Vísir - 06.12.1973, Blaðsíða 1

Vísir - 06.12.1973, Blaðsíða 1
VÍSIR 63. árg. —Fimmtudagur 6. desember 1973 — 282. tbl. BHHBHHHHnnnnnnniflHi SVERRIR GEFST UPP- BAK SVÍKJAST PRESTAR UM?- BAK NIÐURSUÐA Á HELJAR- ÞRÖJI/I - BLS. 3 (slend- þingfyrir Glistrup Finnur Erlendsson, islenzkur læknir i Friðrikshöfn i Danmörku, er einn þingmanna fyrir hinn nýja Framfaraflokk Mogens Glistrups i Danmörku. Finnur er danskur rikis- borgari, sextugur að aldri, og er islenzkur i föðurætt. Hann hefur alla tið búið i Danmörku, en litt sinnt landsmálapólitik fyrr en nú. Fyrir nokkrum árum stofnaði hann eigin flokk. sagði skilið við sósialdemókrata og bauð sig fram i bæjarstjórnar- kosningum. Finnur ætlaði sér ekki annað en komast siálfur að i bæjar- stjórn — en nýtur mikils persónulegs fylgis og fékk flokkur hans meira fylgi en hann bjóst við, þannig að fjórir menn fylgdu honum inn i bæjar- stjórnina að kosningunum afstöðnum. t þingkosningunum núna gekk hann i flokk með lagarefnum Glistrup, sem m.a. berst fyrir afnámi tekjuskatts. Þegar at- kvæðatalningu eftir þing- kosningarnar var lokið, kom i ljós, að Finnur var kominn á þing fyrir Framfaraflokkinn, einn af tuttugu og átta þing- mönnum Glistrups. —GG Finnur Erlendsson, læknir i Danmörku, staddur á tslandi i febrúar s.l., en þá afhenti hann söfnunarfé frá Friðrikshöfn tii Vestmannaeyjasöfnunar. Góðar sölur í Grímsby „Þetta var mjög góður fiskur, sem islenzku bátarnirkomu með. Ég reikna með, aö þeir fái báðir, Ólafur Tryggvason og Haukafell- ið, gott verð fyrir aflann”, sagði Jón Olgeirsson, ræöismaður ts- lands i Grimsby, er Visir ræddi við hann i morgun. Þegar Visir ræddi við Jón, var nýlega búið að selja aflann úr báðum bátunum, en Jón hafði ekki fengið i hendurnar heildar- yfirlit yfir sölurnar. „Menn hérna eru mjög ánægðir með að fá islenzkan fisk aftur — það telst varla islenzkur fiskur, ef honum er ekki landað úr islenzk- um báti — og stemmningin hér er róleg. Menn erú vinsamlegir ts- lendingum, þótt lönduparbann hafi verið. Þorskastriðið er búið”. Koma Haukafells og Ólafs Tryggvasonar til Grimsby vakti mikla athygli i Bretlandi, og voru fréttamenn viðstaddir, þegar bát- arnir komu til Grimsby i gærdag. Landaö var úr bátunum i gær- kvöldi, og aflinn svo seldur i morgun. „Ólafur Tryggvason var með 26 tonn”, sagði Jón Olgeirsson,” og Haukafelliö 33 tonn. Af þessum afla voru aðeins fáein kiló ónýt”. Fiskkaupmenn i Grimsby voru margir komnir á hafnarbakkann ytra, þegar islenzku bátarnir fóru að landa fiskinum, enda er skort- ur á fiski i Bretlandi, og hefði ver- ið hægt að selja mun meiri fisk i morgun en bauöst. Væntanlega selja svo fleiri is- lenzkir bátar i Grimsby eftir helgina. Verðið fyrir fiskinn úr Hauka- fellinu og Ólafi Tryggvasyni var hið hæsta sem islenzkir bátar hafa fengið i Bretlandi. Ólafur seldi 26 tonn á 8.364 pund eða 63,21 kr. hvert kg. Haukafellið seldi 33 tonn á 10.280 pund eða 61,20 kr. hvert kg. — GG Hvaö skyldi hún vera að hugsa um þessi litla stúika I jóiaösinni, sem er að hefjast i bænum? Kannski hugsar hún til jólanna, þaðer farið aö styttast heldur betur I þau. Reyndar var hún að biða eftir mömmu sinni, sem var að verzla i Pennanum I Hafnarstræti, en þar er myndin tekin. Sú litla gerði sitt gagn á meöan. Menn þurftu ekkert að hafa fyrir þvi að ýta á dyrnar, þvl aö hún hélt þeim opnum fyrir við- skiptavini, á meðanbún beið. Þaö væri ekki amalegt fyrir verzlunarmenn aö hafa slikan kraft í hverri verzlun. EA/ljósm.BG. ENGIN AÐVÖRUN - VEÐUR- SPÁIN ÚRELT — sjómenn á Neskaup- stað óánœgðir með þjónustu Veðurstofunn- ar— spáði góðu veðri tveimur tímum fyrir aftakaveður „Bátararnir fóru af stað klukkan sjö i gærmorgun. Þá var veðurspáin upp á gott veður, og þegar við fórum af staö, var gott veður. Klukkan kortér yfir átta var aftur spáð góðu veöri. Svo klukkan hálf ellefu vitum við ekki fyrr til en að skellur á alveg brjálað veður, tlu vindstig og blindbylur, svo að við sáum, að ekkcrt var um annaö aö ræða en skera á linuna og halda til hafnar”. Þetta sagði Friðjón Þorleifs- son, fréttaritari Visis á Neskaup- stað i morgun. Friðjón var einn þeirra sjómanna frá Nes- kaupstað, sem lentu i aftakaveðri þar á miðunum i gærdag. Bátarnir fóru um klukkutima siglingu frá Neskaupstað til linu- veiða. Strax og veðrið skall á, héldu allir til hafnar, en ferðin sóttist seint. Hafrúnu NK-46 gekk einna verst, og var hún ekki komin inn á fjörðinn fyrr en um fimmleytið. Um 3 til 400 metra frá landi hvolfdi Hafrúnu skyndilega vegna roksins, að þvi er talið er. Tveir menn voru á bátnum, og drukknaði annar þeirra. Hinn gat haldið sér i tvo lóðabelgi frá bátnum. Ekki varð strax vart frá landi hvað gerzt hafði, en tveir menn heyrðu kallað á hjálp. Ungur maður stakk sér þá til sunds, synti á móti sjómanninum og bjargaði honum i land. „Okkur sjómönnum hérna finnst veðurspáin hafa verið ákaflega varhugaverð i þetta skipti. Engin aðvörun er gefin um, að óveður sé i nánd, heldur skellur það fyrirvaralaust á, eftir að spáð hafði verið bliðskapar- veðri. Annars er það svo með veðurspárnar, að þær eru gamlar og úreltar, þegar þær berast til okkar”,sagði Friðjón ennfremur. Klukkan tiu i morgun hófst leit að liki sjómannsins, sem drukknaði, og átti að ganga allar fjörur. — ÓH DÝRT AÐ KALLA DÓMARANN FÍFL

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.