Vísir - 04.01.1974, Síða 1
w
64. árg. — Föstudagur 4. janúar 1974. — 3. tbl.
BERA SÁRAN
FÉLAGA í
SKJOL —Sjá bls. 5
BÓNDI SMIÐAÐI SINN
EIGIN STJÖRNUKÍKI
og bíður nú fœris á Kohoutek
Kohoutek, hala-
stjarnan, sem stjörnu-
fræðingar og áhuga-
menn um stjörnuvisindi
biða eftirvæntingarfullir
eftir,verður senn sýnileg
hér á norðurhveli jarð-
ar.
Einn sá manna, sem væntan-
lega fer aö munda kiki sinn meö
hækkandi sól, er Garöar Val-
geirsson, bóndi aö Hellisholtum i
Hrunamannahreppi. Nokkur ár
eru siöan Garöar smiðaði sér
stjörnukiki, og sagöi hann Visi I
morgun, aö hann ætti von á þvi aö
sjá Kohoutek.
,,Ég hef nú eiginlega allt mitt
vit úr borsteini Sæmundssyni,
stjarnfræðingi. borsteinn telur aö
stjarnan verði jafnvel eins björt
og tungliö — kannski verður hún
eins vel sýnileg og Venus.
Maöur vonar bara aö skyggni
veröi sæmilegt — þaö veröur vist
litið um athuganir, ef hann fer að
ganga i miklar rigningar Ennþá
er ekkert hægt um "-pjSita að
segja”.
Ahugamenn um könnun himin-
tungla munu ekki vera mjög
margir hér á landi.
borsteinn Sæmundsson tjáöi
Visi, aö erlendis væri nú mikil
hreyfing meðal fólks varðandi
stjörnufræði. „betta kom til
vegna geimferðanna og geim-
skotanna”, sagöi borsteinn, ,,en
áhugi hérlendis hefur ekki aukizt
á þessum hlutum ennþá, hvað
sem verður”.
Sagði borsteinn, aö sér væri
ekki kunnugt um að fleiri en
Garðar i Hellisholtum hefðu
smiðað sér eigin stjörnukiki.
,,En nokkrir hafa snúið sér til
min varðandi ráð um efniskaup
og annað”, sagði borsteinn, „ætli
þaö séu ekki um tiu manns, sem
rætt hafa við mig um þessa hluti
— en þeir geta vel verið fleiri,
sem vilja kanna himintunglin,
þótt ég þekki ekki til þeirra”.
Garðar i Hellisholtum smfðaði
sér sinn kiki fyrir fjórum eða
fimm árum.
„betta var ekki sérlega vanda-
samt. Ég hef aðeins eitt sjóngler
og svo spegla. bað var eiginlega
fótur kikisins, sem vandasamast
var að smiða”.
En ef Kohoutek verður sæmi-
lega björt, jafnvel eins vel sýnileg
og Venus, þá hljóta fróðleiksfúsir
rannsakarar að spretta upp og
munda sjónauka út i geiminn,
jafnvel bara venjulega sjónauka.
„bað hlýtur að aukast hér
áhugi á stjörnufræði”, sagði bor-
steinn Sæmundsson, „við erum
ekki alltaf siðastir aö kippa við
okkur miðað við erlendar þjóðir,
þannig að áhugaleysi almennings
hér er raúnar svolltið skrýtið.
En Kohoutek verður væntanlega
sýnileg eftir 10. janúar eða svo, og
kannski stofna menn þá „hala-
stjörnufélag”. —-GG
„Mokið, mokið, mokiö meiri snjó”, syngur trló borsteins Guðmundssonar á einni plötu sinni.
bessi hvatningarorð þarf vist varla aö syngja oftaren einu sinni við þennan unga mann, sem mokar
tröppurnar heima hjá sér af mikilli elju.
Margir mættu taka piltinn til fyrirmyndar og gera nú hreint fyrir sinum dyrum, i bókstaflegri merk-
ingu.
Ekki sizt verzlunar- og fyrirtækjaeigendur, sem hafa fjölfarnar gangstéttir fyrir framan stofnanir
sinar. bað er alltaf svo leiðinlegt að sjá einhvern detta kylliflatan, bara af þvi aö gangstéttin er svo hál.
ÓH/Ljósm.: Bragi
„BÍÐUM EKKI ENDALAUST"
— St. Dominic vœntanlega strikaður af listanum, enda nú þegar farinn heim
„Stöndum
uppi með
illseljan-
lega vöru"
— segja þjónar eftir
ófengishœkkunina.
— ,,Nú eykst brugg
og drykkja í heima-
húsum", segir fram-
kvœmdastjóri Skiphóls
— Dregur til tíðinda
í þjónadeilunni
„Að visu hefur siðasta
áfengishækkun, að viðbættuni
átta prósentunum, sem feng-
ust skömmu fyrir jól, breytt
stöðunni í þjónadcilunni
allnokkuð,” sagði örn Egils-
son, blaðafulltrúi framreiðsiu-
manna, i viðtali við Visi i
morgun. „En þvier þó ekki að
neita, að okkur þjónum þykir
nú hafa keyrt um þverbak.
Sjússaverðið hefur hækkað
svo óheyrilega að okkur finnst
núna mörgum, að við stöndum
með iliseljanlega vöru.”
„bað er klárt mál, að við
svona mikla hækkun sem
þessa dragi nokkuð úr sölunni
á vinveitingahúsunum, að
minnsta kosti fyrst i stað,”
sagði svo Einar Rafn Stefáns-
son, framkvæmdastjóri Skip-
hóls, i viðtali við Visi. „En þá
er ekki öll sagan sögð: þar á
móti kemur, að brugg eykst og
sömuleiðis smygl og
vindrykkja i heimahúsum.
bað vita jú allir, að menn
draga ekki úr neyzlunni þrátt
fyrir hækkanir. beir 'fara
bara aðrar og kostnaðarminni
leiðir til að verða sér úti um
sopann”.
Ekki hafði það verið reiknað
út i morgun, hvað vin á veit-
ingahúsum kemur til með að
kosta eftir þessa siðustu
hækkun. bað er þó ljóst, að
tvöfaldur drykkur i gosi
kemur til með að kosta liðlega
þrjúhundruð krónur, en kost-
aði áður 275 krónur.
Svo virðist sem til tiðinda
ætli að draga i viðræðum
þjóna og veitingamanna alveg
á næstunni. Siöasti samninga-
fundur, sem hófst i eftirmið-
daginn i gær, stóð fram til
morguns og var annar fundur
boðaöur siðar i dag.
— bJM
GEORGE
BEST
TÝNDUR
Á NÝ!
Sjá íþróttir
í opnu
Ekkert svar kom frá Brctum,
varðandi heimild þeirra um að
kanna mæiingu varðskipsins
Óðins á stöðu brezka togarans
St.Uominic , sem óöinn stóð að
veiðum 12,9 sjómilur innan við
50 mílna mörkin i friðuöu hólfi
út af Glettinganesi.
Eins og Visir skýrði frá i gær,
þá er togarinn kominn á leið
heim, og væntanlega mun
dómsmálaráðuneytið strika
nafn hans út af listanum yfir þá
brezku togara, sem veiði-
heimild hafa hér við land, þ.e.
þegar ráðuneytið hefur fengið
skýrslu frá varðskipinu.
„Við höfum ekkert heyrt frá
Bretunum”, sagði blaðafulltrúi
Landhelgisgæzlunnar i morgun,
þegar Visir ræddi við hann,
„enda erum við hættir að vænta
nokkurs svars. Við biðum ekki
endalaust”.
Landhelgisgæzlan hefur i
höndum lista yfir brezku
togarana, sem veiðiheimild
hafa. Enn sem komið er hefur
aðeins einn togari, verið
strikaður út af listanum, þ.e.
Northern Sky. Sá togari mun
ekki siðan hafa sézt hér við
land.
Nú mun ekki vera um að ræða
neins konar lista með nöfnum
skipstjóra togaranna, þótt það
séu skipstjórarnir, sem dæmdir
eru, ef eitthvað er sökótt við þá.
bannig gæti t.d. skipstjóri af
Northern Sky, sem nú er hvergi
nærri — verið um borð i
einhverjum togara hér við land
og fiskað vel.
—GG