Vísir - 14.01.1974, Page 3
Vísir. Mánudagur 14. janúar 1974
3
Er fjárhœttu-
spil bannað
á íslandi?
— bannað að gera það að atvinnu
sinni eða Ijá húsnœði undir slíkt
— ekki bannað að öðru leyti
,,Sá sem gerir fjár-
hættuspil aö atvinnu
sinni, eða kemur öðrum
til þess, skal sæta refs-
ingu, sektum eða varð-
haldi...."
Þetta segir í 183. grein
almennra hegningarlaga.
I þeirri 184. segir svo, að
sá sem eigi húsakynni
sem notuð eru undir f jár-
hættuspil, skuli sæta
ref singu.
Sú spurning hefur
vaknað eftir að spila-
kassinn var f jarlægður úr
Frí-klúbbnum, hvort
f járhættuspil sé í raun og
veru bannað á íslandi.
Visismenn fóru i gær gegnum
þær lagagreinar sem fundust
um fjárhættuspil. Niðurstaðan
af þeirri könnun virðist sú, að i
raun og veru er ekki bannað að
stunda fjárhættuspil á Islandi,
heldur aðeins að gera það að
atvinnu sinni, eða ljá húsakynni
undir slikt. Þó er ekki gert
að skilyrði að fjárhættuspilið sé
aðalatvinna viðkomandi.
Fyrirtækið, sem á kassann
sem gerður var upptækur, mun
hafa komið fleiri álika kössum i
dreifingu. Nokkrir þeirra hafa
verið gerðir upptækir.
Eigandi fyrirtækisins hefur
viðurkennt,að hann hafi atvinnu
sina af rekstri þess, og þvi
fellur hann undir refsiákvæði
laganna. Mun þá Fri-klúbburinn
liklega einnig falla undir þau,
þar sem hann ljáir húsnæðið.
Fyrirtæki þessa manns hefur
mest flutt inn leikfangatæki, til
að hafa á samkomustöðum.
Fyrir stuttu var svo farið að
flytja inn spilakassana.
Að sögn Björn Hermanns-
sonar tollstjóra, voru þessir
spilakassar fluttir inn sem
„samkvæmisleiktæki”,og settir
i 90% tollflokk. Ekkert bann
liggur við innflutningi fjár-
hættuspilatækja.
Hjá lögfræðiskrifstofu hér i
bæ fengum við þær upplýsingar,
að liklega yrði mjög erfitt að
túlka þessi lög um fjárhættuspil.
Þó mun þess dæmi, að maður
hafði verið dæmdur fyrir að 1
spila fjárhættuspil, þar sem
hann gat ekki sannað að hann
hefði aöra atvinnu en þá að spila
upp á peninga.
t greinargerð með þessum
lögum segir, að fjárhættuspil sé
það, þar sem tilviljun ræður
ávinningi, þegar peningar eða
önnur verðmæti eru lögð fram
til sliks spils i spilum, tenings-
kasti eða kúluspili. Sömu sjón-
armið gilda og um veðmál.
Þvi virðist svo vera að fjár-
hættuspil sé ekki refsivert, ef
sýnt þykir að viðkomandi hafi
ekki atvinnu af þvi.
En hvað þá með happdrættin?
Eru þau lika fjárhættuspil. Þar
er jú lagt fram fé þangað sem
tilviljun ræður ávinningi.
—ÓH
Glœsilegt upphaf þjóðhátíðar:
„Hefði talizt
góð aðsókn
að landsleik"
— segir vallarstjórinn. — Níu til ellefu
þúsund manns á þrettándaskemmtun
,,Ég gæti gizkað á, að samtals
hafi niu til tiu þúsund manns
fylgzt með skemmtuninni, en það
voru samtals fjögur þúsund full-
orðnir, sem greiddu aðgangs-
eyri”, sagði Baldur. Og hann
rifjar það upp, að aðeins einu
sinni áður hafi slikur fjöldi komið
á skemmtun þar á vellinum, en
það var á miðju sumri árið 1957
og komu þá 12.800 manns á
skemmtun leikara.
Flóðlýsingin gerði það að
verkum, að allir sáu mjög vel
það, sem fram fór á vellinum.
Álfadrottning og kóngur ásamt
miklu fylgdarliði púka og jóla-
sveina gengu þarna ljósum logum
og var gerður góður rómur að
dansi þeirra og söng.
,,Ef öll þjóðhátiðin gengur eins
glæsilega fyrir sig og þessi
skemmtun, þá getum við verið
stolt af þjóðhátiðarárinu”, sagði
Baldur Jónsson að lokum og fór
mörgum orðum um það, hversu
vel sér fyndist leikarar hafa
staðið að skemmtun þéssari.
Tuttugu og átta lögregluþjónar
voru þarna á vellinum til að
tryggja, að allt væri nú i röð og
á Melavelli
„Það mætti vera spennandi
landsleikur, sem drægi að annan
eins fjölda og sótti þrettánda-
skemmtun þjóðhátiðarinnar hér á
Melavellinum,” sagði Baldur
Jónsson, vallarstjóri 1 viötali við
Visi að skemmtuninni afstaðinni.
Borgarstjórinn, Birgir Isleifur
Gunnarsson, ávarpaði áhorf-
endurna og setti þennan fyrsta
dagskrárlið þjóðhátiðarinnar,
fyrir hönd þjóðhátiðarnefndar
Reykjavikur
—Ljósm. Bragi
Húsvíkingar heyra
illa í útvarpi
— og sjónvarpið er dauft — endurvarpsstöðin á
Húsavíkurfjalli kemst
Óstand ríkir nú i út-
varpsmálum á Húsavik.
Bæjarstjórnin þar hefur
harðlega átalið ríkjandi
ástand í útvarpssendingum
frá endurvarpsstöðinni á
Húsavik.
Fjarskipti Húsavikurradiós við
talstöðvarbila hafa nú um a 11-
langa hrið komið inn i dagskrá út-
varpsins, og þannig yfirgnæft út-
varpsefni.
Vegna þessa, þá stilla flestir út-
varpsnotendur tæki sin á endur-
varpsstöðina i Skjaldarvik i
Eyjafirði, enda þótt útsendingar
þaðan séu of veikar fyrir Hús-
vikinga.
Almannavarnir komu upp i
sumar útbúnaði til að útvarpá til-
kynningum til bæjarbúa beint i
gegnum endurvarpsstöð Rikisút-
varpsins á Húsavik. En meðan
flestir stilla tæki sin á Skjaldar-
vik, þá kemur þessi búnaður
Almannavarna að litlum notum,
ef um neyðartilvik yrði að ræða.
Sjónvarpssendingar eru og
mjög veikar á Húsavik, þvi
endurvarpsstöð, sem reist var á
ekki í gagnið sökum
Húsavikurfjalli s.l. sumar, hefur
enn ekki komizt i gagnið.
Endurvarpsstöðin
starfar
ekki vegna mannaskorts
„Húsavik er dálitið illa sett
miðað við okkar útbreiðslukerfí
núna”, sagði Sigurður Þorkels-
son, forstjóri radiódeildar Lands-
simans, er Visir ræddi við hann i
gær.
„Þessar truflanir sem verða
þarna á Húsavik, stafa af þvi, að
það húsnæði sem Húsavikur-
stöðin hefur verið i, hentar illa.
Okkur hefur hins vegar tekizt að
fá inni annars staðar með endur-
varpsstöðina fyrir hljóðvarp á
Húsavik. Það húsnæði er i spenni-
stöð i útjaðri bæjarins. Þannig
ætti ástandið að batna fljótlega”.
Sigurður Þorkelsson sagði, að
sjónvarpssendingar til Húsavikur
kæmu frá endurvarpsstöð eða
bráðabirgðasendi, sem er við
Goðafoss. Endurvarpsstöðin á
llúsavikurfjalli hefur enn ekki
komizt i gagnið, vegna þess að
Landssiminn hefur ekki fengið
menn til að vinna við hana.
manneklu
„Það vantar mannskap”, sagði
Sigurður Þorkelsson.
Eiðar trufla Norður-
og Suðurland
Sigurður hélt að flestallir
landsmenn ættu nú að geta
hlustað á hljóðvarpið með
ágætum.
Engar kvartanir hafa borizt frá
Austurlandi núna, eða ekki siðan
langlinusendir var settur upp á
Eiðum.
„En þessi sendir”, sagði
Sigurður, ”hefur nokkuð truflandi
áhrif, t.d. á Norðurlandi og
Suðurlandi. Það er ákveðinn geiri
á Suðurlandi, þar sem sendingar
eru truflaðar. Þeir á Suðurlandi
hafa hins vegar fm-kerfi og geta
hlustað á það. Sama er að segja
um Norðurland. t Skagafirði
hefur t.d. borið á truflunum en
þar er þá hægt að notfæra sér fm-
kerfið. Sama er að segja um
Siglufjörð. Þar voru erfiðleikar á
að ná útvarpssendingum óbrengl-
uðum, en þvi hefur nú verið kippt
i lag”. —GG
Endalok Melavallar — glæsilegt upphaf þjóöhátlöar. \ næstunni veröur tckin þarna fyrsta skóflu-
stungan aö þjóöarbókhlööu. „Þá hefur heyrzt, aö ekki dugi minni flötur en á viö þrjá knattspyrnuvelli,
viö þurfum alltaf aö vcra stórtækari en aðrar þjóöir”, segir vallarstjórinn. „Þó aö þaö sé hollt aö hugsa
um bókina, má ekki gleyma manninum”, bætti hann viö.
Grýla lék á als oddi þarna á Mela-
vellinum, þó aö þeim yngstu litist
kannski ekki beinlins vcl á
blikuna fyrst i stað. Væri ekki
ráðlegt aö sýna erlendum kapp-
liöum framan I kvendiö i kapp-
leikjum....??!!
reglu. Var Bjarki Eliasson yfir-
lögregluþjónn fyrir þeim, en i
spjalli viö blaöamann Visis
sagðist hann álita, að þarna á
vellinum hefðu að minnsta kosti
verið tiu til ellefu þúsund áhorf-
endur samankomnir.
Þrettándaskemmtuninni var á
sinum tima frestað vegna ástands
vallarins. 1 gær rigndi nokkuð hófst, og varð þá veður ekki til að
framan af degi, en uppstytta varð skaprauna hátiðargestum.
um það bil, sem skemmtunin —ÞJM
Hvar er rafgeymirinn minn?
Ilonum varö dálitiö hverft við,
manninum i Hafnarfirði, sem
settist upp I hilinn sinn og ætlaði
að setja hann i gang.
Þetta var á sunnudaginn.
Hvernig sem hann starfaöi,
heyrðist ekki múkk frá vélinni
eða ræsinum.
Kannski var það engin furöa, þvi
búiö var að stela rafgeyminum úr
bilnum þá um nóttina.
Bfllinn stóö ólæstur beint fyrir
framan dyr eigandans. Hefur
verið farið inn i hann og vélar-
lokið opnað að innan.
Rafgeymisþjófurinn er enn
ófundinn, en liklega ekur hann nú
um á bilnum sinum, sem fer i
gang við fyrsta start. Rafgeymis-
eigandinn má gjöra svo vel aö fá
sér nýjan geymi, svo fremi
þjófurinn finnist ekki áður. _óH
Sk HERRAR-NYJUNC !
jR Nú veitum viö þá þjónustu,
F aö þér getið pantað tíma
eftir yðar eigin höfði.
1 Sem sagt: Hringið, pantið tíma,
Jr komið og setjist beint í stólinn.
k f
En eftir sem áður höfum við
einnig gamla háttinn á -
„næsti gjörið svo vel‘.‘
IAKARASTOFA ÁGÚSTAR & GARÐARS
luðurlandsbraut 10 - simi 32166