Vísir - 06.12.1973, Blaðsíða 20

Vísir - 06.12.1973, Blaðsíða 20
VÍSIR Fimmtudagur 6. desembcr 1973. HÓLA- SKÓLA HRAÐAÐ — unnið við teikningar — útboð eftir áramót — brýn þörf á skóla- húsnœði i Breiðholti Skólahúsnæöi skortir nú mjög i Breiöholti, þar eö fólksfjölgun i þvi stóra hverfi hefur oröiö mjög ör. Næsta haust er gcrt rúö fyrir, aö taki til starfa nýr skóli í Breiö- holti, þ.e. i svoköiluöu Hólahvcrfi, og mun sú skóli hcita Iiólaskóli. Hólaskóli mun fullbyggður rúma 800 nemendur, eöa þar um bil, og sagði Kristjún J. Gunnars- son, fræðslustjóri Reykjavikur, að vinnu við teikningar þess skóla yrði nú mjög hraðað, þannig að unnt yrði að bjóða byggingu skólahússins út eftir áramótin. Starfsmenn Reykjavikurborg- ar munu grafa grunn og steypa, til aö búa i haginn fyrir væntan- legan verktaka. Skólahúsið verður byggt I nokkrum áföngum, og reiknað er með, að húsið verði hægt að stækka nokkuö að þörfum. Fullgerður mun skólinn rúma um 800 nemendur, og þar mun veröa kennsla fyrir allt skyldu- námsstigið. —GG Friðrik kennir skák — hefur verið ráðinn í hálft kennarastarf á vegum Reykjavíkurborgar Friörik ólafsson, stórmeistari I skák, hefur veriö ráöinn til Reykjavikurborgar til þess aö kenna unglingum leyndardóma skáklistarinnar. Friðrik mun hafa verið ráöinn i hálft starf, og á hálfum launum gagnfræöaskólakennara, og sagöi Kristján J. Gunnarsson, fræðslu- stjóri borgarinnar, að ætlunin væri, að Friðrik leiöbeindi ung- lingum i fristundastarfi þeirra i skólunum. Friðrik hefur áður haft hlið- stætt starf með höndum fyrir borgina.og mun hann fara á milli hinna ýmsu gagnfræðaskóla og spjalla við nemendur i skák- klúbbum. Væntanlega mun þetta starf Friðriks gera honum auðveldara fyrir, ef hann hyggst helga skák- inni meira af tima sinum, taka þátt i fleiri mótum en hann hefur gert undanfarin ár. —GG Gúmbjörg- unorbóti stolið Einhverjir áhugasamir um sigiingar stáiu gúmbjörgun- arbáti frá fiskimjölsverk- smiöjunni á Kletti aöfaranótt þriðjudagsins. Báturinn hékk sainanbrot- inn uppi á vegg I verksiniöj- unni, og hefur rúða verið brot- in til aö komast inn. Gúm- björgunarbátur þessi er þriggja manna, rauöur og grár að lit. I>rjú hólf eru I hon- um, en eitt þeirra óvirkt. — ÓH Svíkjast prestar um? Prestar í tvímenningsprestaköllum skipta verki eins prests á milli sín, segir Guðmundur Guðjónsson, meðhjálpari „Þaö viröist vera oröin rcgia i tvimcnningsprestaköllum i Rcykjavik, aö prestarnir messi ckki nema unnan hvern sunnu- dag. Kf maöur les messutil- kynningarnar, þá sést oft og iöulcga, aö annar presturinn auglýsir messu, cn hinn barna- guösþjónuslu. Næstu helgi á eftir skiptast þeir svo á aö hafa messu og barnaguösþjónustu aftur. Parna eru tveir menn, sem sinna sama starfi og prestur i einmenningspresta- kalii, þvi slikur prestur sér bæöi uin messu og barnaguös- þjónustu sama sunnudag". Þetta sagði Guðmundur Guðjónsson, meðhjálpari við Kópavogskirkju i viðtali við Visi. Guðmundur er ekki allskostar ánægður með þá þróun mála, sem hann skýrir hér frá. Að hans sögn er ekki nema eitt prestakall i Reykjavik, sem er undantekning i þessum efnum, en þar messa báðir prestarnir hvern sunnudag. ,,Eg vil fá skýrar reglur frá kirkjumálaráðherra og biskupi um það, hvort prestar i tvi- menningsprestaköllum eigi ekki að messa nema annan hvern sunnudag. _ Prestar v i einmenningsprestaköllum sinna þessu starfi algjörlega, og þvi virðist vera, að óþarfi sé að hafa tvo presta i einu prestakalli, ef þeir gera ekkert annað en að skipta starfi eins manns á milli sin”, sagði Guðmundur ennfremur. „Mér finnst kirkjan vera að láta undan i boðun fagnaöar- erindisins með þessu. Auövitað eru prestsstörf miklu meira en að messa um helgar. En mér sýnist sem messusókn hafi aukizt á þeim stöðum, þar sem er messa bæði fyrir og eftir hádegi”, sagði Guðmundur. En þetta atriði er ekki það eina, sem Guðmundi finnst að taka mætti til endurskoðunar. „Það er oröið hróplegt ósam- ræmi milli fjölda sóknarbarna i einstökum prestaköllum T.d. má nefna það að i einu presta- kalli á Suðurlandi eru 300 sóknarbörn, og'þar er prestur á fullum launum við að sinna þeim. Svo eru eitthvað milli 15 til 20 þúsund manns i Breiðholtsprestakalli, en þar er aðeins einn prestur. Mér finnst vera ástæða til að hægt sé að færa presta yfir á önnur þjónustusvæði, þegar svona stendur á. Það er óþarfi að vera að halda úti litlum prestaköllum úti á landi, þegar svo mörg þeirra er hægt að sameina”. Að sögn Guðmundar, þá gerði nefnd presta og annarra tillögu um það fyrir nokkrum árum, að nokkur prestaköll i Rangárþingi yrðu sameinuð, en sú tillaga var felld. Á þessu svæði eru nú sex prestar, og þrjú þúsund sóknar- börn. Guðmundur minntist einnig á það, að fólksfækkun hefði orðið talsverð i nokkrum tvimenningí prestaköllum i Reykjavik. „Mér finnst jafnvel ástæða til að gera þau prestaköll aftur að einmenningsprestaköllum, og flytja annan prestinn þangað sem þörfin er mest. Samkvæmt lögum er það ekki hægt, og þvi þarf að veita biskupi þau völd, að hann geti fært presta til ”, sagði Guðrnundur að lokum. —ÓH „Nú er skriðurinn að komast á jólaklippingarnar, og það er alveg timabært fyrir þá hár- prúðu", sagði Skúli Nielsen. rakari á Rakarastofu Austur- bæjar. þegar við röbbuðuin við bann i morgun. „Við teljum, að það sé tima- bært fyrir þá, sem eru með mik- ið hár að láta klippa sig eða snyrta núna, þvi að menn vilja helzt ekki vera nýklipptir um jólin. Hárið verður að fá að jafna sig.” Skúli sagði, að rakarar vildu fá traffikina fyrr, svo hún dreifðist yfir lengri tima. Aður fyrr var ösin mest 10 siðustu dagana fyrir jól, „og við tróð- umst næstum undir stólana.” Skúli sagði, að opið yrði til kl. G næsta laugardag ogtil kl. 9 tvo þar næstu laugardaga, þannig að timinn ætti að vera nægur. Og tizkan i dag? „Hún er svipuð og hún hefur verið undanfarið. Hárið styttist frekar og þá sérstaklega ofan á.” — EA ÞÁ ER ÞAD JÓIAKLIPPINGIN! Bregðumst vel við í matvœla- hjálpinni Hjálparstofnun kirkjunnar hefur sent 300 þúsund krónur til lijálparstarfsins i Eþíópiu, þar sem þurrkar hafa hrjáð ibúana. A næsta ári verður svo lögð mikil áherzla á að vekja athygli á hungursneyðinni, sem er vegna þurrkanna sunnan Sahara. Og hyggst Hjálparstofnunin reyna að koma þar eitthvaö til hjálpar. „Skipulögð fjársöfnun vegna hjálparstarfsins i Eþiópiu er ekki fyrirhuguð, en við gerum okkur þó vonir um að geta sent út einhverja fjár- upphæð til viðbótar 300 þúsundunum”, sagði Páll Bragi Kristjónsson, fram- kvæmdastjóri Hjálpar- stofnunarinnar i viðtali við Visi i morgun. „Sú fjárupphæð, sem við sendum til Eþiópiu er aU- nokkru hærri, en þau framlög, sem til okkar höfðu borizt”,1 sagði Páll Bragi ennfremur. „Viðbótin er fengin úr litlum sjóði Hjálparstofnunarinnar”. Hann bætti þvi við, að fslendingar brygðust jafnan vel við, þegar veita skal bágstöddum fjárhagsaðstoð. Það væri þó nær aðeins þegar um neyðarástand væri að ræða. Við gæfum öðrum lið hjálparsthrfsins öllu minni gaum, nefnilega þvi, að kenna hinum bágstöddu að hjalpa sér sjálfum. Við værum ætið reiðubúin að kaupa mat handa hinum hungruðu, en þegar kemur að þvi, að gera þá sjálf- bjarga teldum við hlutverki okkar lokið. Þróunarhjálpin væri ekki siður þýðingar- mikill þáttur i öllu hjálpar- starfi. —ÞJM Sverrír í máli við Vegagerðina — vill selja slitlagsvél sína — ,#ég er reiður Yegagerðinni vegna þess ég elska Island'7 Sverrir Runólfsson virðist nú hafa fallið ifrá vegalagningar- áformum sinum. Hann hefur pantað rými fyrir útlagningarvél sina hjá Eimskip, og ætlar að senda vélina vestur til Bandarikjanna aftur, hafi honum ekki tekizt að selja vélina fyrir 15. janúar n.k. „Ég er reiður,” sagði Sverrir, þegar Visir ræddi við hann i gærdag, ,,ég er fokreiður yfir endalokum þessa máls. Vega- gerðin hefur valdið mér tals- verðum fjárútlátum — en það verður að hafa það, ég sendi þeim bara reikning Og verði sá reikningur ekki greiddur, þá fer i í mál”. Ein og menn muna, þá út- hlutaöi Vegagerðin Sverri vegarspotta við Tiðaskarð á Kjalarnesi, þar sem Sverri átti að gefast kostur á að reyna þá tækni við lagningu varanlegs slitlags á vegi, sem hann hefur svo mjög haldið á lofti frá þvi hann kom hingað til lands frá Bandarikjunum fyrir nokkrum árum. t Bandarikjunum starfaði Sverrir við vegagerð. „Ég ætla að selja vélina, verð að selja hana, a.m.k. fyrir þeim kostnaði, sem fallinn er á þetta fyrirtæki mitt. Það eru kringum reiður 3000 dollarar, en auk þess verð ég nú að greiða 10.000 islenzkar krónur i geymslugjald — þ.e. það kostar 10.000 að geymá vélina hjá Eimskip, þar til hún fer með skipi, eða ég get selt hana. Ekki get ég látið hana hrynja niður úti á viðavangi.” Sagði Sverrir, að viðskipti sin við Vegagerðina hefðu valdið sér sorg og gremju, auk fjárút- láta, og þvi reiknaði hann með að fara i mál við Vegagerðina. ,,Ég er reiður,” sagði Sverrir, „reiður vegna þessa máls — reiður vegna þess að ég elska Island.” ,qq

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.