Vísir - 06.12.1973, Blaðsíða 2
2
Visir. Fimmtudagur 6. desember 1973.
VfelRSm:
Hvers vegna eruö þér meö skegg?
Jón Kjartansson, nemandi I MT:
— Þaö er nú eiginlega engin sér-
stök ástæöa fyrir þvi. Kannski er
þaö til aö vera eins og hinir. Eg
byrjaöi aö safna minu skeggi um
seinustu jól.
Siguröur Karlsson, leikari: —
Aöallega til aö minna sjáist af
andlitinu á mér. Ég hef nefnilega
oft fengið að heyra, að ég væri
skárri eftir þvi sem minna sæist
af andlitinu á mér.
Ellas Kristjánsson, skrifstotu-
maöur hjá Vængjum: — Kannski
hef ég byrjað aö safna skeggi til
aö reyna eitthvað nýtt. Ég er
búinn aö vera með skegg i tvö ár,
en þaö má alveg eins búast við
þvi aö ég skafi það af mér einn
góöan veöurdag.
Guömundur Ingólfsson, ljós-
myndari: — Þaö er nefnilega svo
leiöinlegt aö raka sig á
morgnana. Sjálfur veit ég ekki,
hvort þaö er hlýrra að vera með
skegg eða án þess, en konunni
minni finnst það hlýrra.
Arni Þorkelsson, sölumaöur: —
Þegar ég byrjaöi fyrir nokkrum
árum aö safna skeggi, þá var það
mikiö i tizku aö hafa skegg, og
ætli ég hafi ekkiflotið með. Ég
hugsa, að þaö yrðu einhver
viöbrigði, ef maöur færi að raka
skeggiö af i þessum kulda.
Jónas Gústafsson, sálfræöinemi:
— Ég var nefnilega á feröalagi
erlendis og þar var frekar erfitt
aö komast til aö raka ,sig. Fyrst
haföi ég alskegg, en einu sinni
slettist málning i neöri hluta
skeggsins, svo ég varö að raka
þann hluta af.
(3)
1 þriðja sinn sendum
við jólasveininn i land-
könnunarleiðangur. Og
nú fer hann á slóðir
Vasco da Gama, sem
pabbi og mamma eiga
að þekkja frá þvi þau
grautuðu i mannkyns-
sögunni.
Eins og menn muna, þá leitaði
Kólumbus upphaflega að
siglingaleiðinni til ákveðins
lands — en án árangurs. Það
var Vasco da Gama, sem fann
leiðina árið 1498 og sneri siðan
heim og hitti Manúel Spánar-
kóng og færöi honum dýrmætan
varning að gjöf. 1 staðinn gerði
kóngsi Vasco da Gama, vin
sinn, að landstjóra.
Enhvaða land var þaö, sem
Vasco da Gama fann sióleiðina
til. Þiö getiö valiö milli þriggja
landa, og krossið nú við það,
sem þér álitið, aö sé rétt, og
sendiö seðilinn hingaö, þegar 10
hafa birzt i blaðinu.
Hvert sigldi
Vasco da Gama?
A) Majorka
B) Indland
C) Jan Mayen
Nei, takk fyrir, ég held ég vilji heldur norölenzkan magasleöa.
Þaö ætti aö fara notalega um
þann heppna, er vinnur SABA
Ultra TSL Telecommander-
sjónvarpstækið, sem er aöal-
verölaunin i jólagetrauninni
okkar i ár. Þessu tæki má stýra
á alla lund úr hægindastólnum
meö þráðlausu stjórntæki,—og
VINNINGARNIR
,...og til aögleðjanokkra þeirra,
sem ckki fá tækiö heim til sin,
eru 10 vinningar frá Sportval á
I.augavegi 116, — 2 fótboitar, 2
handboltar, 2 veiöistangir og 4
vandaöar skiðalúffur, enda
köldum vetri spáð á Fróni.
VERIÐ MED FRA BYRJUN!
ef niyndin i þvi islenzka er
drepleiöinleg, þá er bara aö
setja á Kanann. Þetta er glæsi-
lcgt tæki og vandaö, en verð
þess er úr búð eitthvaö um 54
þúsund krónur.
Umboösmaöur
SABA er Nesco á Laugavegi 10.
LESENDUR HAFA ORÐIÐ
z
Um uppvakningu Z á
Alþingi. Það skal tekið
fram, að ég skil þetta
kvæði ekki sjálfur,
frekar en margt það,
sem þingmenn vorir
segja og gera i umboði
voru.
Á þingi er einatt ærin þörf
allt aö meta og vega.
Þar ýmsir taka oft sin störf
einkar bókstaflega.
Ef heimskan velti visdómstré
er von, ef einhver spyröi,
aö þingmönnunum setan sé
svo sem nokkurs virði.
Ef krafti andans ógnar her
þaö er í mannsins valdi,
hvort gerir hann i sjálfum sér
sókn aö undanhaldi.
Ben. Ax.