Vísir - 13.12.1973, Page 6
6
Vísir. Fimmtudagur 13. desember 1973.
vísir
Tjtgefandii-Reykjapcent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétiírsson
Auglýsingastjóri: SkUli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 866ll
Afgrei&sla: Hverfisgötu 32. Simi 86611,
Ritstjórn: Si&umúla 14. Simi 86611 (7airnur)
Askriftargjald kr. 360 á mánu&i innanlands
i lausasölu kr. 22:00 eintakiö.
BU&aprent hf.
l’ctur Sigur&sson
Vernd fyrir fólkið
Mikilvægt skref i átt til aukinna borgararétt-
inda hefur verið stigið hér á landi. Á alþingi hefur
verið lagt fram stjórnarfrumvarp um umboðs-
mann alþingis að norrænni fyrirmynd. Er frum-
varpið samið i framhaldi af
samþykkt tillögu um þetta efni
frá Pétri Sigurðss. alþingism.
Umboðsmaðurinn á að taka
við kvörtunum fólks á hendur
opinberum stjórnvöldum og
embættismönnum og hafa
starfslið til að rannsaka þessar
kvartanir. Ef þær hafa við rök að styðjast, getur
hann látið höfða mál gegn viðkomandi valdhöfum
eða náð fram leiðréttingum með öðrum hætti.
Um leið og umboðsmaðurinn er almenningi til
halds og trausts gagnvart rikisbákninu, stuðlar
hann einnig að bættri stjórnsýslu. Eftir þvi sem
stjórnkerfið verður flóknara, eykst þörfin á slik-
um umboðsmanni. Einstakir þingmenn hafa ekki
lengur innsýn i rikisbáknið og geta ekki veitt þvi
nægilegt aðhald. Þar við bætist, að frumkvæðið i
opinberum málum er stöðugt að færast meira og
meira i hendur embættismanna, sem einir hafa
þá sérþekkingu, er hið flókna rikiskerfi krefst.
Með þvi að snúa sér til umboðsmanns alþingis
getur almenningur sparað sér dýran og timafrek-
an málarekstur fyrir dómstólum. óhætt er að
fullyrða, að þetta sé eitt mesta nauðsynjamál,
sem alþingi hefur til meðferðar. — JK
Afnám ranglætis
Mörg dæmi eru um, að blásaklaust fólk verður
illa fyrir barðinu á ranglátum lögum um fast-
eignamat og sambýli i fjölbýlishúsum. Ef eigandi
einnar ibúðar i fjölbýlishúsi greiðir ekki opinber
gjöld af ibúðinni, eru allir hinir
samábyrgir og verða að borga
fyrir hann, ef þeir vilja komast
hjá þvi, að ibúðir sinar verði
auglýstar á uppboði. Þar á ofan
komast nöfn sumra þeirra i Lög-
birtingablaðið og aðra fjölmiðla
undir stimpli vanskilamanna.
Eggert G. Þorsteinsson al-
þingismaður hefur flutt þarfa tillögu á alþingi um
afnám þessa ranglætis. Vill hann láta meta
hverja ibúð sem sérstaka einingu og að tryggt sé,
að ekki séu aðrar ibúðir auglýstar til uppboðs eða
aðfarar vegna vangoldinna gjalda en þær, sem i
skuld eru hverju sinni. — JK
Alþjóðleg háskóladeild
vT’A'/'’'?'
K«ííd t «.
Porstcinsson.
Alþingismennirnir Magnús Jónsson og Ellert
B. Schram hafa á alþingi lagt til, að rikisstjórnin
hefji sem fyrst viðræður við Sameinuðu þjóðirnar
um, að ein eða fleiri deildir hins nýstofnaða há-
skóla Sameinuðu þjóðanna verði
staðsettar á íslandi eða að is-
lenzkar rannsóknastofnanir taki
upp sámvinnu við skólann um
einstök verkefni.
Háskóli Sameinuðu þjóðanna á
að taka til starfa siðari hluta
næsta árs og verða deildir hans
Magnús jonsson dreifðar viða um lönd. Benda
flutningsmenn tillögunnar á, að ísland henti vel
til haf- og fiskifræða annars vegar og til jarðvis-
inda og jarðhitarannsókna hins vegar. Er ekki að
efa, að framgangur þessa máls mundi verða is-
lenzkum rannsóknum mikil lyftistöng og verða
efnahagslifinu til framdráttar. — JK
HALASTJARNA
TIL SÖLU
Halastjörnu-ferðir, halastjörnu-bœkur, hala-
stjörnu-samkvœmi — flest allt ó markaðnum
kennt við halastjörnuna Kohoutek
Kohoutek, „halastjarna aldarinnar”, er talin vera samsett úr fre&num
iofttegundum og rykkornum.
ísklumpur, blandaður
ryki, sem þýtur gegnum
himingeiminn á ofsa-
hraða, er orðinn tekju-
lind fésýslumanna hér á
jörðu niðri.
Það er halastjarnan
Kohoutek, sem þarna er
að nálgast jörðina, og
hana hafa fésýslumenn
hagnýtt sér i auglýsing-
um, og þá einkanlega i
skemmtiiðnaðinum og
ferðamannabransanum.
Halastjarnan nálgast
sólina úr ytri hlutum
himingeimsins. Hún er á
leið umhverfis sólina og
kemur næst jörðu upp úr
áramótunum. Þvi er
haldið fram, að það
verði ógleymanleg sjón
þeim, sem koma auga á
hana, en hún á að vera
sjáanleg berum augum.
Það munu líða 19.000 ár, áður
en hún sést aftur frá jörðu. Þá
staðreynd hafa kaupsýslumenn
hér á jöröinni hagnýtt sér með
klókindalegum hætti.
t mörgum vestrænum rikjum
hafa menn byrjað auglýsingaher-
ferð um, að fólk ætti ekki að
missa af þessu einstæða tækifæri
til þess að sjá halastjörnuna.
Auðvitað sést hún skýrar i sjón-
aukum, eins og sjónaukafram-
leiðendur hafa flýtt sér að benda
rækilega á. En fyrst verða menn
að lesa sér til um hana, eins og
blaðaútgefendur hafa lika vakið
athygli á. Bezt er að virða hana
fyrir sér úr bátum eða skipum,
samkvæmt auglýsingum ferða-
stofanna. Og við þetta einstæða
tækifæri er sjálfsagt að skála
auðvitað i Kohoutek-sjússum.
Jamm og já.
Fjörkippur i sölu sjón-
auka
Löngu áður en stjarnan varð
sýnileg berum augum, fundu
gleraugnasalar mikinn fjörkipp i
sölu sjónauka. Núna siðustu daga
hafa verið settir upp Kohou-
tek-hljómleikar, Kohoutek-sam-
sæti og skipulagðar
Kohoutek-ferðir. Kohoutek-bækur
renna út eins og heitar lummur,
og Kohoutek-skyrtuboli getur
maður auðvitað fengið i Banda-
rikjunum.
Macy’s — hið fræga Nóramaga-
sin þeirra i New York — boðaði i
heilsiðu auglýsingu nýlega, að
„halastjarna aldarinnar væri
farin að nálgast” og hvatti fólk til
þess að kaupa sér sjónauka.
Sá ódýrasti kostaði 25 dollara,
en sá öflugasti 300 dollara. — Og
viti menn! Salan fjórfaldaðist
fyrstu dagana eftir að auglýsing-
in birtist, ef marka má upp-
lýsingar fulltrúa Macy’s. Aðeins
hjaðnaði hún aftur og er nú aðeins
tvöföld.
Þeir, sem til stjörnunnar sjá,
segjast geta greint hana i venju-
legum sjónauka, og sé hún núna
ásýndar likt og rauö bóla á
stjörnubjörtum nóttum. Sýnist
hún limd upp á himinhvolfið, en i
rauninni þýtur hún áfram með
hraða, sem er um 160.000 km á
klukkustund.
Illlllllllll
m mm
Umsjón:
Guðmundur
Pétursson
„Halastjörnupopp”
Til þess að halda upp á ferðalag
stjörnunnar héfur brezka popp-
hljómsveitin „Hawkwind” þegar
efnt til tilkomumikilla hljómleika
i New York, þar sem 3.500 ung-
menni hlýddu á „geim-tónlist” og
horfðu á skuggamyndir af Kohou-
tek. Aðrar borgir hafa svo apað
þetta eftir.
1 stjarnfræðistofnuninni
Hayden i New York er að finna
stóran sal, sem hefur verið inn-
réttaður eins og himingeimurinn,
séður neðan frá jörðu. Fjórum
sinnum á dag er haldin þar sýning
á þvi, hvernig Kohoutek þýtur um
geiminn. Núna ilok þessarar viku
verður haldið þar heljarmikið
samkvæmi fyrir halastjörnu-
áhangendur.
úr lofti og af sjó
Fyrir harðasta kjarna
Kohoutek-dýrkenda hefur
Hayden-stofnunin þó gengið enn
íengra.Leigð hefur verið Júmbó
þota, sætum i henni fækkað,
gluggar stækkaðir og i þakið sett
lúga fyrir stjörnukiki, og þessari
flugvél skal flogið i skoðunarferð
fyrstu sex daga janúarmánaðar,
meðan Kohoutek sést bezt frá
jörðu. Or flugvél, sem er i neðra
lagi gufuhvolfsins, yrði hala-
stjarnan einstæð sjón.
Skemmtiferðaskipið „Queen
Elizabeth II”, hóf þriggja daga
Kohoutek-ferðir fyrir strönd
Suður-Karolina núna þann 9.
desember. Um borð hefur verið
komið fyrir stjörnukfkjum.
Farseðillinn kostar um 12 þúsund
krónur, og eru allar ferðirnar
upppantaðar.
Svona i öryggisskyni — ef það
kynni að hafa farið framhjá ein-
hverjum, sem sagt hefur verið i
útvarpi, sjónvarpi og blöðum um
halastjörnuna — þá hefur bóka-
forlag eitt gefið út bók um Kohou-
tek. Hefur hún verið prentuð i
500.000 eintökum.