, þeg- ar hjónaband foreldranna leysist upp. Aðalpersónan Debbie, 13 ára súlka, kemur heim eftir dvöl i heimavist- arskóla. Foreldrar hennar reyna eftir mætti að dylja hana þess, að hjónaband þeirra er i rústum, þótt þau viti, að fyrr en varir hlýtur henni að verða sannleikur- inn ljós. i'&'k'&'k'&'k'k'k'k'k'&'k'&k'k'kúic'&'k'k'kú'k'k'k'&'k'k'k'tt'kú'k'k'k'&'k'&'k'k'k'k'kk'kkú'k'&ic'k'k'&'kú'k'&'k'k'k'&ic'&'k'&'k'k'k'k'k'&'k'&ic'k'k'ti'kic'kic’kic'&'kú'k'&'k'k'kú'k'ttic'&'k'kk

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.