Vísir - 01.12.1973, Side 4

Vísir - 01.12.1973, Side 4
4 Visir. Laugardagur I. desember 1973. DAVID GATES er góöur lagasmiður og lög hans alveg sérstaklega tær og hrein, eins og þeir vita, sem hiustað hafa á BREAD, en i þeirri hljómsveit var hann lengi aðalsprautan. JESSE COLIN YOUNG býður upp á hressilegt soft-rokk, oft á tiðum blandað blues og stundum country. JIM CKOCE lézt i flugslysi fyrir liðlega mánuði.Með honum fórust félagarnir i hljómsveit hans. Upphaflega ætlaði ég að rita hérna nokkur spök inngangsorð um soft-múslk og segja, á liverju þessi gerð tónlistar byggist. En ég sá að mér, þvi inn i soft-músik blandast svo að segja allar gerðir tónlistar, sem vinsælar eru I dag. Rokk og country skipa þó fyrstu sessina, en einnig er þar að finna blues, jassog jafnvel stundum klassik. Pvi eftir allt þýðir soft rólegur eða injúkur, en þessi tvö orð lýsa tónlistinni miklu betur en langur pistill um hana. Svo það valdi engum mis- skilningi, ætla ég að nefna nokkra góða fylgjendur soft- músikurinnar. Söngvarar: James Taylor, Paul Simon, Donovanog Arlo Guthrie.Söng- konur: Joni Mitchell, Carly Sinioii og Sandy Denny.Hljóm- sveitir: Beach Boys, Seals & Crofts, America, Eagles og Crosby, Stills, Nash & Young, bæði sem hljómsveit og svo hver um sig. Eins og þið sjáið, er tónlist allra þessara lista- manna náskyld. Þó öll hafi þau slna sérhæfileika, hvað túlkun þessarar tónlistar viðkemur. Þess vegna held ég, að þessi nöfn og sú tónlist, sem þeim er tengd, segi miklu meira um hvaða merkingu fólk leggur yfirleitt i orðin soft-músik. Undanfarinn mánuð hef ég sankað að mér þvi helzta, sem komið hefur út um soft-músik. Sumar af fyrrnefndum hetjum hafa sent frá sér plötur, en þó er hér aðallega um að ræða lista- menn, sem eru ekki eins þekktir hér og þeir eru viðast hvar ann- ars staðar, og þvi kominn timi til að kynna þá. Sá maður, sem er i mestu uppáhaldi hjá mér um þessar mundir, er Jackson Browne.en önnur plata hans, ,,For Every man" lýsir snilld hans glöggt Jackson Browne hefur verið kallaður arftaki Dylans, sér- staklega vegna textanna, en þeir eru einstaklega næmir, og einnig hvilir sterkur næmleiki yfir lögum hans. Þó er rangt að likja honum við Dylan, þvi lög- in, sem Jackson Browne flytur, eru mun melódiskari og fallegri en lög Dylans. Tónlist hans er yfirleitt róleg, en stundum herð- ir hann þó á sér og fer út i country-rock, en honum lætur það ekki siður en þegar hann fær mann til að slappa af og hugsa og hlusta, þegar hann syngur einmanalegri röddu um margt sem miður fer. Bæði á ,,For Every man”og fyrri plötu sinnihefur Jackson Browne val- ið fólk sér til aðstoðar, mikið til sama fólkið á báðum plötunum. Nafnaupptalning yrði löng, og stytzt er þvi að segja, að með Jackson Browne starfa nokkrir af beztu hljóðfæraleikurum og söngvurum Bandarikjanna, og þykir heiður að. Þessi fáu orð ná engan veginn að lýsa snilld Jackson Browne, sérstaklega ef þú, sem þetta lest, hefur aldrei heyrt i honum. Þvi skaltu nota fyrsta tækifæri og reyna að kynnast honum. Þvi fyrr, þvi betra fyrir þig. David Gates er fyrrverandi aðalmaður i hinum nýhættu Bread. Fyrsta sólóplata hans, ,,First”,er lika talsvert Bread- leg, en þó sýnir hann i laginu „Lorelei”,að hann er fjölhæfari en svo, að hann sé algerlega staðnaður i stil sinum. Um önn- ur lög plötunnar er litið að segja, þau sýna, að David Gates er góður lagasmiður og lög hans alveg sérstaklega tær og hrein, eins og þeir vita, sem hlustað hafa á Bread. En gallinn er, að oft er eins og Bread séu þarna upprisnir. Enda kannski ekki skritið, þar sem David Gates var eina heilhveitibrauðið i hópnum. Þvi verður þessi plata sennilega Bread-aðdáendum meira gleðiefni en nokkrum öörum. En ég vona bara, að David Gates noti meira þá hæfi- leika, sem hann sýnir i „Lore- lei”. Oft er það svo, að frægðin kemur ekki fyrr en eftir dauð- ann. Svoleiðis var það með hljómsveitina Cowboy. Það er kannski of djúpt tekið i árinni að segja, aðCowboy sé fræg hljóm- sveit, þótt Cowboy sé óumdeil- anlega góð hljómsveit. Arið 1970 gaf Cowboy út sina fyrstu plötu „Reach for the Sky" og þá seinni ,,5’11 Getcha Ten” árið 1971, en stuttu siðar lognaðist hljómsveitin út af og varð fáum harmdauði, enda svo til óþekkt með öllu. Nú tveim árum siðar var eftirspurnin eftir þessum plötum hennar orðin það mikil, að plötufyrirtæki hennar „Capricorn”, sá sér ekki annað fært en að endurútgefa þær i formi ódýrs „double-albums”. Þegar maður hlustar á þessar plötur i dag, furðar maður sig á þvi, hvers vegna Cowboy skyldi ekki hreinlega slá i gegn, hún hefði svo sannarlega átt það skilið. Það sem hún hefur upp á að bjóða er soft-rokk, blandað country, sem sagt, soft-músik af beztu gerð. Var verið að segja, að oft kæmi frægðin eftir dauðann? Vist var Jim Crocefrægur, áður en hann lézt þann 21. sept. s.1., er flugvél hans hrapaði rétt eftir flugtak með þeim afleiðingum, að allir innanborðs létust, ekki bara Jim Croce, heldur lika hljómsveitin hans og áhöfn vél- arinnar. Þó Jim Croce hafi verið orð- inn frægur og örugglega átt eftir að verða frægari, þá er það ör- uggt, að hið sviplega fráfall hans mun gera orðstir hans ævinlegan. Og hann á það svo sannarlega skilið, það sýna þær skýrt L.P.-plöturnar tvær „You don’t Mess Around with Jim”og „Life and Times”,sem hann gaf út áður en hann féll frá, og lik- lega var þriðja platan rétt ó- kláruð. Sennilega er ,^Bad, Bad, Leroy Brown” hans þekktasta lag hér. Texti þess lags er tals- vert dæmigerður fyrir Jim Croce. En á hinni þungfæru leið sinni til frægðarinnar kynntist hann mörgum, og eftir sumum textum hans að dæma fundust honum grófgerðir persónuleikar athyglisverðastir, og eru marg- ir textar hans persónulýsingar þeirra. oftast mjög blandaðir kimni. Það má lika segja, að lagið sé dæmigert fyrir hann, en yfirleitt er pianóið ekki aðal- hljóðfæri, heldur kassagitarinn. Þó er Jim Croce upp á sitt bezta, þegar hann syngur róleg, falleg og persónuleg lög sin. Ef hiö frábæra lag hans, „I've Got a Name”, kemst inn á islenzka CAET MIII ííi# Fyrri SOFT-MU: >!K hluti

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.