Vísir - 01.12.1973, Síða 20

Vísir - 01.12.1973, Síða 20
vísir Laugardagur 1. desember 1973. JÓLA- ÖSIN STYTT — gert til að firra afgreiðslufólk þreytu Opnunartimi verzlana i desember- ;aánuði i ár, er breyttur frá þvi sem var i fyrra. 1. laugar- dag i mánuðinum, þ.e. i dag, eru verzlanir opnar til kl. 12 á hádegi. Annan og þriðja laugardag verða verzlanir opnar til kl. 6. Laugardag þann 22. verður opið, til kl. 23,00 og laugar- dag 29. til kl. 12.00 á hádegi. Opnunartíminn hefur verih styttur frá þvísemvaraðsögn Gunnars P. Snorrasonar, for- manns Kaupmannasamtak- anna. var það samkvæmt ósk VR-manna, og virtist ein- hugur um það. Var þaö vegna þess, aö afgreiðslufólk var farið aö tala um mikla þreytu eftir opnunartimann eins og hann var, en hann var nokkuö lengri. I desember i fyrra var opið til kl. 4 fyrsta laugardaginn, þvi næst til kl. 6, þá til kl. 10 og Íoks til kl. 12 á miðnætti.-EA „GAGN- RYNI A OLÍU- FÉLÖGIN ÓRÖK- STUDD" — segir forstjóri Olíufélagsins hf. tslenzku ollufélögin kappkosta að hjálpa Islenzkum skipum að fá oliu i erlendum höfnuin. Þar er nú viða mikil fyrirstaða, og hcfur þurft að ganga fast fram. Þessar upplýsingar fékk blaðið hjá Vilhjálmi Jónssyni, forstjóra Oliufelagsins hf., i gær. Vilhjálm- ur Itrekaði, að erlendum skipum, sem hér tækju oliu, væri eins naumt skammtað og frekast væri kostur og yfirleitt aðeins miðað við, að þau hefðu nóg til næstu hafnar. Hann sagði, að þannig yrði að standa að málum. Oliu- félögin ynnu að fyrirgreiðslu fyrir Islenzk skip I erlendum höfnum, og á meðan gætum við ekki lokað alveg fyrir oliu til erlendra skipa. Hann lagði áherzlu á, að siðan um miðjan nóvember hefðu er- lend skip greitt oliu, sem þau hefðu fengið hér, á endurkaup- sverði, það er þvi verði, sem búast mætti við á næstu mánuðum, eftir hækkun verðsins. Erlendu skipin þurfa nú orðið einnig að fá leyfi hjá viðskipta- ráðuneytinu I hvert sinn. Gagnrýni á olfufélögin vegna þessa máls hefði ekki við rök að styðjast. —HH Stöðva Solsenitsin hér? — Sovétmenn stofna útgófumiðstöð, sem stjórnar útgófu á verkum Sovétmanna erlendis og greiðir ritlaun til útlendinga Þeir rithöfundar, sem fengiö hafa verk sln þýdd á rússnesku og gefin út þar, hafa hingaö til ekki fengiö nein höfundarlaun. Nú mun verða á þessu breyting. Stofnuð hefur verið I Moskvu sérstök skrifstofa eöa höfundarréttarstofnun, og er henni ætlaö aö semja um útgáfurétl verka. Aðalmarkmið stofnunarinnar mun vera að gefa leyfi til birtingar, útgáfu eða flutnings á sovézkum verkum, hvort sem um er að ræða ritverk, tónverk, myndverk eða annaö. Það merkir i raun, að þar með hafa Sovétmenn komið sér upp kerfi, sem ræður þvi, hvaða sovézk verk eru þýdd og hver ekki. En væntanlega merkir stofnun fyrirtækisins lika, að þeir erlendir höfundar; sem Sovétmenn gefa út, fái ritlaun, eins og tiðkast annars staðar i heiminum. Almenna bókafélagið hefur gefið út bækur eftir sovézka höfunda, m.a. eina bók eftir Solsenitsin. Sú bók heitir „Dagurilifi Ivans Denisovitsj’’, og varðandi þá útgáfu samdi félagið við rússneska sendiráðið i Reykjavik. „Það gekk allt eðlilega fyrir sig”, sagði Baldvin Tryggva- son, framkvæmdastjóri Ab, er Visir ræddi við hann i gær,” en það er hætt við, að þessi útgáfu- réttarmál verði erfiðari núna, eftir að þessi stofnun i Moskvu er komin á fót”. Sagði Baldvin, að félagið væri að velta fyrir sér útgáfu á bók eftir Solsenitsin, og væri sú bók raunar komin til þýðanda, en bókin verður þýdd beint úr rúss- nesku. Ef höfundarréttarstofn- unin i Sovétrikjunum litur svo á, að útgáfan sé óæskileg, horfir illa með útgáfu á verkum þessa Nóbelskálds utan Sovétrikj- anna. „En það hefur ekkert reynt á þetta ennþá. Kannski reynir á þetta á næsta ári, það fer eftir þvi, hvernig gengur með þýðinguna”. — En ef höfundarréttar- stofnunin verður andsnúin? „Það er ekki gott að segja, hvað við gerum þá. Kannski við gefum bókina út eigi að siður, sjáum til, hvort þeir fara i mál” —GG Verð á timbri hefur hækkað mjög á þessu ári, og varla er fyrirsjáanlegt, að þ að standi i stað I framtíðinni. Hjá Byggingavöruverzlun Kópavogs sagði Jón Helgi Visi I gær, að i júli sl. hefði lengdarmetri af mótatimbri kostað 45,30 kr. án söluskatts. Siðan hækkaði veröið i 51,50 kr. og loks i 71,10 kr. — með söluskatti kostar þvi lengdar- metrinn af mótatimbri núna 80,30 kr. ,,0g það er talsverð sala i byggingavörum”, sagði Jón, „menn reyna jafnan að kaupa fyrr en seinna, það borgar sig, ef menn eiga peninga”. Hamstur vegna yfirvofandi verðhækkana? „Ekki beinlinis hamstur, en menn flýta séi^ að verða sér úti um það efni, sem þeir þurfa”. —GG Uppskipun á timbri úr skipi I Reykjavlkurhöfn I gær (Ljósmynd: VIsis BG) , Stöðugt hœkkar timbrið ## LITUM A BJORTU HLIÐARNAR sagði Lúðvík í „eldrœðu" sinni yfir útvegsmönnum ## ,,Mér finnst, aö eiginlega megi kalla þessa ræöu, sem Lúövlk flutti hér yfir okkur — Eldræöu — ” sagöi Björn Guömundsson frá Vestmannaeyjum, fundarstjóri á þingi útvegsmanna I gær, þegar hann þakkaöi sjávarútvegsráð- herra fyrir komuna. Þaövoruorð að sönnu. I ræðu sinni benti hann útvegsmönnum á björtu hliðarnar á málunum og hvert gildi hann teldi sjávarút- veginn hafa fyrir Islendinga. „Fiskiðnaðurinn er okkar stór- iðja”, sagði hann. „Það er á út- gerð fiskiskipanna og fiskvinnsl- unni i landi, sem við fyrst og fremst byggjum okkar þjóðar- afkomu. Þaö er þvi furöulegt, að þeir sem ganga fram fyrir skjöldu og krefjast meiri almennra bygginga — meiri framkvæmda i , skólamálum — meiri aðgerða I heilbrigðismálum — meiri ' lagningu vega — meiri ibúöa- bygginga — og meiri fram- kvæmda á öllum sviðum, tala um , það, að hættan á þjóðargjaldþroti ; stafi einkum af þvi, að keypt skuli ný fiskiskip og byggð ný frysti- hús”. | Um landhelgismálið sagði Lúðvik meðal annars, að sam- komulagið við Breta hefði ekki verið honum að skapi. Þar hefði verið hægt að fá meira fram en náðst hefði með samningunum. Bráðabirgðasamkomulagið hefði þó veriö allmikill áfangasigur okkar. Ráðherrann sagði, að Bretar hefðu haft sina málflytj- endur i landhelgismálinu hér á landi. Dag eftir dag hefði verið klifað á þvi i vissum blöðum, að útfærsla landhelginnar hefði mistekizt. Ráðherrann benti á hinar miklu framkvæmdir, sem nú væri unnið að i fiskiðnaði og jafnframt aukningu fiskiskipaflotans. Þessar framkvæmdir yrði að lita á og meta sameiginlega. Hér sé um gjörbreytingu i mörgum frystihúsum að ræða, sem hafi mjög mikla þýðingu fyrir fisk- iönaöinn. Nýju skuttogararnir hafi þegar sannað ágæti sitt og yfirburöi yfir þau skip, sem notuð voru til togveiða áður. Þau veiti sjó- mönnum miklu betri aðbúnað og kjör en áður. Einnig afli þau mun betur en eldri togskip. Þessi enduruppbygging i sjávarútveginum hafi þó ekki gengið hljóðalaust fyrir sig, sagði ráðherrann. Hann benti þó á, að það væri ekkert nýtt i útgerðar- málum okkar, að erfitt væri að láta ný skip bera sig. Lúðvik Jósepsson sagði, að rekstursafkoma sjávarútvegsins væri nú betri i dag en hún helði verið lengi, þegar á heildina væri litið. Afkoman væri að visu mis- jöfn eftir vinnslugreinum. Vel gengi i loðnunni, frystihúsin gengju allvel — sildveiðin I Norðursjó hefði gengið vel. Tog- veiðibátum og humarbátum hefði aftur á móti gengið erfiðlega.óG Vísitalan snýst og snýst - og mjólkur- og kjötvörur hœkka Mjólkurfernan hækkar um 6 krónur I dag og kostar nú 51,90. Er þctta vegna almennra hækk- ana á landbúnaöarvörum, sem verða vegna visitöluhækkana á almennum launum, sem einnig ganga i gildi i dag. Hækkanir á landbúnaðar- vörunum eru milli 8 og 14% eftir vörutegundum. Til dæmis hækkar eitt 500 g smjörstykki um 22 krónur, úr 156 i 178 krónur. Súpu- kjöt hækkar um 24 krónur kilóið, eða úr 212 i 236 krónur. Þó hækkunin á smásöluverði sé svo mikil sem raun ber vitni, hækkar verö til bænda ekki eins mikiðErþaðvegna þess, að niður- greiðslur á landbúnaðarvörum verða óbreyttar I krónutölu. Visitöluhringurinn snýst þvi og snýst, en þessar verðhækkanir eiga neytendur siðan að fá bættar næst, þegar kaupgjaldsvisitalan breytist eftir þrjá mánuði. —ÓG

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.