Vísir


Vísir - 04.01.1974, Qupperneq 3

Vísir - 04.01.1974, Qupperneq 3
Visir. Föstudagur 4. janúar 1974 3 Ríkið léttir ó Kópavogsbúum — tekur að sér Hafnarfjarðarveg, og allan kostnað við hann „Rikiö tekur nú að sér allan kostnað við viðhald og rekstur Hafnarfjaðarvegar og alla vexti og afborganir. Þetta er þvi mikið hagsmunamál fyrir Kópavogs- búa, og við erum ánægöir með, að þessir samningar náðust”, sagði Björn Einarsson, framkvæmda- stjóri byggingarnefndar Hafnar- fjarðarvegar i gegnum Kópavog i viðtali við blaðið. Kópavogsbær og rikið gerðu með sér samninga rétt fyrir ára- mótin, þar sem rikið tekur algjör- lega að sér Hafnarfjarðarveginn, þar sem hann liggur i gegnum Kópavog. Talsverður styr hefur staðið um þennan veg i Kópavogi, þar sem margir töldu að vegurinn væri til litils gagns fyrir Kópavogsbúa, en þess meira gagns fyrir aðra Ibúa Reykjanessins. Þvi ættu Kópavogsbúar sem minnst að leggja af eigin fé i vegarlagning- una, en fá veginn þess i stað við- urkenndan sem þjóðveg. Það hef- ur nú verið gert. „Þetta er fyrst og fremst rétt- lætismál að fá þessa samninga i gegn. Það er ekkert réttlæti i þvi að láta heilt byggðarlag setja allt þéttbýlisvegafé sitt i byggingu svona vegar, þótt auðvitað sé óhjákvæmilegt að taka þátt i byggingu hans”, sagði Björn enn- fremur. Að sögn Björns, þá hafa Kópa- vogsbúar lagt af þéttbýlisvegafé sinu i þennan veg um 30 milljónir á tæpum tiu árum. Miðað við að þetta væri allt lagt fram á einu bretti núna, er núgildi framlags- ins um 60 milljónir. „Það munar svo miklu fyrir okkur að fá þetta fé til uppbygg- ingar vega innan bæjarins sjálfs. Nú voru Digranesvegur og Borg- arholtsbraut gerð að þjóðvegum i þéttbýli, svo að enginn vandi verður að verja fénu”, sagði Bijörn. Hann gat þess að lokum, að eft- ir sem áður væri mikill kostnaður við að aðlaga vegakerfi bæjarins Hafnarfjarðarveginum, þar sem hann liggur i gegnum miðjan bæ- inn. —ÓH Með lesefni í tugthúsið Oftast ipun litið vera um dægrastyttingu i fangagcýmslum lögreglunnar. Skortur á slíku mun lika vera ein helzta ástæða þess, að menn fýsir litt að dveljast þar langdvölum. Þessu hefur hann munað eftir kunningi lögreglunnar, sem kom inn á miðborgarstöðina i fyrra kvöldi og baðst gistingar i fanga- geymslunum. Veittu lögreglu- þjónar þá athygli.að glersalli var i fötum hans, svo glampaði á. Spurðu þeir manninn spjörunum úr, og viðurkenndi hann þá að hafa brotið rúðu i verzlun. Sú verzlun var fornbókaverzlunin i Lækjargötu 2. Ætlaði maðurinn augsýnilega að fá sér þar lesefni til að taka með i gistinguna. —ÓH Áfengi og tóbak léttir enn pyng/- una Þá er hin langþráða áfengis- verðhækkun rikisstjórnarinnar komin til framkvæmda. Þegar áfengisútsölurnar opnuðu i gær, höfðu vin yfirleitt hækkað um 20 til 25% i útsöluverði. Tóbak hækkaði sömuleiðis, en mun minna, eða um 5%. Gildir þá sama verð á tóbakinu og var áður en það var lækkað i verði i desem- ber ’72. T.d. hækkað sigarettu- pakki, sem kostaði 83 krónur, upp i 87 krónur. Viskiflöskur, sem kostuðu áður 1240krónur, kosta nú 1550krónur. Pólskt vodka hækkar úr 1100 krónum i 1420 kr. A Bacardi rommi verður nákvæmlega 25% hækkun, flaskan fer úr 1180 krón- um I 1600 kr. Léttu vinin hækka flest minna, nema hvað freyðivin og kampa- vin hækka mikið. Starfsfólk Afengisverzlunar- innar var i óða önn i gær að reikna út verð á vinum i veitinga- húsum, og var ljóst, að hækkun verður allveruleg i krónutölu. T.d. iiækkar verðið á algengri rauðvinstegund per flösku úr 1065 krónum upp i 1272, eftir allar álagningar sem á hana koma. Al- geng tegund af hvitvini hækkar á veitingahúsum úr 435 krónum upp I 741 krónur. —ÓH „Haninn háttprúði" á Akureyri „Haninn háttprúði” nefnist leikrit, sem frumsýnt verður á Akureyri á þrettándanum, þ.e. á sunnudaginn kemur. „Ilaninn háttprúði” er irskt leikrit, eftir meistarann Sean O’Casey, sem frægur er hér á landi af ýmsum leikritum, t.d. Júnó og páfuglinum. O’Casey taldi sjálfur, að „Haninn háttprúði” væri sitt bezta verk — þótt vitanlega séu skoðanir skiptar meöal aðdá- enda skáldsins. Skozkur maður, David Scott að nafni, er leikstjóri þessarar sýningar Leikféiags Akureyrar, og kona hans, Jónina ólafsdótt- ir, leikur gestaleik i þessari sýn- ingu. —GG DRUKKNUM ÖKUMANNISTUNGIÐ INN: Fékk skaðabœtur úr hendi lögreglunnar — nœr 6 þúsund á hvern tíma, sem hann varð að dúsa inni Það þykir tiðindum sæta, ef menn eru settir i fangelsi á ólög- mætan liátt af lögreglunni. Ekki minnkar þaöjjegar viðkomandi fær svo dænular sex þúsund krónur i skaðabætur fyrir hvern klukkutima, sein hann sat inni. Þó var þetta niðurstaða dóms, sem var kveðinn upp i Borgar- dómi Reykjavikur fyrir nokkru. Mál það, sem hér um ræðir, er frá 1971, en langan tima hefur tekið að komast að niðurstöðu i þvi. Ungur maður i Reykjavik var handtekinn i Kópavogi i nóvember 1971 vegna gruns um ölvun við akstur. Hann var látinn blása i blöðru, og sýndi hún að talsvert áfengismagn hafði maðurinn innbyrt. Sjálfur játaði hann að vera undir áhrifum áfengis. Farið var með hann á lögreglustöðina i Kópa- vogi og hann spurður nafns. Hann sagði til sin, en hafði hvorki ökuskirteini né nafnskir- teini til að sanna það. Benti hann þó á að einn viðstaddra tögregluþjóna gæti staðfest, hver hann væri. Gerði lögreglu- þjónninn það. Þrátt fyrir það var farið með manninn heim til sin, en þar fann hann ekkert ökuskirteini og ekki heldur á vinnustað sinum. Var hanti þá settur i fanga- geymsluna við Hverfisgötu, en þetta var um miðja nótt. t lögregluskýrsluna var svo skrifað, að hann hefði verið settur inn, „vegna þess að öku- maður hafði ökuskirteini ekki meðferðis, né nein persónu- skilriki”. Hér taldi Reykvikingurinn, að hann hefði verið settur inn, af þvi að hann hafði ekki meðferðis persónuskilriki. Fór hann þvi i mál við fjármálaráðherra fyrir hönd rikissjóðs og krafðist 150 þúsund króna i bætur. En hann hafði þá þegar verið sviptur ökuskirteininu fyrir að aka ölvaður. Lögfræðingur hans rökstuddi kröfuna með tilvitnun i lögregluskýrsluna og sagði, að þar væri sagt, að maðurinn hefði verið settur inn fyrir að vera án persónuskilrikja. Væri það ekki næg ástæða til frelsis- sviptingar. Lögfræðingur rikissjóðs sagði á móti, að lteykvikingurinn hefði gerzt brotlegur við ýmsar greinar áfengislöggjafarinnar og lög um notkun nafnskirteina. Einnig hafi maðurinn verið svo áberandi ölvaður, að lögreglu- þjónum hafi verið skylt að stinga honum inn. Dómur féll svo á þann veg, að rikissjóður varð að greiða manninum 25 þúsund krónur i skaðabætur fyrir fangelsunina, með 7% vöxtum frá þvi hann var handtekinn. Einnig mátti rikissjóður punga út með tiu þúsund krónur I málskostnað. —{>11 Það getur orðið lögreglunni dýrt aö hneppa menn í þcssar sellur, — þ.e. ef ástæöa hefur ekki reynzt næg til frelsissviptingarinnar. Fýluferð til Njarðvíkur MÆTTU OF SEINT - REKNIR TIL BAKA „t þcssum bransa dugar ekki annaö en að vera stundvis. Þegar piltarnir komu svona seint, þá scndi ég þá einfaldlega til baka og sagöi, að þeirra væri ekki þörf”. Þetta sagði Heiöar Astvalds- son, danskennari, er við ræ*id- um við hann i morgun. Heiðar vill fá menn til að mæta á réttum tima, ef um dansskemmtanir eða annað er að ræða. Hann hélt jólatrés- skemmtun fyrir börn i Stapan- um i Njarðvfkum I gær. Hann hafði ráðið tvo unga menn til að koma með diskótek þangað til að sjá um músikina. Þeir áttu að vera mættir klukkan tvö. Klukkan hálf þrjú mætti annar þeirra og hinn svo hálftima siðar. En þá hafði Heiðar sett af stað sinn eigin grammófón og til- kynnti ungu mönnunum, að þeir mættu fara með sin áhöld aftur til Reykjavfkur þar sem þeir væru of seinir. Þeir gerðu það. Börnin dönsuðu svo út allt ballið við músikina úr grammófónin- um og skemmtu sér hið bezta. „Þetta hefur aðeins einu sinni komið fyrir áður, að menn létu sjá sig svona seint. En það virð- ist vera regla, að eftir þvi sem músfkantar eru eldri, þvi timan legri eru þeir, og þvi yngri sem þeir er, þvi verr mæta þeir”, sagði Heiðar. Heiðar er heldur ekki ánægður með þá músik, sem hljómsveitir ungu mannanna spila. „Þessar hljómsveitir taka hátt verð fyrir að leika á dans- leikjum. Fyrir það finnst mér vera hægt að krefjast þess, að þær spili alhliða dansmúsik, en þaö gera þær bara ekki. Piltarn- ir spila svo og svo góðar eftirlik- ingar af vinsælum lögum, og það eina, sem flestir geta spilað fyrir utan það, er Óli skans, allt of hratt, og einn Vinarvals. Meira er það nú ekki, sem boðið er uppá”, sagði Heiðar að lokum. —óH/emm

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.