Vísir - 04.01.1974, Side 6
6
Visir. Föstudagur 4. janúar 1974
VÍSIR
C?tgefandi:-Reykjapi;8nt hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétifrsson
Auglýsingastjóri: Sktlli G. Jóhannesson
y Auglýsingar: Hverfisgótu 32. Simar 11660 86611
Afgrei&sla: Hverfisgötu 32. Simi 86611. .
Ritstjórn: Sihumúla 14. Simi 86611 (7jfnur)
ASikriftargjald kr. 360 á mánufti innanlands
I lausasölu kr> 22:00 eintakiö.
Blaöaprent hf.
Þegar embœtti er laust
Dómsmálaráðherrar hafa oftast sætt gagnrýni
fyrir embættaveitingar sinar. Þeir hafa stundum
hneigzt til að taka flokksbræður sina fram yfir
aðra umsækjendur, sem betur væru að embætt-
inu komnir. Yfirleitt hefur þessi gagnrýni verið
réttmæt. Meira máli skiptir þó, að hún hefur i
ýmsum tilvikum leitt til heilbrigðari embætta-
veitinga.
Með tilkomu ólafs Jóhannessonar i embætti
dómsmálaráðherra hefur þetta gamla vandamál
magnazt á nýjan leik. Fara verður langt aftur i
timann til að finna hliðstæða einstefnu i em-
bættaveitingum. Með einni eða tveimur undan-
tekningum hefur einlit hjörð framsóknarmanna
verið skipuð i laus embætti dómara, fógeta og
lögreglustjóra, siðan vinstri stjórnin tók við völd-
um.
Nú siðast var Björn
Ingvarsson lögreglustjóri
skipaður yfirborgardómari.
Til þess er hann vissulega
hæfur, auk þess sem hann
er góðs maklegur eftir
árangursrikt starf i erfiðu
embætti. Það er þvi
auðveldara að nota þetta
tækifæri en annað til að
ræða æsingalaust um hið
alvarlega siðferðislega
vanaamál, sem núverandi dómsmálaráðherra á
almennt við að striða i embættaveitingum sinum.
w
Ólafur Jóhannesson.
Dómsmálaráðherra hefur skipað lögreglu-
stjóra i Hornafirði og Bolungarvik, fógeta á ís-
afirði, dómara og tollstjóra i Reykjavik, auk
hæstaréttardómara. í sumum þessara tilvika
hefur hann gengið gróflega framhjá reyndum
embættismönnum til að koma að framsóknar-
mönnum, sem enga reynslu höfðu i s kyldum
störfum.
Þessi einstefna hefur ekki vakið mikið umtal.
Ein af ástæðunum fyrir þvi er, að rikisstjórnin
hefur gefið nægilega höggstaði á sér á öðrum
sviðum. Embættaveitingar dómsmálaráðherra
hafa fallið i skugga annarra vandamála, sem
rikisstjórnin hefur átt við að striða.
En ekki er hægt að lita framhjá annarri orsök,
sem ekki er siður alvarleg. Menn virðast ekki
gera sömu kröfur til þessarar rikisstjórnar, og
annarra og þá ekki frekar i embættaveitingum
en á öðrum sviðum. Það er þungur dómur yfir
rikisstjórninni, ef menn telja embættaveitingar
dómsmálaráðherra vera sjálfsagða skrautfjöður
i trúðshatti rikisstjórnarinnar.
Þess vegna væri það rikisstjórninni i hag, að
Ólafur Jóhannesson sæi framvegis að sér,
minnugur þess, að siðferðileg mistök stjórnvalda
eru til þess fallin að grafa undan siðgæðishug-
myndum þjóðarinnariheild. Sá skaði getur verið
varanlegri en það tjón, sem unnið er á efnahag
þjóðarinnar með vanhugsuðum aðgerðum i fjár-
málum og efnahagsmálum.
Atvinnuvandamál framsóknarmanna geta ekki
verið svo alvarleg, að dómsmálaráðherra þurfi
framvegis að gripa til jafn dapurlegra embættis-
veitinga og hingað til.
-JK.
uT.; !*r-» r ^TjflP
‘sj jflPp'^ v "~1il ^
Drœm sala a
bílum í Evrópu
Meðan bilaiðnaður
Evrópu á við sina verstu
erfiðleika að striða frá
lokum siðari heims-
styrjaldar, skýra bila-
salar frá þvi, að mikið
verðhrun hafi orðið á
notuðum bilum, eða allt
að tuttugu prósent.
Einkum á það við um
dýra lúxusbila eða
kraftmikla.
Fréttir frá ftaliu, Vestur-
Þýzkalandi, Frakklandi og Bret-
landseyjum greina frá miklum
samdrætti í sölu nýrra bifreiða,
og bilasalar skera niður söluverð-
iö á notuðu bílunum, svo að
átakanlegt er á að horfa — svona
séð með augum bileigenda.
r
| Rómaborg er tveggja ára
gamall Ferrari boðinn til sölu á
aðeins sex milljónir lirur, en nýr
kostaði hann tólf milljónir. Fyrir
fjórum mánuðum var svona bill
tuttugu prósent dýrari, svo að það
er ekkert smáræði, sem klipið
hefur verið af.
1 Bretlandi og Vestur-Þýzka-
landi ber svipað fyrir augu. Þar
hafa orðið verðlækkanir á rolls-
um, benzum og BMW, sem nema
fimmtán og tuttugu prósent frá
þvi að orkukreppan skall á.
D
^Jrezki bilaiðnaðurinn sér
fram á fjörutiu og tvö prósent
rýrnun i sölu nýrra bila á fyrsta
fjórðungi þessa árs. Hagfræðing-
ar spá þvi, að árssalan komi til
með að nema 1,100.000 bilum, sem
er hálfri milljón minna en spár
gerðu ráð fyrir aðeins nokkrum
mánuðum áður. Liklegast þykir,
að þetta komi harðast niður á inn-
fluttum bifreiðum, en þær voru
þriðjungur seldra bila á Bret-
landseyjum á siðastliðnu ári.
A Italiu hafa Maserati og Ferr-
ári fundið fyrir tuttugu og fimm
til þrjátiu prósent samdrætti i
sölu siðustu tveggja mánaða.
Maserati hefur brugðist nú þegar
við með þvi að stytta vinnuvikuna
úr fjörútiu stundum i tuttugu og
fjórar með sina sex hundruð
starfsmenn i Modena-verk-
smiðjunum.
Ferrari og Lamborghini lokuðu
verksmiðjum sinum 22. desem-
ber, og ennþá er allt óráðið um,
hvenær þær opna aftur. Þessir
tveir framleiðendur lúxusbila
skila af sér að meðaltali sex bif-
reiðum á dag.
R
■J ilasaiar i Frankfurt greina
frá þvi, að sala bila með stærri
vélar en samsvarar þriggja litra
slagrúmtaki sé hreint engin. Þeir
kunna frá þvi að segja, að verð-
fallið nemi til jafnaðar um tiu
prósent.og sumir bæta við: ,,Þótt
við klipum enn meira áf, þá er
óvist, að við gætum losnað við
þá”
Eftirspurn eftir meðalstórum
eða litlum bilum er sögð hafa
minnkað um tuttugu eða þrjátiu
prósent.
F
■ ranskir bilasalar bera sig
illa undan sjötiu og fimm prósent
samdrætti i bilasölu. Erik Orn-
hjelm, forseti franska bilafram-
leiðendasambandsins, sagði
fréttamanni Associated Press, að
ráðstafanir rikisstjórnarinnar til
þess að draga úr oliueyðslu,
nefnilega lækkun hámarkshraða
á vegum, hafi eyðilagt sölu stærri
bifreiða. Frakkar neita nú að
kaupa af útlendingum stóra bila
til innflutnings.
A Bretlandseyjum ku sala not-
aðra bila vera algerlega stöðnuð,
eins og bilasali einn i Lundúnum
komst að orði. Brezku Leyland-
verksmiðjurnar hafa hvatt sölu-
aðila sina til að slá af verði eldri
árgerða til þess að örva viðskipt-
in. Einn sagði, ,,að eldri bilar
lækkuðu svo i verði, að það væri
skelfilegt til að vita”. — ,,Þetta
eru uppgripatimar fyrir mang-
ara,” segja sumir.
Enda er svo komið fyrirmörg-
um bilasölum þar i landi, að þeir
láta bilana nánast fyrir hvaða
verð, sem býðst til þess að losa
um kapitalið.
framtiðin er þeim ekki
bjartari. Ekki i það nánasta að
minnsta kosti. Sjá þeir fram á
erfiðan janúar og febrúar. — Og
ef bilasalar i Bretlandi selja ekki
notaða bila, þá losna þeir enn sið-
ur við nýja. Þar er spáð fjörutiu
til fimmtiu prósent samdrætti
vegna orkuskortsins og efnahags-
erfiðleika þjóðarinnar.