Vísir - 14.01.1974, Blaðsíða 7

Vísir - 14.01.1974, Blaðsíða 7
Visir. Mánudagur 14. janúar 1974 7 MÁNUDAG, ÞRIÐUUDAG OG MIÐVIKUDAG ÖTRÚLEGUR AFSIÁmjR FÖT, STAKIR JAKKAR, STAKAR BUXUR, GEYSILEGT ÚRVAL AF GALLABUXUM, PEYSUR, BLÚSSUR. tfHDim TtZKUVERZLUN LAUGAVEGI 47 SÍM117575 cTVÍenningannál og hernámi ljóslifandi frásöguhættinum. Eessari sögu skipaöi Jón óskar siðan fremst i smásögusafn sitt, enda taka hans bestu sögur meö náttúrulegum hætti við af henni. t Mitt andiit og þitl voru eins og aö likum lætur sögur frá hernámsárunum. Ik'r eru l'leiri sögur svipaös efnis: Litilsaga um gyðingahatur, Skál, vinir minir. l>aö snjóar. Af þeiin finnst mór siðastnefnda sagan einkum markverö, svipmvnd frá striðs- árunum sem sinum einföldu orð- um andæfir fordæmingu „ástandsstúlkna" af' siðferðisleg- um og þjóðernislegum ástæðum. Kn a>tli það sö samt ekki vegna stilfarsins frekar en efnis sögunn- ar hvað hún sker sig gliiggt úr öðrum ..ástandssögum", sem ýmsar voru samdar á þeim árum. r Olafur Jónsson skrifar um bókmenntir: Fró kreppu Jón Óskar: SÖGUR 1940-1964 Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1973. 183 bls. Það er glöggt að Jón Óskar hefur valið með smekk og fyrirhyggju söguriiar i sina fyrstu bók, Mitt andlit og þitt, sem út kom árið 1953. Enda hafa þær, eða bestu sögurnar i bók- inni, reynst furðu minnisstæðar. Og mað- ur les þær með ánægju á Það er i rauninni meiri nvjunga- bragur á ýmsum fullgerðari sög- um Jóns bskars frá þessum ár- um, hinum einf,alda farðustil sem þar er kominn fram, eins og i þremur fyrrnefndu sögunum. eða sögu eins og tsland selt. Ahugafólki um táknstefnu i bókmenntum kann að þykja sag- an sú vera lærdómsrik. Það var ólukku breyting sem gerð var á henni i Mitt andlit og þitt, að nefna kaupanda lands i sögunni Sám frænda. Þar með var les- anda fenginn augljós lykill að efni hennar, að hún fjallaði um deilur fyrirfarandi ára um Keflavíkur- samning, Atlantshafsbandalag og her i landi. t frumgerð sögunnar nefnist þessi skálkur Snæbjörn, og sagan var samin þegar árið 1964 og báðar heldur marklitlar að minu viti — einfaldar dæmi- sögur þess hversu vondir menn séu við skáldin sin. Það er nú meiri sónninn! Salka Valka og ástandið t þessu nýja sögusalni er sem sé heildarútgáfa á smásögum Jóns Oskars frá aldarfjórðungs bili, 22 sögur i bókinni en 11 voru i Mitt andlit og þitt. Burtséð frá þvi að ekki varð úr frekari sagnagerð eftir þá bók verður hitt ekki sagt að nýja útgáfan auki við hana fleiri sögum jafngóðum og þar eru bestar, enda væri það til mikils mælst. Kn auðvitað veitir hún fullkomnara yfirlit yfir smá- sagnagerð höfundarins og þróun hennar, glimu hans við frásagn- arform ogsöguelni. þeim lesend- um sem það þykir fróðlegt. Það er t.a.m. fróðlegt að skoða sögu sem nefnist Rauðu húsin kóngsins sem raunar er ekki regluleg smásaga, heldur drög að skáldsögu, samin á árunum 1943-45. Siðar, þegar höfundurinn hafði misst áhuga og löngun að halda efninu áfram, gekk hann frá henni til birtingar i þvi sniði sem hér er á henni. Þetta er kreppusaga, gerist i hinu venju- lega sjávarþorpi slikra sagna þar sem voldugur kaupmaður rikir yfirlýðnum, reisir kirkju til guðs- þakka en svikur af mönnum kaupið fyrir vinnu þeirra. Það verður verklall. Og hvernig fer? Auðvitað er kaupið lækkað og kóngurinn rikir enn i þorpinu. Þetta efni hefur verið nærtækt á þessum árum, og þótti það raunar lengi .siðan, hcilar þorpssögur samdar eftir þessum hætti eftir þennan dag. Kn efnislega er ekk- ert nýtt i sögu Jóns Oskars eins og hún kemur hér fyrir — og auðskilið að höfundinum þætti ekki fýsilegt að halda henni áfram i freyðandi kjölfar Sölku Völku og Bogensens. Það sem nýtt var i sögum Jóns Óskars, einnig þessari, allt frá fyrstu sögum hans, það er slils- háttur þeirra, ofur-einfaldur og likt og kæruleysislegur, en samt sem áður svo skýr og nákvæmur á smámuni, stilsháttur er sem jafn auðnuminn af sögunum og erfitt er að lýsa honum i fljótu bragði, öðrum orðum. Kfnislega eru allar elztu sögurnar hins vegar hefð- og venjubundnar: einfaldar stúdiur i einstæðings- skap og umkomuleysi. Hér er ein- um fjórum slikum sögum aukið við þær sem voru i fyrri útgáfu allar frá árunum 1940-42, eftir- tektarverðust heita er kannski saga sem nefnist Þegar hús þitt brann, af þeirri tilraun, sem þar er gerð til að segja sögu i annarri persónu. Kn eftir sem áður virðast sögur i fyrri bókinni, Maður á kvisti, kona á miðhæð, Skip leggur að og frá, nægileg úr- lausn þessara frásagnarefna. Méð Symfoniu Pastorale, sögu frá 1942 verður hins vegar um- talsverð breyting: þar er engin ,,saga sögð” lengur, hugblær, til finning hinna hversdagslegustu atvika komin i stað hefðbundins söguefnis og skýrist aðeins af sögunum frá fyrri prentun og þá vikið nær upphaílegri gerð þeirra, sbr. það sem áður var sagt um söguna tsland selt. Taka má eftir þvi að snilldarsaga Jóns. Ég. barnið. hundurinn. er nú til með þuennskonar niðurlagi. 1 Hernámsáraskáldum segir frá þvi að i frumprentun sögunnar i Timariti Máls og menningar 1942 hafi einhver, ritstjóri eða setjari, skotið inn i sögulokin tveimur setningum: ,,Og nú finn ég að það á ekki að segja meir. l>ess vegna er ekki meira skrifað. Þess vegna ér sagan ekki lengri.” t mitt Mitt andlit og þitt var þetta aftanprjön afnumið: þar endar sagan af þvi að drengur og hundur biða heimsendis: ,,Og nú er þessi saga ekki lengri.” Kn i nýju gerðinni bætist við ný setn- ing, og lokaorðin breytast: ,,Kn það gerðist ekkert, nema hrossa- gaukurinn vakti mig til veruleik- ans með óviðjafnanlegri tónlist sinni. Og þar lýkurþessari sögu.” sögu.” Auðvitað verður enginn heims- endir, gaukurinn heldur álram að hneggja á vordaginn. Kn af hverju hin lormlegu sögulok? ()g af hverju þetta orðalag: öviðjafnanleg tónlist, vekja til veruleikans? Það er. reyndar meira taláð um tónlist i sögunni, sumpart með orðum, sem siinga i stúf við orðfæri hennar að öðru leyti. Kn það sakar hana ekki: ætli sagan sé ekki rétt einmitt si- svona? Svona er hún. Jón óskar. ný að tuttugu árum liðn- um. Aftur á móti er það undrunar- efni að höfundur sem fyrir tuttugu árum hafði samið jafn- góðar smásögur og Ég, barnið, hundurinn, Ég hef gleymt ein- hverju niðri, Stúlkan, svarti kötturinn og ég, svo að einungis séu nefndar þrjár af minnisverð- ustu sögunum úr Mitt andlit og þitt — að hann skuli siðan svo sem enga stund hafa lagt á smásagna- gerð. Ég hef ekki komið auga á neina endanlega skýringu þess i minningabókum Jóns Óskars .frá undanförnum árum þar sem hann vikur á við og dreif að smásagna- gerð sinni, nema þá að um þessar mundir hafi hefðbundinn frá- sagnarháttur verið orðinn honum ófullnægjandi og þörf á endurnýj- un i efni' og stilfari. Hann getur þess lika að undirtektir sem ,,til- raunasaga” hans frá árinu 1947, Sonata quasi una fantasia fékk hafi valdið honum vonbrigðum og raunar beinum álitshnekki á meðal lesenda. Ég man það svo sem vel sjálfur hve spánskt þessi saga kom fyrir i timaritinu RM þar sem hún birtist fyrst — þótt það orkaði ekki fráhrindandi heldur þvert á móti örvandi, spennandi á ungan lesanda nokkrum árum siðar. Snæbjörn, Sámur, Sigvaldi En með aljri respekt fyrir þess- ari litlu sögu er hún svo sem ekki mikið meir en einmitt tilraun. 1943 — svo að efni hennar er frek- ar pólitisk forspá en útlegging orðinna atburða. Auðvitað breyt- ist sagan sjálf ekkert við þetta, hún er eftir sem áður táknsaga og eftir sem áður er hún pólitisk. Kn mér að minnsta kosti finnst sagan skemmtilegri vegna þessarar vit- neskju, að hún var ekki bara hug- vitsamlegt innlegg i eina af okk- ar langþreyttustu pólitisku deil- um. Meira fyrir táknhyggjumenn: Jón Óskar segir frá þvi i Hernámsáraskáldum að þegar sagan birtist fyrst, i timaritinu Akranesi árið 1944, hafi ritstjóri þess breytt nafni kaupandans að sér forspurðum úr Snæbjörn i Sig- valdi. Kkki kann Jón Óskar aðra skýringu á þessu en að ritstjóri hafi viljað forða þvi að Snæbjörn Jónsson bóksali héldi að sagan væri um sig! En ef Sigvaldi er hermannsheiti og merkir sigur- vegari? Snæbjörn merkir allténd ekkert annað en einmitt snæ- björn, fornt og þjóðlegt nafn. Ólafur B. Björnsson hefur kannski verið glúrnari ritstjóri en Jón Óskar lætur i veðri vaka. En hvað sem þessum álitaefn- um líður er það ljóst af fleiri manna dæmum en Jóns Óskars að á þessum árum, fyrir og um 1950, hefur ekki blásið byrlega fyrir nýjungum i lausamálsstil og sagnagerð. Og raunin varð að hann lét staðar numið þar sem komið var i Mitt andlit og þitt. 1 þessu safni eru einungis tvær sög- ur yngri en bókin, báöar frá árinu Heimsendir og hrossagaukur Jón Óskar segir frá þvi i l'or- mála fyrir bókinni að liann hafi á stöku stað gert breytingar á

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.