Vísir - 01.12.1973, Side 8

Vísir - 01.12.1973, Side 8
8 Vísir. Laugardagur 1. desember 1973. o Senn komo jólin Ertu farinn aö undirbúa jólin? Þannig voru lesendur Visis spuröir á dögunum. Allir skildu þeir spurninguna veraldlegum skilningi. Sjálfsagt hefur hún lika veriö framsett i þeirri meiningu. En þaö var eiginlega enginn farinn aö undirbúa jólin, ekki einu sinni hinar forsjálustu húsmæöur. Enda var þá góöur tlmi til stefnu, einar 5-6 vikur. 'En nú fer að styttast til jóla. Á morgun hefst aðventa og með henni nýtt kirkjuár. Orðið aöventa er komið úr latinu: Adventus domini = koma Drottins. Forn kirkjuleg hátíö — allt frá sjöttu öld. — Og eins og þýðing vor (jólafasta) bendir til, voru þetta upphaflega alvar- legir dagar með föstu og banni við öllum veizlum og hátiöum. En sá alvörublær mun raunar aldrei hafa verið yfir komu að- ventunnar i lúterskum sið. Svo á heldur ekki að vera. Hverju ætt- um vér, mannanna börn, frekar aö fagna heldur en komu frels- arans í þennan heim. Hann kom ekki til aödæma heiminn. Hann flutti oss mikinn fagnaðarboð- skap. Hann kom til þess, að heimurinn mætti frelsast fyrir hann. Og komu hans — aðvent- unni — eigum vér að fagna með hófsamlegri gleði, með bljúgri bæn, með fögnuði þess hjarta, sem veitir með ljúfum huga móttöku hinni miklu gjöf. Umfram allt megum vér ekki láta hinn veraldlega undirbún- ing jólanna skyggja á uppruna- legt tilefni helgrar hátiðar. Til þess þarf i raun og veru nokkurt átak eins og nú er komið, með hávaðasemi og samkeppni kaupmennskunnar á jóla- markaðinum. Það er hann, sem setur sitt mót á jólaföstuna, þvi miður. — En gætum þess að láta ekki heimshyggjuna hertaka hug vorn. Látum ekki háreysti hennar trufla oss frá þvi að gefa gaum að hinu eina nauðsynlega og biðjum: Ó, virztu, góði Guð, þann frið sem gleðin heims ei jafnast við, i allra sálir senda, og loks á himni lát oss fá að lifa jólagleöi þá, sem tekur aldrei enda. JÓLAKAFFI HRINGSINS Komizt i jólaskap og drekkið eftirmið- dagskaffið hjá Hringskonum að Hótel Borg á sunnudaginn 2. des. Þar verða að vanda veitingar góðar og skemmtilegur jólavarningur á boðstólum. Opið frá kl. 14.30. Veggskjöldur Hringsins 1973 er kominn, verður til sölu ásamt þeim sem eftir eru af fyrri árgöngum. Norræna eldfjallastöðin auglýsir stöðu jarðfrœðings lausa til umsóknar. Umsækjendur skulu hafa Ph.D. próf eða jafngilda gráðu. Starfsreynsla i rann- sóknum eldfjallasvæða er æskileg. Ennfremur er þess vænst að umsækjendur hafi hæfileika til skipulags og stjórnunar rannsóknarverkefna á sérsviði sinu og geti annast leiðbeiningar og kennslu styrkþega á „postgraduate” og „post- doctoral” stigi. Umsóknarfrestur er til 1. janúar. Umsóknir, sem greini menntun og starfs- reynslu, sendist Norrænu eldfjalla- stöðinni, Háskóla íslands, Jarðfræðahúsi Háskólans, Reykjavík. Seltjarnarneshreppur Trésmiðir Trésmiði vantar að Valhúsaskóla, Sel- tjarnarnesi — Mikil vinna framundan — Góð vinnuaðstaða — gott kaup — Matur á staðnum. Upplýsingar á vinnustað i sima 20007 og á kvöldin hjá byggingarmeistara, Sigurði K. Árnasyni i sima 10799. Símtöl til útlanda Vegna mikilla anna við afgreiðslu simtala til útlanda um jól og nýár, eru simnotend- ur beðnir að panta simtölin sem fyrst til þess að auðvelda afgreiðslu þeirra á umbeðnum degi. < Pantanir verða skráðar i sima 09 virka daga kl. 08-20. Ritsimastjóri. VEKIÐ EKKI ELSK- UNA t Ljóöaljóöum Gamla testa- mcntisins eru þrlteknar þessar linur: Eg særi yöur Jerúsalem-dætur vekiö ekki elskuna fyrr en hún vill sjálf. Þeir eru eflaust ýmsir, enn i dag, sem lesa þetta fagra Bibliu- Ijóö. Hlýtur ekki hugur þeirra aö staldra viö þessa ofangreindu til- vitnun, þar sem hana er aö finna i 2. kap. 7. versi, — 3. kap. 5. versi — og 8. kap. 4. versi. Og skyldu þessi orð ekki hafa komið upp i huga einhvers viö þær miklu umræöur og löngu blaöaskrif, sem oröiö hafa út af frumvarpinu um fóstureyðingar. Þótt undarlegt sé, þá er engu liklegra en oss kristnum mönnum sé farið að gleymast, að það er til önnur leið en getnaðarvarnir og fóstureyðingar til þess aö koma i veg fyrir, að stúlkubörn þurfi að ala börn — og það er aö innræta þeim ungu hina kristnu dyggð hreinlifis og að halda sér við heilbrigða ástundun þeirra hlut- verka, sem æskunni eru ætluð bæöi viö nám og starf og tóm- stundagaman. bessi orð eru rituö til að vekja athygli á litilli bók, sem ber titil- inn: 6g elskaöi stúlku og Leiftur hefur gefið út i þýðingu Benedikts Arnkelssonar kand. theol. Höf- undurinn — Walter Trobisch — er Þjóðverji, en reit bók sina á frönsku. Hann er kennari við framhaldsskóla i Vestur-Afriku, ákaflega mannlegur og hefur unnið sér vináttu og trúnað nem- enda sinna i rikum mæli. Þeir tjá honum vandamál sin, játa fyrir honum yfirsjónir sinar. Og hann kemur til móts við þá með hollum ráðum, uppörvandi leiðsögn og kristilegum áminningum. Til þess að sem flestir mættu njóta þeirra, hefur hann skrifaö þessa bók. Þar er ekki að finna kennslu i getnaðarvörnum. Þar er ekki færð fram nein vörn fyrir fóstur- eyðingum. En þar er fjallað af hreinskilni um ást hinna ungu, réttindi þeirra, skyldur þeirra og hver áhætta er i þvi fólgin að „vekja elskuna fyrr en hún vill sjálf”.- Það eru gefnar margar leið- beiningar i þessari bók. En allt eru þetta ráðleggingar manna — ófullkominna manna segir höfundur: „Sérhvert hjónaband er sér- stætt ævintýri, ólikt öllum öðrum, þrungið hinu óþekkta og dásam- lega en einnig fullt af hættum. Að- eins i trausti til Guðs áræðir mað- ur að leggja út i slikt ævintýri”. Bók þessi er i formi sendibréfa, sem fara fram milli höfundar annars vegar og ungs manns — Francois — og ungrar stúlku hins vegar — Cecile. — Lesandinn kynnist baráttu þeirra og vanda- málum, trú þeirra og efasemd- um, gleði þeirra og áhyggjum. bað væri freistandi að koma með nokkrar tilvitnanir, en þessi skal látin nægja. I einu bréfinu skrifar Trobisch ungu stúlkunni, Cecile, á þessa leið: Þér eruð stúlka og ákveðin i þvi, hversu langt Francois á að ganga. Enginn ungur maður get- ur gengið lengra en stúlkan leyfir honum. Sýnið enga óheilbrigða vorkunnsemi á þessu sviði! Verið drottning! Þér unnið ungum manni. Gerið hann að þroskuðum manni! Brimils- vallakirkja hálfrar aldar Ef þessi mynd prentast vel, mun mega sjá á henni ljósin inni I kirkjunni, þar sem þau senda daufa geisla sina út i gráleita skimu haustdagsins.- Þessi mynd er af kirkjunni á Brimilsvöllum í Fróöárhreppi — tekin á hálfrar aldar afmæli hennar 28. október s.l. Þegar kirkj- an var vlgö fyrir 50 árum, voru í sókn hennar 146 sálir. Nú eru þar aöeins 28 manns. En kirkjan á marga góöa vini I hópi sinna gömlu sóknarbarna bæöi i Reykjavik og þó einkum Ólafsvik, þar sem þeir eru margir búsettir. Þeir hafa bæöi gefiö kirkjunni góöa gripi og hlúö aö henni á ýmsan hátt, enda er hún prýöileg útlits eins og myndin sýnir. Afmælishátiöin var fjölmenn og fór hiö bezta fram. Af vigöum mönnum voru þar staddir herra biskupinn, sóknarpresturinn sr. Arni Bergur biskupsson, prófasturinn sr. Jón Kr. isfeld I Búöar- dal og sr. Magnús Guömundsson fyrrv. prófastur i ólafsvik. Hann var einnig viöstaddur, er kirkjan var vigð fyrir 50 árum. Þá var hann nýsettur sóknarprestur I Ólafsvik, eftir tveggja ára kapilánsþjónustu. Viö hátiöarguösþjónustuna lék sami organist- inn og viö kirkjuvigsluna fyrir 1/2 öld, Kristjana Sigþórsdóttir húsfreyja i Ólafsvik. Mun slikur þjónustualdur næsta fágætur og lýsir mikilli tryggö viö starfiö og helgidóminn. Eftir guösþjónustuna var kirkjugestum boöiö til kaffi- drykkju að Geirakoti til hjónanna Mettu Jónsdóttur og Bjarna Ólafssonar, þar sem Þuriöur Þorsteinsdóttir, húsfreyja i Máfa- hlið, ávarpaöi hinn fjölmenna gestahóp af hálfu hins fámenna safnaðar.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.