Vísir - 06.12.1973, Blaðsíða 17
Visir. Fiinmtudagur (i. desember lt)7:i.
17
í DAG | í KVÖLD | í DAG
Útvarp kl. 19.30: í skímunni
Myndlista- og handíða-
skólinn — og fleira ó dagskró
1 skimunni, myndlistarþáttur
Gylfa Gislasonar, er nteöal
efnis á dagsltrá útvarpsins i
kvöld, og hefst hann klukkan
1í).:í0. Þátturinn er að þessu
sinni 40 minútur i flutningi.
Að þessu sinni verður fjallað
um Myndlista- og handiðaskól-
ann. F'lutt verður upptaka frá
blaðamannafundi, sem haldinn
var þar fyrir skömmu.
Gylfi ræðir meðal annars við
Gisla B. Björnsson, skólastjóra
skólans, svo og nokkra nemend-
ur i skólanum.
bátturinn verður að mestu
leyti tileinkaður skólanum, en
einnig verður litið við á samsýn-
ingu 30 stúdenta i Galleri súm,
sem opnuð var 1. des.
Meira efni gæti orðið i þættin-
um, en það var þó ekki fyllilega
ákveðið, þegar við ræddum við
Gylfa. —KA
Gisli B. Björnsson skólastjóri og nokkrir nemendur úr Myndlista- og handíðaskólanum koma fram i
þæltinum 1 skimunni i kvöld. — Til vinstri á myndinni er Bragi Asgeirsson, einn af kennurum skólans.
Útvarp kl. 20.35:
Óvœntur endir
„Útflytjandinn fró Brisbane"
heitir fimmtudagsleikritið
„Ctflytjandinn frá Brisbane”
heitir leikrit það, sem útvarpið
flytur i kvöld. Leikritið er eftir
Georges Sehehade, en þýðandi
er Jökull Jakobsson. Ilelgi
Skúlason leikstýrir.
Við snerum okkur til Jökuls
og forvitnuðumst um efui leik-
ritsins og höfundinn. Þetta er i
þriöja sinn, sem leikrit eftir
þennan höfund er fiutt hér á
landi.
Fyrsta leikritið var flutt á
Bolungarvik. Þjóðleikhúsið
flutti Hafið bláa hafið i haust, og
svo er það loks leikritið i kvöld.
Georges Schehade er frá
Libanor.. Hann hlaut menntun i
Paris og skrifar á frönsku. Hann
hefur skrifað nokkuð mörg leik-
rit og einnig ljóð, og leikrit hans
hafa verið færð upp i Paris.
Hann var búsettur þar lengi.
Schehade er nú i kringum 60
ára gamall og er fluttur aftur til
Beirut.
Leikritið, „Útflytjandinn frá
Brisbane”, fjallar um mann,
sem kemur inn i smáþorp á
Italfu. Þaðan hafði hann flutt
ungur að árum, en er nú kominn
frá Astraliu og orðinn forrikur.
Erindi hans til ttaliu er að leita
uppi son sinn.
En margt fer öðruvisi en ætl-
að er, og hann deyr fljótt eftir að
hann kemur til ttaliu. Likið
finnst með fulla tösku af pening-
um og bréfmiða.
Ekki borgar sig að segja of
mikiö frá efninu, en i leikritinu
koma við sögu nokkur hjón og
ýmis togstreita myndast. Allar
likur henda til þess, að fyrr-
nefhdur sonur sé óskilgetinn, en
nokkuð óvænt kemur svo i ljós i
lokin.
Leikendur eru Gisli Halldórs-
son, Sigurður Skúlason, Itúrik
Haraldsson, Kristbjörg Kjeld,
Jón Sigurbjörnsson, Þóra Frið-
riksdóttir, Hóbert Arnlinnsson,
Helga Bachmann, Jón Hjartar-
son, Sigurður Karlsson og Ævar
R. Kvaran. — EA
Hafiö bláa hafið, sem sýnt var I Þjóðleikhúsinu á dögunum, er
eftir sama höfund og fimmtudagsleikritiö i kvöld, Georges Sche-
hade. Meðfylgjandi mynd er frá sýningu Þjóðleikhússins.
X-
h-
+
s-
X-
s-
>♦-
s'-
X-
s-
X-
X-
s-
X-
ca
m
w
u
Spáin gildir fyrir föstudaginn 7. des.
Hrúturinn, 21. marz-20. april. Það er harla lik-
legt, að allt gangi sinn vanagang i dag og fátt
óvænt beri til tiðinda, að minnsta kosti ekki fram
eftir deginum.
Nautið, 21. april-21. mai. Eitthvað getur vafizt
þannig fyrir þér, að talsverð töf verði að, en það
ætti þó að leysast sæmilega, áður en lýkur, þér
og þinum til ánægju.
Tviburarnir, 22. mai-21. júni. Þú ættir ekki aö
binda tryggð, þar sem ótryggð er annars vegar,
slikt verður þér aðeins til armæðu. Að öðru leyti
góður dagur.
Krabbinn, 22. júni-2:i. júli. Ef þu heldur skaps-
munum þinum i skefjum, þó að ekki gangi allt
eins og við mann sé mælt, ætti dagurinn að geta
orðið góður, þegar upp er staðið.
I.jónið,24. júli-22. ágúst. Að einhverju leyti get-
ur þetta orðið dálitið erfiður dagur, einhverjir
endar, sem ekki vilja ná saman, þótt þeir ættu að
gera það.
Meyjan, 24. ágúst-2:!. sept. Þetta getur orðið
mjög góður dagur, og eins liklegt, að einhver
reynist lus að hlaupa undir bagga, ef eitthvað
ællar að ganga erfiðlega.
Vogin.24. sept.-2:b okt. Hvernig sem allt veltist i
dag, þá ættirðu að verða drjúgu skrefi nair þvi
takmarki, sem þu hefur sett þér, áður en honum
lýkur.
Drekinn,24. okt.-22. nóv. Það er ekki óliklegt að
þú eigir i nokkrum erfiðleikum vegna eða i sam-
handi við þina nánustu einhvern tima, þegar á
liður daginn.
B(iginaðiiriiin,2:i. nóv.-21.des. Það er eins og þu
þurfir að bæta fyrir eitthvað, sem þér hefur
orðið á, sennjjega i skeylingarleysi. Ef þú vindur
bráðan bug að þvi, verður dagurinn góður.
Steingeitin, 22. des.-20. jan. Það er margt sem
stendur til bóta i dag, eftir að hal'a reynzt að ein-
hverju leyti erlitt viðfangs að undanförnu, og
mun það fljótt segja til sin.
Vatnsberinn, 21. jan.-li). febr. Þetta verður i
sannleika sagt mjög góður dagur, meira að
segja i fjármálunum, þar sem er nokkurn veg-
inn öruggl, að þu verður fyrir einhverri heppni.
Fiskarnir, 20. febr.-20. marz. Þú ættir að gæla
vel að öllu i kringum þig, það er ekki að vita
nema þu sjáir þér þar góðan leik á borði, er
annars kynni að dyljast.
x-
g-
X-
g-
X-
g-
X-
)1-
X-
g-
X-
g-
X-
g-
X-
g-
X-
>7-
X-
g-
X-
g-
X-
g-
X-
g-
X-
-k
■tt
-k
-tt
-k
-tt
-K
-tt
-k
-ít
-k
-tt
-k
-tt
-k
-k
-tt
-k
-tt
-k
-tt
-k
-tt
-k
-tt
-k
-h
-k
-tt
-k
-tt
-K
-ti
-k
-tt
-k
-tt
-*>
-ti
-k
-tt
+
-t<
-k
-ít
*
•tt
-k
•g
-k
•t<
-k
■tt
•k
-k
•tt
-k
•h
•k
•t<
-k
-ti
•k
■t<
•k
■t<
-k
■k
-tt
■k
-K
•k
•k
•tt
-k
•tt
-k
-t<
-k
•t<
•k
•t<
-k
-t<
-k
-t<
•k
-t<
-k
-tt
■k
-tt
-k
-ít
-k
-tt
ÚTVARP •
Fimmtuda^ur
(5. desember
13.00 A frivaklinni. Margrét
Guðm undsdóllir kynnir
óskalög sjómanna.
14.30 Jafnretti — in isrétti. XII.
þáttur. Umsjón: Þórunn
Friðriksdóttir, Steinunn
Harðardóttir, Valgerður
Jónsdóttir og Guðrún H.
Agnarsdóttir.
15.00 M iðdegislónleikar:
Christa Ludvig syngur lög
eftir Havel og Rakhmanin-
off, Geoffrey Parsons leikur
á píanó. Sergej Hakhmanin-
off og Sinfóniulhómsveitin i
Filadelfiu leika Pianókon-
sert nr. 2 i c-moll eftir
Hakhmaninoff, Eugene Or-
mandy stj.
16.00 F'réttir. Tilkynningar.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Popphornið.
16.45 Barnatimi: Agústa
Björnsdóttir stjórnar. a.
„Siglaðir söngvarar”Seinni
hluti leikrits með söngvum
eftir Thorbjörn Egner.
Leikarar og söngvarar úr
Þjóðleikhúsinu flytja ásamt
hljóðfæraleikurum. Leik-
stjóri: Klemenz Jónsson.
Hljómsveitarstjóri: Carl
Billich. b. Sitthvað frá F’inn-
landi.
17.30 Fratnhurðarkennsla i
ensku.
17.40 Tónleikar. Tilkynningar.
18.30 Fréttir. 18.45 Veður-
fregnir. 18.55 Tilkynningar.
19.00 Veöurspá. Daglegt mál.
Helgi J. Halldórsson cand.
mag. flytur þáttinn.
19.10 Bókaspjall. Umsjónar-
maður: Sigurður A.
Magnússon.
19.30 i skimunni. Myndlista-
þátlur i umsjá Gylfa Gisla-
sonar.
20.10 Einsöngur i úlvarpssal:
John Speight syngur lög
eftir Purcell og Bulter-
worth. Undirleik annast
Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir
Speight.
20.35 Leikrilið: „Clflytjandinn
Irá Brishane” eftir Georges
Schehade. Þýðandi: Jökull
Jakobsson. Leikstjóri:
Ilelgi Skúlason Persónur og
leikendur: Ekillinn, Gisli
Halldórsson. Tutino, ritari
borgarstjóra. Sigurður
Skúlason, Picaluga, Húrik
Haraldsson. Hosa, kona
hans, Kristbjörg Kjeld.
Scaramella, Jón Sigur-
björnsson. Laura, kona
hans, Þóra Friöriksdóttir.
Barbi, Hóbert Arnfinnsson.
Maria, kona hans, Helga
Baehmann. Ciccio, Jón
Hjartarson. Benefico,
Sigurður Karlsson.
Ferðalangurinn, Ævar R.
Kvaran.
21.50 Ljóðalestur. Þuriður
Friðjónsdóttir les Ijóða-
þýðingar eftir Geirlaug
Magnússon.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag-
an: Minningar Guðrúnar
Iíorgfjörð. Jón Aðils leikari
les (11).
22.35 Manstu eftir þessu?Tón-
listarþáttur i umsjá Guð-
mundar Jónssonar pianó-
leikara.
23.20 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.